Alþýðublaðið - 15.03.1973, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.03.1973, Blaðsíða 7
Guðmundur Bjarnason: ÍSUNÐ FYRIR ÍSLENDINGA Orsögn íslands úr Atlantshafsbandalaginu hlýtur að vera það takmark, sem þjóðin keppir að í framtíðinni. Nú ríður á, að íslendingar geri kröfur til, að ríkisstjórnin standi við gefin loforð um brottför hersins á þessu kjörtímabili, M sem er grundvallarforsenda þess, að Island geti tekið upp sjálfstæða utanríkisstefnu á alþjóða vettvangi, óháða hagsmunum stórveldanna. Einn svartasti dagurinn I sögu islenzku þjóöarinnar á þessari öld er tvimælalaust 30. marz 1947. Þann dag samþykkt Alþingi meö 37 atkvæöum gegn 17 þingsályktunartillögu, þar sem rikisstjórninni var faliö aö gerast stofnaðili aö Noröur-Atl- antshafssamningnum fyrir tslands hönd. Með samþykkt þessarar tillögu gekk Alþingi. berhögg viö fyrri yfiriýsingar um ævarandi hlutleysi íslands, sem meðal annars birtast i 19. grein dansk-islenzku sambandslaganna frá 1918. Aö visu hafði Alþingi þann 10. júli 1941, að beiðni Breta, sem her- tóku landiö i mai 1940, sam- þykkt samning um að fela Bandarikjamönnum hervernd Islands það sem eftir væri striösins. Samþykkt þessi getur þó varla talizt vera afturhvarf frá yfirlýsingunni 1918, vegna þeirra aðstæðna, sem þá riktu. 1 samningi þessum skuldbundu Bandarikjamenn sig til að hverfa af landi brott með allan herafla sinn undir eins og þá- verandi heimsstyrjöld lyki. Samt sem áður skeður það stuttu eftir strlðslok, að Banda- rikjastjórn fer fram a að fá afnot af þrem stöðum á lslandi til hvorki meira né minna en 99 ára. Þessum tilmælum höfnuðu allir stjórnmálaflokkarnir afdráttarlaust. Varnarliðið sat nú samt sem áður áfram og engin sáust þess merki, að það ætlaði að hafa sig á brott. Siðan gerist það næst, að á árinu 1946 er Keflavikursamningurinn gerður, en hann fól i sér brott- flutning allra bandariskra her- manna á einu ári. Þó var sá galli á gjöf Njarðar að Banda- rikjamönnum var veitt aðstaða á Keflavikurflugvelli vegna skuldbindinga þeirra við her- stjórn Þýzkalands. Samningur- inn gilti til fimm ára. Nitján hundruð fjörutiu og niu gerist Island svo stofnaðili að NATO eins og áður er frá sagt. Aður en umrædd aðild Islands tók gildi höfðu Bandarikjamenn eftir viðræður við islenzka ráðherra meðal annars lýst yfir, að ekki kæmi til greina að erlendur her eöa herstöðvar yröu á íslandi á friðartimum (svo mörg voru þau orð). Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu og yfirlýsingar islenzkra stjórn- málamanna þess efnis, aö ekki kæmi til greina að herstöð yrði hér til frambúðar er hinn 5. mai 1951 undirritaður varnarsamn- ingur miili rikisstjórna lands vors og Bandarikjanna. Sam- kvæmt samningi þessum var svo sett á laggirnar bandarisk herstöð, sem þvi miður er enn þann i dag rekin af fullum krafti. Til þess að fá rétta mynd af ástandi þessa máls i dag verðum við að gera okkur glögga grein fyrir ofan- greindum atriðum. Eftir siðustu Alþingiskosningar tók við völd- um stjórn þriggja flokka (Framsóknarflokks, Alþýðu- bandalags og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna), sem i daglegu tali er oftast nefnd „vinstri stjórnin”. 1 málefna- samningi þeim, sem þessir flokkar gerðu með sér er eftir- farandi ákvæði að finna: „Varnarsamningurinn við Bandarikin skal tekinn til endurskoðunar eða uppsagnar I þvi skyni, að varnarliðið hverfi frá tslandi i áföngum. Skal að þvi stefnt, að brottför liðsins eigi sér stað á kjörtimabilinu”. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir úrsögn lslands úr Atlantshafs- bandalaginu. Akvæði þetta hefur vakið upp mikinn úlfaþyt meðal þeirra, sem vilja að varnarliðið verði hér áfram. Enn á ný hefur verið hafinn upp mikill áróöur fyrir áframhald- andi bandariskri hersetu á Keflavikurflugvelli. Helztu rök stuðningsmanna hersetunnar eru sem fyrr að hætta sé á auk- inni áreitni rússneska bjarnar- ins, ef herliðið hverfi á brott og að ástandið I alþjóðamálum yfirleitt gefi alls ekki tilefni til brottreksturs hans i nánustu framtið. Ég er þeirrar skoð- unar, að þessir menn hafi alls ekki fylgzt með þróun alþjóða- mála, og geri sér auk þess ekki grein fyrir þeim þjóðernis- rökum, sem mæla gegn herset- unni. Aldrei fyrr frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur bjartsýnin um varanlegan frið veriö eins mikil og einmitt þessa dagana. Griðarsáttmálar stjórnar Willy Brandts yiö Sovétrikin og Pólland, lausn Berlinarvandamálsins, nýsamið vopnahlé i Vietnam, nýjar vonir um friðsamlega lausn deilunnar fyrir botni Mið- jarðarhafs og væntanleg öryggismálaráðstefna Evrópu hafa rennt mjög styrkum stoðum undir 'vonir manna um varanlegan frið og gagn- kvæman skilning þjóða i milli. Ekki má heldur gleyma þeirri þróun, að smáþjóðirnar ásamt ýmsum þjóðum þriðja heimsins hafa i siauknum mæli lýst yfir hlutleysi og virðist ekkert lát vera á þeirri þróun. Við vand- lega athugun á þessu máli trúi ég ekki öðru en allir Islendingar leggi á það megináherzlu á losna við bandarikst vopnavald af islenzkri grund. En mark- miðinu verður þó ekki að fullu náð við brottför varnarliðsins. ÖrsÖgn Islands úr Atlantshafs- bandalaginu hlýtur að vera það takmark, sem þjóðin keppir að i framtiðinni. Nú riður á, aö tslendingar geri kröfur til, að rikisstjórnin standi við gefin lof- orð um brottför hersins á þessu kjörtimabili, sem er grund- vallarforsenda þess, að tsland geti tekið upp sjálfstæða utan- rikisstefnu á alþjóða vettvangi, óháða hagsmunum stórveld- anna. Guðmundur Bjarnason. umsjónarmaður Ólafur Þ. Harðarson FRYSTIHOLFIÐ Hvernig á að matreiða djúpfryst kjöt? Djúpfryst kjöt er annað hvort látið þiðna, áður en það er mat- reitt eða matreitt fryst. Sé kjötið látið þiðna, þá á það að gerast á köldum stað — helzt I kæliskápnum sjálfum, en að sjálfsögðu ekki i frystihólfinu af augljósum ástæðum. Ef vel á að vera má ekki þiða kjötið örar en sem svarar þvi, að eitt kg af gaddfreðnu kjöti þurfi 10-15 klukkustundir til þess að þiðna. Steikingaraðferðirnar eru þær sömu, hvort heldur steikja á kjötið þitt eða freðið, en steik- ingartiminn er mismunandi. Fyrir stór kjötstykki, sem steikja á freðin — heilsteikur o.s.frv. — er rétt að reikna með hálfum öðrum steikingartima þiðs kjöts af sama þunga. Þegar djúpfryst kjöt er tekið til steikingar freðið, þá er vafið um það álpappir eöa steikinga- plasti og það sett inn i ofninn 170 st. heitan. Framan af fer allur hitinn i það eitt að þiða kjötið og fer timalengdin að sjálfsögðu eftir stærð steikurinnar. Þiðn- unartiminn með þessu móti er 2 klst. fyrir 4ra kg steik og hálf önnur klst. fyrir 2ja kg steik. Þegar kjötið er orðið þitt, þá má taka álpappirinn eða steikinga- plastið utan af og steikja svo Við steikingu á minni stykkj- um af freðnu kjöti — t.d. kótel- ettum, lærissneiðum o.s.frv. — ber að reikna með tvöföldum steikingatima. Þegar steikt er á pönnu á feitin að vera orðin vel heit áður en kjötið er sett á pönnuna, en þegar það hefur verið gert, er straumurinn lækkaður á plötunni — sett á lágan hita. A meðan kjötið er að steikjast ber að snúa þvi nokkuð oft. Suða á freðnu kjöti á að fram- kvæmast þannig aö sem minnst vatn sé notað — rétt aðeins sé látið fljóta yfir kjötið. Siðan á að hita vatnið hægt og rólega upp i suðu. Eftir það er soðið eins og venjulega. Einvígið eftir AAORDILLO Það er von að búðingaframleiðandinn þýzki kvíði framtíðinni — hann á 80% vestur-þýzka fiskiskipaflotans Þrátt fyrir ummæli vestur- þýzka landbúnaðar- og fiskimála- ráöherrans, Klaus Peter Bruhns, um ályktun visindamannanna 46 við háskólann i Kiel, þá hefur stuðningur visindamannanna við málstað íslendinganna óneitan- lega haft meiri áhrif ámótun al- mennings álitsins i Þýzkalandi en nokkurt einstakt plagg annað, sem lagt hefur verið fram, ef undan er skilinn úrskurður alþjóðadómstólsins i Haag. Bréf sérfræðinganna 46, sem m.a. var undirritað af hinum heimsþekkta hafefnafræðingi prófessor Grasshoff, vakti strax geysilega athygli viða um heim, en þar er m.a. bent á að Þjóð- verjar taki einungis tillit til þeirra neikvæðu áhrifa sem út- færsla fiskveiðilögsögunnar við Island hafi á þýzkt efnahagslif. Þeir segjast ekki neita þvi að afleiðingarnar kunni að vera alvarlegar fyrir Þjóðverja. Minnkandi fiskveiðar leiði af sér aukna eftirspurn og hækki þannig fiskverð. En það megi ekki gleyma þvi að verði ekki fiski- stofnunum við Island hlift, þá sé allur efnahagur landsins I hættu. Það sé sannarlega timi til kom- inn að fólk á meginlandinu geri sér grein fyrir aö 90% framleiðslu ísdendinga sé háð fiskveiðum. Þetta bréf visindamannanna i Kiel hefur vakið marga til umhugsunar um málstað Islands, og i grein i danska jafnaðar- mannablaðinu Aktuelt, sem rituð er af fréttaritara blaðsins i Bonn, Stein Viksveen, er i fyrradag rætt um þetta bréf visindamannanna og viðbrögð þýzka ráðherrans. Lokaorð greinarinnar i Aktuelt eru þessi: „Fiskveiði- og landbúnaðarráð- herrann Klaus Peter Bruhns i Neðra Saxlandi mótmælti strax hugmyndum hafrannsóknar- mannanna. Hann benti á að ástæðan fyrir þróuninni á íslandi væri sú að i 10 ár hafi Islendingar þrjóskazt við að ganga að alþjóðasamkomulagi um fiskveiðarnar umhverfis land sitt. Það er hætta á að ráðherrann liti af nokkurri þröngsýni á málið, þegar hann fullyrðir að það séu fleiri menn i Cuxhaven og Bremerhaven, sem lifi á fiskveið- um en á Islandi. Bruhns virðist ekki taka með i dæmið, að það er mun auðveldara að útvega fólki önnur störf i Þýzkalandi en á Islandi, og enn- fremur nefnir hann ekki að enn hefur enginn maður orðið at- ÞRÁTT FYRIR ÁSÓKN LEIGUFLUGFELAGANNA SKILAÐI SAS HAGNAÐl TÍUNDA ÁRIÐ í RÖÐ vinnulaus i þessum tveim hafnar- borgum vegna útfærslu islenzku fiskveiðilögsögunnar. En eflaust er til fólk sem kviðir Vegna þcss að tekizt hefur aö reka SAS með nettóhagnaði i 10 ár i röð jafnframt þvi sem flugflot- inn hefur stöðugt verið endur- nýjaður og önnur eignastaða mikið bætt, telja forráðamenn SAS, að fyrirtækið sé vel i stakk- inn búið til þess að mæta framtfð- inni. Þannigsegir i fréttatilkynningu frá SAS, þar sem skýrt er frá þvi að vegna örðugleika sem mörg hinna stærri flugfélaga i heim- inum hafi átt við að etja á undan- förnum árum, og SAS ekki farið varhluta af, hafi nettóhagnaður á siðasta ári oröið um helmingi lægri en árið 4®ur, þrátt fyrir hagkvæmni i rekstri og mikinn sparnað. Astæður þess, að SAS hefur yfirleitt getað skilað nettóhagnaði eru m.a. þær, að fyrirtækið hafði alls um 16% söluaukningu og hleðslunýtingin batnaði um 1,6% miðað við reikningsárið á undan. Hið mikla framboð sæta hjá ýmsum leiguflugfélögum, ekki sizt á flugleiðunum yfir Atlants- þau flugfélög, sem byggja afkomu sina öðru fremur á áætlunarflugi. A undanförnum árum hefur SAS verið aö endurnýja allan flugflota sinn. Seinasta stór- ákvörðun i þá veru er sú að selja aliar Caravelle þolur félagsins og kaupa 16 DC-9 vélar tilviðbótar. Þegar þeim tilfæringum veröur lokið á fyrirtækiö 52 vélar af þeirri gerð. DC-9 flugvélarnar hafa reynzt SAS mjög vel og nýju vélarnar af þessari gerð verða mun hávaða minni en þær fyrstu og að kalla alveg reyklausar. Að sjáifsögðu veröur eldri DC-9 vélunum breytt með timanum þannig, aö þær veröa nákvæm- Framhald á bls. 4 haf, er stöðugt vandamál fyrir m ......................... ..................... TIV piís 1 ifi áf V.l: 717. Margir sem aka ölvaðir og eru ekki nappaðir fyllast slíkri öryggiskennd að þeim hættir til að endurtaka aksturinn ;'v‘ !& 1 Uf{ ivt 1 i 7tÍL 1:L • J •;: 1 Bifreiðastjórar afsala sér miklu af frelsi slnu. Frá umferöarfræðilcgu sjónarmiði, þá eru þeir umsjónarmenn sjálfstjórnandi kerfis, sem myndað er af ökutækinu, veg- inum og þvl, sem er á ferli á honum og utan við hann. Bif- reiðastjórinn verður að veita ökutæki slnu umsjá á þann veg, aö akstur hans aðlagi sig umferðaraðstæðum hvers stundarbils meö sem snörustum hætti. Þessu umsjónarstarfi manns- ins við stýrið er t .d. ekki hægt að likja við starfi hitastillis, sem sjálfkrafa kveikir eða slekkur á kyndingu við ákveðin hitastig. Aðstæður umferðarinnar hver af annarri sjá honum fyrir upp- lýsingum, sem stöðugt breyta um eðli og umfang. A hvern hátt hann tileinkar sér þær ræðst ekki aðeins af skynjunarhæfi- leikum hans heldur einnig af persónugerðinni. Þetta er oftar en ekki ástæðan fyrir röngum eða eigum við heldur að segja skammt metn- um viðbrögðum I umferöinni. Sálfræðingur i Freiburg, Werner Richter frá rannsóknar- stofnun, sem meðal annars hefur séð um sjálfstæðar tveggja ára samanburðarrann- sóknir á ökuhæfni vélknúðra farartækja, lýsti þessu viðhorfi með tveim dæmum á ráðstefnu um orsakir umferðaróhappa sem nýlega var haldin i Baden- Baden. Dæmin um rétt og skakkt metin viðbrögð, sem Richter valdi voru viðvíkjandi hrað- akstri i þoku og akstri undir áhrifum áfengis. Rétt aðlöguð viðbrögð, sagði hann, eru ávallt niðurstöðurnar af málamiðlun, sem hinar ósamstæðu kringumstæður krefjast og ákveðin er af mark- miðinu eða tilganginum annars vegar og nauðsynarinnar á að koma I veg fyrir slys hins vegar. Viss vilji fyrir að taka áhætt- una er alltaf með i leiknum. Þar sem yfirgnæfandi mikilvægi er bundið við takmarkið eða ákvörðunarstaðinn er hætt við þvi, að slys vilji til. Væri yfir- gnæfandi mikilvægi bundið við að koma i veg fyrir slysin myndi enginn maöur nokkru sinni hætta sér út á vegina. Ef hegðan bifreiðastjórans er stjórnað fyrst og fremst af þvi, sem Richter vill kalla „mæli- kvarða skilningsog skynjunar”, þá munu viöbrögð hans annaö hvort verða fyrirframsvörun við þvi, sem á eftir að gerast, ellegar eiga sér stað jafnóðum og viðburðirnir verða. Mistökin eiga sér stað, þegar upplýsingar eru ranglega með- teknar og lauslega og þær greindar með ófullnægjandi hætti og yfirborðslegum. Hinn tilfinningalegi þáttur ákvarðanatökunnar beinir svo saman lönguninni til þess að komast sem fyrst á ákvörðunar- stað og viljanum til þess að varna slysum. A þessu sviði verða mistök aðallega vegna þess að viðbótarástæöur eiga hlut i þvi aö áhætta er tekin, bæöi varðandi viðtöku og túlkun á upplýsingum. Ef, að siðustu, aðaltilgangur bifreiðastjórans er það, sem Richter nefnir siðfræöi, þá mun hann hlýða fyrirmælum laga- bókstafsins og reglugerðar- innar um akstur á þjóðvegum. Sér meðvitandi um aö hafa fylgt þessum siöareglum út i yztu æsar gera margir bifreiða- stjórar sér það þó alls ekki ljóst, að með þvi kunna þeir að hafa valdið öðrum vegfarendum erfiðleikum eða aukið slysa- hættuna. Astæður úr öllum þessum þrem sérstæöu skýringarhópum geta verið meövirkandi um hegðun bifreiðastjóra, sem stundar hraðakstur i þoku og slæmu skyggni. Övanir þvi að gera sér ókomna atburði treysta þeir á þá i hugarlund tilfinningar- reynslu, að ekkert óvænt eigi eftir aö koma fyrir. Það sem meira er, þá finnst þeim að þeir séu I rétti vegna þess, að flest allir aörir aki einnig hratt I þoku, og þess vegna séu þeir I góðum félagsskap, ef svo má segja. Bókstafur laganna hefur ekkert að segja og skýrskotun til almennrar skynsemi mun ekki heldur reynast árangurs- rik. ökumenn, sem eru undir áhrifum áfengis hafa svo skcrta dómgreind og skynjunarhæfni, aö tilfinningarnar ná yfirhönd- inni. Margir bifreiðastjórar eru sannfærðir um aö þeir séu hæfir til þess að aka bifreið enda þótt blóðprufa sýni 150 mgr magn af alkóhóli I blóðinu. Villa þeirra stafar af þvl, að hæfileiki þeirra til skynsamlegrar ályktunar og til þess að sjá, að þeir séu ekki færir til þess að aka bfl er stór- lega skertur vegna áhrifa áfengisins. Jafnvel þótt þeir gerðu sér ljóst, að þeir séu i raun og veru ekki hæfir til aö aka bíl, þá yrði sú staðreynd að geta yfirunnið sjálfsálit þeirra, svo hinum drukkna ökumanni yrði forðað frá þvi að setjast undir stýri. Sú fráfæling.sem lögin veita, getur nægt til þess að árangrinum sé Framhald á bls. 4 Sálfræðingur gerir úttekt á hraðakstri og ölvunarakstri íi'rt M ía! m Ari :TT. 'á »íG rTJ 'alt #- » • « r«-1 ííij fít 'ic I >-ti fffi ISÍÍ i •< 7 r: \ rjrrr 71ZSV Tí * O Fimmtudagur 15. marz. 1973 Fimmtudagur 15. marz. 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.