Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Alþýðublaðið - 20.01.1973, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 20.01.1973, Blaðsíða 12
KOPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 SemiBiLASrOÐiN HT Hátítarljöð 1974 Kamraborgin ris biá og fögur og minnir á fornar og merkar sögur. í bliöviðri og hretum á haröviöarsetum menn heilshugar kætast: ó sjáið hve dýrlega draumarnir rætast! IVleiin og konur aö kukkhúsum una og heyrist varla liósti eöa stuna. hái kamraborgin ris hlá viö torgin á hreiöum völlum og andaktarblær er á tslands f jöllum. MILT ÞORRA VEÐUR Milt vetrarveöur ver&ur rikjandi á landinu yfir helgina, sögöu þeir okkur á Veöurstofunni i gærkvöldi. „Ætli sé ekki bezt aö nefna það milt Þorraveö- ur”, sagði Páll Bergþórsson, en hann var á vakt hjá Veðurstofunni i gær- kvöldi. 1 dag verður suölæg átt rikjandi, vott fyrir sunnan en þurrt fyrir norðan. Seinnipartinn i dag færist vindáttin meira i suð-vestur, og má þá búast við slydduveðri sunnanlands, svona álika veðri og gerði i fyrrinótt. A sunnudaginn dregur hins vegar til austlægari áttar, og veður verður mildara. Væta verður áfram sunnan- lands, og áfram þurrt fyrir norðan. Viðast hvar á landinu verður hita- stigið nokkuð fyrir ofan frostmark, og hvergi er búizt við þvi að hitinn fari niður fyrir frostmarkið. .....i..... ; '■•íiiy:-':: ' ■' ' '\ ' f I.II: ■ ■ i v 'V » & 51: i i'vÁ#'. > jjli-'.'W'. < feliiil - á . — GUÐ MINN GÓÐUR! „Hitler sálugi fann sér Gyðinga til að kenna það sem aflaga fór og vinna sér fylgi millistétta þýzkalands. „Alþýðuflokkurinn á tslandi fann sér bændastéttina til að ráðast á i sama tilgangi.” Ritstjóragrein i Búnaðar- blaðinu. MYSTIK „Astæðurnar voru þær aö nokkur mystök urðu hjá póst- þjónustunni, sem viö vonum að endurtaki sig ekki.” Nýtt Land UNDRAR FÆSTA ttEkki mun samgöngu- málaráðherra hafa komið það til hugar er hann fæddist 13. janúar 1903 að hann ætti eftir að ráöa þvi hort Botnsheiöi væri mokuð eða ekki. Ekki mun undirrituðum heldur hafa dottið það i hug þegar hann fæddist klukkan 00.05 þann 14. janúar 1901 að hann ætti eftir að verða fréttamaður Þjóðviljans.” Þjóövilji GÆTIÐ AÐ HÁLSI OG EYRUM... Það er alltaf vissara að gæta sin i þessari umhleypingasömu veðráttu okkar, — og læknar segja okkur að passa sérstak- lega háls og eyru. Annars er það helzt að frétta af heilsufarinu, að fyrstu viku þessa árs voru ménn blessunar- lega lausari við þessara óáran en siðustu viku liðins árs. Samkvæmt skýrslum borgar- læknis fækkaði skráðum tilfell- um um meira en helming. En allur er varinn góður — og þess vegna minnum við á húf- una og trefilinn. ÞORRINN ER HAFINN A þorranum, sem nú stendur fyrir dyrum, fá menn ekki ein- asta ekta þorramat fram borinn á Nausti, eins og verið hefur samfleytt siðan árið 1957, heldur er nú lika hægt að fá sérstakan þorradrykk. Fyrir honum er reyndar ekki gömul hefð eins og matnum, — hann var til i kokkteilasamkeppni þjónanna á Nausti I siðustu viku. Nái þessi dyrkkur vinsældum er fyrirhug- að að efna til slíkrar samkeppni árlega og bjóða alltaf upp á nýja blöndu. Þessi þorradrykkur, sem er sköpunarverk Haraldar Sigurðssonar, er blandaður úr Rum Bacardi, Kahlua og appelsinusafa. Þorramaturinn i Nausti hefur náð miklum vinsældum. og eru margir, bæöi einstaklingar og hópar árlegir gestir, þrátt fyrir öll hin mörgu þorrablót marg- vislegra félagasamtaka og þorramat boðinn fram af öðrum aðilum. Vinsældir þessar eru vafalaust þvi að þakka, að i Naustinu er maturinn borinn fram óskammtaður i raunveru- legum trogum, svo og þægilegt og matarlegt umhverfi á Naust- inu. Allur er maturinn til- reiddur i Nausti undir yfirstjórn yfirmatsveinsins, Ibs Wessman. Ekki er þörf á að telja upp það sem á boðstólum verður, en hins má geta, að þeir i Naustinu byrja að súrsa um mánaðamót- in september október, en það tryggir, að súrbragðið er sterkt og ómengað á þorranum. Sels- hreyfarnir eru frá Breiðafirðin- um og sagt er, að hákarlinn sé alveg sérstaklega góður að þessu sinni. Þá má geta þess, að Ómar Ragnarsson mun skemmta þorragestum, en þarð verður auglýst sérstaklega hverju sinni. * » ►

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 16. Tölublað (20.01.1973)
https://timarit.is/issue/234732

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. Tölublað (20.01.1973)

Aðgerðir: