Alþýðublaðið - 20.01.1973, Blaðsíða 2
Sjómenn bíða nú
eftir loðnuverðinu
Tveir bankaráðsmenn
nefndir — tveir eftir
Lúövik Jósefsson, viðskiptaráöherra, hefur nú að þvi er Alþýðublaðiö
hefur fregnað, skipað ölaf Björnsson, prófessor, formann bankaráðs
Útvegsbanka Islands og Ragnar Ólafsson, lögfræðing, formann banka-
ráðs Seðlabanka tslands.
Hins vegar mun Lúðvik enn ekki hafa komið þvi i verk að skipa for-
mann bankaráðs Landsbankans.
Þá mun formaður bankaráðs Búnaðarbankans heldur ekki hafa verið
skipaður, en það er i verkahring Halldórs E. Sigurðssonar, landbún-
aðarráöherra, að velja formann þess. —
FYRST 06
FREMST
KÆRULEYSI
Verulegur hluti tékkamisferl-
is, sem kom i ljós við siöustu
skyndikönnun, stafar af kæru-
leysi. Skyndikönnun þessi var
gerð aö kvöldi hins 17. þessa
mánaöar á vegum ávisana-
skiptideildar Seðlabankans.
Náði hún til innlánsstofnana i
Reykjavik, Kópavogi, Hafnar-
firði, Keflavik og Selfossi.
643 tékkar reyndust vera án
fullnægjandi innistæðu, að fjár-
hæð samtáls kr. 4.225.000.00,
sem reyndist vera 0.45% af
veltu dagsins i skiptideildinni.
289 tékkar reyndust vera að
fjárhæð kr. 1.000.00 eða lægri,
211 tékkar voru kr. 5.000.00 eða
E07!OÍ^!t!IH
heftum verður
nú lokað
af kappi
lægri fjárhæð. Af þessu er ljóst,
að 143 tékkar hafa verið að
meðaltali yfir kr. 20.000,00 hver.
Miðað við veltu dagsins,
reyndust innistæðulausir tékkar
vera undir meðallagi, ef boriö
er saman við fyrri kannanir. Af
fjölda tiltölulegra lágra tékka
dregur Seðlabankinn þá álykt-
un, aö kæruleysi i meðferð
tékka sé almennasta orsök mis-
ferlis að þessu sinni.
Eigi að siður varðar slikt
kæruleysi lokun tékkareikn-
inga.
A siðastliðnu ári var gúmmi-
tékkað fyrir um 98 millj. kr.
eða sem svarar andvirðis
meðalskuttogara. En vitanlega
er það tiðni skyndikannana,
sem ákvarðar heildarfjárhæðir
i skýrslugerðum um tékkamis-
ferli, þar sem engum heilvita
manni dettur i hug, að misnotk-
un tékkreikninga sé nokkru
minni þá daga, sem ekki er
kannað.
Hins vegar má ef til vill ætla,
að „undir meðallagi” gefi ein-
hverja visbendingu um batn-
andi ástand i þessum málum.
Þá er senn lokið við að dæla fenol-eiturefninu upp úr höfninni i Gauta-
horg, en tankur fuiiur af efni þessu sprakk s.l. iaugardag og flæddi eitr-
ið yfir þriggja ferkílómetra svæöi.'Eftir því, sem næst verður komizt,
er t'jónið af völdum eiturefnisins 10 dauðir fiskar. Öllu ver hefði farið ef
verkamenn hefðu verið nærstaddir þegar tankurinn sprakk, þvi fenol
er mjög hættulegt eiturefni þótt ibúar Gautaborgar hafi sloppið vel frá
þvi.
20 TOGARAR STOÐVAST AD
LÍKINDUM EFTIR HELGINA
I..... —I
BORGARSTJÓRN
HðSMÆDUR
KVARTA
UNDAN
FISKLEYSI
Björgvin Guðmundsson,
borgarfulltrúi Alþýðuflokks-
ins, kvaddi sér hljóðs utan
dagskrár á fundi borgar-
stjórnar s.l. fimmtudag og
gerði það vandræðaástand,
sem nú rikir i borginni varð-
andi sölu á neyzlufiski til
borgarbúa, að umræðuefni.
Nefndi borgarfulltrúinn i
ræðu sinni m.a. þær stað-
reyndir, sem fram komu i
frétt Alþýöublaðsins um þetta
efni i gær, þ.e. að 14 fisk-
verzlanir hafi lokað að undan-
förnu, nú siðast Fiskhöllin,
elzta fiskverzlun borgarinnar,
sem var lokað i gær.
Benti Björgvin á, að fjöi-
margar húsmæöur heföu að
undanförnu haft samband við
sig og kvartað yfir þvi, að fisk
væri ekki lengur að fá i
Reykjavik. Sagði borgarfull-
trúinn, að ástandið i þessu efni
væri algerlega óviðunandi og
væri timabært, að borgar-
stjórn léti málið til sin taka og
gerði ráöstafanir til úrbóta.
