Alþýðublaðið - 03.04.1973, Qupperneq 9
íþróttir 2
LANDSFLOKKAGLÍMAN 1973:
PETUR SIGURVEGARI
Ingi Þ. Yngvason úr Mývatnssveit kom á óvart I Landsflokka-
glimunni á sunnudaginn, er hann bar sigur úr bytum i þyngsta
flokki, og hlaut hann enga byltu. Var sigur Péturs mjög verðskuld-
aður, þvi hann lagði að velli ekki ófrægari glimumenn en Jón Unn-
dórsson KR og Sigurð Jónsson Vikverja, sem hefur verið ósigrandi
i vetur. Ingi gerði jafnt við tvíburabróður sinn Pétur.
Þátttakcndur voru alls 3J, langflestir i piltaflokkunum, enda
reyndust glimurnar i þeim flokkum skemmtilegastar. Þar var
tekið á af gleði og léttleika. Athyglisverð er þátttaka unglinga af
landsbyggðinni, og gefur það fyrirheit um að góðra glimumanna
sé þaöan að vænta i framtiðinni.
1. flokkur:
1. Ingi Þ. Yngvason HSÞ
2 1/2 vinning.
2. Jón Unndórsson KR
1 1/2 vinning.
3. Sigurður Jónsson Vikverja.
1 + 1 v.
2. flokkur:
1. Gunnar Yngvarsson Vikv.
3 1/2 v.
2. Omar Úlfarsson KR
3 v.
3. Hjálmur Sigurðsson Vikv.
2 1/2 v.
3. I'lokkur:
1. Guðm. Freyr Halldórsson A
3 v.
2. Rögnvaldur ólafsson KR
2 v.
3. Þorvaldur Aöalsteinss. ÚIA
1 V.
únglingaflokkur:
1. Guðmundur Einarsson Vikv.
2 1/2 v.
2. Halldór Konráðsson Vikv. 2
• v.
3. Óskar Valdimarsson Vikv.
1 v.
Drengjaflokkur:
1. Haukur Valtýsson HSÞ
10 1/2+1 v.
2. Þóroddur Helgason UIA
10 1/2 + 0 v.
3. Eyþór Pétursson HSÞ
10 v.
Sveinaflokkur:
1. Marinó M. Marinósson UIA
1 v.
2. Auðunn Gunnarsson UtA Ov.
II*
Þeir Jón únndórsson (t.v.) og
Sigurður Jónsson voru fyrir-
fram álitnir sigurstranglegast-
ir, en Ingi gerði sér litið fyrir og
lagði þá báðat
AUM FOR UNGLINGALIDA
Það voru engar frægðarferðir sem islenzka unglingalandsliðin
gerðu útum helgina. islenzku stúlkurnar stóöu sig ekkert lakar en við
var að búast, en piltaliöið olli miklum vonbrigðum. Það varð i næst
neðsta sæti og hlaut bara tvö stig, gegn Finnum, en tapaði öðrum
leikjum. Það cr fyllilega timabær spurning hvort nægilega vel hafi
verið unnið að undirbúningi liösins, einkum hvað varðar varnarleik-
inn, sem var mjög ábótavant að þvi er virðist.
Piltarnir:
Það var ljóst strax á föstudags-
kvöld að hverju stefndi þar. I
fyrsta leik kvöldsins i Tyringen i
Sviþjóð, milli Dana og tslendinga,
sigruðu Danir örugglega 25:18.
Siðan gekk þetta upp og niður, og
aðeins einn leikur vannst i ferð-
inni, gegn Finnum. Annars urðu
úrslit leikja islenzka liðsins þessi:
Ísland-Danmörk 18:25
Island-Noregur 13:16
tsland-Sviþjóð 14:16
tsland-Finnland 20:13
Sigurvegari i mötinu varð lið
Danmerkur, þrátt fyrir tap gegn
Svium i siðasta leik mótsins.
Unnu Danir á betra markahlut-
falli, en lokastaðan varð annars
þessi:
Danmörk
Sviþjóð
Noregur
tsland
Finnland
4301 79-56 6
4301 64-57 6
4211 49-54 5
4 1 0 3 65-70 2
4 0 1 3 52-72 1
Stúlkurnar:
Stúlkurnar byrjuðu vel, unnu
norsku stúlkurnar fyrsta kvöldið i
Nyköbing. Þær norsku, sem voru
Norðuriandameistarar, reyndust
hafa slakað á, enda urðu þær
neðstar. Okkar lið tapaði gegn
Dönum og Svium, og hafnaði i
næst neðsta sæti. Úrslit leikja
liðsins urðu þessi:
tsland-Noregur 13:12
tsland-Danmörk 7:12
tsland:Sviþjóð 8:10
Lokastaðan i mótinu var þessi:
Danmörk 3 2 1 0 41-23 5
Sviþjóð 3120 29-27 4
Island 3 1 0 2 28-34 2
Noregur 3 0 1 2 27-41 1
EinS og sjá má urðu Danir tvö-
faldir Norðurlandameistarar, og
er þetta mjög góður árangur hjá
þeim. — SS.
' ' ,
HRAKFUR TOPPLIDANNA
Toppliðin i ensku knattspyrnunni fengu herfilega útreiö á
laugardaginn. Af sjö efstu liðunum vann aðeins West Ham, en
Arsenal, Leeds og Ipswich máttu öll þola tap. Tap Arsenal kom
þar mest á óvart, þvi liðið lék á heimavelli gegn Derby, sem
hafði aðeins af einum útisigri að státa. A laugardags-
morguninn léku Liverpool og Tottenham á Arnfield og skiidu
jöfn 1:1. Livcrpool stendur því bezt að vigi I deildinni, og lik-
lega endurheimtir félagið Englandsbikarinn i vor.
