Alþýðublaðið - 01.02.1973, Page 1
Samúðarkveðjur
frá Margréti II
Sendiherra Danmerkur Birger
O. Kronmann afhenti í gær forseta
íslands bréf frá Margréti Dana-
drottningu þar sem hún lætur í Ijós
samúö sína með Vesfmannaeying-
um og þjóðinni í heild vegna jarð-
eldanna í Eyjum óg afleiðinga
þeirra. Kveðst drottning dást að
björgunarstarfinu og óskar þess
Islendingum til handa að upp-
byggingarstarfið megi að sínu leyti
ganga eins giftusamlega.
m
%
&
1
É
%
hfc
m
Ú
I
Um leið og heilu héruðin eru læknislaus viða um
land, vilja Boivikingar, a.m.k. stór hópur þeirra, reka
lækninn sem þar er, af höndum sér, og hafa verið
bornar fram kvartanir við landlækni út af hegðun
hans.
I
fr
I
$
1
Bolvíkingar vilja
reka lækninn og
lögreglustjórann
I
l!
1
8
!
I
m
M
$
■fí
Blaðið hafði af þessu tilefni sam-
band við nokkra aðila i Bolungar-
vik, og kom þá i ljós að þeir vilja
gjarnan losna við lögreglustjórann
lika, af svipuðum ástæðum. Dóms-
málaráðuneytinu hafa borizt
kvartanir vegna hegðunar hans i
starfi.
Ekki vildu þeir Bolvikingar, sem
blaðið haföi tal af i gær, láta nafna
sinna getið að svo stöddu, en létu i
ljós að þeir væru ófeimnir að láta
skoðanir sinar opinberlega i ljós, ef
yfirvöld daufheyrðust við kvörtun-
um þeirra.
Einn þeirra er blaðið átti tal af, 5$
sagði að vafalaust ræki að þvi, að
undirskriftum yrði safnað meðal sffl
bæjarbiia, ef ekki yrði bætt úr æ
þessu ástandi. Það væri skoðun §jr
flestra Bolvikinga aö þessir em-
bættismenn ræktu störf sin hvergi Fi
nær af nægilegri trúmennsku, og
slikt væri ekki hægt að una við.
Einhvers konar óregla er sögð
vera ástæðan fyrir óánægjunni
1
HÆTTIR
LODNU-
VEIÐUM
t allan gærdag hafa
loðnubátarnir streymt inn
til Eskifjarðar. Ástæðan er
megn óánægja sjómanna
með loðnuverðið, og ætluðu
þeir að þinga um málið á
Eskifirði i gærkvöldi.
Strax og sjómenn á
loðnubátunum heyrðu til-
kynninguna um nýákveðið
loðnuverð, ákváðu þeir að
hætta veiðum. Telja þeir
verðið alveg óviðunandi, og
einkum þó það ákvæði að 53
aurar af hverju kilói skuli
renna i Verðjöfnunarsjóð
fiskiðnaðarins. Væntanlega
hefur verið tekin um það
ákvörðun á fundinum i
gærkvöldi, hvort veiðar
verða stundaðar áfram,
eða þær liggi niöri unz nýtt
verð hefur verið ákveðiö,
sem sjómenn geti sætt sig
við.
Skipstjóri einn sem
Alþýðublaðið hafði tal af i
gærdag, sagði að loðnu-
verðið væri all miklu lægra
en sjómenn hefðu búist við.
Þá finnst sjómönnum
greiösla í Verðjöfnunar-
sjóðinn of mikil. Það kom
reyndar fram í bókun sem
fulltrúar loðnuseljenda i
yfirnefnd Verðlagsráðs
létu gera, að seljendur vilja
að greiðsla I Veröjöfnunar-
sjóöinn verði minnkuö úr
53 aurum fyrir hvert klló
loðnu i 48 aura og fimm
aurarnir renni i sérstakan
flutningssjóð.
