Alþýðublaðið - 17.03.1973, Síða 7
íþróttir 1
UM HELGINA ER ÞAÐ...
Toppur og botn
Þaö verður mikið um að vera i
Laugardalshöllinni á sunnu-
dagskvöldið. Þá fara fram tveir
leikir, sem geta ráðið úrslitum i
1. deild. Er það fyrst leikur KR
og Armanns og siðan leikur
Fram og Vals. Fyrri leikurinn
hefst klukkan 20,15.
Þetta verður siðasti mögu-
leikinn fyrir KR, þvi ef Armann
nær öðru stiginu, sjá KR-ingar
sina sæng útbreidda, og failið i
◄ ◄ ◄
Ólafur Jónsson er sá leikmaöur
i Valsliðinu sem Framarar
þurfa að hafa einna mestar
gætur á. Nú er bara að vita
hvernig þeim tekst til.
2. deild biður þeirra. Seinni
leikurinn er hins vegar toppbar-
átta, og það lið sem vinnur,
stendur uppi sem meistara-
kandidat.
i 2. deild karla fara fram
fjórir leikir, þar af leikur topp-
liðið Þór við ÍBK og Þrótt fyrir
sunnan. t 1. deild kvenna fara
fram þrir leikir á morgun, um
klukkan 14,30.
i körfuboltanum fara fram
fjórir leikir. i dag klukkan 16
leika á Akureyri Þór og ÍS, og á
sama tima leika á Seltjarnar-
nesi ÍR og Valur. Annað kvöld
klukkan 19,15 leika á Seltjarnar-
nesi KR gegn UMFN og HSK
gegn Armanni. Þetta eru allt
saman hörkuleikir.
Stundin loks runnin upp...
Verðlaunin afhent í dag
1 dag rennur loks upp sú stóra
stund að sigurvegarar i Reykja-
vikurmótinu i handknattleik fá
afhent sigurlaun sin. HKRR hefur
boðið öllum sigurvegurum i
mótinu til samsætis að Hótel Esju
klukkan 15 i dag, 2. hæð
Þar verða sigurlaunin afhent,
en þau eru komin frá IBK, og það
var að miklu leyti sök IBR að
verðlaunaafhendingin hefur
dregizt svo úr hömlu sem raun
hefur orðið á.
Stefánsmótið punktamót i
Reykjavik i svigi og stórsvigi, fer
fram nú um helgina i Skálafelli.
Keppnin hefst á laugardag kl.
15,00 með stórsvigi, i karla og
kvennaflokkum, en á sunnudag
fer fram svig sem hefst kl. 12,00.
EYJAMENN VERÐA MEÐ í
REYKJAVIKURMOTINU!
Fyrsta Arbæjarhlaup Fylkis
1973 fer fram á morgun við
Árbæjarskólann. Skráning hefst
klukkan 11,30 Hlaupin verða alls
fjögur og góð verðlaun i boði.
Vestmannaeyingar hafa nú
fengið jákvætt svar hjá KRR við
beiðni sinni að fá að vera með i
Reykjavikurmótinu að þessu
sinni. Þar með er ákveðið að
Eyjamenn taki þátt i mótinu, og
að þeir hætti við þátttöku i Litlu
bikarkeppninni. Eru þetta
sannarlega aðstæður sem engan
hafði órað fyrir, að lið Vest-
mannaeyinga yrði meðal þátt-
takenda í Reykjavikurmótinu i
knattspyrnu.
Að sjálfsögðu verða Eyjamenn
einungis með sem gestir, og þeir
eiga ekki möguleika á að verða
Reykjavikurmeistarar jafnvel
þótt þeir vinni alla sina leiki. Hins
vegar verður þetta þeim mikil og
góð æfing, og ætti að koma i veg
fyrir nokkuð sem svo oft hefur
hent Eyjamenn i gegnum árin,
nefnilega að komast of seint i
æfingu, og tapa þannig mörgum
og dýrmætumstigum i byrjun
Framhald á bls. 4
Hljómskálahlaup 1R fer fram i
þriðja sinn á morgun klukkan 14.
Hlaupið hefst eins og venjulega
við Hljómskálann.
)
I HREINSKILNI SAGT
Lukkan með?
Þá hafa Keflvikingar enn einu
sinni tryggt sér sæti i Evrópu-
keppni. 1 þetta sinn fara þeir
i hattinn i UEFA keppninni
margfrægu, og þar með eru þeir
komnir i happadrætti sem getur
fært þeim stóra vinninginn, og
lika þann litla.
Þróunin i Evrópukeppni hefur
verið okkur tslendingum nei-
kvæö. Hér áður fyrr var það
tryggt að félög gátu tekið heim
erlend lið án þess að fara út úr
þvi með tapi. Nú eru aörir
timar, og i dag eru það vart
nema ensk lið sem geta dregiö
að áhorfendur.
Þetta hefur aftur leitt til þess
að islenzku liðin hafa gripið til
þess ráðs að leika báöa leiki
sina erlendis, i von um einhvern
fjárhagslegan gróða. Margir
eru andvigir þessu, en undir-
ritaður getur nú ekki sé neitt at-
hugavert við þessu afgreiðslu
mála. í Evrópukeppni liggur
tækifæri fyrir islenzk lið að
keppa við erlend lið, oft beztu iið
álfunnar, og einnig cr fyrir
hendi auðgunarmöguleiki sé
heppni með, og slikt kemur sér
vel fyrir fjárvana félög.
Þátttaka i Evrópukeppni er
happadrætti þar sem misjafnir
vinningar eru i boði. 1 þetta sinn
taka þrjú islenzk lið þátt i happ-
drættinu, tslandsmeistarar
Fram, bikarmeistarar ÍBV og
ÍBK i UEFA bikarnum. Kefl-
vikingar eiga mesta möguleik á
þvi að draga stórlið, þvi þau eru
flest i UEFA bikarnum. Heppni
Keflvikinga hefur verið einstök,
og nú er bara að sjá hvort hún er
að enda eður ei. Það verður
fróðlegt að heyra úrslit
dráttarins þegar hann verður
birtur i sumar. —SS.
Þetta er hið stórglæsilega mark
sem tryggði ÍBK sæti i UEFA
bikarnum i ár. Sannarlega
falleg tilþrif hjá Steinari
Jóhannssyni
Laugardagur 17. marz 1973