Alþýðublaðið - 15.03.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.03.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit- stjóri Sighvatur Björgvinsson. Frétta- stjóri Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og á b y r g ða r m a ð u r Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10. Sími 86666. Blaðprent hf. MAÐUR TIL HAAG! Bæði Alþýðuflokkurinn og Alþýðublaðið hafa gerf sér far um að varðveita þjóðarsamstöðu í landhelgis- málinu. Við höfum reynt að forðast allar deilur um málið og þegar upp á þeim hefur verið fitjað — en málgögn stjórnarflokkanna og þá einkum og sér í lagi Þjóðviljinn hafa að fyrrabragði hvað eftir annað ráð- irt að Alþýðuflokknum og Alþýðuf lokksmönnum með svikabrigzlum í landhelgismálinu — höfum við hvatt til þess, að allt slíkt verði látið niður falla svo einíng þjóðarinnar megi varðveitast. Þótt ýmsar aðgerðir ríkisstjórnarinnar og einstakra ráðherra í landhelgis- málinu hafi orkað tvímælis hafa Alþýðuf lokkurinn og Alþýðublaðið ekki notað þau tækifæri til þessað vekja upp ágreining, þótt sumir aðrir hafi ekki neitað sér um það. Alþýðuflokksmenn verða því ekki með neinum sanni sakaðir um óheilindi i garðstjórnvalda í landhelgismálinu. Þvert á móti hafa þeir lagt sig fram um að láta ekki ágreining koma upp á yfir- borðið og hvatt aðra til þess að fara með gát, þegar þeir hafa viljað vekja upp deilur um málið. En það er ekki hægt að ætlast til þess, að Alþýðu- flokkurinn þegi við öllu. Þvert á móti ber honum skylda til þess að vara við, ef hann telur, að menn kunni að vera í hættu um að gera sig seka um mjög alvarleg mistök í meðferð þessa afdrifaríka lífshags- munamáls þjóðarinnar. Þeir tímar eru nú. Þess vegna lét formaður Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gísla- son, þau alvarlegu varnaðarorð falla í útvarps- umræðunum á dögunum, sem vakið hafa athygli hugsandi manna um lánd allt. í ræðu sinni benti Gylfi á, að senn hæfist síðasti þátturinn í meðferð landhelgismálsins fyrir alþjóða- dóminum í Haag. í þeim tveim tveim stigum málsins, sem áður hefur gengið dómur í,hafa engir mætt fyrir dóminum til þessaðgæta hagsmuna íslandsog halda á málstað þess. Ef það endurtekur sig nú, á síðasta stigi málsins, að enginn mæti til þess að gæta réttar Islandsfyriralþjóðadómsstólnum i Haag er það alveg dæmalaust í allri sögu dómsins. Það hefur aldrei gerzt, að ríki, sem undirskrifað hef ur viðurkenningu á alþjóðadóminum — en það gerði ísland um leið og landið gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum — hafi ekki mættfyrirdómnumfráþvífyrstaðmál kom fyrir hann < og þar til meðferð í öllum stigum var lokið. Ef enginn mætir nú fyrir Islands hönd er það algert eins- dæmi í sögu alþjóðadómstólsins og allir þeir, sem einhver samskipti hafa við útlönd vita, að það yrði Islendingum til mikils álitshnekkis — og þá ekkert síður hjá mjög vinveittum þjóðum við málstað íslands í landhelgismálinu. Þar við bætist hversu óskynsamlegt það er að láta taka þetta mikla lífs- hagsmunamál þjóðarinnar þrívegis til dóms hjá alþjóðadómstóli án þessaðdómendurnirog aðrir þeir, sem með málinu fylgjast, heyri nokkru sinni íslenzka rödd i réttarhaldinu. En þetta eru þó ekki meginatríðin. Annað er mun þyngra á metunum. öllum er Ijóst, sem fylgzt hafa með þróun land- helgismálsins á alþjóðavettvangi undanfarið, að tíminn vinnur með okkar málstað. Eftir því, sem lengra hefur liðið hefur hver sigurinn á fætur öðrum unniztog því sem næst öruggt ertalið,að væntanleg hafréttarráðsstefna S.Þ. samþykki stefnu, sem í öllum aðalatriðum sé samhljóða okkar stefnu í land- helgismálum — geti jafnvel gengið mun lengra. En þessir viðburðir geta ekki orðið fyrr en á næsta ári í fyrsta lagi. Þessvegna er um aðgera fyrirokkurað nota tímann vel þangað til og umfram allt að tefla hvergi í tvísýnu, en það gerum við ef við sendum nú ekki málsvara til Haag. Verði enginn til þess að halda á okkar máli, þegar Haag-dómurinn tekur landhelgismálið fyrir á næst- unni er alveg eins líklegt, að dómur falli nú í haust — eftir nokkra mánuði. Éf við hins vegar sendum mál- svara til Haag getum við tafið dómsúrskurðinn í tvö, jafnv. þrjú ár—þ.e.a.s. fram fyrir hafréttarráðstefn- una þannig aðmálstaðurokkarfyrirdómstólnum geti notið góðs af þeim sigrum, sem fyrirf ram er talið vist, að vinnast munu eftir því sem tímar líða fram. Það er algert ábyrgðaríeysi af íslenzkum stjórn- völdum að tefla í þá tvísýnu að dómur falli í Haag þegar í haust. Það er okkur jafn mikið í hag og Bretum og Vestur-Þjóðverjum er það í óhag, að dómsuppkvaðningin sé dregin á langinn. Þess vegna hefur formaður Alþýðuflokksins mælt sín alvarlegu viðvörunarorð til rikisstjórnarinnar. Þau eru mælt í fullri hreinskilni og með þjóðarhag að leiðarljósi. 'miw - Fcrðamenn I bátsferð á einu sikinu í Briigge Bríigge hreinsar þefill síki sín Helzta umræðuefni borgarbúa i Brugge i Belgiu I vetur er litur vatnsins i „de reien”, en svo nefnast siki þau, sem eru um j þvera og endilanga borgina og hinar vel varðveittu byggingar hennar frá miðöldum standa við. Til skamms tima, eða allt fram á siðasta ár, var vatnið i sikjunum kolsvart. Að sumar- lagi stafaði frá þvi megnan ódaun, er ruddi sér hratt til rúms sem einkenni á borginni. A árinu 1971 hóf hún hins vegar skipulega hreinsun sikjanna og i siöastliðnum mánuði kom fyrsti árangur hennar i ljós, vatnið varð grænt. Enda þótt ljóst sé, að ódaunn muni óhjákvæmilega gera vart við sig um heitasta skeið næsta sumars, hafa efa- semdir þegar breytzt i varkára bjartsýni. Vistfræðilegur ófarn- aður er ekki, þegar öllu er á botninn hvolft, nein nýjung i Brugge. Brugge var helzti verzlunar- staður Evrópu i byrjun 15. ald- ar, en siðan fór vegur hennar minnkandi af vistfræðilegum orsökum. Skýrasta og sterkasta dæmi þeirrar þróunar er þegar forarleðja safnaðist saman forðum daga i Zwinánni, sem er um það bil 20 km löng og tengir borgina við hafið. Borgaryfir- völd hirtu aldrei um að verjast leðjunni með þeim afleiðingum, að skipin hættu að koma en héldu til Antverpen i staðinn. Eftir það varð Brligge minni- háttar borg og ibúar hennar voru að mestu leyti meðlimir hinna ýmsu trúarreglna, allt þar til vegur hennar fór að vaxa á nýjan leik á 20. öldinni, er hún gerðist ferðamannabær. Slkin I borginni voru tiltölulega hrein, allt fram til 1950. Margir ibúar hennar muna enn eftir þvi að hafa veitt stóra fiska og krabba i sikjunum. Megin-upptök vatnsins, sem i sikjunum er, er skurðurinn mikli milli borganna Ghent og Brúgge, en hann á ræt- ur að rekja til hinna mjög svo iðnvæddu landsvæða i Norður- Frakklandi. Með tilkomu nýrra efna og efnasambanda spillist þetta vatn mjög. Til viöbótar kom, að eigið skolpvatn borgar- innar, sem rennur út i sikin, mettaðist i vaxandi mæli af hreinsiefnum (þvottaefnum). Og á siðustu 15 árum hefur bæði jurta- og fiskalif smám saman horfið. Að lokum var ódaunninn frá sikjunum orðinn svo mikill, að ferðamannastraumurinn hraðminnkaði. A timabilinu 1970-1971 fækkaði þeim ferða- mönnum, sem fóru i skemmti- ferðir um síkin, úr 271 þúsund manna i 150 þús. manns. Þessi tala óx aftur i 205 þúsund á sið- asta ári, einkanlega vegna þess, að hið svala regnsama veður dró úr ódauninum. Fyrri borgarstjórnir höfðu mun meiri áhuga á þvi að reisa nýjan iðnbæ I Zeebrugge en að lækna sikin. Ný borgarstjórn tók viö völdum árið 1971 og er Michel Val Male borgarstjóri. Setti hún hreinsun sikjanna efst á verkefnalista sinn. Lét hún gera umfangsmikla áætlun um hreinsun þeirra og er ráðgert, að hún muni kosta 6 milljónir dollara, en þar af mun rikið væntanlega greiða 4,5 milljónir dollara. Fyrsti hluti þessarar áætlunar er að loka fyrir vatns- strauminn úr Ghent-skurðinum mikla og afla i staðinn hreins vatns úr nálægum lindum. Lauk þessum þætti áætlunarinnar I desember-mánuði siðastliðnum. Lætur nærri, að um það bil 50 þúsund lltrum af hreinu vatni sé dælt inn I sikin á degi hverjum. Unnið er nú að framkvæmd annars hluta áætlunarinnar, sem fólginn er I þvi, að hreinsa botn síkjanna svohið nýja vatn fái hreinan botn. Þriðji liður áætlunarinnar er að byggja nýtt skólpkerfi I borginni og tekur það að sjálfsögðu lengri tíma. En nú þegar er 30 prósent af úr- gangsefnum borgarinnar leitt burt úr sikjunum. Gert er ráð fyrir þvi, að þessi hlutfallstala muni hækka smám saman þar til hún hefur náð næstum 100 prósentum á árinu 1976. 1300 einstaklingar yfirheyrðir í dönsku morðmáli ÓDÆÐIÐ ÁTTI SÉR STAÐ FYRIR 25 ÁRUM, EN LÖGREGLAN ER ENN AÐ RANNSAKA MÁLIÐ Rannsóknariögreglan danska hefur yfirheyrt næstum þvf 1300 einstaklinga vegna 25ára gamals tvöfaids morömáls, sem enn er óupplýst, og af og til snýr fólk sér til lögreglunnar vegna máisins, segir danska blaöið Politiken. Hinn 55 ára gamli skrifstofu- stjóri Vilhelm Jakobsen og kona hans, sem var tveim árum yngri, fundust þann 19. febrúar 1948 myrt I húsi sinu viö Peters Bangs vej I Kaupmannahöfn. Þeim hafði verið misþyrmt og allar vlsbend- ingar höfðu veriö fjarlægöar, en ýmsar falskar höfðu veriö skildar eftir. Morðinginn eða morð- ingjarnir hafa gefið sér rúman tima til þess að drýgja ódæðis- verkið. Vmsar kenningar hafa veriö rannsakaðar á þeim langa tima, sem slðan hefur Iiðið, — m.a. samband við okurlánastarfsemi, mótspy rnuhreyfinguna eða njósnastarfsemi. En engin af kenningunum hefur reynst fela I sér lausnina. Hvorki skrifstofu- stjórinn né kona hans virðast nokkru sinni hafa átt aðild að ein eöa neinu óvanalegu. Hins vegar var varla um ránmorð að ræða, jafnvel þótt svo mætti virðast. t)r ávisanahefti skrifstofustjórans hafði verið gefin út 8.500 kr. ávisun á „sjálfan mig” en þeirri ávísun hefur aldrei veriö fram- ivlsað. Þaö var hreingerningakona, sem kom aö hjónunum Iátnum um morguninn. Moröinginn eöa moröingjarnir höföu sett kodda undir höfuö skrifstofustjórans og lagt tvo brotna stólfætur I kross yfir brjóst hans. Augljós ummerki voru eftir átök I húsinu. Bæöi boröiampi og hamar hafa verið rannsakaðir, en samt hefur ekki tekizt aö skera úr um, hvert morðvopniö var. Bæöi fórnar- dýrin iétust vegna höfuðhögga. Kenning, sem enn hefur ekki veriö hrakin, er, aö einn eöa tveir geöbilaöir menn hafi veriö aö verki, og skrifstofustjórinn og kona hans hafi oröiö fórnardýr þeirra af einberri tilviljun Annars gátu allar kenningar veriö sannar á þessu Ijósfælna timabili rétt eftir hernámiö, segir Politiken. Fimmtudagur 15. marz. 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.