Alþýðublaðið - 10.04.1973, Side 6
CHARIES
BRQNSON
r isv L UÓ! IÐS- 1 SINU
MAÐURINN MEÐ
STEINANDUTID
A dögunum efndi
enska fréttastofan
Reuter til kosninga i 60
löndum um vinsælasta
kvikmyndaleikarann.
Sigurinn vann Charles
Bronson, þekktur af
framleiðendum kvik-
mynda, sjónvarpsþátta
og leikhússverka sem
reyndur og fjölhæfur
leikari, sem er trygg-
ing fyrir velgengni alls
þess, sem hann tekst á
herðar að leysa. Þekkt-
astur er hann fyrir
kvikmyndaleik sinn og
er hann vinsælasta
kvikmyndahetjan hjá
evrópeiskum biógest-
um.
Hinn virti leikari og
leikstjóri Charles
Laughton, sem nú er
látinn, sagði eitt sinn
um Charles Bronson,
að hann ætti yfir að
ráða leikrænasta and-
liti allra leikara og
væri sjálfur einnig með
þeim allra beztu. Og
það er ekki hægt að
segja annað, en að
þessi orð eigi við rök að
styðjast.
Charles Bronson, eða
Buchinsky, sem hann i
raun réttri heitir,
fæddist í Scooptown i
Pennsylvaniu áriö 1921
sonur foreldra, sem
áttu ættir sinar að
rekja til Litháens, sem
er nú eitt rikjanna i
Sovétsamveldinu.
Faðirinn var verka-
maður i kolanámu. Að
loknu gagnfræðaskóla-
námi vann Charles
einnig 5 ár i námunni
áöur en hann var
kvaddur til herþjón-
ustu i flughernum á ár-
um siðari heims-
styrjaldarinnar og var
hann stétskytta á B-29
flugvél i bardögunum á
Kyrrahafssvæðinu.
Að herþjónustunni
lokinni ákvaö hann að
snúa ekki aftur til kola-
námunnar. Hann vildi
verða listafnaður og
fluttist til Philadelphiu
þar sem hann lagði
stund á nám i undir-
stöðuatriðum i teikn-
ingu og málaralist. En
svo fór leiklistar-
heimurinn aö freista
hans. Það var hins veg-
ar ekki svo auðhlaupiö
að þvi að fá hlutverk,
sem gáfu tekjur i aðra
hönd, svo hann varð að
taka að sér ýmis störf
til þess að hafa til hnifs
og skeiðar. Fyrst var
hann kokkur, svo garð-
yrkjumaður og siöast
bakari, áður en hann
komst yfir réttindi til
þess að leigja út sól-
stóla á baðströndinni i
Atlantic City.
Það var hér, sem
hann komst i kynni við
leikara frá Play &
Players i Philadelphiu,
tókst að komast að sem
leikari og sneri aftur til
Philadelphiu, þar sem
hann gerðist húsamál-
ari. En nú, þegar hann
var „kominn að við
leikhúsið” tókst honum
að verða sér úti um
smáhlutverk til þess að
æfa sig á og ýmis önnur
störf tengd leiksviðinu.
Hann kvæntist einni af
leikkonunum, sem
störfuðu með leik-
flokknum, og saman
héldu þau til Hollywood
með 150 dollara i
vasanum.
Þar fékk hann að-
gang að Pasadena
Playhouse, en sam-
kvæmt gamalli venju
var þar „veiðislóð”
framleiðenda kvik-
mynda og sjónvarps-
þátta á höttunum eftir
efnilegum leikurum.
Aður en Bronson hafði
verið i Hollywood i eitt
ár hafði hann fengið
hlutverk hjá Hanry
Hathaway i Gary
Cooper-kvikmyndinni
„Fulla ferð áfram”,
sem þannig varð hin
fyrsta af þeim 50 kvik-
myndum, sem Bronson
hefur nú leikið i. Af
öðrum kvikmyndum,
sem hann fékk hlut-
verk i, má nefna „Vera
Cruz”, „Vélbyssu-
Kelly”, „Flóttinn
mikli”, „Sjö hetjur” og
„Land Chatos”.
