Alþýðublaðið - 07.02.1973, Page 12

Alþýðublaðið - 07.02.1973, Page 12
alþýöu mmm KÓPAVOGS APÚTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 SeMMBILASTÖÐiN Hf SAMKOMULAG UM BJÖRGUNARADGERDIRNAR? ðLL ÁFORM UM AD FELLA SAMNINGA UR GILDI MEB LÖGUM LOGD Á HILLUNA Þingmannanefndin, sem kjörin var af Al- þingi fyrir röskri viku til þess að gera tillögur um viðbrögð löggjafa- valdsins vegna atburð- anna i Vestmannaeyj- um, hefur setið á stöð- ugum fundum undan- farna daga og i gær var stefnt að þvi, að tillög- ur sinar gæti nefndin lagt fyrir Alþingi i dag i frumvarpsformi. Sam- komulag hafði náðst um ýmis meginatriði, en einhver ágreiningur mun enn hafa verið um ákveðnar tekjuöflunar- leiðir. Siðdegis i gær átti að gera lokatil- raunir til samkomu- lags. Allir nefndarmenn munu hafa verið sammála um þau atriði m.a., að meginstefna hinna væntanlegu aðgerða væri, að landsmenn allir taki sameigin- lega á sig byrðarnar af áfallinu i Vestmannaeyjum. Þá munu nefndarmenn einnig hafa verið sammála um, að þvi ætti að haga á þann veg að stofna með lögum sérstakan sjóö er annað- ist alla aðstoð og fyrirgreiðslu við Eyjabúa, — einstaklinga og fyrirtæki — og lyti sérstakri stjórn. Auk þess sem öll erlend fjárhagsaðstoð, samskotafé og framlög önnur rynnu f sjóðinn væri nauðsynlegt að fá honum fasta tekjustofna.er skilað gætu sjóðnum u.þ.b. 2000 milljónum á árinu. Eru menn yfirleitt sam- mála um, að ekki sé rétt að gera ráð fyrir öllu minni tekjuöflun til sjóðsins fyrir utan söfnunar- og gjafafé af innlendum og er- lendum vettvangi, sem berast kynni og enginn veit, hversu mikið muni verða. Munu nefndarmenn hafa rætt ýmsar tekjuöflunarleiðir, hafa verið sammála um sumar, en greint á um aðrar. Að þvi er Alþýðublað- ið hefur fregnað, mun ágrein- ingurinn einna helzt vera um, hvort afla eigi alls fjárins til sjóðsins með viðbótarskatt- heimtu ellegar hvort fresta ætti einhverjum framkvæmdum og nota það fé, sem þannig sparað- ist til aðstoðarinnar en fara sér að sama skapi hægar í nýjum skattaálögum. Mun væntanlega koma i ljós þegar þing kemur saman i dag, hvort samkomulag hefur náðst um þessi atriði i gær, en eins og áður var sagt, þá var i gær stefnt að þvi, að nefnd- in skilaöi tillögum sinum til Al- þingis i dag. Að lokum er rétt að taka það fram, að fyrir nokkru hefur ver- ið fallið frá öllum hugmyndum um að rjúfa kjarasamninga verkalýðsfélaganna með lögum, svipta launþega umsömdum kauphækkunum og banna verk- föll. LOÐNAN Helmingi meiri afli en á sama tíma í fyrra Heildarloðnuaflinn á vertiö- inni nú, var á laugardagskvöld orðinn 44,215 lestir. Á sama tlma i fyrra var heildaraflinn orðinn 25,114 lestir. Alls höfðu 52 skip fengið einhvern afla um helgina. Fyrsta loönan barst nú á land 8. janúar. Voru það 36 lestir sem Eldborg iandaði á Eskifirði. I fyrra barst fyrsta loðnan á land 21. janúar. Aflahæstu skip vertiðarinn- ar voru eftirtalin, og er þá miðað við aflatölur Fiski- félagsins frá miðnætti á laugardag. Talan á við lestir: 1. GuðmundurRE 2765 2. EldborgGK 2168 3. Loftur Baldvins EA 1888 Í4. FifillGK 1716 5. GisliArniRE 1686 6. Súlan EA 1664 7. Grindvikingur GK 1527 8. Jón Finnsson GK 1441 9. HeimirSU 1438 10. ÞorsteinnRE 1427 Skipstjóri á Guðmundi RE er Hrólfur Gunnarsson. Er Guömundur nýtt skip, sem ;keypt varfráNoregi siðastliöið haust. Helztu löndunarhafnir voru jþessar, talið i lestum: Seyðisfjörður 8296 Neskaupstaður 7905 Eskifjörður 9606 Reyöarfjörður 5173 Fáskrúðsfjörður 3664 Stöðvarfjörður 3821 Djúpivogur 2310 Breiðdalsvik 1333 Hornafjörður 2108 Alls hefur þvi verið landað loðnu á niu höfnum. \ \ | Reykjanesstrandið: I Kjölurinn uiidan skipinu Reykjanesið frá Hafnar- firöi, sem keyrði upp á Hval- ' I baksgrunn fyrir skemmstu er nú komið upp i Dráttarbraut- ina i Neskaupstað. Nú er ljóst orðið að kjölurinn hefur rifnað undan skipinu, og stýriö og hællinn eru einnig dottin af. Auk þess er skipið meira og minna kýlt upp undir sjólinu, og leikur ekki vafi á, aö skipið hefur verið á mikilli ferð, er það strandaði. 1 gær fór Agúst Flygenring, fram- kvæmdastjóri útgerðarinnar, austur i Neskaupstað, ásamt mönnum frá Tryggingamið- stööinni, en þar var skipiö tryggt. Munu áhöld um það, hvernig viögerð verður hagað, ef hún á annað borö veröur talin borga sig, en úr þvi verður skorið næstu daga. Reykjanesið var á leið á loðnumiðin, er þetta óhapp varð, albúiö til veiða. Blaðinu hefur veriö bent á að á j sumum veitingastööum borgar- ; innar, séu aðgöngumiðarnir eða rúllumiðarnir, seldir aftur og aftur, þar sem dyraverðir taki við þeim 1 heilu lagi i stað þess að rifa af þeim, eins og á að gera. Þetta er að sjálfsögðu bannað, þar sem rúllumiðarnir eru m.a. til hag- ræðis fyrir lögregluna við eftir- litsstörf, auk þess sem hluti hvers selds miöa, á að renna i rikissjóð. Af þessu tilefni hafði blaðið tal af Ásgeiri Friðjónssyni, fulltrúa i lögreglustjóra. Sagði hann að þvi væri ekki j að leyna, að lögreglan hafi I kannað þetta mál, en hinsvegar ' væri fals sem þetta ekki óyggj- j andi sannað á neinn veitingastað- ; inn. Ekki taldi hann að eigendur húsanna væru að þessu einungis til að stela undan þvi litilræöi af andviröi miða, sem eiga að renna i rikissjóð,heldur væri þetta fremur gert til að villa fyrir lög- gæzlumönnum um fjölda i húsun- um. Þeir græddu ekki nema nokkr- ar krónur af rikissjóði með hverj- um miða sem þeir seldu aftur, en hinsvegar gætu þeir allt eins grætt nokkur þúsund af hverjum einstaklingi, sem þeir hleyptu inn fram yfir leyfilega tölu. HnMHi ■ 0 í* I •• I ;tu vinfloskur urinn fannst ekki og því var rannsókninni hætt ■11 Nú er sakadómur búinn að skila vinveitingahúsum aftur þvi vini, sem hald var lagt á fyrir jól, vegna þess að það fannst ómerkt i vinbirgðum húsanna. Eins og blaðið skýrði frá i desember, fannst eitthvert magn ómerkts vins i birgðum allra, stærstu vinveitingahúsanna, en allt vin sem húsin kaupa af ATVR, á að vera sérstaklega merkt til að hægt sé að fylgjast með rekstrinum. Þórir Oddsson fulltrúi saka- dómara, sagði i viðtali við blaðið i gær, að dómsrannsókn hafi leitt i ljós, að ónákvæmni i vinnubrögð- um starfsmanna ÁTVR, væri að öllum likindum orsökin. Þar sem ekki væri hægt að útiloka mistök af þeirra hálfu, hafi frekari rann- sókn verið hætt. | Hinsvegar er nú orðið öruggt ! eftirlit með þvi að allt vin til hús- j anna sé tryggilega merkt, og á j þvi ekki að sjást þar lengur ómerkt flaska. —

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.