Leikur Liverpool og Totten-
ham fór fram á Arnfield i
Liverpool klukkan 11 að
morgni.Var þetta vegna þess
að Grand National veðreiö-
arnar fóru fram I Liverpool
siðdegis, og ekkert þýðir að
vera með knattspyrnuleik á
sama tima. 48.477 áhorfendur
fengu að sjá góðan leik,
einkum af hálfu heimamanna.
Tottenham, sem ekki hefur
unnið á Arnfield i 61 ár, tók
forystuna með marki Alan
Gilzean á 21. minútu. Liver-
pool sótti allt hvað af tók en
ekki vildi knötturinn i netið.
Jafnvel tvær vítaspyrnur
þeirra Keegans og Tommy
Smith fóru i súginn, þvi Pat
Jennings varði þær báðar.
Hann átti algjöran stjörnuleik
i marki Tottenham, og hefur
þarna sannað það sem margir
hafa haldið, að hann sé nú
bezti markvörður heimsins.
Pat Jennings gerði sér litið fyrir og varði tvær vitaspyrnur i leik
Tottenharii og Liverpool. Þessi geðþekki markvörður er nú líklega
sá bezti I heimi. Við munum vel cftir honum frá þvi hann lék-hérgegn
Keflvikingum um árið. Þá vakti það helzt athygli að Ólí.fi Júliussyni
skyldi takast að skora hjá honum mark, en það er mjög sjaldgæft.
En á 70. minútu fundu heima-
menn loksins leiðina i netið, og
var Kevin Keegan þar að
verki.
Arsenal varð fyrir miklu
áfalli strax eftir eina og hálfa
minútu, þegar hinn 17 ára
framherji Derby, Steve
Powell lék Frank McLintock
anzi grátt og skoraði.
Þetta reyndist . nægja, og
Derby fékk þarna tvö óvænt
stig. Vörn Derby gaf ekkert
eftir i leiknum, og i framlín-
unni var Kevin Hector stór-
hættulegur. Ef Arsenal hefði
sigrað, væri liðið nú á toppi 1.
deildar, en þetta óvænta tap
rýrir mjög möguleika liðsins á
sigri i 1. deild.
Malcolm Allison er skrýtinn
náungi. Undir hans stjórn
hefur allt gengið á aftur-
fótunum hjá Manchester City
að undanförnu. Og daginn
eftir að hann fór frá félaginu,
náði það sinum bezta leik i
vetur, og sigraði Leeds verð-
skuldað 1:0. Leeds lék á hálfu
gasi eins og sagt er, enda
virðist svo sem leikmennirnir
ætli að einbeita ser að bik-
arnum. Sigurmarkið kom á 83.
minútu, og var þar að verki
útherjinn Tony Towers.
En þætti Allisons er ekki
lokið. Nærvera hans hjá
Crystal Palace hafði heldur
betur áhrif, þótt stutt væri, og
Crystal Palace tókst loksins
að ná því marki að sigra
annað Lundúnarlið I 1. deild,
en það hefur ekki tekizt slðan
liðið kom upp 1969, eða I 32
leikjum. Fórnarlambið var i
þetta sinn Chelsea. Crystal
Palace var ætið hættulegra
liðið, og Don Rogers skapaði
stórhættu i hvert sinn sem
hann snerti knöttinn. Ian
Philips skoraði á 30. minútu,
og nýliðinn Jimmy Cannon
skoraði I siðari hálfleik.
Aður en lengra er haldið, er
rétt að lita á úrslitin i 1. og 2.
deild.
1. deild:
Arsenal—Derby 0:1
Coventry—Ipswich 2:1
C.Palace—Chelsea 2:0
Leicester—Newcastle 0:0
Liverpool—Tottenham 1:1
Manch. City—Leeds 1:0
Norwich—Birmingham 1:2
Southampton—Manch.
Utd. 0:2
Stoke—WBA 2:0
West Ham—Everton 2:0
Wolves—Sheff. Utd. 1:1
Blackpool—Hull 4:3
Brighton— Preston 2:0
Carlisle—Luton 2:0
Fulham—Cardiff 1:1
Huddersf.—Millvall 1—0
Nottm. For.—Burnley 3:0
QPR—Portsmouth 5:0
Sheff. Wed.—Orient 2:0
Sunderland—Bristol C 2:2
Swindon—Middlesbro 1:0
2. deild:
Aston Villa—Oxford
Ipswich varð að þola annaö
tapið i röð á laugardaginn, og
veröur liðið að taka sig á, ef
það ætlar ekki að missa af
Evrópukeppninni i ár. Brian
Alderson skoraði á 30. minútu,
og annað mark Coventry gerði
Colin Stein.
Eins og sjá má, töpuðu Nor-
wich og West Bromwich
sinum leikjum, og fer staða
þessara tveggja liða að verða
erfið úr þessu. Norwich tapaði
heima fyrir Birmingham, og
er Birmingham þar með
sloppið. Norwich hefur gengið
hörmulega á þessu ári, en hjá
liðinu er samt engin uppgjöf,
það kom greinilega fram I við-
tali við stjórnarformann þess i
BBC á laugardaginn. ,,Við
föllum ekki”, varð honum að
orði.
Stoke tók einnig skref fjær
falli með þvi aö sigra West
Brom 2:0. Jimmy Greenhoff
skoraði á 69. mlnútu og Geoff
Framhald á bls. 2
Liverpool efst
Þriðjudagur 3. april 1973.
o