Alþýðublaðið - 20.01.1973, Blaðsíða 6
f
[
r
Leiðbeiningar
við skattframtal
INNGANGUR
Áritun.
Til innsendingar til skattyfir-
vaida skal nota framtalseyðu-
blaðið, sem áritað er i skýrslu-
vélum, sbr. þó 3. mgr. Notið
aukaeintak af eyðublaði til að
taka afrit af framtali yðar og
geymið afritið með þeim upp-
lýsingum og gögnum tilstuðnings
framtali, sem yður ber að geyma
a.m.k. i 6 ár miðað við framtaln-
ingu skattskrár. Framteljanda
skal bent á að athuga, hvort
áritanir gerðar af skýrsluvélum,
nöfn fæðingardagar, —mán. og -
ár, svo og heimilisfang, séu
réttar, miðað við t. des. sl. Ef svo
er ekki, skal leiðrétta það á fram-
talinu. Einnig skal bæta við upp-
lýsingum um breytingar á fjöl-
skyldu i desember, t.d. giftur
(gift), hverri (hverjum), hvaða
dag, nafn barns og fæðingardagur
eða óskirð (ur) dóttir (sonur)
fædd (ur) hvaða dag.
Ef áritanir eru ekki réttar,
miðað við 1. des., þá skal fram-
teljanda bent á að senda einnig
leiðréttingu til Hagstofu Islands
(þjóðskrá), Reykjavik.
Athygli er vakin á orðsendingu
frá Hagstofu íslands, sem fylgir
með árituðum framtalseyðu-
blöðum i ár, varðandi skráningu
rikisborgararéttar.
Ef áritað eyðublað er ekki fyrir
hendi, þá skal fyrst útfylla þær
eyður framtalsins, sem ætlaðar
eru fyrir nafn og nafnnúmer
framteljanda, fæðingardag hans,
-mán, og -ár, svo og heimilisfang
hans 1. des sl. Einnig nafn eigin-
konu, fæðingardag hennar, -mán.
og -ár, svo og nöfn, fæðingardag -
mán. og fæðingarár barna, sem
fædd eru árið 1957 eða siðar.
2. Fengið meðlag og barna-
lífeyrir
Fengið meðlag með börnum
yngri en 16 ára, þar með talinn
barnalifeyrir frá almannatrygg-
ingum, ef annað hvort foreldra er
látið eða barn er ófeðrað, skal
færa i þar til ætlaða eyðu neðan
við nöfn barnanna.
önnur meðlög, aðrar barnalif-
eyrisgreiðslur frá almannatrygg-
ingum og allar barnalifeyris-
greiðslur frá öðrum (t.d. lifeyris-
sjóðum), skal hins vegar telja
undir tekjulið 13, „Aðrar tekjur”.
3. Greidd meðlög
Upplýsingar um greidd meðlög
með börnum framteljanda skal
færa i þar til ætlaðan reit fyrstu
siðu framtalsins. Varðandi upp-
lýsingar um aðra vandamenn á
framfæri framteljanda, visast til
leiðbeininga um ákvæði 52. gr.
skattalaganna i liðnum „Aðrar
upplýsingar”.
4. Slysatrygging við
heimilisstörf
Skv. ákvæðum 30. gr. laga nr.
67/1971 um almannatryggingar
geta þeir, sem heimilisstörf
stunda, nú tryggt sér rétt til
slysabóta við þau störf með þvi að
skrá i framtal sitt ósk um það, i
reit, sem til þess er ætlaður, á
fyrstu siðu framtals. Arsiðgjald
verður nú kr. 780.
Þeir, sem atvinnurekstur hafa
með höndum, geta tryggt sér og
mökum sinum, sem með þeim
starfa að atvinnurekstrinum, rétt
til slysabóta, sbr. upplýsingar þar
um á launamiðafylgiskjölum.
Óski þessir aðilar að tryggja sér
eða mökum sinum jafnframt rétt
til slysabóta við heimilisstörf.
skulu þeir geta þess i umræddum
reit, og mun þá slysatryggingin i
heild reiknast 52 vikur á viku-
gjaldi þess áhættuflokks, sem
hærri er.
V. Eignir 31. des. 1972
1 Hrein eign samkv. meö-
fylgjandi efnahagsreikningi
Framtölum þeirra, sem bók-
haldsskyldir eru skv. ákvæðum
laga nr. 51/1968 um bókhald, skal
fylgja efnahagsreikningur.
