Alþýðublaðið - 28.03.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.03.1973, Blaðsíða 2
Að ofan: Dreifieldhús. Það fer ekki mikið fyrir þvi. 1 forgrunn er morgunverðarborö á sýningu lfótel- og veitingaskólans. Til hliðar cr afgreitt úr sliku eldhúsi og að neðan má sjá hvernig réttirnir líta út á postulínsbökk- unum. MYNDIRNAR ÓDÝRAR MÁLTÍÐIR SKATTFRJÁLS FORRÉTTINDI Fjöldi tekjuhæstu embættis- manna rikisins og starfsmanna borgarinnar, neytir daglega matar fyrir verð, sem á ekkert skylt við það, sem allur almenn- ingur verður að greiða fyrir sömu nauösynjar. Undir þetta falla öll ráðuneyti Stjórnarráðs islands, frá ráð- herrum til sendisveina, embætti rikisskattstjóra, skattstjórans, tollstjóra, húsameistara, póstur og simi, rikisbankarnir, veg- agerðin, og margar fleiri. Lausar máltiðir til starfsfólks þessara stofnana eru seldar á mun lægra verði en þekkist á ódýrustu m atsölustöðum borgarinnar. Meira að segja „blankir” stúdentar borga meira fyrir sinn mat, og njóta þeir þó nokk- urra friðinda. Ein ástæðan fyrir þessu er sú, að mötuneyti þessara starfs- manna eru undanþegin sölu- skatti, að öllu öðru leyti en á hráefni til matargerðarinnar, sem keypt er i heildsölu. Húsmóðirin, verkamaðurinn, i stuttu máli yfirleitt allir greiða söluskatt af smásöluverði hrá- efnis. Að visu hafa mörg mötu- neyti starfsmanna við einka- fyrirtæki fengið sams konar hlunnindi, að þvi er varðar sölu- skattinn. Að einu leyti má ef til vill segja, að það sé einkamál atvinnurekanda, hvort hann gefur starfsfólki sinu mat, að einhverju eða öllu leyti. Það er hins vegar ekki algert einkamál hans, hvernig hann bókfærir slikar gjafir. Það er vægast sagt mótsagnakennt, að heimila að undanþiggja slikar gjafir sköttum, eins og sölu- skatti, sem öllum almenningi er gert að greiða refjalaust. Það ætti þvi ekki að vera einkamál rikisstofnana, að gefa starfsfólki sinu mat, og telja það ekki til skattskyldra friðinda. Og ennfremur hlýtur það að vera aivarlegur þverbrestur að undanþiggja þær gjafir sölu- skatti. Það kemur að sjálfsögðu i hlut þeirra, sem ekki njóta slikra friðinda að greiða þau, án nokkurs frádráttar fyrir það. Þannig er hér um að ræða stór- fellda mismunun, sem engin frambærileg rök liggja til. Til þess að láta toppana njóta undanþágu frá söluskatti, er notað heimildarákvæöi sölu- skattslaganna til að undan- þiggja tilteknar tegundir vöru- sölu, vinnu og þjónustu, ef sér- stakar ástæður eru fyrir hendi. Rikið Iætur ókeypis i té húsnæði, aðstöðu alla og jafnvel starfsmannahald við mat- seldina og þjónustu. Þetta þýðir milljónatap fyrir ríkissjóð i söluskattstapi, aðstöðugjöldum, auk þess sem þessi augijósa mismunun er ekki talin til tekjufriðinda fyrir þá, scm hennar njóta. Dreifieldhús í Það fer ekki mikið fyrir dreifieldhúsum af þeirri gerð, sem hugsanlega verða sett upp i opinberum vinnustöðum i Reykjavik innan skamms, ef af þvi verður að ríkismötuneytin verða lögð niður, en hádegis- matur fyrir opinbera starfs- menn tilreiddur i hinu stóra eld- húsi Landspitalans. Á blaðamannafundi nýlega skýrði fjármálaráðherra frá þvi að fyrir dyrum stæði að lækka kostnað við matargerð fyrir opinbera starfsmenn, og yrði þá farið út á þá braut að setja svo- nefnt dreifieldhús á hvern vinnustað opinberra starfs- manna, þar sem ein starfs- stúlka gæti annazt alla slika þjónustu á hverjum stað. Fyrirtækið Jón Jóhannesson stað mötuneyta & Co i Hafnarhúsinu hefur kynnt fjármálaráðuneytinu þá tegund af dreifieldhúsum, sem með- fylgjandi mynd er af. Þetta dreifieldhús var einnig sýnt á sýningu Hótel- og veitingaskól- ans fyrir skömmu. „Eldhúsið” er nánast skápur, þar sem tilbúnir réttir eru hitaðir upp með sjóðandi heitum loftstraum á örfáum