REYKIHGflR 06
DRYKKJA STÓRtUKAST
Tekjur ríkissjóðs af
áfengis og tóbakssölu
jukust um 727 milljónir
króna á siðasta ári, ef
miðað er við árið á undan.
Var um töluverða magn-
aukningu að ræða i báð-
um tegundum, einkum þó
tóbakinu. Lætur nærri að
300 milljón sigarettur hafi
selzt hér árið 1972.
Samkvæmt upplýsing-
um ATVR, nam sala tók-
baks og áfengis á nýliðnu
ári samtals 2621 milljón-
um króna, en var árið á
undan 1894 milljónir.
Tvær verðhækkanir urðu
á árinu, fyrst i marz og
siöan aftur i desember, en
seinni hækkunin hefur þó
ekki haft ýkja mikil áhrif
til hækkunar vegna þess
hve seint hún skall á.
Hlutur áfengis I
heildarsölunni var 1493
milljónir, en var 1084
milljónir árið á undan.
Hlutur tóbaks var 1138
milljónir árið 1972, en var
810 milljónir árið á und-
an.
Ef litið er á magnaukn-
inguna, kemur i jós að
hver íslendingur hefur
drukkið 2,8050 litra af
hreinu alkahóli á siöasta
ári, en 2,6980 litra árið áð-
ur. Þá voru flutt inn
291.000 mill af sigarettum
á siðasta ári, en mill
merkir i þessu tilfelli eitt
þúsund stykki. Arið 1971
voru flutt inn 253.000 mill
af slgarettum. Salan 1972
var þvi nálægt 300 milljón
sigarettur.
— þrátt fyrir hækkanirnar
Banaslys varð seint i
fyrrakvöld i Reykjavik, er
61 árs gamall maður, Björn
Þorláksson, til heimilis að
Skipholti 51, varð fyrir bil,
og lézt samstundis.
Björn heitinn var giftur,
en barnlaus. Slysið vildi
þannig til að bil var ekið
vestur Borgartúnið, en
Björn heitinn var að ganga
norður yfir götuna.
ökumanninum segist
svo, að hann hafi ekki tekið
eftir Birni fyrr en hann var
beint fyrir framan bilinn og
rétt við hann. Tókst honum
ekki að koma i veg fyrir
slys, með fyrrgreindum af-
leiðingum.
Samkvæmt rannsóknum
lögreglunnar, mun billinn
ekki hafa verið á óeölilega
mikilli ferð.
| Bílfarmur af leikfangakubbum
Hún er kumpánleg
2 þessi litla stúlka frá Vest-
■ mannaeyjum þar sem
■j hún tekur sig út fyrir ljós-
■i myndarann okkar, Frið-
■ þjóf, en hann tók myndina
■ i safnaöarheimili Nes-
■■ kirkju i gær. — Þar var I
m R*r opnuð barnagæzla
■ fyrir tveggja til sex ára
m *,®rn fr£í Vestmannaeyj-
■ ura, aö frumkvæði
2 Hjálparstofnunar
■> kirkjunnar, en samráð
■j voru höfð viö söfnuöinn I
Vestmannaeyjum og
Vestmanneyjabæ, en
Nessöfnuður lét f té hús-
næðið.
Þarna eru nokkrar fóstr
ur frá Eyjum til að líta
eftir börnunum, auk
sjálfboöaliða á vegum
hjálparstofnunarinnar,
og er ekki að efa, að börn-
unum líkar vel að fá
þarna tækifæri til að hitta
leikfélaga að heiman eftir
viku „útlegð”.
Reykjalundur brást vel
við, þegar beðiö var um
eitthvað smávegis af
kubbum handa börnunum
að risla sér við, — þaðan
kom heill bflfarmur af
allskonar leikföngum.
Fleira veröur gert þarna
sér til dundurs, — mikið
tciknað og litað og vitan-
lega byrjuðu sum barn-
anna aö búa til myndir af
eldgosum strax og þau
fengu liti I hendur.