Alþýðublaðið - 28.03.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.03.1973, Blaðsíða 11
í SKUGGA MARÐARINS Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt vitað gat ég það ekki. Ég lá þarna aðeins og fór yfir allt saman i huganum unz að lokum að ég varð svo uppgefin að ég sofnaði. Lizzie kom inn. Klukkan var hálf-niu. Venjulega var ég komin á fætur um þetta leyti. — Frúin sendi mig upp til að spyrja hvernig þér liði i dag. — Ég er þreytt, sagði ég. — Láttu mig bara i friði. Dragðu ekki gluggatjöldin frá. — Þú ætlar þá að liggja i rúm- inu dálitið lengur? Ég játti þvi. Hún fór út og skömmu siðar kom Lucie inn. — Ætlaði aðeins að vita hvernig þér liði, sagði hún. Ég var hálfsofandi svo hún hélt áfram: — Ég ætlaði ekki að ónáða þig. Þú hefur gott af hvildinni. Um klukkan hálfellefu var bar- ið laust á hurðina hjá mér. Það var Mary, ein vinnustúlkan. — Frú Herrick kom, sagði hún. — Hún vill fá að tala við yður. Nora! Hjartað i mér tók óþægi- legan kipp. Mig langaði til að hitta Noru, tala við hana. Ég var að velta þvi fyrir mér i huganum hvort ég gæti sagt henni hvað ég KRÍLIÐ /7 Ó/C/UA/ 4- 5T/?AUm IVU KÖ5T JFR'í) EFNW — bokm SftUN/R S JPI eft/R u £UÍ. i £bb)Pi liLO/ni RÚÐF\ 6LRÐ UR VREú,- /Al L'lNfl FfiRFR LE/T f ■ * TÓmu 2E/HS m mVNN /Ð ftRm B/NDI 6-ELT t/t/ll SKERA I Ru/n-i TU/Pp -5 V FÆW f í 'RRB'OK PEM SToT/JUH hefði heyrt. Ég hafði alltaf fundið hjá mér hvöt til að sýna Noru trúnað. En gat ég það i þessu máli? Ég heyrði sjálfa mig segja hik- andi: —Biddu hana að koma upp. — Á ég að draga frá glugga- tjöldin, ungfrú Minta? Ég hikaði við. — Nei. . .ei. Ekki alveg strax. Ég vildi fyrst vita hvort ég treysti mér til að standa augliti til auglitis við Noru. Hár mitt var i óreiðu: ég hefði þurft að þvo mér og snyrta áður en ég hitti hana. En það var um seinan. Stúlkan var farin og þegar hún kom aftur, var Nora með henni. Nora var klædd gráum reiðföt- um, glæsileg og heimskonuleg að sjá. t svip hennar var bliða. Ég vissi að hún var óhamingjusöm vegna þess að ég var gift Stirling — ekki einungis af þvi að það þýddi að hann var bundinn. Henni féll einnig þungt sú hugsun, að ég ætti eftir að verða óhamingju- söm. — Æ, þú liggur fyrir, sagði hún. — Ég frétti að þú hefðir orðið eitt- hvað lasin. — Mér leið ekki sem bezt i gær- dag og siðan ég datt hefur Hunter læknir viljað að ég hvildist mikið. — Ég er viss um að það er rétt hjá honum. Daufa skimu lagði inn á milli rimlanna i gluggatjaldinu, og hún dró stól að rúminu til min. — Mér fannst ég verða að koma og sjá þig, hélt hún áfram. — Ég fæ ekki mörg tækifæri til þess héðanaf. — Þú ert þá ákveðin i að fara frá okkur? — Min ákvörðun er endanleg. — Ég mun sakna þin. Og hvað Stirling . . . Rödd min skalf. Hún flýtti sér að segja: — Ég hef alltaf haft i hyggju að snúa aftur heim einhverntima. — Þér hlýtur að hafa liðið mjög vel þar. Hún hnyklaði brúnirnar og sagði: — Já. Ég býst við að þig sé farið að lengja eftir að barnið fæðist. — Já, það er mig. — Og Stirling sömuleiðis. Börnin, sem eiga að leika sér á grundunum kringum White- ladies, hugsaði ég. — Biðin getur verið ærið þreyt- andi, sagði ég. — Franklyn mun sjá eftir þér. — Þið verðið búin að gleyma mér eftir árið . . . öll saman. Ég hristi höfuðið. Mig langaði mikið til að sjá greinilegar fram- an i hana. Hún leyndi tilfinning- um sinum vel, en ég hugsaði með mér: Hún hlýtur að vera jafn óhamingjusöm og ég. — Það er dimmt hérna inni, sagði ég. — A ég að draga upp glugga- tjöldin? Hún stóð upp og gekk út að glugganum. Ég heyrði hana gripa andann á lofti. Hún starði niður á gólfið. Siðanflýtti hún sér að draga upp gluggatjaldið og leit aftur niður á gólfið. — Hvað er að? spurði ég og reis upp. — Belia og