Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Alþýðublaðið - 20.01.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.01.1973, Blaðsíða 1
Dýraverndarmaðurinn Mark Watson um hundabú Carlsens minkabana: KREÍNN SPASSKI: HEFND r I HÖFN? Þaö hljómar eins og draum- ur i eyrum danskra skák- áhugamanna, aö nýtt uppgjör um heimsmeistaratitilinn I skák fari fram i Danmörku. „En hugmyndin er samt ekki alveg út i hött”, segir danska blaðið Politiken. Hinn 32 ára gamli kaup- sýslumaður Thorkild Kristensen frá Alaborg er maðurinn á bak við þessa hug- mynd, en verði hún að veru- leika „myndi Danmörk verða á allra vörum, meðan upp- gjörið fer fram” milli þeirra Bobby Fischers og Boris Spasskis. Thorkild segir: — Ég er mjög áhugasamur um skák. Þess vegna lagði ég leið mina til islenzku höfuð- borgarinnar Reykjavlkur á s.l. sumri og fylgdist með nokkrum umferðum heims- meistaraeinvigisi.ns þar i fyrra milli þeirra Fischers og Spasskis. Þetta var stórkostleg lifs- reynsla og ég gaf Bent Larsen þá umboð til að eiga viðræður fyrir mina hönd við rétta aðila um nýtt einvigi i Kaupmanna- höfn eða Alaborg. Ég er reiðu- búinn til að fórna einni milljón danskra króna eða meira, sé það nauðsynlegt, til þess að af þessu geti orðið”. Þá segir Politiken, að mögu- leikarnir á nýju einvigi, i Dan- mörku milli „hins sérvitra snillings Bobby Fischers og hins hægláta sjentilmanns Borisar Spasskis” hafi verið til umræðu á þingi FIDE i Framhald á bls. 4 VIBBJODUR » „Buchenwald" fyrir hunda er látiö viðgangast innan borgarmarka Reykjavíkur á sama tima, sem blátt bann er lagt við hundhaldi um- hyggjusamra dýravina í Reykjavík. Lögmaður Dýra- verndunarsambands fslands tilkynnti Veiði- stjóra, Sveini Einarssyni, að meðferð og aðbúnaður veiðihundanna, sem hafast við á svokölluðu „hundabúi" fyrir ofan Úlfarsá, yrði kært til hlut- aðeigandi yfirvalda, vegna margvíslegra brota á dýraverndunarlög- gjöfinni. Mun hafa verið fallizt á að gefa frest til mánudags til einhverra umbóta. Vegna orðróms um algerlega óviðunandi aðbúnað hundanna á þessum stað, fór formaður Dýraverndunarsambandsins, ásamt lögmanni þess, héraðs- dýralækninum i Reykjavik, Brynjólfi Sandholt, og lögreglu- mönnum á vetvang i gær til að rannsaka aðstæður. Þar var þá fyrir Veiðistjóri og starfsmaður hans, Carlsen minkabani. Var aðkoman slik, að sögn dýra- verndaraðila, að ekki kemur til nokkurra mála, að láta við svo búið standa. Þarna eru i geymslu hundar, sem Veiðistjóri og skyttur hans nota við útrýmingu minka og refa, auk kjölturakka, sem fólk þorir ekki að hafa hjá sér, vegna ákvæðanna um bann við hunda- haldi i Reykjavik. Um þessar mundir er staddur hér á landi góðkunnur Islands- vinur brezkur, Mark Watson. Hefur hann áður sýnt örlæti við islenzk menningarmál. Má þar til nefna framlag til upp- byggingar Glaumbæjar i Skagafirði og byggðasafnsins þar, og það var hann, sem færði Þjóðminjasafninu hinar frægu og verðmætu Collingwood — myndir að gjöf. Watson mun fyrst hafa komið til tslands árið 1937 og er hér ævinlega aufúsu- gestur, enda meðal annars sýndur verðugur sómi með þvi, að hann var á sinum tima sæmdur stórriddarakrossi hinnar islenzku Fálkaorðu. Þessi heiðursmaður er mikill hundavinur