Alþýðublaðið - 09.03.1973, Side 3
- < ; •*' > n
SETJUM FAST!!
Nú bindum viö fast!
sög&u sjómennirnir á
togaranum Úranusi,
þegar skipiö kom til
Reykjavikur úr annarri
misheppnuöu loönuveiöi-
feröinni i röö, og meö
sáralitinn afla eins og úr
fyrri feröinni.
I fyrri feröinni, sem
skipiö för, slitnaöi flot-
varpan þegar aöeins var
búiö aö innbyröa röskar
100 lestir af loönu. Gert
var viö vörpuna og haldiö
aftur á veiöar. Tókst þá
ekki betur til en svo, aö
varpan fór i skrúfu skips-
ins og festist þar.
NY HOFUÐBORG
IJAPAN?
Japanski húsnæðismálaráö-
herrann, Shin Kanamaru, hefur
skýrt frá áætlunum um byggingu
nýrrar höfuðborgar i Japan.
Kanamaru reiknar með, að ibú-
ar hinnar nýju höfuðborgar verði
1 milljón og borgin nái yfir 76 fer-
kilómetra landssvæði.
Til samanburöar má nefna, að i
núverandi höfuðborg, Tókió, búa
11,15 millj. manns og þekur borg-
in 2,140 ferkilómetra.
Húsnæðismálaráöherrann'
sagði, aö hina nýju höfuöborg ætti
að reisa i tveim áföngum.
— Þegar fyrri áfanganum er
lokið mun hin nýja höfuðborg
hafa hálfa milljón ibúa og ná yfir
43ja ferkilómetra landssvæði,
sagði Kanamaru. í kjölfar þess
mun ibúafjöldanum verða leyft
aö hækka upp i 1 milljón og borgin
verður jafnharöan stækkuð unz
hún þekur 76 ferkilómetra lands.
Stærri fær hún ekki að verða.
Kostnaöurinn viö byggingu
borgarinnar er áætlaður 450 til
500 milljaröar isl. kr. og brott-
flutningur stjórnarskrifstofa frá
□ HITI A
SUÐURNES
Tókió er þáttur I áætlun um að
leysa fólksfjölgunarvandamáliö i
þessari risavöxnu borg.
MÁ BYRIA A HUNDINUM
NÆSTA ÁR
EN ÞAÐ ER UNDIR
PENINGAVALDINU
KOMIÐ
,,Viö miöum okkar áætlanir
við, aö framkvæmdir viö
„hund” norður geti hafizt á
næsta ári, — hvaö sem fjár-
málayfirvöld svo gera”, sagöi
Jakob Björnsson orkumála-
stjóri, þegar Alþýðublaðið hafði
tal af honum i gær. „Þaö var
gert ráð fyrir, aö einhverjum
tugum milljóna yrði eytt i fram-
kvæmdir strax i haust, en það
var skoriö niöur”, sagði Jakob
einnig.
Talsvert rannsóknarstarf hef-
ur verið unniö i vetur á linustæði
á hálendinu á vegum Orku-
málastofnunarinnar, og nýlega
var lokið við að setja upp til-
raunalinu á Eyvindarstaða-
heiði, upp af Mælifellsdal, en
annað slikt haf er nokkuð sunn-
an við Nýja-bæ, sem er á há-
lendinu suður af Eyjafirði. A
þessum tilraunahöfum eru mæl-
ar, sem sýna mesta átak, sem
linan verður fyrir, og leitazt er
við að finna þá staði þar sem
mest mæðir á.
Auk hafanna eru röragrindur
til þess að mæla isingu á 7—8
stöðum á hálendinu, m.a. við
Sigöldu og á Hveravöllum.
Jafnframt þessum athugun-
um er unnið að undirbúningi
frumáætlana um framkvæmdir
við linulagninguna, og stöðugt
er unnið að styrkleikaútreikn-
ingum eftir þvi sem gögn ber-
ast, — en þau berast m.a. dag-
lega frá athuganastööinni að
Nýjabæ, sem sett var upp sl.
haust.
VARASTÖÐIN ANNAR
ÞVÍ NAUÐSYNLEGASTA
„Við sjáum fram á mikinn
rafmagnsskort hér á Akureyri i
náinni framtlð, og þess vegna
hefur verið rætt um það innan
sjúkrahússtjórnarinnar að festa
kaup á vararafstöð”, sagði
Torfi Guðlaugur Torfason,
framkvæmdastjóri sjúkrahúss-
ins á Akureyri, þegar blaðið
ræddi við hann I gær.
Rafstöðin var reyndar sett
upp i sjúkrahúsinu fyrir fimm
árum, að sögn Torfa, en sökum
stækkunar á sjúkrahúsinu og
mikillar viðbótar á tækjakosti
annar hún ekki lengur nema
allra nauösynlegustu tækjum á
skurðstofunni. Auk þess hefur
sjúkrahúsið disilvél, sem sér
um kyndinguna i rafmagns-
leysi.
„En ég vil allra sizt halla á
rafmagnsveituna hér, en hún
hefur veitt okkur ómetanlega
þjónustu I rafmagnsleysi með
þvi að veita okkur forgang að
toppstöðvunum, þannig að hing-
að til hafa rafmagnstruflanir
aldrei valdið skaða”, sagði
Torfi.
En rafmagnsskorturinn á
Akureyri vex hröðum skrefum,
og ómögulegt er að segja, hvað
lengi sjúkrahúsið fær nægilega
mikið rafmagn án varastöðvar.
Sem dæmi um ástandið má
nefna, að neita varð um raf-
magn i nýtt hverfi á Akureyri,
sem er i byggingu.
Alþýðublaðiö ræddi við Knút
Otterstedt, rafveitustjóra á
Akureyri, og sagði hann ljóst, að
með núverandi ástandi féllu all-
ar áætlanir um frekara raf-
magn til húsahitunar úr gildi.
Hvað við tekur i rafmagns-
málum Akureyringa, kvaðst
Knútur ekki vilja ræða að svo
komnu. „Við eiginlega vitum
ekki neitt meira, en að ráðherra
hefur sagt að lina eigi að koma
norður”.
En sú framkvæmd verður
ekki fullunnin „á einum degi”
og margt er óljóst og umdeilt
um hana.
NOTA ABOTINA TIL AO
SPLÆSA A KUNNINGJA
„Ég tel að maturinn sem
Félagsstófnunin selur sé
30—40% ódýrari en á venjuleg-
um veitingastöðum, þrátt fyrir
að við fáum ekki verðið greitt
niður nema sem svarar 5—6
krónum á hvern matar-
skammt”, sagði Þorvarður
örnólfsson framkvæmdastjóri
Félagsstofnunar stúdenta er við
ræddum við hann i gær. Vildi
Þorvarður leiörétta villur sem
komu fram I fréttatilkynningu
frá stúdentum, og viö sögðum
frá í fyrradag.
Þorvarður sagði að Félags-
stofnunin yrði aö greiða allan
kostnað við matarsöluna, og
eini styrkurinn sem fengist
væru 400 þúsund krónur frá rfk-
inu. Þetta væri þvi ekki sam-
bærilegt við rikismötuneyti, þar
sem fólkið þyrfti einungis að
greiða hráefniskostnaö, allt
annað væri fritt.
„Frá þvi matsalan tók til
starfa i október 1970, og fram á
mitt sumar 1972, var verðið ó-
breytt. Þar sem tap var á
rekstrinum 1971, og bullandi tap
fyrri hluta árs 1972, var ekki
umflúið að hækka verðið þá.
Hækkunin nú varð ekki heldur
umflúin vegna aukins kostnaö-
ar, og ekki siður vegna þess aö
þrátt fyrir hækkunina 1972, var
tap á rekstrinum”, sagði Þor-
varður.
Og hann bætti þvi við að
stúdentar væru nú búnir að
draga I land með flest atriði i til-
kynningu sinni enda heföu þeir
ekki verið betur að sér en svo,
að rugla saman reikningum
milli ára. Þá sagði hann að
verðið sem stúdentar gæfu upp
væri ekki rétt. Þeir gætu fengið
matinn ódýrari með framvisun
miða, og kostaði til dæmis dýr
kjötmáltiö til þeirra 130 krónur.
Þá hefði ekki orðið hækkun á
kaffi og kökum.
Þá minntist Þorvarður I lokin
á skammtinn, og sagði að þeim
hefði frekar veriö álasað fyrir of
stóra skammta en hitt, og auk
þess væri hægt að fá ábót. Sllk
yrði kannski að fella niður, þvi
að það hefur sýnt sig að sumir
stúdentar hafa notað þetta til
þess að verða sér út um ókeypis
mat fyrir kunningja sina.
Væntanlega liða ekki mörg ár
þar til ibúar á Suðurnesjum fá
hitaveitu, en nýlega var lokið
samantekt áætlunar þar að lút-
andi, á vegum Jarðhitadeildar
Orkustofnunar. 1 skýrslunni er
talið heppilegt að fá hitann I
Svartsengi, skammt frá Grinda-
vik, og leiða hann i Innri- og Ytri-
Njarðvlk, til Keflavikur, Sand-
gerðis og Gerða, auk Grindavik-
ur.
Lagt er til, að næsta sumar
verði varið fjögur hundruð þús-
und krónum til rannsókna á jarð-
hitasvæðinu, en áætlað er, að
kostnaður við undirbúningsrann-
sóknir verði alls 15,4 milljónir
króna.
Við ýmis vandkvæði er þó að
strlða, m.a. þau, aö vatnið á
þessu hitasvæöi er saltmettað og
mengaö kisli; en hugmyndin er að
leysa vandann með þvl að bora
utan svæöisins eftir fersku vatni
og leiða þaö I varmaskiptistöð þar
sem það yröi hitað með gufu úr
jarðsjónum og þaðan færi það 95
stiga heitt og kæmi 80 stiga heitt
til byggöa.
FALSADI VIÐ-
STOÐIJLAUST
Með stolið ávlsanahefti upp á
vasann, lagði pariö af stað i inn-
kaupaferð, og falsaði viöstöðu-
laust ávisanir fyrir ýmsum
munaði, þar til rannsóknar-
lögreglan 1 Hafnarfirði komst I
spilið.
Þurftu Iögreglumennirnir m.a.
að færa dömuna úr nýju flnu
kápunni, þvi hún reyndist iila
fengin.
Þegar parið var að verzla I
Hafnarfirði fékk afgreiöslustúlka
ein þá hugmynd, að ekki væri allt
með felldu þótt maðurinn sýndi
henni nafnskirteini, væri vel til
fara og ódrukkinn. Hringdi hún I
bankann og fékk þar þær upplýs-
ingar að númerið á ávlsunarheft-
inu væri rangt, en nafnið rétt, þar
sem falsarinn hafði einnig stolið
nafnskirteini eiganda heftisins.
Lét hún þá lögregluna vita, sem
ekki var sein á sér að góma parið,
sem er úr Reykjavlk. Þessi hand-
taka var rannsóknarlögreglunni I
Reykjavik einnig kærkomin, þar
sem hún hefur manninn grunaðan
um sitthvað misjafnt að undan-
förnu. —
NORRÆN
TEIKNI-
RÁÐSTEFNA
Teiknarar vilja aukna sam-
vinnu við arkitekta við „merk-
ingu á stöðum og húsum”, segir i
tilkynningu um aðalfund Félags
islenzkra teiknara, sem haldinn
var fyrir nokkru. 1 félaginu eru nú
29 manns og er Hilmar Sigurös-
son formaður.
Stjórn félagsins vinnur nú að
undirbúningi ráðstefnu norrænna
teiknara, sem haldin verður i
Reykjavlk 7.-—12 júní nk.
□ ÁRSRIT
Arsrit Sögufélags Isfirðinga er
komið út 116. skipti og er 190 siður
að stærð.
1 ritinu eru staðalýsingar, frá-
sagnir og fróðleikur ýmiss konar
og stökur. Ritinu fylgir félags-
mannatal 1971. Ritstjórar Arsrits
Sögufélags Isfirðinga eru: Jó-
hann Gunnar Ólafsson, Kristján
Jónsson frá Garðsstöðum og
Ólafur Þ. Kristjánsson.
UR Ub SKAKIGKIPIR
KCRNELÍUS
JÖNSSON
skölavOrðust ig s
BANKASTRÆTI6
4*+ 1H*>88 18600
Föstudagur 9. marz 1973
o