1 efnahagsreikningi, eða i
gögnum með honum, skal vera
sundurliðun á öllum eignum, sem
máli skipta, svo sem innistæðum i
bönkum og sparisjóðum, vixil-
eignum og öðrum útistandandi
kröfum (nafngreina þarf þó ekki
kröfur undir kr. 10.000), birgöum
(hráefni, rekstrarvörur, hálf-
unnar eða fullunnar vörur),
skuldabréfum, hlutabréfum og
öðrum verðbréfum, stofnsjóðs-
innistæðum, fasteignum (nafn-
greindar á þann veg, er greinir i
3. tl. — Fasteignir), vélum og
tækjum og öðrum þeim eigum,
sem eru i eigu framteljanda.
Birgðir skulu tilgreindar á
heildarmatsverði án sérstaks frá-
dráttar skv. heimild i D-lið 22. gr.
skattalaga, og skal siðan tilgreina
dfrádráttinn sérstaklega.
Á sama hátt ber að sundurliða
allar Skuldir svo sem yfirdráttar-
lán, samþykkta vizla og aðrar
viðskiptaskuldir (nafngreina þarf
þó ekki viðskiptaskuldir undir kr.
10.000) veðskuldir og önnur föst
lán svo og aðrar skuldir fram-
teljanda.
Einnig skal sýna á efnahags-
reikningi, hvernig eigið fé fram-
teljanda breytist á uppgjörs-
árinu.
Ef i efnahagsreikningi eru f jár-
hæðir, sem ekki eru i samræmi
við ákvæði skattalaga (svo sem
tilfært verð fasteigna), skal úr þvi
bætt með áritun á efnahagsreikn-
inginn eða gögn með honum.
Hreina skattskylda eign skal
siðan færa á framtal undir 1.
tölulið I eða Skuldir umfram
eignir i C-lið bls 3.
2. Bústofn skv. land-
búnaðarskýrslu
Framtölum bænda og annarra,
sem bústofn eiga, skulu fylgja
landbúnaðarskýrslur, og færist
bústofn skv. þeim undir þennan
lið
3. Fasteignir
Fasteignir skal telja til eignar á
gildandi fasteignamatsverði eða
áætluðu matsverði fullbyggðra
mannvirkja, ef fasteignamat er
ekki fyrir hendi. Gildandi fast-
eignamatsverð, sem telja ber til
eignar i framtali 1973, er fast-
eignamat það, sem gildi tók 31.
des. 1971 eða skv. siðar gerðum
millimötum.
Metnar fasteignir ber aö til-
greina i lesmálsdálk og kr. dálk á
þann vegm er hér greinir:
Tilgreina skal fyrst nafn eða heiti
hverra sérmetinnar fasteignar i
lesmálsdálk, eins og það er til-
greint i fasteignamatsskrá. Sé
fasteign staðsett utan heimilis-
sveitar framteljanda, ber einnig
að tilgreina það sveitarfélag, þar
sem fasteignin er.
1 fasteignamatsskrám er hverri
fasteign skipt niður i ýmsa mats-
hluta eða matsþætti. T.d. er jörð
um i sveitum skipt i eftirtalda
matsþætti: tún, land, hlunnindi,
ibúðarhús, útihús o.s.frv. öðrum
sérmetnum fasteignum er skipt i
eftirtalda matshluta eða -þætti:
land eða lóð, hlunnindi, sér-
byggðar (sérgreindar) byggingar
eða önnur mannvirki. Hins vegar
er sérbyggðum byggingum ekki
skipt eftir afnotum t.d. milli
ibúðar- og verzlúnarhúsnæðis,
séu þau i sömu sérbyggðri bygg-
ingu.
1 lesmálsdálk ber að tilgreina
einstaka matshluta eða -þætti
fasteignarinnar, sem eru i eigu
framteljanda, á sama hátt og
með sama nafni og þeir eru til-
greindir i fasteignamatsskrá. Sé
matshluti eða -þáttur ekki að fullu
eign framteljanda, ber að geta
eignarhlutdeildar. Séu sér-
byggðar byggingar notaðar að
hluta tilibúðar og að hluta sem at
vinnurekstrarhúsnæði, ber einnig
að skipta matshluta eða -þætti
eftir afnotum, og skal skiptingin
gerð i hlutfalli við rúmmál. Sér-
reglur, sbr. næstu málsgrein,
gilda þó um skiptingu leigulanda
og leigulóða til eignar milli land-
eiganda og leigutaka. Fjárhæð
fasteignamats hvers matshluta
eða -þáttar, i samræmi við
eignar- eða afnotahlutdeild, skal
færð i kr. dálk.
Eigendur leigulanda og leigu-
lóða skulu telja afgjaldskvaðar-
verðmæti þeirra til eignar.
