Alþýðublaðið - 28.03.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.03.1973, Blaðsíða 5
Alþýðubiaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit- stjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysfeinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis- götu 8—10. Sími 86666. Blaðaprent hf. LANDBÚNADARMÁLIN 1 miklum umræðum, sem urðu um verðlags- mál landbúnaðarafurða utan dagskrár á Alþingi i fyrradag, léku stuðningsmenn stjórnarflokk- anna einkennilegar listir. Jónas Árnason reyndi að forðast kjarna málsins með þvi að gera sitt itrasta til þess að etja saman húsmæðrum úr Reykjavik og húsmæðrum úr sveit. Ágúst Þor- valdsson og Halldór E. Sigurðsson reyndu að láta, eins og verðlagsmál landbúnaðarafurða væru hvorki eitt né neitt — það tæki þvi ekki að ræða þau. Ef eitthvað væri á annað borð um verðlagsmál landbúnaðarafurða að segja, þá væri það einna helzt það, að þessar vörur væru ódýrastar allra á is- lenzka neyzluvörumarkaðinum. Nú er raun- verulegt verð á einu kilói af smjöri komið hátt á 5. hundrað krónur ef niðurgreiðslur eru taldar með. Hversu hátt þarf að verðleggja smjörkilóið til þess að Ágúst Þorvaldsson og Halldór E. Sigurðsson fari að hugleiða hvort þetta sé nú ekki dálitið dýrt? Staðreyndin er nefnilega sú, að það verð, sem neytandinn réttir yfir búðarborðið fyrir mjólk, kjöt og smjör segir ekki nema hálfa söguna. Þótt mörgum — þar á meðal húsmæðrum i Reykjavik—þyki það gjald hátt, þá er verð vör- unnar þó miklu hærra en þvi nemur. Fólk borg- ar nefnilega tvisvar fyrir landbúnaðarafurðir. Fyrst með sköttum sinum, sem standa undir niðurgreiðslunum á verði landbúnaðarafurða. Og siðan með greiðslunum yfir búðarborðið um leið og varan er keypt. Þannig borga islenzkir neytendur tvisvar fyrir sömu vöruna þótt önnur greiðslan sé ,,falin” og þyki þeim búðarverðið hátt, hvað skyldu þá neytendur segja, ef þeir gerðu sér grein fyrir heildarverðinu, sem þeir þurfa að borga? ,,Hið falda verð” á landbúnaðarafurðunum — niðurgreiðsluverðið, sem almenningur i landinu er látinn borga i sköttum sinum — er nefnilega ekki svo litið. 1 heildina séð þurfa islenzkir skattborgarar nú að greiða 1600 til 1700 millj. kr. verðviðbót fyrir landbúnaðarafurðir á ári hverju. Þar við bætast svo 400 milljónir, sem þessir sömu skattborgarar verða að borga með landbúnaðarafurðum, sem ,,étnar eru i útlönd- um”. Viðbótarverðið, sem islenzkir skattborg- arar þurfa að greiða i formi niðurgreiðslna og útflutningsuppbóta á landbúnaðarafurðir á ári hverju nema þvi nokkru hærri upphæð en þjóð- in hefur nýlega þurft á sig að leggja vegna náttúruhamfaranna i Vestmannaeyjum. Er almenningi þetta ljóst? Niðurgreiðsluskatturinn erhærri en Eyjaskatturinn. Niðurgreiðslubyrð- in er þyngri en sú þunga byrði, sem þjóðin hefur axlað vegna náttúruhamfarann i i Vestmanna- eyjum. Þessi samanburður ætti að opna augu fólks fyrir i hvert óefni er stefnt. Þegar sú staðreynd er einnig höfð til hliðsjónar, að þrátt fyrir þessa þungu byrði nýtur bændastéttin — fólkið, sem afurðir þessar framleiðir — yfirleitt ekki sér- staklega öfundsverðra lifskjara þá er borðleggj- andi, að grundvallarstefnan i verðlagningar- málunum, i framleiðslumálunum, i sölumálun- um er röng. Það er mergurinn málsins. Gagnrýni á stefnuna i landbúnaðarmálunum er ekki árás á bændastéttina — frekar en t.d gagnrýni á skipulag byggingamála er árás á húsasmiði. Það er nefnilega ekki siður i þágu bænda en neytenda, sem grundvallarbreytingar þarf að gera á meðferð landbúnaðarmála. Þvi fyrr, sem fólki verður þetta ljóst, þvi betra. GYLFI Þ. GÍSLASON: STEFNAN ER RÖNG 1 umræðum utan dagskrár á Al- þingi i fyrradag um verðlagsmál landbúnaðarins sagði Gylfi Þ. Gislason m.a., eftir að hann hafði rakið hinar griðarmiklu verð- hækkanirá landbúnaðarafurðum, sem urðu nú nýverið og orsakað hafa hávær mótmæli húsmæðra og iaunþega: „Það, sem hér er á ferðinni, er ekki það, að islenzkum neytend- um sé iþyngt þannig, að bændur fái i sinn hlut óeðlilega háar tekjur. Það, sem hér er á ferðinni, er það, að skipulag islenzkra landbúnaðarmála, framleiðslu- mál landbúnaðarins, sölumál