Alþýðublaðið - 03.04.1973, Page 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit-
stjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn
Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis-
götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf.
FRÆÐSLUSTOFNUN
FYRIR FULLORDNA
í annað skipti hafa þingmenn Alþýðuflokksins
lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um
Fræðslustofnun alþýðu. Frumvarp þetta kom
fyrst fram á þinginu i fyrra og var þá fyrsti
flutningsmaður þess Sigurður E. Guðmundsson,
varaþingmaður Alþýðuflokksins i Reykjavik, en
hann átti þá um skeið sæti á Alþingi i forföllum
Gylfa Þ. Gislasonar. Var frumvarpinu þá vel
tekið, ennáði þó ekki afgreiðslu. Nú hefur frum-
varpið verið endurflutt og er fyrsti flutnings-
maður þess nú Stefán Gunnlaugsson. Nýverið
fylgdi hann frumvarpinu úr hlaði i neðri deild
Alþingis með athyglisverðri ræðu þar sem skýrt
kemur fram, hversu mikilvægt mál er hér á
ferðinni.
Frumvarpið um Fræðslustofnun alþýðu felur i
sér nýja stefnumótun i fræðslu- og menntamál-
um — somu nýju stefnumótun og fólst i áætlun-
um fyrrverandi menntamálaráðherra, Gylfa Þ.
Gislasonar, um skipulagða fullorðinnafræðslu
og útvarpsháskóla. Tilgangurinn er sá að veita
þvi fólki, sem i æsku sinni fór á mis við þá
menntun, sem hugurinn stóð til vegna fátæktar
og erfiðra ytri aðstæðna, þá uppfræðslu, er hið
fullkomna skólakerfi okkar Islendinga býður
æskulýðnum. Það er fullorðna fólkið, sem ber
kostnaðinn af þessu kerfi og hefur gert börnum
sinum og barnabörnum kleift að leita sér
þekkingar við hæfi hvers og eins. Þetta
fullorðna fólk fór sjálft á mis við þá skólagöngu,
sem hugur þess þráði, vegna fátæktar eða um-
komuleysis. Af þeim sökum hefur margur efnis-
maðurinn aldrei notið hæfileika sinna til fulls.
Er ekki kominn timi til, að samfélagið komi til
móts við þetta fólk? Er ekki löngu orðið að-
kallandi, að það fái lika að njóta góðs af þvi
viðamikla og dýra skólakerfi, sem það sjálft
hefur borið kostnaðinn af að skapa? Að
sjálfsögðu. Skipulögð fullorðinnafræðsla er
brýnt jafnréttismál. Það er réttlátt að fullorðna
fólkinu séu nú loks sköpúð þau tækifæri til
mennta, sem það hefur skapað börnum sinum
og barnabörnum.
Eins og kemur fram i greinargerð frum-
varpsins um Fræðslustofnun alþýðu og Stefán
Gunnlaugsson itrekaði i ræðu sinni á Alþingi þá
hafa alþýðusamtökin i nágrannalöndum okkar
um langt skeið unnið mikið starf og merkilegt i
fræðslu fullorðinna. Til þess hafa þau notið riku-
legs stuðnings frá hinu opinbera fyrir þá sök, að
ráðamenn hafa séð og viðurkennt, að rétti
aðilinn til þess að hafa slika fræðslustarfsemi
um hönd við hliðina á þvi opinbera séu einmitt
stéttarfélögin þvi þau viti iðulega betur en
aðrir aðilar, hvar skórinn kreppir. Fræðslu-
stofnanir alþýðusamtakanna á Norðurlöndum
veita t.d. ýmiss konar endurþjálfun, þær bjóða
kennslu i ákveðnum, afmörkuðum greinum og
með námskeiðahaldi auðvelda þessar stofnanir
fullorðnu fólki með gloppótta menntun að undir-
búa sig fyrir inngöngu á einhver hinna opinberu
skólastiga eða námsbrauta. Þannig eiga þessar
stofnanir miklu og þörfu hlutverki að gegna i
skipulagi fullorðinnafræðslu og endurhæfingar.
Það er einmitt stofnun af þessu tagi, sem
vakir fyrir Alþýðuflokksþingmönnunum með
frumvarpinu um Fræðslustofnun alþýðu —
stofnun i tengslum við verkalýðshreyfinguna
sem bjóði fullorðnu fólki tækifæri til lengra eða
skemmra náms: tækifæri, sem þvi buðust aldrei
i æsku.
ÞURRKUN A LODNU
TIL MANNELDIS
TILLAGA TVEGGJA
ALÞÝÐUFL. ÞINGMANNA
Tveir þingmenn Alþýðuflokks-
ins, þeir Bragi Sigurjónsson og
Pétur Pétursson, hafa flutt tillögu
þá til þingsályktunar, sem hér fer
á eftir:
„Alþingi álvktar að skora á
rikisstjórnina að láta fara fram
itaiiega rannsókn á þvi, hvort
ekki ineigi þurrka loðnu, t.d. viö
jaröhita, til manneldis meö út-
flutning fyrir augum. Kannsókn
þessi fari fram fyrir næstu loönu-
vertiö, ef unnt er, svo aö þá megi
beita þessari framleiösluaöferö,
hafi hún gefið álitlega raun”.
1 greinargerð með tillögunni
færa þingmennirnir nánari rök
fyrir henni. Þar segir m.a. svo:
sveit, en áður var hún látin liggja
um stund i saltpækli til að verjast
þránun.
Við höfum þurrkunina fremur
hægfara, þannig að nokkur gerj-
un átti sér stað, sem veldur sterk-
ara bragði. Með hraðari þurrkun.
svo að ekki sé minnzt á vacuum
þurrkun eða frostþurrkun, má
vafalaust framleiða bragðdaufar
vöru. Eins má breyta styrkleika
saltpækilsins og pæklunartima
loðnunnar og jafnvel mætti bæta
kryddi i pækilinn eftir kröfum
markaðarins. Trúlega þarf fram
leiðslan þó að vera fremur bragð
sterk, a.m.k. ef hún er ætluð fyrii
ibúa heitra landa.
Okkur þykir ekki ósennilegt, a{
finna megi markað fyrir þessa
vöru t.d. i markaðslöndum okkai
fyrir skreið og eins i löndum vii
Rauðahaf og Persaflóa svo og
Austur-Afriku, þar sem slikui
smáfiskur hafð vera algeng fæð;
þurrkaður. Auðvitað þarf mikii
átak til markaðskynningar þess
arar framleiðslu.
Framleiðslu mætti hugsa séi
þannig, að loðnan væri fyrst sölt
uð i þrær eða kassa, en siðai
gengi hún á færiböndum fyrs
gegnum vatnsböð og þaðan gegn
um loftstraum með fremur lágun
hita. Mætti viða nota jarðhita vii
þurrkunina, t.d. hina nýfundm
varmanámu við Svartsengi hj;
Grindavik.”
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að stór hluti mannkyns býr
við sifelldan skort eggjahvitu-
rikrar fæðu. Hér gerist það sam-
timis, að við mokum upp loðnu til
framleiðslu alidýrafoðurs, jafn-
vel áburðar. Hér er ekki verið að
mæla gegn framleiðslu alidýra-
fóðurs að vissu magni, en mörg-
um mun blæða i augum, að ekki
skuli vera hægt að gera verðmeiri
og eftirsóttari vöru úr loðnu-
magninu, og þótt fryst loöna til
útflutnings til Japans hafi gefið
góða raun, er sjálfsagt að freista
fleiri leiða til að koma þessum
ágæta fiski á manneldismarkað-
inn, bæði sjálfra okkar vegna til
að fá meira fyrir útflutning okkar
og vegna þess stóra hluta mann-
kyns, sem er i þörf fyrir eggja-
hviturikari fæðu en hann á völ á
löngum.
Gömul framleiösluaðferð og ný
'er þurrkun. Skreið hefur reynzt
okkur tslendingum tekjudrjúg út-
flutningsvara öðru hverju, og
þurrkuð matvæli, ef þau hljóta
rétta meðhöndlun, hafa mikið
geymsluþol.