Afgjaldskvaðarverðmætið er
fundið með þvi að margfalda árs
leigu ársins 1972 með 15. Til-
greina skal i lesmálsdálk nafn
landsins eða lóðarinnar, ásamt
ársleigu, en i kr. dálk skal til-
greina ársleigu x 15. Leigjendur
leigulanda og leigulóða skulu
telja sér til eignar mismun fast-
eignamatsverðs og afgjaldg-
kvaðarverðmætis leigulandsins
eða -lóðarinnar. Tilgreina skal i
lesmálsdálk nafn landsins eða
lóðarinnar svo og fullt fasteigna
matsverð lóðarinnar eða landsins
eða þess hluta, sem hann hefur á
leigu, og auðkenna sem „Ll.”, en
i kr. dálk skal tilgreina mismun
fasteignamatsverðs og afgjalds
kvaðarverðmætis ( sem er land-
eða lóðareign ársins 1972 x 15).
Mannvirki, sem enn eru i bygg-
ingu eða ófullgerð, svo sem hús,
ibúðir, bilskúrar og sumarbú-
staðir, svo og viðbyggingar og
breytingar eða endurbætur á
þegar metnum byggingum eða
öðrum mannvirkjum, skal tilfæra
sérstaklega i lesmálsdálk undir
nafni skv. byggingarsamþykkt
eða byggingarleyfi og kostnaðar-
verða þeirra i árslok 1972 i kr.
lálk. Eigendum slikra eigna ber
að útfylla húsbyggingarskýrslu,
sem fylgja skal framtali. Hafi
eigandi bygginga eða annarra
mannvirkja, sem byggð eru á
leigulandi eða leigulóð, ekki
greitt leigu fyrir landið eða lóðina
á árinu 1972, ber land- eða lóðar-
eiganda að telja fasteignamats-
verð lands eða lóðar að fullu til
eignar.
4. Vélar, verkfæri og áhöld.
Hér skal færa i kr. dálk bókfært
verð landbúnaðarvéla og -tækja
skv. landbúnaðarskýrslu. Enn
fremur skal hér færa eignaverð-
mæti véla, verkfæra, tækja og
áhalda, annarra en bifreiða, sem
ekki eru notuð i atvinnurekstrar-
skyni eða ekki ber aö telja i efna-
hagsreikningi, sbr. tölulið 1.
Slikar eignir skulu teljast á kaup-
eða kostnaðarverði i kr. dálk. Þó
skal heimilt að lækka þetta verö
um fyrningu, nú að hámarki 8% á
ári miðað við kaup- eða kostn
aðarverð, svo og um áður reikn-
aða fyrningu. Þó má aldrei telja
eignarverð lægra en 10% af kaup-
eða kostnaðarverði. Fyrning
þessi kemur aðeins til lækkunar á
eign, en ekki til frádráttar
tekjum.
5. Bifreið
Hér skal færa i kr. dálk kaup-
verð bifreiða, sem ekki eru
notaðar i atvinnurekstrarskyni
eða ekki ber að telja i efnahags-
reikningi, sbr. tölulið 1. Þó skal
heimilt að lækka kaupverð um
fyrningu, nú að hámarki 10% á
ári, miðaða við kaupverð, svo og
um áður reiknaða fyrningu. Þó
má aldrei teija eignarverð lægra
en 10% af kaupverði. Fyrning
þessi kemur aðeins til lækkunar á
eign, en ekki til frádráttar
tekjum.
6 Peningar
Hér á aðeins að færa peninga-
eign um áramót, en ekki aðrar
eignir, svo sem vixla og verðbréf.
7. Inneignir
I A-lið framtals, bls. 3 ber að
sundurliða eins og þar segir til
um a.m.k. allar framtalsskyldar
og skattskyldar innstæður i
bönkum, sparisjóðum og innláns-
deildum, svo og verðbréf, sem
hlita framtalsskyldu og skatt-
skyldu á sama hátt skv. sér-
stökum lögum. Þessar tegundir
eigna eru framtalsskyldar og
skattskyldar til jafns við skuldir
framteljanda. Til skulda i þessu
sambandi teljast þó ekki eftir-
stöðvar fasteignaverðlána, að
hámarki kr. 600.000, ef þau voru
tekin til 10 ára eða lengri tima og
sannanlega notuð til að afla fast-
eigna eða endurbæta þær. Siðan
skal færa samtölu skattskyldra
inneigna i eignarlið 7
Vixlar eða verðbréf, þótt geymt
sé i bönkum eða sé þar til inn-
heimtu, teljast ekki hér, heldur
undir tölulið 9.
8. Hlutabréf
Rita skal nafn hlutafélags i les-
málsdálk og nafnverð hlutabréfa
i kr. dálk, ef hlutafé er óskert, en
annars með hlutfallslegri upp-
hæð, miðað við upphaflegt hluta-
fé.
9. Veröbréf/ útlán, stofn-
sjóðsinnistæður o.fl.
Útfylla skal B-lið framtals bls 3
eins og eyðublaðið segir til um og
færa samtölu i eignarlið 9.
