Alþýðublaðið - 07.02.1973, Page 2

Alþýðublaðið - 07.02.1973, Page 2
VERTÍÐIN FYRIR VESTAN NÝI SK«n06- ARINN ER AFLAHÆSTUR togbAta Eins og fram kom i frétt i blað- inu i gær, hefur vetrarvertiðin gengið með eindæmum vel á Vestfjörðum. Blaðinu hefur nú borizt yfirlit um sjósókn og aflabrögð Vest- fjarðabáta i janúar. Þar kemur fram að gæftir hafa verið af- bragðsgóðar i janúar, og flestir bátarnir fariði þetta 20-25 róðra, s'em er fátitt, ef ekki einsdæmi, á þessum tima árs. Afli linubáta hefur verið góður, en afli togbá ta hefur verið tregari. Samkvæmt aflatölum sem skrifstofa Fiskifélags Islands á Isafirði hefur tekið saman, var □ Ekkert nafn í gærdag kom maður nokkur, sem ekki villláta nafns sins getið, inn á skrifstofu sendiráðs Islands i Kaupmannahöfn og afhenti þar ávisun að upphæð fimm milljónir islenzkra króna sem gjöf til Vest- mannaeyjasöfnunar Rauða kross Islands. O--------------------- afli Vestfjarðabáta i janúar 4,585 lestir, en var 4,050 lestir i fyrra. Langflestir bátanna réru með linu, og hefur áhugi útgerðar- manna á linuveiðum aukizt mjög siðustu árin, enda hefur aflinn á linu aukizt og linufiskurinn gefur mest verð. Aflahæsti linubáturinn og jafn- framt aflahæsti báturinn á Vest- fjörðum i janúar var Sólrún frá Bolungavik með 220,9 lestir i 25 róðrum, en i fyrra var aflahæsti báturinn með 186,3 lestir. Af tog- bátunum var nýi skuttogarinn Július Geirmundsson frá fsafirði aflahæstur með 212,0 lestir i þremur sjóferðum. □ Engin kæra Vegna ummæla, sem fram hafa komið i fjölmiðlum um að frétta- menn hafi gerzt sekir um ól ög- lega töku bifreiða hér i Vest- mannaeyjum skal tekið fram, að lögreglunni i Vestmannaeyjum hefur engin kæra borizt um þetta efni. Vestmannaeyjum, 2. febr. 1973 Bæjarfógetaembættið. SE OG HÖR ATTI ENGAN ÞÁTT í KIRKJUGARÐS- TÍZKUSÝNINGUNNI Tízkufólkið úlfar í sauðagæru Svo virðist sem erlent tizku- fólk hafi laumað sér til Vest- mannaeyja undir þvi yfirskyni að þar væri fréttafólk á ferð. Hélt þetta fólk eins konar tizku- sýningu i kirkjugarðinum i Eyj- um á föstudaginn, og myndaði óspart, með glóandi hraun- slettur i bakgrunn. Vakti þetta háttalag furðu manna. Einn af ritstjórum danska blaðsins Se og Hör hringdi til Al- þýðublaðsins frá Kaupmanna- höfn i gær, vegna frétta sem blaðið flutti af þessari einkenni- legu tizkusýningu. Bað ritstjór- inn um aö þvi yrði komið á framfæri, að fólk þetta væri á engan hátt á vegum Se og Hör. Sagði ritstjórinn, að fólk þetta hefði enga heimild haft til að bendla sig við blað sitt. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem blaðið hefur aflað sér, var um þriggja manna flokk að ræða, sem sagðist við komuna vera á vegum þriggja blaða, Se og Hör, frá Feminu og Stern. Forsprakki hópsins hét Hans Jörgen Bach, en einnig voru i hópnum Peter Sabro og stúlka að nafni Kate Gebuwsqe. Fylgdi það frásögn þremenn- inganna, að annar mannanna væri blaðamaður, en hinn maðurinn og stúlkan væru ljós- myndarar. Fékk fólk þetta sömu fyrirgreiðslu og aðrir erlendir blaðamenn sem hingað hafa komið vegna gossins, en hefur jafnframt misnotað hana. Hefði fólkið ekki undir neinum kringumstæðum fengið að fara til Eyja i þeim erindum að taka tizkumyndir, hefði verið vitað fyrirfram um þann ásetning fólksins. Ritstjóri Se og Hör sagði i simtalinu við Alþ.bl. i gær, að blað hans hefði alla tið haft góð sambönd við Island, og þvi væri það honum mjög i mun, að sá misskilningur væri leiðréttur, að fólk þetta hefði verið á veg- um Se og Hör. FRIÐRIK í HEIMSLIÐIÐ? Friðrik Olafsson stórmeistari hefur ekki enn fengið um það vit- neskju hvort hann eigi að tefla fyrir heimsúrvalið gegn liði Sovétrikjanna, en slik keppni er fyrirhuguð i Hollandi i mai i vor. Blaðið grennslaðist fyrir um þessi mál hjá Friðrik og Skák- sambandinu i gær. Fengust þær upplýsingar, að keppni þessi hæfist 18. mai, og yrði keppt á 10 borðum. Slik keppni hefur eini sinni áður farið fram, og sigruðu þá Sovétrikin naumlega. Það er dr. Euwe sem velur heimsliðið, og mun hann væntan- lega halda sig við svokallað Elo- kerfi, en samkvæmt þvi er Frið- rik 7-9 bezti skákmaður utan Sovétrikjanna, með 2570 stig. Samkvæmt þvi ætti Friðrik að vera öruggur i liðið, eðaþá hann ætti að komast að sem vara- maður. Miklar likur eru taldar á þvi að heimsúrvalið sigri i þetta sinn. Friðrik ólafsson tjáði blaðinu i gær, að hann hyggði ekki á þátt- töku i stórmótum á næstunni. Hann væri önnum kafinn við samningu bókar sinnar um heimsmeistaraeinvigi Fischers og Spasskis sem kemur út á veg- um Almenna bókafélagsins i vor. Með tónleikum i Háskólabió annað kvöld, hefst siðara misseri Sinfóniuhljómsveitar- innar, en alls mun hljómsveit- in halda átta reglulega tón- leika á misserinu. Hljómsveitarstjórar annað kvöld verða: Miklos Erdelyn frá Ungverjalandi, og Atli Heimir Sveinsson, sem stjórn- ar frumflutningi eigin flautu- konserts, sem hann samdi i fyrra. Einlcikari verður Robert Aitken frá Kanada. önnur verk verða Sinfónia nr. 5, eftir Schubert og nr. 2 eftir Brahms. Skelfiskveiðin i Breiðafirði hefur verið töluvert dræmari núna eftir áramótin er reiknað var með. Hafa bátarnir við Breiðafjörð aðeins veitt þriðjung þess magns sem sjávarútvegsráðuneytið hafði heimilað að veiða. Þórður Eyþórsson hjá ráðuneytinu tjáði blaðinu i gær, að um siðustu helgi hefði heildarveiðin verið rúmar 586 lestir, en leyfi- legt var að veiða 1500 lestir. Eru nú margir bátanna hættir veiðum, og farnir að undirbúa vertið, og má þvi búast við þvi að veiðin leggist sjálfkrafa niður innan skamms. Langmestur hluti aflans hefur komið á land i Stykkishólmi, eða um 490 lestir, en á Grundarfirði var landað tæpum 96 lestum. Astæðan fyrir íélegum afla er að hluta sú, að miðin sem leyfi- legt var að veiða á, reyndust ekki eins fengsæl og aðalmiðin i Breiðafirði, en þar hefur þótt nauðsynlegt að friða hörpudisks- stofninn vegna hættu á ofveiði. □ □ Skelfiskveiðin í lakara lagi Sturtt & laggott □ Síðara □ misseri sinfóníunnar □ Ölafur og □ Kissinger í sjónvarpsþætti Ástandið i Indókina og endurskoðun herverndar- samningsins á Islandi verða til umræðu i norska sjónvarp- inu i kvöld, og i þvi sambandi verður sjónvarpað viðtölum við þá Henry Kissinger og Ólaf Jóhannesson. I þættinum, sem nefnist á norsku „Utenriksmagasinet” og er nokkurs konar „Erlend málefni”, verða sýndar myndir frá Suður-Vietnam, Laos og Kambódiu, og einnig efni, sem norskir sjónvarps- menn hafa tekið hér á tslandi — og var viðtalið við Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra tekið við sama tækifæri. Þótt sólin hækki hér ekki nema um hænufet á dag er farið að hilla undir vorið á meginland- inu. Það hefur í för með sér að baðfata- framleiðeindur eru komnir út á götur með sína fram- leiðslu — og hér er Ungfrú Frakkland T 9 7 3 / Isabelle Krumacker, nýkjör- in, að sýna það nýj- asta af þeim fatnaði. □ Atvinnulýðraeði gaeti verið á næsta leiti Þingmenn Alþýðuflokksins lögðu i gær fram á Alþingi tillögu um, að rikisstjórninni verði falið að skipa nefnd til þess að semja frumvarp til laga um atvinnulýð- ræði, þar sem launþegum verði tryggð áhrif á stjórn fyrirtækja og hlutdeild i arði af rekstri þeirra. í greinargerð með tillög- unnibenda þingmennirnir m.a. á, að fyrir frumkvæði jafnaðar- manna hafi slik lög nú verið sett i Noregi og væru i aðsigi i Dan- mörku og væri timabært, að is- lenzka þjóðin byggi sig einnig undir aðgerðir i þessu mikilvæga lýðræðismáli hið fyrsta. í greinargerðinni rekja þingmer'n- irnir einnig efni norsku atvinnu- lýsðræðislaganna og nefna ýmis atriði úr hugmyndum Dana um slikt hið sama, sem þeir segja, að athuga þurfi miðað við islenzkar aðstæður. 1 lok greinargerðarinnar segir svo: Alþýðuflokkurinn hefur oft hreyft þessu máli á Alþingi, ýmist með frv. um hlutdeild starfsliðs I stjórn fyrirtækja almennt eða með tillögum varðandi einstök rikisfyrirtæki. Það er von flokks- ins, að Islendingar — sem telja sig mikla lýðræðisþjóð — dragist ekki aftur úr öðrum á þessu sviði. Miðvikudagur 7. febrúar 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.