landbúnaðarins, verðlagsmál landbúnaðarins, eru i óefni. Það er um ranga grundvallarstefnu að ræða og það næst aldrei að sætta nevtendastéttina oe fram- leiðendastéttina nema tekin sé uppskynsaml.stefnaogskynsam skynsamlegri stefna og skynsam- legri leið i landbúnaðarmálum en sú, sem nú er fylgt. Greinilegasta sönnunin fyrir þessu er sú, i hvert óefni niðurgreiðslumál islenzks landbúnaðar er komin. Ef ekki væri um að ræða niðurgreiðslu neytenda vegna á islenzkum landbúnaðarvörum, þá væru þær, ég leyfi mér að segja, svo að segja óseljanlegar á islenzkum markaði. Hafa menn gert sér grein fyrir þvi? Of sjaldan hafa menn það i huga, hversu miklu niðurgreiðslurnar nema, hversu mikið við öll, þjóðin i heild, leggur fram til þess að halda landbún- aðarverðinu þó i þvi geysiháa verði, sem það er núna. Það eru greiddar milli 1600-1700 millj. kr. á ári til þess að halda verðlagi is- lenzkra landbúnaðarvara niðri og samt er það jafnóhóflegt og það i raun og veru er. Og sagan er ekki öll sögð með þessu. Auk þess arna greiðir rikissjóður 400 millj. kr. til erlendra neytenda fyrir það að leggja sér til munns islenzkar landbúnaðarvörur. Færeyingar, Sviar, Danir og Bretar og enn fleiri þjóðir fá greitt frá islenzk- um almenningi, úr. islenzkum rikissjóði, um 400 millj. kr. til þess að kaupa islenzkar landbún- aðarvörur. Og þessar 400 millj. eru auðvitað teknar meö skatt- greiðslu á alla islenzka launþega og bændur um leið. Það er þetta ástand, sem e‘r óviðunandi til lengdar, það er þetta ástand, sem veldur þvi, að nú virðist svo sem stétt stefni gegn stétt, að það sé um að ræða hagsmunaágreining, sem vissu- lega ber að harma, og það er ein höfuðskylda rikisstjórnarinnar að reyna að jafna. En hún getur ekki jafnað hann nema þvi aðeins að taka upp skynsamlegri og rétt- mætari stefnu i landbúnaðarmál- um en hún hefur fylgt. FLOKKSSTARFIÐ Revkvíkinaar: VIÐTALSTIMAR Alþýðuflokksfélag Reykjavikur minnir á reglulega viðtalstima þingmanna og borgar- fulltrúa flokksins á fimmtudögum. Næst verður það Eggert G. Þorsteinsson, sem til viðtals veröur fimmtudaginn 29. þ.m, á skrifstofum Alþýðuflokksins við Hverfis- götu frá 5-7 e.h. Simi I viðtalsherberginu hef- ur simanúmerið 1-50-20. Hafnfirðinaar: VIÐTALSTÍMAR Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði minna bæjar- búa á viðtalstíma með bæjarfulltrúum flokksins og þingmönnum kjördæmisins, sem eru reglulega á hverjum fimmtudegi. Næsti viðtalstími verður n.k. fimmtudag, 29. marz, kl. 5-7 e.h. í Alþýðuhúsinu. Nánar auglýst síðar^ Alþýðuf lokksfélögin AÐALFUNDUR Kvenfélags Alþýðuflokksins í Reykjavik verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, fimmtu- daginn 29. marzn.k. og hefst kl. 8.30 e.h. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Frú Steinunn Finnbogadóttir, borgarfulltrúi ræðir þátt kvenna í þjóðmálabaráttunni. 3. Onnur mál. Félagskonureru hvattartil að mæta vel og stundvís- lega. Stjómin. AÐALFUNDUR Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverf isgötu í dag, miðvikudaginn 28. marz, og hefst kl. 20,30. Á DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf, þ.á.m. stjórnarkjör. 2. Tillaga til tagabreytingar. 3. Gylfi Þ. Gislason hefur framsögu um efnið: Hvað er að gerast í stjórnmálunum? Alþýðuflokksfólk í Reykjavík. Fjölmennið og mætið stundvíslega. Stjórnin. FRAMTÍÐARSKIPULAG HAFNARFJARÐAR Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar efnir til almenns fundar miðvikudaginn 28. marzkl. 20.30 i Alþýðuhúsinu um framtiðarskipu- lag Hafnarfjarðar. Friðþjófur Sigurðsson, formaður skipulagsnefndar, hefur fram- sögu um tillögu að aðalskipulagi fram til 1983. Á fundinum mæta Svend Aage Malmberg, haffræðingur, og Markús A Einarsson, veðurfræðingur, og svara fyrirspurnum um náttúruyernd. Jóhann G. Bergþórsson, verkfræðingur, verður til svara um umferðarmál og Gunnar Ágústsson, hafnarstjóri, svarar spurningum um hafnarmál. Bæjarbúar eru hvattir til þess að nota þetta tækifæri til þess að kynnast viðhorfum varðandi framtiðarskipulag bæjarins. STJÓRNIN o Miðvikudagur 28. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.