10. Eignir barna
Útfylla skal E-lið framtals bls 4
eins og eyðublaðið segir til um og
færa samtöluna, að frádregnum
skattfrjálsum innistæðum og
verðbréfum, I eingarlið 10. Ef
framteljandi óskar þess að eignir
barns séu ekki taldar með sinum
eignum, skal ekki færa eignir
barnsins i eignarlið 10, en geta
þess sérstaklega i G-lið framtals
bls 4, að það sé ósk framteljanda,
að barnið verði sjálfstæður
eignarskattsgreiðaandi.
11. Aðrar eignir.
Hérskal færa þær eignir (aðrar
en fatnað, bækur húsgögn og aðra
persónulega muni), sem eigi er
getið hér að framan.
II. Skuldiralls
Útfylla skal C-lið framtals bls 3
eins og eyðublaðið segir til um og
færa samtölu i þennan lið.
III. Tekjurárið 1972
1 Hreinar tekjur af atvinnurekstri
eða sjálfstæðri starfsemi skv.
meðfylgjandi rekstrarreikningi
eða landbúnaðarskýrslu.
Framtölum þeirra, sem bók-
haldsskyldir eru skv. ákvæðum
laga nr. 51/168 um bókhald, skal
fylgja rekstrarreikningur. Þeir,
sem landbúnað stunda, skulu nota
þar til gerða landbúnaðarskýrslu.
Gögnum )>essum skal fylgja fyrn
ingaskýrsla, þar sem fram komi
a.m.k. sömu upplýsingar og til er
ætlazt, að komi fram á fyrninga-
skýrslueyðubloðum, sem fást hjá
skattyfirvöldum.
Þegar notuð er heimild i D-lið
22. gr. skattalaga til sérstaks frá-
dráttar frá matsverði birgða,
skal breyting frádráttar milli ára
tilgreind sem sérliður i rekstrar-
reikningi, en ekki reiknuð inn i
vörunotkun eða -eyðslu.
Ef i rekstrarreikningi (þ.m.t.
landbúnaðarskýrsla) eru fjár-
hæðir, sem ekki eru i samræmi
við ákvæði skattalaga, svo sem
þegar taldar eru til tekna fjár-
hæðir, sem ekki eru frádráttar-
bærar skal úr þvi bætt með
áritun á rekstrarreikning eða
gögn með honum. Sama gildir, ef
framteljandi vill nota heimild til
frestunar á skattlagningu skatt-
skylds hluta söluhagnaðar eigna,
en sú fjárhæð skal enn fremur
sérgreind á efnahagrreikningi.
Gæta skal þess sérstaklega, að
i rekstrarreikningi séu ekki aðrir
liðir færðir en tilheyra þeim at-
vinnurekstri, sem reikningurinn
á að vera heimild um. Þannig
skal t.d aðeins færa til gjalda
vexti af þeim skuldum, sem til
hefur verið stofnað vegna at-
vinnurekstrarins, en ekki vexti af
öðrum skuldum, og ekki skal færa
til gjalda á rekstrarreikning önn-
ur personuleg gjöld, sem ekki til-
heyra atvinnurekstrinum, þótt
frádráttarbær séu, svo sem lif-
eyris- og liftryggingariðgjöld,
hefur skal færa þau i viðkomandi
liði i frádráttarhlið framtals.
Sama gildir um tekjur, sem ekki
eru tengdar atvinnurekstrinum,
svo sem eigin húsaleigu, vaxta-
tekjur og arð. Þessar tekjur skal
færa i viðkomandi liðið I tekna-
hlið framtals.
Tekjur af útleigu eða reiknaða
húsaleigu af ibúðarhúsnæði, svo
og öll gjöld vegna hennar, svo
sem fasteignagjöld, fyrningu,
viðhald og vaxtargjöld, sem til-
greinderu á rekstrarreikningi, ber
0/P/7
Eru þetta skattayfirvöld í augum launþega?
©
Laugardagur 20. janúar 1973
Mismunandi viðbrögð skattgreiðenda að lokinni ólagningu.
á sama hátt að draga út úr
rekstrarreikningi með áritun þar
á eða gögn með honum. Tekjur af
ibúðarhúsnæði og gjöld tengd
þeim ber að telja til tekna I tölulið
2 eða 3 i teknahlið framtals og til
gjalda i tölulið 1 og 2 i frádráttar-
hlið framtals eftir þvi sem við á.
Endurgjaldslaus afnot laun-
þega (og fjölskyldu hans) af
ibúðarhúsnæði i eigu vinnuveit-
anda ber að telja til gjalda i
rekstrarreikningi með 2% af gild-
andi fasteignamati hlutaðeigandi
ibúðarhúsnæðis og lóðar, en sömu
fjárhæð ber framteljanda að telja
til tekna i tölulið 3 i teknahlið
framtals. Sama gildir, ef hluti
ibúðarhúsnæðis i eigu atvinnu
rekanda er notaður vegna at-
vinnurekstrarins.