Hér er lagt til, að rikisvaldið
hafi um það forgöngu, að itarleg
rannsókn fari fram á þvi hið
fyrsta hvort ekki megi með góð-
um árangri beita þurrkunarað-
ferð við að búa loðnu til manneld-
is, og auðvitað verður jafnframt
að afla framleiðslu þessari mark-
aða. Þetta verði unnið, ef unnt er,
fyrir næstu loðnuvertið, sem við
að sjálfsögðu vonum öll, að verði
enn góð. Til frekari áréttingar
hugmynd þessari er birtur hér
með kafli úr bréfi úr Mývatns-
sveit, þar sem loðnuþyrrkun hef-
ur aðeins verið reynd við jarð-
hita:
,,Um það þarf ekki að hafa
mörg orð, hversu mikil sóun
verðmæta eggjahvituefna á sér
stað við framleiðslu alidýrafóð-
urs úr lóðnuafla landsmanna, en
á sama tima rikir geigvænlegur
eggjahvituskortur viða um heim.
Kunnugt er, aö viöa er ýmiss
konar smáfiskur þurrkaður i sól-
inni og siðan neytt sem hluta dag-
legrar fæðu, og datt okkur i hug
að gera tilraun með þurrkun loðn-
unpar við jarðhita hér i Mývatns-
Aðalfundur Kvenfélags Al-
þýðuflokksins i Reykjavik var
haldinn fimmtudaginn 29. marz
s.l. Fráfarandi formaður fé-
lagsins, Kristin Guðmundsdótt-
ir, setti fundinn og greindi frá
dagskrá hans. Skipaði hún Her-
vöru Jónasdóttur fundarstjóra
og Helgu Einarsdóttur fundar-
ritara.
Að þvi loknu var flutt skýrsla
stjórnar, Kristin Guðmunds-
dóttir, sem skýrsluna flutti,
minnist. ýmissa þátta úr félags
starfinu — m.a. 35 ára afmælis
félagsins og útgáfu afmælis-
blaðs og hvatti hún fundarkonur
til þess að efla félagið eftir
mætti og gera það að virku og
virtu félagi i Alþýðuflokknum.
Er formaður hafði lokið máli
sinu las gjaldkeri reikninga og
voru þeir samþykktir. Þvi næst
voru fluttar skýrslur um störf
ýmissa nefnda, sem Kvenfélag
Alþýðuflokksins á aðild að.
Petra Christiansen sagði frá
sagði frá störfum áfengis-
varnarnefndar kvenna i
Reykjavik og Hafnarfirði. Gat
hún þess m.a., að hægt væri nú
að bjóða um 20 börnum til
sumardvalar á vegum nefndar-
innar. Aldis Kristjánsdóttir
flutti skemmtilega tölu um starf
skemmtinefndar. Helga Einars-
dóttir flutti skýrslu um störf or-
lofsnefndar húsmæðra. Þá flutti
Rosemary Christiansen skýrslu
um störf bazarnefndar, og Lis-
bet Bergsveinsdóttir talaði um
starfshópa.
Að þvi loknu hófst kosning
stjórnar. Formaður var ein-
róma endurkjörin Kristin Guð-
mundsdóttir og ritari Helga
Einarsdóttir, Rosemary
Christiansen, sem verið hafði
gjaldkeri félagsins i 10 ár, baðst
undan endurkjöri og i stað henn-
ar var kjörin sem gjaldkeri Alf-
heiður Bjarnadóttir. Samkvæmt
félagslögunum bar ekki að
kjósa fleiri stjórnarkonur að
þessu sinni, en á hverjum aðal-
fundi ber jafnan að kjósa um tvö
stjórnarsæti, auk formannssæt-
isins.
Þá var Kristin Arnadóttir
kjörin i varastjórn.
Gestur fundarins var Stein-
unn Finnbogadóttir, borgarfull-
trúi. Ræddi hún um þátt kvenna
i þjóðmálabaráttunni. Flutti
hún mál sitt skörulega og voru
talsverðar umræður á eftir.
FLOKKSSTARFIÐ
HAFNFIRDINGAR
VIÐTALSTÍMAR
Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði minna bæjar-
búa á viðtalstímana við bæjarfulltrúa Alþýðuflokks-
ins og þingmenn kjördæmisins úr Alþýðuf lokknum,
sem haldnir eru á hverjum fimmtudegi frá kl. 5—7
e.h. Næstu viðtöl verða fimmtudaginn 5. þ.m. Nánar
auglýst síðar.
REYKVÍKINGAR
VIÐTALSTÍMAR
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur minnir á viðtals-
tímana á fimmtudögum kl. 5—7 e.h. á flokksskrif-
stofunum. Næsti viðtalstími verðurn.k. fimmtudag,
5. apríl. Nánar augiýst síðar.
Þriöjudagur 3. april 1973.
o