Alþýðublaðið - 03.04.1973, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 03.04.1973, Qupperneq 1
ORSKURÐAOI BÖNDA ÖHÆFAN TIL alþýöu AD ANNAST SKEPNUR 78. tbl. Þriðjudagur 3. apríl 1973 54.' arg. Bústofn bónda eins i Borgarfirði, verður nú annaðhvort slútrað eða houum komið i umsjá anuarra, samkvæmt úr- slitakostum, sem sýslu- maðurinn i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu geröi bóndanum á laugardag- inn var. Úrskurðaöi sýslumaður bóndann enn- fremur óhæfan til að ann- ast skepnur i framtiðinni. Alþ.bl. hafði samband viö Asgeir Pétursson, sýslumann i gær, og sagði hann að þetta væri gert á grundvelli dýravernd- unarlaga frá 1S57, og hvgðist hann ennfremur á grundvelli þeirra laga höfða mál á hendur bónd- anum fyrir misþyrming- ar á dýrunum. Asgeir sagði, að um tima hafi verið vitað um misbrest I búrekstri bóndans, og þvi hafi hann ákveðið að kanna málið á laugardaginn. Sýslumaður fékk með sér Odd Rúnar lijartarson dýralækni, Jón Ottested hreppstjóra og tvo forðagæzlumenn hreppsins. Könnuðu mennirnir ástand kúa og kinda, sem reyndist vera það alvarlegt að gripiö var til þess ráðs að svipta bónda öllum réttindum til að annast dýrin ineira. Jafnframt þessum aö- gerðum, gerði sýslumað- ur ráðstafanir til að afla fóðurs og umhirðu fyrir dýrin, á meöan beðið er endanlegrar ákvörðunar um framtið þeirra. Ekki vildi Asgeir lýsa I smáatriöum i hverju misþyrmingarnar eöa vanhirðan eru fölgnar. Bóndi þessi hcfur búið á jörðinni i fjölda ára, en siöari ár hefur hann veriö einsetumaður. — 'SE OG HBR’ FYRIR SIÐANEFND „GOSIÐ SÉR- STAKT HAPP!" FJÓRIR í EINNI BENDU Konan, sem ók jeppan- um, var heldur óheppin þegar hún ætlaði að beygja af Lækjargötunni inn i Vonarstrætið I gær. Ekki tókst betur til en svo, að hún ók fyrst aftan á bil og siðan framan á annan, og þó lenti fjóröi billinn aftan á honum. Engan sakaði en bilarnir skemmdust allir meira eða minna. Flugfélögin enn ekki á eitt sátt Islenzku flugfélögin hafa enn beðiö um frest til að gefa svör um eignarhlutföll i hugsanlegu sameignar- félagi þeirra. Þær upplýsingar fengust hjá samgönguráðuneytinu i gær, að fundur yrði með Loftleiðamönnum fyrir hádegi á fimmtudag, og siðan með Flugfélags- mönnum eftir hádegi á föstudaginn. 1 ráði er að fá lán hjá Alþjóðabankanum til þess aö koma upp viðlegu plássi fyrir 100 fiskibáta við suðurströndina, og fyrir viku komu hingað til lands þrir hafnarmála- sérfræöingar frá bankan- um til að kanna mögu- leika á slikum fram- kvæmdum. Að þvi er Al- þýðublaðið hefur fregnað munu einna mestar likur á, að farið verði þá leið að stækka höfnina i Þorláks- höfn. Þessi ætlun hefur vakið mótmæli annarra sveitarfélaga. Þór Hagalin sveitar- stjóri á Eyrarbakka, sagði i viðtali við blaðið i gær, að „keyra eigi i gegn teikningar af stækkun á Þorlákshöfn þrátt fyrir þá staðreynd, að i fyrra þurfti að aka helmingi þess afla, sem þar kom á land, til Heykjavikur”. Á Eyrarbakka sagði Þór, er, hægt að taka á móti mun meiri afla en i Þor- lákshöfn. A Eyrarbakka eru tvö frystihús og þrjár fiskverkunarstöðvar á móti aðeins einu frysti- húsi i Þorlákshöfn. Auk þess eru möguleikar á talsverðri stækkun frysti- húsanna á Eyrarbakka. Hafnargerð austan ölf- usár sagði Þór, að kæmi að meira gagni, þar sem á þvi svæöi eru 3500 ibúar á móti 570 vestan árinnar. 100 báta viðleguhöfn fyrir lánsfé úr Alþjóðabankanum HAFÐIKYNMÖK VID13 ÁRA STÚLKU Nitján ára maður hefur viðurkennt að hafa átt ólögleg mök við 13 ára stúlku aðfaranótt sunnu- dagsins, en stúlkan fannst fáklædd og ofurölvi heima hjá honum. Maðurinn var látinn laus i gær, en mál hans sent saksóknara til ákvörðunar. Stúlkan sem er i vist á upptökuheimilinu i Kópa- vogi, fékk að fara i Tónabæ I meö nokkrum öðrum ung- lingum af heimilinu. Til þess var ætlazt að ungling- arnir héldu sig þar, en stúlkan hvarf burt og fór I með hópi ungs fólks i heimahús, og hóf þar drykkju. Þegar stúlkan kom svo ekki fram á heimilinu, eins og hinir unglingarnir, var farið að athuga með ferðir hennar. Vinkona hennar gat bent á hugsanlegan dvalarstað og þar fannst stúlkan ofurölvi og fáklædd. Einar Valur Bjarnason, yfirlæknir i Vestmannaeyj- um, hyggst kæra danska blaðamanninn Erik Haaest fyrir siðanefnd danska Blaðamannafélagsins. Til- efnið er viðtal sem þessi blaðamaður tók fyrir Se og Hör, þar sem Einar Valur er meðal annars látinn lýsa yfir að eldgosið i Heimaey hafi verið sérstakt happ fyrir lsland! Er annað i viðtalinu i sama dúr. „Þetta er makalausasti þvættingur sem ég hef les- ið. Allt sem i viðtalinu stendur er hrein lygi, og maðurinn gerir þar sinar eigin furðuskoðanir að minum”, sagði Einar Val- ur er blaðið náði tali af hon- um i Vestmannaeyjum i gærkvöldi. Tilefni þessa viðtals er það, að Einar Valur var fyrir nokkru á ferð i Dan- mörku. Ritsau fréttastofan lét þau boð út ganga að blaðamenn gætu hitt hann aðmálii Domus Technica i Kaupmannahöfn, og not- uðu margir blaðamenn þetta tækifæri, þar á meðal fyrrnefndur Haaest. Kom fljótlega i ljós að hann hafði nokkuð einkennilegar skoðanir á hlutunum til dæmis þær að eldgosið væri sérstakur ávinningur fyrir Island. Fór mikill timi i það hjá Einari Val að leiðrétta manninn. Það virðist þó ekki hafa borið mikinn árangur þvi i Se og Hör birtist nokkru siðar áberandi grein vel myndskreytt undir heitinu „Náttúruhamfarirnar, ávinningur fyrir Island”. „Þvi miður birtist grein- in ekki fyrr en ég var farinn frá Kaupmannahöfn, og þvi gat ég ekki komið leiörétt- ingum á framfæri strax. En ég hef nú gert ráðstaf- anir til þess að maðurinn verði kærður fyrir siða- nefnd danskra blaða- manna, en hann mun vera alþekktur i Danmörku, og það ekki af öllu góðu”, sagði Einar Valur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.