Rekstrarkostnað bifreiða, sem
skráðar eru sem fólksbifreiðar,
ber að tilgreina fyrir hverja ein-
staka bifreið. Láti vinnuveitandi
starfsmönnum sinum i té endur-
gjaldslaus afnot slikra bifreiða,
ber að láta rekstrarreikningi
fylgja upplýsingar þar um, sbr.
skýringar um útfyllingu launa
miða. Hafi framteljandi hins
vegar sjálfur, f jölskylda hans eða
aðrir aðilar afnot slikra bifreiða,
ber að láta fylgja rekstrarreikn-
ingi upplýsingar um heildaafnot
bifreiðarinnar.
FYRRI
HLUTI
Nú vinnur einstaklingur eða
hjón, annað hvort eða bæði eða
ófjárráða börn þessara aðila, við
eiginn atvinnurekstur eða sjálf-
stæða starfsemi, og ber þá að
geta þess með athugasemd á
rekstrarreikning eða gögn með
honum og tilgreina vinnuframlag
framteljanda sjálfs, maka hans
og ófjárráða barna hans. Laun
reiknuð framteljanda sjálfum,
maka hans eða ófjárráða börn-
um, sem hafa verið færð til gjalda
á rekstrarreikningi, ber að til-
færa sérstaklega á honum, að-
skilið frá launagreiðslum til ann-
arra launþega, og gera viðeigandi
úrbætur, sbr. 3. mgr. þessa tölu-
liðar.
Hreinar skattskyldar tekjur
skal siðan færa á framtal undir 1.
tölulið III eða rekstrartap undir
12. tölulið IV.
2. Hreinar tekjur af eignaleigu,
þ.m.t. útleiga ibúðarhúsnæðis
samkv. meðfylgjandi rekstrar-
yfirliti.
Hafi framteljandi tekjur af
eignaleigu, án þess að talið verði,
að um atvinnurekstur sé að ræða i
þvi sambandi, ber honum að gera
rekstraryfirlit, þar sem fram
koma leigutekjur og bein útgjöld
vegna þeirra, þ.m.t. vaxtagjöld,
sem eru tengd þessari teknaöflun
Sé slikra tekna aflað i atvinnu-
rekstrarskyni, ber að gera
rekstrarreikning skv. töluliö 1.
Hafi framteljandi tekjur af út-
leigu ibúðarhúsnæðis, hvort held-
ur hann telur það vera i atvinnu-
rekstrarskyni eða ekki, ber hon-
um að gera rekstraryfirlit, þar
sem fram koma leigutekjur frá
hverjum einstökum leigutaka,
svo og leigutimabil og fasteigna-
mat útleigðs ibúðarhúsnæðis og
hlutdeildar i lóð. Til gjalda ber að
telja kostnað vegna hins útleigða,
svo sem fasteignagjöld, viðhalds-
kostnað og vaxtagjöld, sem beint
eru tengd þessari teknaöflun
Ennfremur fyrningu húsnæðisins,
sem nemur eftiríarandi hundr-
aðshlutum af fasteignamati hins
útleigða húsnæðis:
íbúðarhúsnæði úr steini 1,0%
tbúð'arhúsnæði hlöðnu úr
steinum 1,3%
íbúðarhúsnæði úr timbri 2.0%
Frádráttarbær viðhaldskostn-
aður nemur eftirfarandi hundr-
aðshlutum af fasteignamati hins
útleigða húsnæöis:
Ibúðarhúsnæöi úr steini 1,5%
tbúðarhúsnæði úr timbri 2,0%
Hreinar tekjur eða rekstrartap
skv. rekstraryfirliti ber þvi að
leiðrétta um mismun gjaldfærðs
viðhaldskostnaðar og frádráttar-
bærs viðhaldskostnaðar, með
áritun á rekstraryfirlit, og færa
siðan hreinar skattskyldar tekjur
á framtal undir 2. tölulið III eða
rekstrartap undir 12. tölulið IV.
1 þessum tölulið má ekki telja
tekjur af útleigðu ibúðarhúsnæði,
sem framteljandi lætur öðrum I té
án eðlilegs endurgjalds, þ.e., ef
ársleiga nemur lægri fjárhæð en
2% af fasteignamati ibúðarhús-
næðis og Jóðar. Slikar tekjur ber
að telja i tölulið 3.
3. Reiknuð húsaleiga af ibúðar-
húsnæöi, sem eigandi notar sjálf-
ur eða lætur öðrum i té án eölilegs
endurgjalds.
