Alþýðublaðið - 20.01.1973, Blaðsíða 5
Alþýöublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm-
ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666.
Blaðaprent h.f.
ROGSHERFERMN GEGN
UTANRÍKISÞIÚNUSTUNNI
1 Timanum og Þjóðviljanum hefur verið ráð-
ist með mjög ósmekklegum hætti að einum af
fulltrúum Islands erlendis, Guðmundi í. Guð-
mundssyni, sendiherra. Að þessu sinni var til-
efnið byggt á algerum ósannindum, sem Hannes
Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins i sendi-
nefnd íslands á siðasta Allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna, lét sér um munn fara i viðtali við
Timann.Skrökvaði Hannes þvi þar upp, að Guð-
mundur í. Guðmundsson hefði neitað að verða
við tilmælum um að aðstoða við framgang ein-
hvers mesta hagsmunamáls Islands. Þessa ó-
merkilegu kjaftasögu tekur svo Þjóðviljinn upp
og notar hana til heiftúðlegra árása á sendiherr-
ann, að sjálfsögðu án þess að kanna málið neitt
nánar.
Maður sá i islenzku sendinefndinni á Alls-
herjarþinginu sem tal átti við Guðmund í. Guð-
mundsson, sendiherra, út af þessum málum var
Haraldur Kröyer, fastafulltrúi íslands hjá S.Þ.
en hvorki Hannes Pálsson né þeir Þjóðvilja-
menn áttu nokkru sinni orðaskipti við Guðmund
t. Guðmundsson um málið. Þess vegna hafði Al-
þýðublaðið i fyrradag tal af Haraldi Kröyer i
Stokkhólmi og bar frásagnir Timans og Þjóð-
viljans undir hann. Svör Haraldar eru birt i Al-
þýðublaðinu i gær. Þar harmar hann árásirnar
á Guðmund í. Guðmundsson, lýsir þvi yfir, að
þær hafi ekki við nokkur rök að styðjast, þvi
Guðmundur hafi aldrei neitað að gegna störfum,
sem hann hafi verið beðinn um, i sambandi við
þetta mál. Orð Haralds Kröyers eru þvi afdrátt-
arlaus staðfesting á þvi, að árásir Timans og
Þjóðviljans á mætan sendimann íslands erlend-
is eru með öllu tilhæfulausar, þær byggjast á ó-
sönnum söguburði, sem jaðra beinlinis við róg-
burð og ættu blöðin að sjá sóma sinn i að biðjast
afsökunar. Þau verða að gera sér grein fyrir
þvi, að hér er um að ræða einn af helztu
trúnaðarmönnum íslands i samskiptum við aðr-
ar þjóðir og svona rógburður um slikan mann,
þótt hann kunni einu sinni að hafa verið pólitisk-
ur andstæðingur Framsóknarmanna og
komma, er ekki til neins annars fallinn en að
grafa undan áliti islenzku utanrikisþjónustunn-
ar og starf smanna hennar hjá erlendum þjóðum
og verður þvi fyrst og siðast Islandi og islenzk-
um málstað til tjóns. Eins og nú standa sakir
þurfum við á öllu öðru frekar að halda en þvi, að
reyna að grafa undan trausti sendimanna okk-
ar á erlendum vettvangi með rógburði og nið-
skrifum, en það virðast a.m.k. sumir menn i
stjórnarliðinu eiga ákaflega erfitt með að skilja
ef marka má þær „leyniskýrslur” sem þeir hafa
tekið saman um embættismenn íslands erlendis
og þá opinberu og hálfopinberu niðurrifsstarf-
semi, sem þeir hafa iðkað bæði þar og annars
staðar gegn ýmsum mætustu sendimönnum ís-
lands og er þá Iangt i frá átt við framkomuna
gagnvart Guðmundi í. Guðmundssyni einum.
Ýmsir aðrir sendimenn, þar á meðal sumir
mætustu og reyndustu sendifulltrúar okkar,
hafa verið rakkaðir niður af ákveðnum liðs-
mönnum stjórnarinnar og er það á vitorði fjöl-
margra íslendinga, þótt leynt eigi að fara. Væri
þessum sömu niðurrifsmönnum sæmra að halda
sig heima eða að greiða sjálfir þær herferðir
sem þeir fara gegn sendimönnum Islenzku utan-
rikisþjónustunnar, en láta ekki kosta sig til
slikra verka af almannafé.
