Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Alþýðublaðið - 20.01.1973, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.01.1973, Blaðsíða 9
íþróttir 2 Sem kunnugt er, hefur spenna færst á nú í 1. deildina i handknattleik. Þaö voru einkum úrslit sföasta leikkvölds sem orsökuöu þessa spennu. Má segja aö spenna sé fyrir hendi bæöi á toppi og á botni, og allt getur gerst. Ljóst er að FH, Vikingur, Valur, 1R og Fram munu berjast um toppsætiö, en á botninum mun baráttan standa milli Hauka, KR og Armanns. Er þetta sú þróun sem menn spáöu almennt fyrir mótiö. Um helgina verðum mikið um að vera i handknattleiknum. Alls fara þá fram 16 leikir, þar af tveir leikir i 1. deild karla, þrir i 1. deild kvenna og fjórir i 2. deild karla. 1 1. deild mætast fyrst Armann og KR, en siðan Fram og 1R. Hefst fyrri leikurinn i Laugardalshöllinni klukkan 20,15, en sá seinni hefst strax að þeim fyrri loknum. Eins og sjá má er um að ræða tvo þýðingarmikla leiki, og það á tvennum ólikum vigstöðvum. Fyrri leikurinn er baráttuleikur um fallið, en sá seinni er barátta á toppnum. Um leik KR og Arm. er það að segja, að um úrslit er ákaflega erfitt að spá. Bæði liðin hafa komið á ó- vart að undanförnu, með góðri frammistöðu gegn íslandsmiesturum Fram. Bæði liðin áttu þá stjörnu- leik, og það getur þvi farið á báða vegu með þennan leik. 1 seinni leiknum er mikið i húfi. Hvorugt liðið má við þvi að tapa stigi eöa stigum, en það þurfa þau nú að gera, hvort sem þeim likar betur eða ver. Mikið getur oltið á frammistöðu „gömlu” mannanna i leiknum, þeirra Ingólfs óskarssonar fyrirliða Fram og Gunnlaugs Hjálmarssonar fyrirliða 1R. Báðir hafa þeir sýnt góða leiki i mótinu. En vist er aðum spennandi leikkvöld verður að ræða. Leikirnir i 2. deild eru þessir. Þór-Breiðablik, KA-Breiðablik, báðir á Akureyri, Stjarnan-Grótta og Fylkir-Þróttur, báðir fyrir sunnan. I 1. deild kvenna hefst keppnin klukkan 13.30 á morgun og leika þá erkióvinirnir Valur og Fram en einnig leika Ármann-Vikingur, KR-Breiðablik — SS. Ingólfur óskarsson Gunnlaugur Hjálmarsson HVAÐ GERA ÞEIR „GÖMLU'' ANNAÐ KVÖLD? MULLERSMÚTID HALDID ÞEGAR SNJðRINN KEMUR Nýlega var haldinn aðalfundur hjá Skiðafélagi Reykjavikur og var sáfundurhaldinniSkiðaskálanum i Hveradölum. All margt var mætt á fundinn, formaður félagsins Leifur Muller setti fundinn og fundar- stjóri var kosinn Stefán G. Björnsson. Mikið hefur verið starfað hjá Skiðafélaginu á siðasta starfstimabili og er hagur félagsins all góður. Þar sem unglingamót Skiðafélags Reykjavikur hefur miklum vin- sældum að fagna, hefur nú verið tekin upp sú nýbreytni að hafa fast skipaða mótanefnd starfandi allt árið og i henni eru: Formaöur Jónas Ásgeirsson, ennfremur eru i nefndinni Haraldur Pálsson, Hjálmar Stefánsson, Hjálmar Jóelsson, Helgi Hallgrimsson, Haukur Óskarsson, Valur Pálsson, Baldur Asgeirsson, Alfreð Karls- son og Páll Guðbjörnsson. Stjórn félagsins skipa nú: Leifur Muller formaður, Ellen Sighvatsson gjaldkeri, Jón Lárusson ritari, með- stjórnendur eru Haraldur Pálsson, Lárus Jónsson varaformaður, Jónas Asgeirsson. Strax og snjór er nægilegur i Hveradölum verður haldið Mullersmótið 1973. Ennfremur mun Skiðafélag