Af Ibúðarhúsnæði, sem fram-
teljandi notar . sjálfur, skal
húsaleiga reiknuð til tekna 2% af
fasteignamati ibúðarhúsnæðis
(þ.m.t. bilskúr) og lóðar, eins þótt
um leigulóð sé að ræða. Á bújörð
skal þó aðeins miða við fasteigna-
mat íbúðarhúsnæðis.
Nú er ibúðarhúsnæði i eigu
sama aðila notað að hluta á þann
hátt, sem hér um ræöir, og að
hluta til útleigu, og skal þá fast-
eignamati húss og lóðar skipt
hlutfallslega miðað við rúmmál,
nema sérmat i fasteignamati sé
fyrir hendi. A sama hátt skal
skipta fasteignamati húss og lóð-
ar, þar sem um er að ræða annars
vegar ibúðarhúsnæði og hins veg-
ar atvinnurekstrarhúsnæði i
sömu fasteign.
Af ibúðarhúsnæði, sem fram-
teljandi lætur launþegum sinum
(og fjölskyldum þeirra) eða öðr-
um i té án endurgjalds eða lætur
þeim i té án eðlilegs endurgjalds
(þ.e. gegn endurgjaldi, sem lægra
er en 2% af fasteignamati ibúðar-
húsnæðis og lóðar), skal húsa-
leiga reiknuð til tekna 2% af fast-
eignamati þessa ibúðarhúsnæðis i
heild, svo og af fasteignamati lóð-
ar, eins þótt um leigulóð sé að
ræða. A bújörð skal þó aðeins
miða við fasteignamat íbúðar-
húsnæðis.
I ófullgerðum og ómetnum
ibúðum, sem teknar hafa verið i
notkun, skal eigin leiga reiknuð
1% á ári af kostnaðarverði i árs-
lok eða hlutfallslega lægri eftir
þvi, hvenær húsið var tekið i notk-
un og að hve miklu leyti.
4. Vaxtatekjur.
1 A-lið framtals, bls. 3, ber að
sundurliða vaxtatekjur af þar
framtöldum eignum. Enn fremur
skattskylda vexti af útteknum
innstæðum og innleystum verð-
bréfum á árinu. Hafi framtelj-
andi einungis talið þar skatt-
skylda eign og skattskyldar
vaxtatekjur, ber að færa samtölu
vaxta i kr. dálk skattskyldra
vaxta. Hafi framteljandi hins
vegar talið fram allar innstæður
og verðbréf, ber að færa samtölu
vaxta i þar til gerðaii dálk, draga
siðan frá hlutfall' skattfrjálsra
vaxta og færa niðurstöðu i kr.
dálk skattskyldra vaxta.
1 B-lið framtals, bls. 3, ber að
sundurliða vaxtatekjur af þar
framtöldum eignum og vaxta-
tekjur af slikum eignum, sem
innleystar hafa verið á árinu.
Skattskylda vexti skv. A-lið,
ásamt vöxtum skv. B-lið, þó að
frádregnum vöxtum af stofn-
sjóðsinnstæöum, ber að færa i kr.
dálk vaxtatekna og færa þá fjár-
hæð i 4. tölulið III á framtali.
5. Arður af hlutabréfum.
Hér skal færa árð, sem fram-
teljandi fékk úthlutaðan á árinu
af hlutabréfum sinum.
6. Laun greidd
i peningum.
1 lesmálsdálk skal rita nöfn
launagreiðenda og launaupphæð I
kr. dálk.
Ef vinnutimabil framteljanda
er aðeins hluti úr ári eða árslaun
óeðlilega lág, skal hann gefa
skýringar i G-lið bls. 4, ef ástæður
koma ekki fram á annan hátt i
framtali, t.d. vegna náms, aldurs,
veikinda o.fl.
7. Laun greidd
i hlunnindum.
a. Fæði: Skattskyld fæðishlunn-
indi:
(1) Fullt fæði innan heimilis-
sveitar:
Launþegi, sem vann innan
heimilissveitar sinnar, skal telja
til tekna fullt fæði, sem honum
var látið i té endurgjaldslaust
(fritt) af vinnuveitanda. Rita skal
dagafjölda i lesmálsdálk og
margfalda hann með kr. 140 fyrir
karlmann og kr. 112 fyrir kven-
mann og barn, yngra en 16 ára, og
færa upphæðina til tekna. Fjár-
hæð fæðisstyrks (fæðispeninga)
þess i stað skal hins vegar teljast
að fullu til tekna. Sama gildir um
hver önnur full fæðishlunnindi,
látin endurgjaldslaust i té, þau
skal telja til tekna á kostnaðar-
verði.
