Alþýðublaðið - 15.03.1973, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 15.03.1973, Blaðsíða 12
KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli k!. 1 og 3.símj40102 SENDIBIL ASTÖÐIN Hf FULLUMNIB FISHBtTTIR GETfl GEFIfl BRIIÍBÁN PENING I AÐRA HÖND Hlutafélagið F’iskréttir, sem er eign StS og níu frystihúsa, hefur gert samning um sölu á fullunn- um fiskblokkum, niðursöguðum og i neytendapakkningum, lyrir 17 milljónir króna, og er þetta fyrsta skref i áttina til þess að fullvinna fiskafurðir i landinu. Neyðarsímar bakvið hlífðarkápu 1 sambandi við nýju sima- skrána hefur sú nýbreytni verið tekin upp, aö hafa skrá yfir neyðarsima á bakhlið skrárinnar. Hefur Landssiminn vakiö á þessu athygli, þvi nú eru I gangi hlffðar- kápur um skrána, með óprentuöum auglýsingum. Séu þessar kápur settar utan um skrana hefur simnotandinn ekki aögang aö neyðarnúmerunum með skjótum hætti. Hlifðar kápur þessar eru Landssiman- um óviökomandi. Stærsti hlutinn, eða 100 tonn, verður seldur fyrirtæki i Austur- riki, en 2.5 tonn hafa þegar verið sendir til IRMA i Danmörku, en þar verður kynning á framleiðsl- unni á næstunni. Þá er hafin dreifing á fram- leiðslu F’iskrétta á Reykjavikur- svæðinu, og fæst hann i nokkrum verzlunum, en á næstunni er væntanlegur kynningarbæklingur með uppskriftum, sem reyndar hafa verið i tilraunaeldhúsi SIS á Kirkjusandi. Framleiðslan var kynnt blaða- mönnum i gær, og sagði Guðjón B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Afbragðsloðnuveiði var i fyrri- nótt og i gær. Veður fór versnandi á miðunum i gærkvöldi, en það kemur varla mikið að sök, þvi flotinn er að mestu bundinn i höfnum. Annars hefur löndunar- bið verið styttri að undanförnu en oft áður. Þegar blaðið hafði samband við Loðnulöndunarnefnd rúmlega átta i gærkvöldi, höfðu bátarnir Fiskrétta, m.a. við það tækifæri, að með þessu mætti vænta þess, að fólk fari að lita á frystan fisk sömu augum og fryst kjöt hefur verið litið um langa hrið. Einnig kvaðst hann vona, að þetta verði til að ieysa úr þeim skorti á nýj- um fiski, sem oft gerir vart við sig. Eins og kunnugt er eru hrað- frystar fiskblokkir meðal þýðing- armestu vörutegunda, sem flutt- ar eru út frá Islandi, og eru slikar blokkir nýttar sem hráefni fyrir fiskréttaverks.miðjur, sem vana- lega eru staðsettar i neyzluland- inu. tilkynnt um 9,400 lestir á siðasta sólarhring. Undir kvöld i gær fréttist af veiði við Hrollaugseyjar. Aflaskipið Guðmundur RE var með mestan afla þeirra báta sem tilkynntu afla i gær, 700 lestir. Eldborgin var með 550 lestir, og fleiri aflaskip voru á miðunum, svo sem Börkur og Óskar Magnússon. VEIDDU 10 ÞUSUND LESTIRAF LOÐNUNNI GASMENGUNIN GETUR STÖÐVAÐ BJÖRGUNAR- ADGERÐIRNAR í EYJUM Nú er gasmcngunin I Vestmannaeyjum komin á svo aivarlegt stig, að aukist hún enn. er talið liklcgt að hún stöðvi allar björgunar- aðgerðir. Mengun var svo mikil I miðbænum f gær, að bilar drápu á sér og björgunarmenn fundu fyrir óþægíndum vegna súrefnis- skorts. Búiö er að loka mörgum húsum i miðbænum, og er hættusvæðiö stööugt að stækka. Almannavarnir leggja nú á það rika áherzlu að engin hafist viö i Vestmannaeyjum, nema af algerri nauðsyn. Ein er sú nefnd islenzk sem með engu móti verður bendluð við leti. Þetta er loðnunefndin svonefnda, en á hennar „herðum” hefur hvilt öll skipu- lagning loðnulöndunar á yfirstandandi vertið. Og ekki nóg með það, heldur hefur nefndin verið einskonar upplýs- ingamiðstöð fyrir hina og þessa aðila. Útgerðarmenn hringja og spyrja um báta sina, eiginkonur og unnustur vilja fá upplýs- ingar um sina nánustu ef vera sjávarútvegsráðuneytisins, sem er formaður nefndarinnar, og Andrés Finnbogason, sem er fulltrúi loönuseljenda i nefnd- inni. Auk þess var þar Njáll Ing- jaldsson starfsmaður. Jóhann Guðmundsson fulltrúi kaupenda var staddur á Austfjörðum i erindum nefndarinnar, og Björgvin Torfason starfsmaður var einnig fjarverandi. Þeir Björgvin og Njáll eru annars starfsmenn Sildarútvegs- nefndar, en eins og gefur að skilja er starfsemi hennar ekki rismikil nú sem stendur. Góö reynsla ,,Ég held að flestir séu sam- mála um að reynsla hafi orðið góð af störfum nefndarinnar, enda var orðin brýn nauðsyn á betra skipulagi löndunarmál- anna”, sagði Gylfi Þórðarson er við ræddum við hann i gær. ,,Þetta er þóaðeins reynsluár, og eftir þessa vertið verða lögin um loðnulöndun tekin til endur- skoðunar, enda gilda þau aðeins i eitt ár. Eg veit ekki hversu miklar breytingar verða gerðar, en ég tel þó vist að vald nefndarinnar verði aukið frekar en hitt. Nefndin var skipuð svo seint að regla var ekki næg á hlutunum fyrst i stað. En eftir að loðnan fór að veiðast hér fyrir sunnan, má segja að vel hafi tekizt til”. Svartir sauðir ,,Þvi er ekki að neita að einstaka svartir sauðir eru innan um, en þeim fer fækkandi, sem betur fer. Ef bátarnir melda sig ekki til okkar, höfum við heimild til að reka þá úr röð- inni, og það höfum við þurft að gera í einstaka tilfelli. Þá hafa verið brögð að þvi að verk- smiðjur hafi ekki farið eftir settum reglum, en brotin hafa þó ekki verið mjög alvarleg, utan eitt þeirra. Það viröist enn vera sjónarmið hjá einstaka verksmiðju að hygla sinum heimabátum, en við reynum að giröa fyrir slikt með þvi að setja mjög strangar reglur. Þannig verða verksmiðjurnar á hverjum morgni að tilkynna hvenær næst losni þróarrými, og þær verða að gera það með tveggja sólarhringa fyrirvara.” Margþætt þjónusta Starfsemi Loðnulöndunar- nefndar hefst klukkan 7.30 á Framhald á bls. 4 Þaö var inikið um að vera hjá Loönulöndunarnefndinni þegar Alþýðublaðsmenn litu þar við i gær, enda mokveiði. Njáll Ingjalds- son starfsmaður nefndarinnar er lengst til vinstri, þá kemur Gylfi Þórðarson formaður hennar og þvi næst Andrés Finnbogason. A myndina vantar einn nefndarmanna Jóhann Guðmundsson, og einnig Björgvin Torfason starfsmann hennar. nr——————————MT—immpTTti; TfflT^miianui o."»ai»rala I kynni að þeim öðlaðist sú lukka að fá þá heim rétt sem snöggv- ast ef löndunarbið er fyrirsjáan- leg. Úr öllu þessu leysir Loðnu- löndunarnefnd, enda eru sim- arnir hjá nefndinni rauðglóandi 18 tima á sólarhring. Alþýðublaðsmenn litu sem snöggvast inn til nefndarmanna i gær, en nefndin hefur aðsetur að Hafnarstræti 5. i höfuð- stöðvunum voru þá staddir tveir nefndarmanna, þeir Gylfi Þórðarson starfsmaður LOONULÖNDUNARNEFNDIN DIIG- LEGASTA NEFNDIN HÉRLENDIS?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.