Lagði Björvin til, að ráð-
stafanir yrðu gerðar af hálfu
Reykjavikurborgar til þess að
ákveðinn fjöldi báta landaði
regiulega neyzlufiski i
Reykjavik.
Birgir Isleifur Gunnarsson
borgarstjóri svaraði ræðu
Björgvins af hálfu meirihlut-
ans i borgarstjórn og lýsti þvi
yfir, að hann myndi gera það,
sem i hans valdi stæði, til að
bót yrði á fisksölumálum i
borginni. —
Löggæzlan
ekki næg
Allmiklar umræður urðu á
fundi borgarstjórnar Reykja-
vikur á fimmtudaginn um til-
lögu borgarfulltrúa Fram-
sóknarflokksins um aukna
löggæzlu i Breiðholti, sem fel-
ur i sér eins og Alþýðublaðið
benti á i fyrradag harða gagn-
rýni á Ólaf Jóhannesson,
dómsmálaráðherra.
1 umræðum um tillöguna
sagöi Björgvin Guðmundsson,
borgarfulltrúi Alþýðuflokks-
ins, að hann gerði ráð fyrir, að
allir borgarfulltrúar gætu
stutt efnislega tillögú fram-
sóknarfulltrúanna.
Hins vegar væri rétt, sem
fram hefði komið í ræðu Ólafs
B. Thors, borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins, að það væri
ekki verkefni Reykjavikur-
borgar að sjá um löggæzlu i
Reykjavik. Það væri verkefni
rikisins eða réttara sagt
dómsmálaráðherra aö sjá til
þess, aö löggæzla sé nægileg i
Reykjavik.
Borgarfulltrúar meirihlut-
ans fluttu breytingatillögu við
tillögu borgarfulltrúa Fram-
sóknarflokksins þess efnis, að
borgarstjórn beini þeirri
áskorun til lögreglustjóra og
dómsmálaráðherra, að lög-
gæzla i höfuðborginni verði
aukin. Franihald á bls. 4
Þrátt fyrir að loðna sé farin að
veiöast, bólar ekkert enn á loðnu-
veröinu. Hafa loðnuskipstjórar
átalið harölega seinaganginn við
ákvörðun verðsins, og gert um
það samþykkt á fundi sinum.
Suð-vestan bræla var á loðnu-
miðunum fyrir austan þegar
blaðiö hafði samband viö Jakob
Jakobsson fiskifræðing i gærdag,
og enginn bátur við veiðar. Einn
loðnubátur bættist i hópinn i gær,
Asgeir úr Reykjavik, og eru
bátarnir þá orðnir fjórir viö
veiðarnar.
„Það gengur nú svona og svona
aö koma verðinu saman, enda
hefur alltaf verið mikið þóf i
kringum loðnuverðið”, sagði Jón
Sigurösson hagrannsóknarstjóri,
formaður yfirnefndar Verðlags-
ráðs sjávarútvegsins er blaðið
náði tali af honum undir kvöld i
gær. Sat nefndin þá að störfum.
Það er þvi liklegt aö verðiö fáist
ekki alveg á næstunni, en yfir-
nefndin fékk málið tii meðferðar i
byrjun þesearar viku. Aður hafði
það verið til afgreiðsiu hjá Verð-
lagsráöinu sjálfu um nokkurn
tima.
Heldur var dauflegt á loðnu-
miðunum fyrir austan, þegar
Verkfall undirmanna á rúm- I
lega tuttugu togurum, sem eru
500 smálestir að stærð, skellur á
frá og með miðnætti aðfaranótt
næstkomandi þriðjudags, hafi '
samningar ekki tekizt fyrir þann
tima.
1 gær tjáði Jón Sigurðsson, for-
maður Sjómannasambands Is-
lands Alþýðublaðinu, að sátta-
semjari rikisins hefði boðað nýj-
an sáttafund i togaradeilunni á
mánudagsmorgun klukkan 10
f.h., en þá verða tiu dagar liðnir
siðan siðasti fundur fór fram.
1 frétt frá Sjómannasambandi
tslands, sem blaðinu barst i gær,
segir, að alls hafi verið haldnir 12
eða 13 samningafundir vegna
nýrra togarasamninga, ,,og þótt
dálitið hafi þokazt i átt til sam-
komulags i einstökum atriðum,
ber ennþá mikið á milli”.
1 fréttinni frá S.S.I. kemur
fram, að aðalefni krafna sjó-
mannafélaganna, sem lagðar
voru fyrir togaraeigendur og
skýrðar fyrir þeim 4. september
s.l., sé, að mánaðarkaup hækki
um 31-35%.
Þá sé gerð krafa til að prósenta
af afla og aflaverðmæti hækkaði
úr 13,5% i 15% og ýmsir kaupliðir,
svo sem timakaup, dagpeningar i
veikindum, fæðispeningar o.fl.
hækki allmikið.