V ET-NAM STR DIU:
Ýmislegt virðist nú benda til þess,
að friðarsamningar i Viet-Nam kunni
að vera skammt undan. Talið er nú
næsta öruggt, að hörð andstaða
Saigon-stjórnarinnar við samnings-
uppkastinu frá i nóvember hafi orðið
til þess, að Bandarikjamenn hættu
við samningagerðina og hófu hinar
harkalegu loftárásir sinar á norður-
hlutann. Hneysklun og harkaleg mót-
mæli almennings og rikisstjórna i
bandalagsrikjum Bandarikjanna
sem i öðrum löndum hafa hins vegar
án efa haft mikil áhrif á Bandarikja-
stjórn og er talið, að af þeim sökum
m.a. muni Bandarikjmenn nú reyna
allt hvað þeir geta til þess að ná
samningum, — hvort heldur Saigon
vill eða vill ekki.
Eftir þvi, sem næst verður komizt
af fréttum erlendra stórblaða og
fréttastofnana er viðhorfið til friðar-
samninganna hjá Washington og
Saigon stjórninni nú sem hér segir:
SEÐ FRÁ
SAIGON:
THIEU HfFUR
TUTTUGU VIÐBARUR
Forseti Suður-Vietnams, Thieu,
hefur bent á ýmis smærri vanda-
mál i samræðum sinum við sendi-
mann Bandarikjastjórnar,
Alexander Haig, hershöfðingja,
um hugsanlegt samkomulag i
Vietnam-málinu, hermdu traust-
ar heimildir I Saigon nú i vikunni.
Vandamálin munu aðallega
vera hernaðarleg og i sambandi
við vopnahlé ,,á staðnum” og
endurskipulagningu sveita
kommúnista i þeim hlutum Suð-
ur-Vietnam, sem eru á valdi
þeirra.
SÉD FRÁ
AMERÍKU:
TVÆR
Nixon forseti og nánustu sam-
starfsmenn hans hvildu sig á
Florida á meðan Haig ræddi við
WASHINGTON
POST:
HRINGAVITLEYSA
AÐ SEGJA Ó-
VINIR UM SVÍA
Stirð sambúð Bandarikjanna og
Sviþjóðar vegna gagnrýni hinna
siöarnefndu á stefnu Bandarikja-
manna i Vietnam hefur vakið
mikla athygli viða um heim. 1
Bandarikjunum eru margir —
þ.á.m. auðsýnilega sjálfur Nixon
— sem telja, að afstaða Svia i
málinu byggist fyrst og fremst á
„Kanahatri”. Ekki eru þó allir
sama sinnis. Bandariska stór-
blaðið „The Washington Post”
tók málið nýlega til meðferðar i
forystugrein sinni.
Þar sagði blaöiö, að sú djúpa,
stjórnmálalega gjá, sem nú væri
staðfest á milli USA og Sviþjóðar
væri mikið áhyggjuefni. Ekki
hvað sizt þegar mið væri tekið af
fyrirætlunum Nixons um forystu-
hlutverk Bandarikjanna að strið-
inu loknu. Vitnar blaðið siðan i
orð háttsetts, bandarisks emb-
ættismanns, sem sagði: „Við get-
um alveg eins horfzt i augu við
það — viö erum hér að fjalla um
þjóð, sem ekki er okkur vinveitt”.
Þetta er, segir blaðið, vitaskuld
einbert kjaftæði. Að háttsettir
„diplomatar” skuli trúa þessu
sýnir aðeins hve ákaflega stjórn
Nixons hefur fjarlægst aðra hluta
heimsins. Sviþjóð er allt annað en
„ekki vinveitt”. Hún er, eins og
eðlilegt má telja, vinaland
Bandarikjanna, enda hafa þjóö-
irnar mjög margt sameiginlegt
og eiga sér ýms hin sömu áhuga-
og hagsmunamál. En Sviþjóð 'ej-
auðsjáanlega einnig land, þar.
sem leiðtogarnir og fólkið hefur
greinilega lýst sig annarrar skoð
unar á ákveðnum atriðum en
Bandárikjamenn. En ágreining
milli vina á að leysa með þvi að
knýta fastar vináttuböndin, með
þvi að reyna að skýra sjónarmið-
Framhald á bls. 4
Forsetinn hefur beðið Haig
hershöfðingja um nánari upplýs-
ingar um a.m.k. tuttugu atriði
segja heimildirnar.