(2) Önnur skattskyld fæðishlunn-
indi:
a. Launþegi, sem vann utan
heimilisveitar sinnar og fékk
fæðisstyrk (fæðispeninga) i stað
fulls fæðis, skal telja til tekna
þann hluta fæðisstyrksins, sem
var umfram kr. 190 á dag.
b. Launþegi, sem vann hvort
heldur innan eða utan heimilis-
sveitar sinnar og fékk fæðisstyrk
(fæðispeninga) i stað hluta fæðis,
skal telja til tekna þann hluta
fæðisstyrksins, sem var umfram
kr. 95 á dag.
c. Allt fæði, sem fjölskylda fram-
teljanda fékk endurgjaldslaust
(fritt) hjá vinnuveitanda fram-
teljanda, fjárhæð fæðisstyrkja
(fæðispeninga) þess i stað, svo og
hver önnur fæðishlunnindi, látin
endurgjaldslaust i té, skal telja til
teknaá sama hátt og greinir i lið
(1). Fritt fæði, sem eigi telst fullt
fæði, látið þessum aðilum i té,
skal telja til tekna hlutfallslega af
mati fyrir fullt fæði. I þessu sam-
bandi skiptir eigi máli, hvort
framteljandi vann innan eða utan
heimilissveitar sinnar.
b. Húsnæði: Hafi framteljandi
(og fjölskylda hans) afnot ibúðar-
húsnæðis, sem látin eru honum
endurgjaldslaust i té af vinnu-
veitanda hans, skal framteljandi
rita i lesmálsdálk fjárhæð gild-
andi fasteignamats þessa ibúðar-
húsnæðis og lóðar og mánaða-
fjölda afnota. Telja skal til tekna
2% af þeirri fjárhæð fyrir ársaf-
not eða hlutfallslega miðað við
mánuði.
Hafi framteljandi (og fjöl-
skylda hans) afnot ibúðarhús-
næðis, sem látin eru i té af vinnu-
veitanda hans gegn endurgjaldi,
sem er lægra, miðað við ársafnot,
heldur en 2% af gildandi fast-
eignamati ibúðarhúsnæðis og lóð-
ar, skal framteljandi telja mis-
muninn til tekna.
c. Fatnaður eöa önnur hlunnindi:
Til tekna skal færa fatnað, sem
vinnuvetiandi lætur framteljanda
I té án endurgjalds og ekki er
reiknaður til tekna i öðrum laun-
um. Tilgreina skal, hver fatnað-
urinn er, og telja til tekna sem hér
segir:
Einkennisföt karla .....kr. 5,700
Einkennisföt kvenna .... kr. 3,900
Einkennisfrakki karla ... kr. 4,400
Einkenniskápa kvenna ..kr.2,900
Einkennisfatnað flugáhafna
skal þó telja sem hér segir:
Einkennisföt karla ....kr. 2,850
Einkennisföt kvenna .... kr. 1,950
Einkennisfrakki karla ... kr. 2,200
Einkenniskápa kvenna .. kr. 1,450
Fatnaður, sem ekki telst ein-
kennisfatnaður, skal talinn til
tekna á kostnaðarverði.
Sé greidd ákveðin fjárhæð i stað
fatnaðar, ber að telja hana til
tekna.
önnur hlunnindi, sem látin eru i
té fyrir vinnu, ber að meta til pen-
ingaverðs eftir gangverði á
hverjum stað og tima og telja til
tekna i tölulið 7. c. III á framtali.
M.a. teljast hér sem hlunnindi
endurgjaldslaus afnot launþega
af bifreiðum, sem skráðar eru
sem fólksbifreiðar, látin honum i
té af vinnuveitanda. I lesmáls-
dálk skal rita afnot bifreiðarinnar
i eknum kilómetrum (þ.m.t. akst-
ur úr og i vinnu) og margfalda
þann kilómetrafjölda með kr. 8,70
fyrir fyrstu 10.000 kilómetraafnot,
með kr. 7,35 fyrir næstu 10.000
kilómetraafnot og kr. 6,15 fyrir
hver kilómetraafnot þar yfir.
Fjárhæð þannig fundna ber að
færa i kr. dálk.
Fæði, húsnæði og annað fram-
færi framteljanda, sem býr i for-
eldrahúsum, telst ekki til tekna
og færist þvi ekki i þennan lið,
nema foreldri sé atvinnurekandi
og telji sér nefnda liði til gjalda.
8. Elli- eða
örorkulifeyrir
frá alm.trygg.
Hér skal telja til tekna ellilif-
eyri og örorkulifeyri úr almanna-
tryggingum.
Upphæðir geta verið mismun-
andi af ýmsum ástæðum. Til
dæmis er ellilifeyrir greiddur i
fyrsta sinn fyrir næsta mánuð,
eftirað lifeyrisþegi varð fullra 67
ára. Heimilt er að fresta töku elli-
lifeyris, og fá þá þeir, sem það
gera, hækkandi lifeyri, eftir þvi
sem lengur er frestað að taka lif-
eyrinn.