og hefur sjálfur átt hundaræktarbú i Bretlandi og Bandarikjunum og m.a. hrein- ræktað islenzka hundakynið og skrifað um það. Auk þessa hefur hann skrifað merka bók um meðferð hunda, sem kemur út i islenzkri þýðingu i vor. Watson er ævifélagi i Alþjóðlega dýra- verndunarsambandinu sem m.a. hefur fulltrúa hjá Evrópu- ráðinu og Konunglega brezka dýraverndunarfélaginu, og lætur sér annt um velferð dýra. Fór hann nýlega til að skoða „hundabúið”, sem hér er fjallaö um. Alþýðublaðið átti þesskost, að eiga viðtal við Watson um skoðun hans á þessu búi. Kvaðst hann vilja vera opinskár i áliti sinu. Sagðist hann aldrei hafa séð slikan viðbjóð i hundahaldi, eins og þarna blasti við. Opnir kassar fyrir regni, snjó og veðr- um væru staðsettir þar, sem þessi dýr slita fæturna upp úr leireðju blandaðri saur og hlandi. Sumir hundanna væru i óhæfum keðjum, og fóðrið væri vægast sagt ekki hundamatur. Tók hann sérstaklega fram, að þessi óhugnaður skyti svo skökku við öll önnur kynni sin af landi og þjóð, að hann myndi ekki segja nokkrum manni frá þessu annars staðar en hér. Hann fagnaði hins vegar þvi tækifæri, sem hann fengi með þessu viðtali, til þess aö vekja athygli á þessu ástandi. Kvaðst ÞEIR SENDA LIÐSAUKA! t fréttaskeyti frá London, sem Aiþýðublaðinu barst i gærkvöld, er skýrt frá þvi, að brezka rikis- stjórnin hafi I gær ákveðið að senda þegar I stað hraðskreitt að- stoðarskip, „The Statesman”, á Isiandsmið til þess að vernda brezka togara þar. Enn fremur er tekið fram, að skipstjórar allra brezku togaranna á tslandsmiðum hafi hótað að hætta veiðum og snúa skipum sinum heim tii Bretlands, ef þeim verði ekki veitt vernd gegn aðgerðum islenzkra varð- skipa. „The Statesman”, sem er i einkaeigu, hcfur fengið fyrirmæli um að hindra það, að islenzk varðskip geti klippt á togvira brezkra togara, og vernda þá gegn öðrum aðgerðum af hálfu islendinga, — segir i tilkynningu frá brezka fiskimálaráðuneytinu. 1 tilkynningu ráðuneytisins er lögð áherzla á, að brezka stjórnin sé enn reiðubúin til að senda brezka flotann á hið umdeilda svæði milli 12 og 50 sjómilna markanna úti fyrir ströndum tslands, þar sem tslendingar hafi lýst yfir, að þeir hefðu einkaleyfi til að stunda fiskveiðar, eftir að fiskveiðimörkin voru færð út 1. september I fyrra. Þó er jafnframt tekið fram I til- kynningunni að Bretar hafi ekki i bígerð eins og nú standa sakir að senda herskipaflota gegn hinum takmarkaða varðskipa- og fall- byssubátaflota tslendinga. t fréttaskeytinu segir, að islenzk varðskip hafi frá þvi 1. september sl. klippt á togvira 15 brezkra og 2 vestur-þýzkra togara. ,,A fimmtudagskvöld lýstu skipstjórar hinna 27 brezku togara, sem enn stunda veiðar við tsland, að þeir muni hætta veið- um og snúa skipum sinum heim, ef þeir fái ekki vernd gegn islcnzku varðskipunum. t fréttaskeytinu er tekið fram, að undanfarið hafi tvö brezk aðstoðarskip verið á miðunum við tsland og sé hlutverk þeirra að veita togarmönnum læknishjálp og aðstoða við viðgerðir, sem að- kallandi eru. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 16. Tölublað (20.01.1973)
https://timarit.is/issue/234732

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. Tölublað (20.01.1973)

Aðgerðir: