Alþýðublaðið - 17.03.1973, Síða 2

Alþýðublaðið - 17.03.1973, Síða 2
Viðviljum minna þig á þennan unga mann HJALPARBEIÐNI Einkenni dagsins er lýsing á hinu stóra, mikla, fjölmenna. Eyru og augu fyllast af þvi, sem i efstastigi er tjáð. Heimurinn færist lika allur inn fyrir dyr svo til hvers heimilis, og þvi er hið stóra, sem i útlöndum gerist, daglegt brauö hjá flestum, hvort heldur jákvætt er eða nei- kvætt. Þess vegna ber það lika oft fyrir, sem ofviða er venju- legum skilningi. Þessar linur eru þó fram settar til þess að minna á ein- stakling. Hann liggur á sjúkrabeði, hefur orðið fyrir slysi, og væri hann ekki gæddur þeirri lifstrú og dug, sem neitar að viðurkenna uppgjöf, væri dimmt fyrir augum hans i dag. Þvi hann hefur mikið misst, vinstri fótinn fyrir neðan hné, hægri handlegg fyrir ofan oln- boga, og að auki er hægri fóturinn mjög illa farinn. Kunnugir munu átta sig á þvi, að hér er veriö að lýsa Hilmari Sigurbjartssyni, Hólmgarði 19, sem lenti i slysi i grjótnámu fyrir mánuði. Hinir minnast þess e.t.v. að hafa heyrt um þetta, fyllzt samúð, en siðan kom eitthvað annað, sem ýtti til hliðar. Það er erfitt fyrir ungan mann, rétt liðlega tvitugan, meö litið barn og unnustu til forsjár, að verða fyrir sliku áfalli, og enginn getur til fulls bætt hon- um það. En vissri tegund af áhyggjum má létta af honum með samstilltu átaki, og þvi eru þeir beðnir, sem linur þessar lesa með skilningi að tjá samúð sina með þvi að láta eitthvað af hendi rakna til unga mannsins. Dagblööin hafa góðfúslega heitið móttöku. Olafur Skúlason, prestur i Bústaðasókn. Prestkosningar í Dómkirkjusöfnuðinum fara fram á morgun, sunnudag. Kosið verður í Menntaskólanum við Tjörnina (Miðbæjarskólanum) kl. 10-22. Skrifstota stuðningsmanna séra Þóris Stephensen er í Hafnarstræti 19, II. hæð Upplýsingar og bílasímar 23377-24392 -11645 -11646 Stuðningsfólk— vinsamlega hafið samband við skrif- stofuna. Stuðningsmenn. VEIZLUBRAUÐIÐ FRÁ OKKUR í FERMINGARVEIZLUNA Hálfar sneiðar og kaffisnittur Munið að panta tímanlega BRAUÐBORG NJÁLSGÖTU 112 — SÍMI 18680 OG 16513 “ kan vi Baráttumál veröur til Blað sænskra jafnaðarmanna, Aktuellt i politiken, birti ný- verið ræðu þá, sem Olof Palme, forsætisráðherra Svía flutti á umhverfisráðstefnunni í Stokkhólmi í fyrra. Þar sagði Palme m.a.. #Fyrir þrem árum þekktist orðið starfsumhverfi alls ekki. Það eitt gefur okkur nokkra hugmynd um hvernig stort fé- lagslegt og pólitiskt mál eykst smátt aö vöxtum og verður að stórvægilegu pólitisku baráttu- máli. Umræöur um það byrjuðu nokkuð þokukenndar, en er á leiö skýröust þær og hugmyndir fólks um starfsumhverfi mótuö- ust jöfnum skrefum. Palme lauk máli sinu með því að ræða um möguleikana á frumáætlanagerð og lýðræði á vinnustöðunum sem leið til að hindra skrifstofuveldi: • Samábyrgðin gefur starfs- löngun og sköpunargáfu manns- ins frelsi. Við spyrjum þvi ekki: Hvað getur þú gert fyrir sjálfan þig. Við eigum einnig að spyrja: Hvaö getur fólk gert hvert fyrir annað. Þaö er þessi kennd samábyrgðar, sem veitir okkur möguleikana á aö eignast betra starfsumhverfi og gerir okkur hæfari til aukins atvinnu- lýðræðis. Málmiðnaðarmenn Óskum eftir að ráða nokkra járniðnaðar- menn og bifvélavirkja til sumarafleysinga á timabilinu frá 2. mai til 15. september 1973. Þeim sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu er bent á að hafa samband viö starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverziun Sigfúsar Ey- mundssonar, Austurstræti, Reykjavik og Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar eigi slðar en 23. marz 1973 f pósthólf 244, Hafnarfirði. ÍSLENZKA ALFÉLAGIÐ H.F. STRAUMSVIK Sveinafélag pipulagningarmanna Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 25. þ.m. kl. 14.00 að Freyjugötu 27. Stjórnin ® ÚTBOÐ Tilboð óskast i að steypa gangstéttir við ýmsar götur I Austurbænum og i Skerjafirði. Útboösgögn eru afhent I skrifstofu vorri gegn 2.000.- króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 3. aprli n.k. kl. 11.00. INNKAUPAST.OFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 AUGLÝSIÐ I ALÞÝÐUBLAÐINU 0 Laugardagur 17. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.