Almennur ellilifeyrir allt árið
1972 var sem hér segir:
Fyrst tekinn:
frá 67 ára aldri
frá 68 ára aldri
frá 69 ára aldri
frá 70 ára aldri
frá 71 árs aldri
frá 72 ára aldri
Einstaklingar
kr. 82,272
kr. 89,268
kr. 99,600
kr. 109,860
kr. 123,396
kr. 137,454
Hjón
kr. 148,086, þ,e, 90% af lifeyri
tveggja einstaklinga, sem báðir
tóku lifeyri frá 67 ára aldri.
Ef hjón, annað eöa bæði, frest-
uðu töku lifeyris, hækkaði lifeyrir
þeirra um 90% af aldurshækkun
einstaklinga. Ef t.d. annað hjóna
frestaði töku lifeyris til 68 ára
aldurs, en hitt til 69 ára aldurs, þá
var lifeyrir þeirra árið 1972 90%
af (kr. 89,268 + kr. 99,600) eða kr.
169,980.
öryrkjar, sem hafa örorkustig
75% eða meira, fengu sömu upp-
hæð og þeir, sem byrjuðu að taka
ellilifeyri strax frá 67 ára aldri.
Þær greiðslur nefnast örorkulif-
eyrir, og skal hann talinn hér.
Greiðslur til þeirra, sem misst
hafa 50%—75% starfsorku sinnar,
nefnast örorkustyrkir, og skulu
þeir taldir undir tekjulið 13. „Aðr-
ar tekjur”. Sama gildir um ör-
orkustyrk til þeirra, sem stunda
fullt starf, en fá örorkustyrk
vegna örorku sinnar, svo og um
örorkustyrk, sem greiddur er
vegna bæklunar eða vanþroska
barns innan 16 ára.
9. Sjúkra- eöa slysa-
bætur (dagpeningar).
Hér skal telja til tekna sjúkra-
og slysadagpeninga. Ef þeir eru
frá almannatryggingum, sjúkra-
samlögum eða úr sjúkrasjóðum
stéttarfélaga, þá koma þeir einn-
ig til frádráttar, sbr. frádráttarlið
11.
10. Fjölskyldubætur
frá alm.trygg.
Fjölskyldubætur frá almanna-
tryggingum skulu færðar til tekna
undir tekjulið 10.
Fjölskyldubætur greiddar á ár-
inu 1972 voru kr. 9,500 fyrir hvert
barn á framfæri allt árið. Marg-
falda skal þá upphæð með barna-
fjölda og færa heildarupphæð
fjölskyldubóta til tekna.
Fyrir börn, sem bætast við á
árinu, og börn, sem ná 16 ára
aldri á árinu, þarf að reikna bæt-
ur sérstaklega. Fjölskyldubætur
fyrir barn, sem fæðist á árinu, eru
greiddar frá 1. næsta mánaðar
eftir fæðingu. Fyrir barn, sem
verður 16 ára á árinu, eru bætur
greiddar fyrir afmælismánuðinn.
Fjölskyldubætur árið 1972
voru:
Jan.—júni kr.667ámán.
Júli—des. kr.917ámán
11. Tekjur barna.
Útfylla skal F-lið framtals, bls.
4, eins og eyðublaðið segir til um.
Samanlagðar tekjur barna (að
undanskildum skattfrjálsum
vaxtatekjum) skal siðan færa i
tekjulið 11, bls. 2.
Ef barn (börn), hér tilgreint,
stundar nám i framhaldsskóla,
skal færa námsfrádrátt skv. mati
rikisskattstjóra i frádráttarlið 12,
bls. 2, og tilgreina þar nafn barns-
ins, skóla og bekk. Upphæð náms-
frádráttar má þó ekki vera hærri
en tekjur barnsins (barnanna,
hvers um sig), sem færðar.eru i
tekjuliö 11.
Hafi barn hreinar tekjur (þ.e.
tekjur þess skv. tekjulið 11, að
frádregnum námskostnaði skv.
mati rikisskattstjóra), er nema
kr. 19,200 eða lægri fjárhæð, skal
færa helming hreinu teknanna i
frádráttarlið 12, bls. 2. Hafi barn
hreinar tekjur, er nema meira en
hálfum persónufrádrætti barns,
þ.e. kr. 19,200, getur framteljandi
óskað þess, að barnið verði sjálf-
stæður framteljandi, og skal þá
geta þess i G-lið framtals, bls. 4. 1
þvi tilviki skulu tekjur barnsins
færðar i tekjulið 11, eins og áður
segir, en i kr. dálk i frádráttarlið
12. bls. 2, færist ekki námsfrá-
©
Laugardagur 20. janúar 1973