minútum. Með sliku fyrirkomulagi gæti bilstjóri komið inn i hverja stofnun fyrir hádegi, skellt til- teknum fjölda postulínsdiska með ál-loki inn i skápinn og skil- ið þannig eftiralö mlnútum fyrir 12 ýtir einhver starfsmaður stofnunarinnar á takka á skápn- um, og siðan þarf ekki meiri áhyggjur af matseldinni að hafa. Á hádegi eru réttirnir tilbúnir, og þá getur ein stúlka afgreitt matinn á bakka til starfsfóks- ins, ásamt hnífapörum, og þarf ekki einu sinni að þvo bakkana á eftir, þvi þeir eru að máltið lok- inni látnir aftur inn i skápinn og tæmdir næsta morgun þegar komið er með nýja rétti, og þvegnir i sjálfvirkri uppþvotta- vél i Landspitalaeldhúsinu. • Ekki hrifnir af dragnót og tog- veiði á Faxaflóa Stjórn Verkalýðsfélags Akra- ness samþykkti á fundi nýlega, að vara við afleiðingum þess, að leyfa að nýju notkun dragnóta og togveiða á Faxaflóa, en Faxaflói hefur verið friðaður i nokkur ár fyrir þessum teg. veiðarfæra. Frumvarp, sem heimilar að nýju veiðar i Faxa- ijflóa, liggur nú fyrir Alþingi. • Veltuaukning hjá vélstjórum Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra, haldinn 18. marz s.l. 1 skýrslu stjórnar fyrir árið ’72 kom m.a. fram, að innistæður jukust um 27%, heildarútlán 28%, og innistæða i Seðlabanka Islands nam i árslok 29.6 millj. kr. Samþykkt var, að 8% vextir yrðu greiddir af stofnfé. ..III.■■■.MIIIIIH.......... • Eflið gæzluna! Vélstjórar á togurum sam- þykktu á fundi Vélstjórafélags Islands, þann 22. mars s.l. að lýsa yfir stuðningi við samþykkt Alþingis frá 15. feb. ’72 um land- helgismálið. Skoruðu þeir jafn- framt á rikisstjórnina, að efla landhelgisgæzluna eftir mætti. • Saga Staða-Arna Saga Arna biskups Þorláks- sonar (Staða-Arna) er komin út hjá Stofnun Árna Magnússonar á Islandi. Þorleifur Hauksson bjó söguna til prentunar, en mestur hluti hennar fjallar um deilur milli biskups (1271-98) og leikmanna um eignarhald á kirkjustöðum. • Myndmál sálma „Myndmál Passiusálmanna” heitir 32. ritið i flokknum Studia Islandica og er það eftir Helga Skúla Kjartansson. Ritstjóri Studia Islandica er dr. Stein- grimur J. Þorsteinsson. Verður ritflokkurinn framvegis gefinn út af Rannsóknarstofnun i bókmenntafræði við Háskóla Islands og mun Bókaútgáfa Menningarsjóðs annast sölu og dreifingu. • Hafnarfjarðar- strætó er ekki strætó - og hækkar því far- gjaldið um 25% Sérleyfishöfum hefur verið heimiluð 25% hækkun á far- gjöldum og hækka fargjöld á leiðinni Reykjavik — Hafnar- fjörður samsvarandi, þvi sú leið fellur ekki undir strætisvagna- ferðir eins og er i Kópavogi og Reykjavik. Þá hefur ennfremur verið heimiluð 20% hækkun á leigu- gjaldi bilaleigubifreiða. Fyrr i mánuðinum hafði verð- lagsnefnd heimilað 10% taxta- hækkun rakara, 16% hækkun hárgreiðslustofa, 20% hækkun hjá þvottahúsum og efna- laugum og 4-5% hækkun á niðursoðnum fiskafurðum. • Listelskir innbrotsþjófar Þeir hafa ákveðinn lista- smekk þjófarnir sem brutust inn i „Galleri” Guðmundar Arnasonar að Bergstaöastræti 15 aðfaranótt sunnudags. Þýzki málarinn Rudolf Weissauer var sá eini, sem fann náð fyrir augum þeirra. Stálu þeir tveimur myndum eftir hann, sem samkvæmt sýnignaskrá eru 19 þús. kr. virði. • Kennslubækur á sýningu Bóksala stúdenta heldur sýningu á visinda- og kennslu- bókum i Stúdentaheimilinu við Hringbraut. Þar eru sýndir 150 bókatitlar frá McGraw-Hill út- gafufyrirtækinu. • Herranótt Herranótt Menntaskólans i Reykjavik frumsýnir I Austur- biói á fimmtudag „Dóra i dáinsheimum” eftir Soya i þýð- ingu Stefáns Baldurssonar. Leikstjóri er Pétur Einarsson, en þarna er á ferðinni nútíma- mynd um söguna af Orefeusi og Evredis. ÞETTA GERÐIST LÍKA 0 Miðvikudagur 28. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.