Reykjavikur gangast fyrir göngumótum á Hellisheiði á þessum vetri. (Fréttatilkynning) UNGLINGAMÓT í Unglingameistaramót lleykja- vikur i sundi veröur haidiö sunnu- daginn 28. janúar i SundhöII Reykjavikur kl. 15,00. Keppt veröur i eftirtöidum grcinum og i þeirri röö er aö ucöan greinir: IJrengir og stúlkur þeir er fæddircru 1957 og siðar, en teipur og sveinar er fæddir eru 1959 og siðar. Mótiö er stigakeppni þar sem átta fyrstu i hverri grein fá stig þ.e. 9,7,6,5,4,3,2,1, en 9,6,4,2 i boösundum. Þátttökutiikynningar skilist tii SUNDINU Sundráös Reykjavikur i siöasta iagi mánudaginn 22. janúar. 100 m flugsund stúlkna 100 m flugsund drengja 100 m bringusund telpna 100 m skriðsund sveina 200 m fjórsund stúlkna 200 m fjórsund drengja 100 m baTtsund telpna 100 m baksund sveina 100 m skriðsund stúlkna 100 m bringusund drengja 4x100 m fjórsund stúlkna 4x100 m fjórsund drengja BOGS EVROPUMEISTARI — VANN Á STIGU Daninn Tom Bogs endurheimti í fyrrakvöld Evrópumeistaratitil sinn i millivikt i hnefateik- um. Mótherji Danans var Frakkinn Fabio Bettini, og sigraði Bogs á stigum I viöureigninni. Þetta er i annaö sinn sem Bogs hlýtur þennan eftirsótta titil, og er þaö kærkomið fyrir hann eftir nokkurt mótlæti siöustu árin. Hnefaleikakeppnin fór fram i KB-höllinni i Kaupmannahöfn, og var höllin fullsetin. Ahorfend- ur héldu að sjálfsögðu mjög meö sinum manni, og stemning var mikil. Einkum voru lotur 11 og 12spennandi fyrir áhorfendur, þvi þá sótti Bettini mjög ákaft. En Bogs tókst aö verjast öllum árásum á mjög skemmtilegan hátt, og i lokin sýndi hann algera yfirburði. Eftir 15 lotur var Tom Bogs lýstur Evrópumeistari, hann fékk stig allra dómaranna. Tom Bogs nálgast nú þritugt, en samt er ljóst aö hnefaleikaferill hans er enn ekki á enda eins og óttast var um ekki alls fyrir löngu. Bogs hefur átt heldur erfitt uppráttar að undanförnu, tap- aði illa i keppni um heimsmeistaratitilinn, og hefur auk þess átt við erfiðleika að etja i einkalifi sinu. Tom Bogs hefur nú keppt 70 sinnum i hringnum, og aöeins tapað i fimm skipti. Mótherji hans Bettini hefur öllu verri árangur. Hann er lika eldri en Bogs, 34 ára gámall. Þrátt fyrir þaö telst þetta mikill sigur fyrir Bogs, að ná aftur Evrópumeistaratitlinum sem hann hélt um tima hér áður fyrr, enda var hann ákaft hylltur af áhorfendum þegar hann var krýndur lárviöarkransi að keppni lokinni á fimmtudagskvöldið — SS LÝSINGAR JÓNS HEFJAST INNAN SKAMMS Um næstu helgi hefjast að nýju hinar vinsælu handknattleikslýs- ingar Jóns Asgeirssonar úr Laugardalshöil. Hafa þessar lýs- ingar þótt með bctra efni sent út- varpiö hcfur haft á dagskrá sinni. t þetta sinn ætlar Jón aöeins að færa út kvíarnar, nefnilega að lýsa einnig frá Hafnarfiröi. Sein fyrr segir hefjast lýsingar Jóns unt næstu helgi, eða nánar tiltckið sunnudaginn 28. janúar, og þær munu standa fram til vors. Myndin er tekin er Jón lýsti I fyrravor, og af myndinni má dæma að heldur hafi verið rólegt I þetta sinn. Laugardagur 20. janúar 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 16. Tölublað (20.01.1973)
https://timarit.is/issue/234732

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. Tölublað (20.01.1973)

Aðgerðir: