Alþýðublaðið - 09.03.1973, Síða 11
í SKUGGA MARÐARINS ITl
Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt &b&bW
hvað myndi gerast til að koma i
veg fyrir þessa hjónavigslu — en
dagurinn kom og séra John
Mathers framkvæmdi vigsluna.
Ég sat og horföi á Stirling vinna
Mintu giftingarheit sitt uppi við
altarið. A aðra hönd mér sat
Lucie, en Franklyn hinum megin.
Lucie var allströng á svip eins og
hún bæri kviðboga fyrir þessu
hjónabandi. Og Franklyn? Hverj-
ar voru tilfinningar hans. Hann
lét i engu á sér finna að sér þætti
sárt að sjá stúlkuna, sem honum
var ætluð, gifta öðrum. En þetta
var i fullu samræmi við skapgerð
hans.
Þau höfðu gefið svörin og voru
nú að undirrita hjúskaparsátt-
málann. Brátt myndi brúðar-
marsinn hljóma og þau ganga
niður kirkjugólfið saman. Þetta
var eins og illur draumur.
Og þarna komu þau — Minta,
geislandi brúður, Stirling óræður
á svip, og frá orgelinu ómaði
brúðkaupslagið úrLohengrin. Þvi
var lokið.
Við fórum úr kirkjunni og með
Franklyn við hlið mér gekk ég út i
hverfult aprilsólskinið.
MINTA
1. kafli
Ég er ekki viss um hvenær mig
fór fyrstað gruna að einhver væri
að reyna að drepa mig. I fyrstu
var þetta óljóst hugboð, sem ég
hratt frá mér með fyrirlitningu
en siðar varð það að vissu.Ég var
orðin óttaslegin og ógæfusöm
kona.
En daginn sem ég giftist
Stirling var ég þess þó fullviss að
ég væri hamingjusamasta brúður
i allri veröldinni. Ég gat ekki
trúaðaðslik hamingja hefði failið
mér i skaut Satt að segja hafði
það komið algerlega flatt upp á
mig þegar hann bað min. Stirling
KRÍLIÐ
£tne/tTT>$/lWÐUKINH'
‘ÖY/VD/R SRmHL FLOKKq ENN B0R6 fíP 'CSKfíR f/fí/r/
6
1
STfímp i/y/y R/FA 5
'slrpp/ir öjO/Yum - 9 CtEST GJfiF’/ m
L UF/MB
RElÐ + TiTiLU 3 £/NK ST 8
KYRRP 'OV/LJ/
L
VftNCrP •bKkúrd V/m/rrr 7 V
fí mYrtDf) VELir/Ni SKYLD/ GRNO FLOTUR
\ //
LOKfi SPrnHL / /0
LYKU.ORÐ -
var frábrugðinn öllum, sem ég
hafði áður kynnzt. Það var eitt-
hvað sérstakt við hann. Sama var
að segja um Noru. Þau voru fólk
af þvi tagi, sem virðist lifa miklu
viðburðarikara lifi en ég og minir
iikar og það gerði félagskap
þeirra örvandi. Nora gat engan
veginn talizt falleg, en hún hafði
meiri persónutöfra en nokkur
sem ég þekkti — hún bauð af sér
góðan þokka og var óvenju tigu-
leg i framkomu. Mér fannst að
enginn þyrfti annað en lita á Noru
til að laðast að henni. Lif hennar
hafði verið svo óvenjulegt. Það
var hjónabandiö með föður
Stirlings, sem hún talaði mjög
litið um, en ég hafði tekiö eftir að
hvenær sem eiginmann hennar
bar á góma, var eins og þau gripu
andann á lofti — Stirling ekki
siður en Nora — svo sem verið
væri að ræða um einhvern guð-
dóm. Sú staðreynd að hún hafði
verið eiginkona hans virtist
upphefja hana á einhvern hátt,
gera hana fráburgðna öðru fólki
Þennan eiginleika var einnig aö
finna hjá Stirling. Það var ekki
auðvelt að kynnast þeim, þau
voru óútreiknanleg, ólik öllu fólki,
sem ég hafði þekkt um ævina —
fólki eins og Maud Mathers og
Franklyn — og jafnvel Lucie, sem
ég skildi og þekkt svo vel.
