Alþýðublaðið - 10.04.1973, Síða 1
Islenzk stjórnvöld hafa
heimilað varnarliðinu á
Keflavikurflugvelli að
byggja 50 metra langa
sundlaug á Keflavikurvelli.
Varnarliðsmenn ætla að
hefja byggingu sund-
laugarinnar i sumar og
ljúka henni i haust, þannig
að hún verði tilbúin til
notkunar á þjóðhátiðarári
tslendinga — árinu 1974.
Páll Asgeir Tryggvason,
deildarstjóri i Varnar-
máladeild utanrikisráðu-
neytisins staðfesti þetta i
viðtali við Alþ.bl.
Aðspurður sagði hann, að
varnarmálanefnd færi
ávallt utan einu sinni á ári
til viðræðna við Banda-
ríkjamenn um fram-
kvæmdir á vellinum og þar
væru slikar umsóknir
formlega afgreiddar, en til
þess að geta hafizt handa
þurfa varnarliðsmennirnir
leyfi islenzkra stjórnvalda.
Páll sagði, að nefndin
hefði siðast farið utan þess-
ara erinda i októbermánuði
s.l. og þá var leyfið til um-
ræddrar sundlaugarbygg-
ingar veitt.
— Þetta er gömul fram-
kvæmd til þess fallin að
bæta aðbúð og aðstæður
hermanna á Vellinum,
sagði Páll. Hún kom fyrst á
dagskrá á timum Way-
mouths aðmiráls, en siðan
fórust framkvæmdir fyrir
— að þvi ðeg held vegna
minni áhuga aðmirálanna,
sem tóku við af honum. En
nú hefur þessi framkvæmd
sem sagt komið á dagskrá
aftur og verður unnin.
— En þarf ekki varnar-
málanefnd að fá leyfi sins
yfirmanns — utanrikis-
ráðherra — til þess að gefa
slika heimild?
— Jú, að sjálfsögðu.
— Og þótt málið hafi
áður komið á dagskrá við
islenzk stjórnvöld, þá hefur
nú þurft að endurnýja
umsóknina?
- Já.
— Og það var sem sé
gert núna'?
— Já, eins og ég sagði
áðan, þá var umsóknin lögð
fram nú i haust og þá form-
lega samþykkt af okkur að
höfðu samráði við okkar
yfirmenn.
Þá hefur Alþýðublaðið
einnig fregnað að yfirmenn
varna rliðsins hyggist
byggja á næstunni um 200
nýjar ibúðir i fjölbýlis-
húsum á Vellinum til þess
að endurnýja gömul ibúða-
húsakynni, sem farin eru
að ganga úr sér. Páll
Asgeir Tryggvason sagði,
að engin slik formleg
umsókn hefði komið til is-
lenzkra aðila frá varnar-
liðinu, en hins vegar hefði
hann frétt af þvi, að
Bandarikjaþing væri búið
að samþykkja heildarfjár-
hagsáætlun um endurbygg-
ingar á mannvirkjum við
herstöðvar Bandarikja-
manna erlendis, sem m.a.
fælu i sér talsverðar endur-
nýjanir á húsakosti
varnarliðsmanna á Kefla-
vikurflugvelli.
yfirferð, þótt það sé fátitt. A meðan
biöu eigendur seðlanna fimm i ofvæni,
þvi það gat skipt þá þúsundum króna,
hvort seðillinn fyndist eða ekki. Og
seðillinn fannst, en viti menn, á honum
voru bara tveir réttir leikir!
Eigendur seðlanna fimm vörpuðu
öndinni léttar, en starfsmenn Get-
rauna hugsuðu ekki hlýtt til grallar-
ans, sem mun búa i Kópavogi. t hæsta
vinning fengust 67.500 krónur, en i
annan vinning 3000 krónur. Veltan var
ein milljón, i þessari getraunaviku.
Oþekktur grallari gerði starfs-
mönnum Getrauna erfitt fyrir i gær.
Hann hringdiog tilkynnti miða með 11
réttum leikjum, en fram að þeim tima
höfðu bara fundizt seðlar með 10
réttum leikjum, og voru þeir seðlar
fimm. Hófst nú umfangsmikil leit að
seðlinum, þvi það getur komið fyrir að
vinningsseðlar'finrlist ekki við fyrstu
alþýou
-
judagur 10.
april l
973
84. tbl.
54. árg.
RIKISSTJORNIN LEYFIR AFRAMHALDANDI
GERÐ MANNVIRKIA A KEFLAVlKURVELLI
FÚSTUREYÐINGAR
ÚTFLUTNINGSVARA
Nálega þriðjungur þeirra
156.714 kvenna sem fengu
framkvæmda löglega fóstur-
eyðingu i Bretlandi á siðasta
ári, voru erlendis frá.
PRENTIÐNAÐURINN
KAUPIR DANSHÚS
Félag islenzka prentiðn-
aðarins hefur fest kaup á hús-
næði dansskóla Hermanns
Ragnars að Háaleitisbraut 58-
60, og var kaupverðið hálf
elleftá milljón króna.
Með brauðið í lúkunni og öndina í hálsinum
,,Vist er ég búin með brauðið”, segir
litla daman á myndinni hér fyrir neðan,
en það er greinilegt aö gæsin trúir ekki
meira en svo á þessa fullyrðingu hennar.
Þessi vafi gæsarinnar er kannski skiljan-
legur þegar litið er til ,,birgöanna”, sem
telpurnar á stóru myndinni eiga. En
þarna er marga munna að metta og þvi
varð gæsin að láta sig fyrir rest.
Bingó! - og þó!