kettlingurinn . . . Ég spratt fram úr rúminu. Svo tók ég andköf af hryllingi. Þau virtust svo einkennilega afmynd- up. Bæði voru dauð. Ég kraup niður hjá þeim. Ég gat ekki fengið af mér að snerta þessa likami, sem eitt sinn höfðu verið svo fullir af fjöri og mér hafði þótt svo vænt um. — Þau eru dauð, sagði Nora. — Minta, hvað getur þetta verið? Ég vissi það. Ég mundi eftir mjólkinni, sem dropið hafði á gólfið og Stirling, sem staðið hafði við rúmið hjá mér. — Mjólkin min var eitruð, sagði ég rólega. — Auðvitað var hún ætluð mér. Svo fór ég að hlæja og gat ekki hætt. — Það er vakaö yfir lifi minu. Fyrst Maud . . . svo þú, og nú kettlingarnir. Hún tók um axlirnar á mér og hristi mig. — Hvað áttu við? spurði hún hvasst. — Hvað áttu við? Stilltu þig i guðs bænum. Snertu ekki kettina. Þú veizt ekk- ert hvað hefur komið fyrir þá. Leyfðu mér að hjálpa þér aftur i rúmið. Mundu eftir barninu. Hún dró mig aftur að rúminu. Ég sagði: — Það er ósköp einfalt mál, Nora. Einhver er að reyna að drepa mig. Það hafa verið gerðar fleiri tilraunir. En það vakir einhver yfir mér . . . Hún var mjög föl. — Ég trúi þessu ekki, sagði hún. — Ég trúi þvi ekki. Sagði það eins og hún væri að reyna að sannfæra sjálfa sig. Og ég vissi hvað hún hafði i huga. Hún hafði heyrt hann segja það. Hann hafði sagt við hana: — Ég finn einhver úrræði. Ég heyrði hana hvisla fyrir munni sér. Nei . .. nei ... Það er ekki satt. — Nora, sagði ég, — það getur ekki mistekizt alltaf.. ekki i hvert skipti. — Þú verður að komast burt . . . burt héðan. Við verðum að hugsa málið. Ég get ekki skilið þig eftir hérna. Þú verður að koma með mér til Kaupmanns- hússins. Við getum talað saman þar . .. við getum gert ráðstafanir Ég hugsaði: Fara með henni! Húner ástæðan fyrir þvi að hann vill losna við mig. Hann vill fá Noru og Whiteladies líka. Hvernig get ég farið með henni? En hún hafði bjargað lifi minu einu sinni áður. — Hvað segja þau, ef ég fer Áskriftarsíminn er : 86666 Til leigu I Keflavík 1200 fermetra verkstæðis eða iðnaðarhúsnæði (á tveim hæðum) er til leigu strax. Byggingin stendur á 6300 fermetra lóð, skammt frá höfninni í Keflavík. Upplýsingar í síma 1655 og 1850 Keflavík. MEISTARAKEPPNI KSI í kvöld kl. 19.00 leika á Melavellinum Fram - I.B.K. Komið og sjáið góð lið leika góða knattspyrnu. Fram. Frá barnavinafélaginu Sumargjöf FORSTÖÐUKONU vantar að dagheimili stúdenta I ValhöII við Suðurgötu. Umsóknir sendist skrifstofu Sumargjafar, Fornhaga 8, fyrir 2. apríl n.k. Sal'a hlutabréfa Á aðalfundi Hf. Eimskipafélags íslands 16. mai 1972 var samþykkt að veita félags- stjórn, um óákveðinn tima, heimild til að selja aukningarhlut i félaginu að fjárhæð kr. 38.067.750,- gegn staðgreiðslu. Með skirskotun til samþykktar þessarar tilkynnist hér með að framangreind hiuta- bréf eru til sölu hjá félaginu. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS, Hlutabréfadeild. Tilboð óskast i að byggja Þinghólsskóla Kópavogi, annan áfanga A og B. Tilboðsgagna má vitna á skrifstofu bæjar- verkfræðings Álfhólsvegi -, Kópavogi, frá og með fimmtudeginum 22. marz, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtu- daginn 12. marz kl. 11.00. f.h. Bæjarverkfræðingur. ÚTBOD Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar- innar óskar eftir tilboðum i eftirtalda verkþætti við byggingu 314 ibúða i Breið- holtshverfi i Reykjavik. 1. málun úti og inni 2. eldhúsinnréttingar 3. skápar 4. inni- og útihurðir 5. stigahandriö 6. gier. Otboðsgögn verða afhent á skrifstofu F.B. Lágmúla 9 Reykjavik, gegn 5000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð þriðjudag- inn 10. april 1973 kl. 14,00 á Hótel Esju. Miðvikudagur 28. marz 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.