Ég haföi aldrei gert mér vonir
um að Stirling legði hug á mig. Ég
hugsaði oft um að hann og Nora
ættu vel saman og að þau myndu
ef til vill giftast ef hún væri ekki
stjúpmóðir hans. Og svo kom
þessi dagur, þegar hann sagði
fyrirvaralaust: — Minta ég vil að
þér verðið konan min. Ég deplaði
augunum og stamaði: — Hvað
voruð þér að segja? vegna þess að
ég var viss um að mér hefði mis-
heyrzt.
Hann tók um hendur mlnar og
kyssti þær og sagðist vilja
kvænast mér. Ég sagði honum að
ég hefði elskað hann frá þvi ég sá
hann fyrst, en aö mig hefði ekki
dreymt um að honum væri eins
farið.
Við sögöum pabba frá þessu
strax. Hann varð harðánægður
þvi hann vissi að Stirling var
auðugur og að þegar við værum
gift þyrfti ég ekki að berjast við
fátæktina eins og hann hafði
ávallt þurft að gera. Hann kallaði
saman heimilisfólkið — þar með
talið hið fátæklega þjónalið okkar
— og sagði þvi tlðindin. Og hann
sendi niður I vlnkjallarann eftir
síðustu kampavlnsflöskunum til
að allir gætu drukkið heillaskál
okkar. Þjónustufólkið gerði það
fúslega. Það hugsaði án efa um að
nú myndi það fá kaupiö sitt greitt
reglulega.
En I húsinu var tvennt, sem
ekki var jafn ánægt.
Fyrri manneskjan var
Lucie. Indæla Lucie, sem
alltaf talaði eins og ég væri rétt að
skrlða úr egginu og þarfnaðist
eftirlits. Hún kom inn I herbergiö
mitt eftir að Stirling var farinn og
settist á rúmið hjá mér eins og
hún hafði haft fyrir siö áður,
þegar hún kom til Whiteladies á
hátíðum.
— Minta, sagði hún, — ertu
alveg viss?
— Ég hef aldrei verið vissari
um neitt.Það er dásamlegt,
vegna þess að ég hefði aldrei
haldið það mögulegt aö hann gæti
oröiö hrifinn af mér.
— Hversvegna ekki? spurði
hún. — Það vill svo til að þú ert
mjög falleg ung stúlka og ég hef
alltaf verið þeirrar skoðunar að
þú myndir giftast vel.
— Og þó ertu með áhyggjusvip.
— Ég er..dálitið áhyggjufull.
— En hversvegna?
— Ég veit það ekki. Það er ein-
hverskonar hugboð.
— 0, Lucie, allir eru frá sér
numdir. Og jafnvel þótt ég væri
ekki ástfangin af honum, væri
þetta ákjósanlegt i alla staöi, er
það ekki? Hann bindur enda á
allar okkar fjárhags áhyggjur —
og þú veizt hvernig slfellt er
kvartað yfir þvi að húsið sé að
hrynja I rúst.
— Ég veit það. Mér þykir vænt
um þetta hús og veit hve nauðsyn-
lega það þarfnast viðgeröar, en
það þýðir ekki að mér finnist þú
eiga að giftast þessvegna.
— Þú ert eins og gömul hænu-
mamma, Lucie.
— Frá því ég giftist föður þin-
um hef ég litið á þig sem dóttur
mina. Og þar áður þótti mér mjög
vænt um þig, eins og þú veizt. Ég
vil að þú verðir hamingjusöm,
Minta.
— En það er ég. Hamingju-
samari en nokkru sinni áöur.
— Ég vildi óska að þú
biðir.ilanaðir ekki að neinu.
— Þú ert oröin eins og mæðuleg
spákona. Hvað er athugavert við
Stirling?
— Ekkert, vona ég. En þetta
gengur heldur hratt fyrir sig. Ég
haföi enga hugmynd um að hann
væri hrifinn af þér. Hann hefur
aldrei látið þannig.
— Ekki ég heldur. Ég flissaði
kjánalega eins og skólastelpa. —
En hann er öðruvisi, Lucie. Hann
hefur lifað öðruvisi en við. Það
má ekki búast við þvi að hann
hegði sér eins og venjulegt fólk.
Hann lætur ekki tilfinningar slnar
I ljós.
— Það er einmitt meinið. Hann
gerir það ekki. Hann lét vissulega
ekki á sér sjá að hann væri ást-
fanginn af þér.
— Af hvaða ástæðu myndi hann
annars vilja kvænast mér. Ekki
færi ég honum gull og græna
skóga.
— Hann hefur mikinn áhuga á
húsinu. Hann er ef til vill að leita
eftir ramma, sem hjúskapar-
tengsl við f jölskyldu eins og okkur
myndu veita honum.Hver er hann
svo sem? Þessi ósmekklega
sýning i áramótaveizlunni gæti
bent til að uppeldinu væri eitt-
hvað ábótavant.
— Lucie, hvernig dirfistu að
segja annað einsog þetta!
— Fyrirgefðu, Hún var óðara
full iðrunar. — Ég læt áhyggjurn-
ar hlaupa með mig i gönur. Fyrir-
gefðu mér Minta.
— Elsku Lucie, það er ég, sem
ætti að biðja fyrirgefningar. Ég
veit að áhyggjur þinar eru ein-
göngu min vegna. En þær eru
með öllu ástæðulausar. Ég er full-
komlega hamingjusöm.
— Jæja, þú hraöar þessu ekki
um of, er þaö?
— Ekki svo mjög, lofaði ég. En
ég vissi aö Stirling vildi giftast
sem fyrst, og nú myndi allt vera
eins og Stirling vildi hafa það.
Hinn andmælandinn var Lizzie.
Hún var orðin ósköp dramatisk —
og heldur þreytandi — siðan
mamma dó. Lizzie varð alltaf að
bfða þar til ég var komin I rúmið
áður en hún kom inn, sveif er lik-
lega rétta orðið, og hélt á kertinu
hátt yfir höföi sér eins og hún væri
vofa. Hún var klædd hvitum
flónels náttserk, sem jók á hin
SKEMMTANIR — SKEMMTANIR
HÓTEL LOFTLEIÐIR -
VÍKINGASALURINN
er opinn fimmtudaga, föstudaga,
laugardaga og sunnudaga.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Cafeteria, veitingasalur meö sjálfsafgreiðsiu, opin alia
daga.'
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Blómasalur, opinn aila daga vikunnar.
HÓTEL BORG
við Austurvöli. Resturation, bar og dans I Gyllta saln-
um.
Slmi 11440
HÓTEL SAGA
Grilliö opið alla daga. MÍmisbar og Astrabar, opiö alla
daga nema miðvikudaga. Slmi 20800.
INGÓLFS CAFÉ
við Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826
ÞÓRSCAFÉ
Opið á hverju kvöldi. Sfmi 23333.
HÁBÆR
Kinversk resturation. Skólavörðustig 45. Leifsbar. Opiö
frá kl. 11. f.h. til kl. 2.30 og 6e.h. Sfmi 21360.
Opiö aJla daga.
SKEMMTANIR — SKEMMTANIR
Ingólfs-Café
Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9
Hljómsveit Garóars .Jóhannessonar
Söngvari Björn Þorgeirsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826.
Wi
Félag járniönaöarmanna
ARSHATID 1973
verður haldin föstudaginn 16. marz 1973
að Hótel Loftleiðum, Kristalsal, og hefst
kl. 8.00 e.h.
Borðhald (kalt borð)
Skemmtiatriði
Dans
Aðgöngumiðar afhentir i skrifstofunni.
Mætið vel og stundvislega.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna
AUGLVSINGASlMINN OKKAR ER 8-66-60
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Á mánudag verður dregið i 3. flokki.
4.000 vinningar að fjárhæð 25.920.000
krónur.
dag er siðasti endurnýjunardagurinn.
Happdræltí Háskóla tslands
4 á 1.000.000 kr. .
4 á 200.000 kr. .
160 á 10.000 kr..
3.824 á 5.000 kr. .
Aukavinningar:
8 á 50.000 kr. .
4.000
.4.000.000 kr.
. 800.000 kr.
. 1.600.000 kr.
19.120.000 kr.
. 400.000 kr.
25.920.000 kr.
o
Föstudagur 9. marz 1973