Ennfremur er lögð fram krafa
um hækkun á lif- og örorkutrygg-
ingum, en að þvi segir i frétt
S.S.I. eru þessar tryggingar nú
blaðið ræddi við Jakob Jakobsson
i gær. Suð-vestan bræla hefur
verið frá i fyrrakvöld, og loðnu-
bátarnir fjórir hafa legið i vari.
Rannsóknarskipið Arni Friö-
riksson fór i var inn til Mjóa-
fjaröar i fyrrinótt, en hélt siöan á
út á miðin aftur upp úr hádegis-
bilinu i gær.
Jakob sagði aö svo virtist sem
loðnan væri að færast nær
landinu, og hún hefur heldur hægt
á feröinni suður með landinu.
Búist var við leiðinlegu veðri á
miðunum yfir helgina.
A fundi loðnuskipstjóra i fyrra-
kvöld var lýst ..yfir mikilli
óánægju með seinagang við
ákvörðun loðnuverðs. Gerðu yfir-
menn á loðnubátum um það sam-
þykkt, aö loðnuverð yrði ákveöið
um leið og annað fiskverð um
áramót. Þá var gerð samþykkt
um stofftun flutningasjóðs, og
ennfremur samþykkt um nauð-
syn skipulegra fitumælinga
(búkfitu) og þurrefnismælinga.
Þá var og gerð samþykkt um að
athugaðir verði möguleikar á þvi
hvort ekki sé hægt að verðleggja
loðnu eftir afurðamagni.
orðnar allmiklu lægri á togurum
en á bátum og kaupskipum.
1 fréttinni segir orðrétt um
kaupkröfur sjómanna: „Auk
Velrarvertiðin hefur farið
heldur hægt af stað að þessu
sinni. Eru ógæftir orsök þess.
Hefur verið vitlausl veður á
miðunum flesta daga, og
bátarnir ekki komist á sjó nema
2-3 daga frá áramótum.
Að sögn Guðmundar Ingi-
marssonar hjá Fiskifélaginu, er
þessa sömu sögu að segja viðast
hvar. Aðeins Vestfirðirnir skera
sig nokkuð út úr. þvi þar láta
sjómenn vond veður sér ekki
mjög margra atriða, sem ekki
hefur náðst samkomulag um, er
tala skipverja, (og er þá átt viö
nýju skuttogarana), en um það
íyrir brjósti brenna. Hafa
margir Vestfjarðabátar farið i
yfir 10 róðra, á sama tima og
aðrir bátar hafa farið i þetta 2-3
róðra.
..Þeirhafa gert það bezt fyrir
vestan. en hér sunnanlands hafa
þeir sáralitið fengið. eins og sést
bezt á þvi að við höfum fengið
senda ýsu i soðið alla leiö frá
Raufarhöfn ', sagði Guðmundur
Ingimarsson.
atriði hefur verið mikið rætt og þá
helzt i sambandi við prósentur af
afla og aflaverðmæti.
Framhald á bls. 4
Bátar sem sótt hafa frá Vest-
fjörðum eru flestir komnir með
60-70 tonn nú þegar. Breiða-
fjarðabátarnir hafa fengið
nokkru minna. en minnst hafa
þeir fengið hér sunnanlands.
Hafa Suöurnesjabátarnir fengið
2-4 tonn i róðri.
..Það er engin kraftur kominn
i vertiðina ennþá. en vonandi
rætist nú fljótlega úr”, sagði
Guðmundur i lok spjallsins.
„VERKALÝÐS-
PÓLITÍK Á
YILLIGÖTUM”
Forystumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar fá heldur kald-
ar kveðjur i ritstjórnargrein i
nýjasta hefti Asgarðs, blaös
Bandalags starfsmanna rikis og
bæja. 1 greininni, sem rituð er af
formanni BSRB, Kristjáni
Thorlacius, segir að ýmsir
verkalýðsforingjar hafi beitt
áróöri gegn þúsundum opin-
berra starfsmanna. Má greini-
lega lesa það út úr skrifum for-
mannsins, að honum finnst litil
samstaða verkalýöshreyfingar-
innar með baráttu BSRB fyrir
samnings- og verkfallsrétti.
Orðrétt segir I grein
Kristjáns, sem heitir „Verka-
iýðspólitlk á villigötum”:
„Ýmsir forystumenn Alþýðu-
sambands fslands hafa á
undanförnum árum fallið I þá
freistni að beita áróðri gegn
þeim þúsundum opinberra
starfsmanna, sem eiga fullkom-
lega samleið i kjarabaráttunni
með launþegum I Alþýðusam-
bandinu.”
Siðar I grein sinni beinir
Kristján þeim tilmælum til
Framhald á bls. 4
ÞEIR GERA ÞAÐ BEZT FYRIR VESTÁN
0
Laugardagur 20. janúar 1973