Þetta gerir hann m.a. vegna
þess, að senn hvað liður verður
haldinn fundur i öryggisráði Suð-
ur-Vietnam, sem krafðist þess á
sinum tima að fá nánari útskýr-
ingar á þessum atriöum áður en
það gæti, fyrir sitt leyti, sam-
þykkt uppkast friðarsamning-
anna, sem Hanoi og Washington
hafa orðið ásátt um.
NIXON
Saigonstjórnina og aðstoðarmenn
forsetans voru varkárari i orðum
við fréttamenn, en nokkru sinni
fyrr. Samt sem áöur var það upp-
lýst, að nýtt uppkast að vopna-
hléssamningi fæli i sér tvö ný
atriöi, sem skoða bæri sem til-
slökun af hálfu Hanoi-stjórnar og
ættu að hafa jákvæð áhrif á af-
stöðu Saigon til friðarsamninga.
Fyrsta „tilslökunin” varðar
það landssvæði, sem á að gera
vopnlaust. Vopnahlésuppkastið
undirstrikar að visu ákvæði
Genfarsáttmálans um sameinað
Vietnam, en þar er einnig viður-
kennt, að vopnlausa svæðið sé
hernaðarleg og stjórnmálaleg
skil milli norður og suður Viet-
nam.
Siðari „tilslökunin” varðar
eftirlitsveitirnar með vopna-
Þess vegna er friöarviöræðun-
um langt frá þvi að vera lokið,
herma heimildirnar, en þau
atriði, sem eftir standa og Saigon-
stjórnin hefur krafizt nánari skýr
inga á frá Haig hershöfðingja eru
þó ekki álitin það mikilvæg, að
einhver ágreiningur um þau geti
eyðilagt samninga.
Haig hershöfðingi mun skýra
Nixon forseta frá viðræðum sin-
um við Thieu áður en framhalds-
viðræður hefjast i Paris á milli
Kissingers og Le Duc Tho.
FÉKK
hlénu. I október vildu Norður-
Vietnamar ekkert segja ákveðiö
um samsetningu þessara sveita. I
nóvember gerðu þeir að tillögu
sinni, samkvæmt upplýsingum
Kissingers, að eftirlitssveitirnar
yrðu skipaðar 250 manns.
Amerikumenn og bandamenn
þeirra vildu miklu athafnasamari
sveitir, sem skipaðar yrðu þús-
undum manna. Samkvæmt hinu
nýja vopnahlésuppkasti eiga
Canada, Ungverjaland, Indónesia
og Pólland aö láta I té 2000 til 3000
manna sveitir, sem geri alþjóð-
legri eftirlitsnefnd viðvart um
þau brot, sem gerð kunna að vera
á vopnahléssáttmálanum. Sér-
fræðingar telja þó, að eftirlits-
sveitir af þessum styrkleika geti
alls ekki komið i veg fyrir brot á
vopnahléssáttmálanum.
FLOKKSSTARFIÐ
KONUR HAFNARFIRÐI
Kvenfélag Alþýðuflokksins i Hafnarfirði
heldur fund n.k. miðvikudag, 24. janúar, kl.
8,30 e.h. i Alþýðuhúsinu i Hafnarfirði.
Fundarefni:
1. Kjartan Jóhannsson ræðir bæjarmálin.
2. Rósa Jónasdóttir, snyrtisérfræðingur,
annast snyrtisýningu og fræðslu.
3. Upplestur, myndasýning og kaffidrykkja.
Stjórnin
F.U.J. í HAFNARFIRÐI
Félagsfundur verður haldinn i Alþýðuhúsinu
við Strandgötu n.k. mánudag klukkan 9.00.
Fundarefni: 1. Kosning i fulltrúaráð Alþýðu-
flokksfélaganna.
2. önnur mál.
STJÓRNIN.
TILSLAKANIR
Laugardagur 20. janúar 1973
o