Skömmu eftir að
Bronson hafði komið
sér á framfæri i kvik-
myndaiðnaðinum fékk
hann einnig hlutverk i
sjónvarpsþáttum svo
sem „Púðurreyk” og
„Kildaire læknir” og
lék aðalhlutverkið i
þáttunum „Maður með
myndavél”. En eftir
þvi sem á leið urðu
hlutverkin i annars
flokks glæpamyndum
of mörg til þess að
hann kynni vel við sig i
Bandarikjunum. Hann
fór þvi til Frakklands,
þar sem hann sló i
gegn. Varð hann mjög
vinsæll i „spaghetti-
vestrum” og glæpa-
myndum. Það voru
biógestirnir i Evrópu,
S.-Ameriku og Asiu,
sem tóku hann að sér
og sáu um að hann ynni
vinsældakosningar
Reuters og fengi Gold-
en Globe verðlaun
fyrirtækisins, áður en
hann sló i gegn i
Bandarikjunum með
kvikmyndinni „Cosa
Nostra”. Kvikmynd sú
er um hina raunveru-
legu „guðfeður” Mafi-
unnar, og þar lék Bron-
son atvinnumorðingj-
ann Joe Valachi.
Bronson hefur oft
verið nefndur „maður-
inn með steinandlitið”,
og hann er næstum þvi
jafn mikill hörkukarl i
raunveruleikanum og i
kvikmyndunum. Um
miðbik 6. áratugsins
sagöi hann við starfs-
bróður sinn, McCall-
um, i veizlu einni: „Ég
vara þig við þvi, að ég
hef hugsað mér að ná
frá þér konunni þinni.”
McCallum var kvæntur
kvikmyndaleikkonunni
Jill Ireland. Og það fór,
eins og Bronson hafði
sagt. Atta árum siðar
var frú McCallum orð-
in frú Bronson. Hún
hefur fyrir skömmu
fætt honum dóttur, svo
nú á hann sex börn á
aldrinum eins til
sautján ára á heimili
sinu i Beverly Hills.
En þótt Bronson sé
harður af sér er hann
mjög feiminn og neitar
aigerlega að koma
fram i nektaratriðum.
„Enginn skal fá færi á
mér með buxurnar á
hælunum”, hefur hann
sagt. „Ég á sex börn og
fjandinn fjarri mér
sem ég ætti eftir að
koma fram i nektar-
atriðum og standa svo
uppi berskjaldaður
gagnvart skoðunum
þeirra á þvi framferöi
siðar. Ég vil heldur
ekki að skólakrakkar
tali um, að þau hafi les-
ið i kvikmyndatimariti,
að Bronson leiki i kyn-
lifsatriðum.” Þess
vegna neitaði hann þvi
með öllu að fara i rúm-
ið með tveim gleðikon-
um i myndinni „Cosa
Nostra” og gerði
breytingar á hlutverki
sinu.
Eins og fiest fólk á
hann sina áhugamál,
og þau henta vissulega
vel járnharðri kvik-
myndahetju: hnefa-
leikar, bogaskotfimi,
hnifakast, iitsmálun og
höggmyndagerð.
Sagt fyrir um komu loft-
steina
Stjörnueðlisfræðingar við
Visindaakademiuna I Kazahkstan
hafa komizt að raun um legu og
hreyfingu loftsteinakerfisins i
sólkerfi okkar. Þeir hafa m.a.
sannað, að flestir loftsteinar eru á
ferð á stjörnutimabilum, þegar
Mars er á hápunkti. Þessi upp-
götvun gerir kleift að segja fyrir
um öruggustu leiðina fyrir
geimför milli hnatta.
Skákmót í Sovétríkjunum
Þann 18.-24. april fer fram skák-
mót i Sovétrikjunum milli A-, B-,
og unglingalandsliðsins. Liðin
eru þannig skipuð:
A-liöið: Jefim Geller, Paul Keres,
Viktor Kortsnoi, Tigran Petro-
sjan, Lev Polugajevsky, Vladimir
Savon, Vasilij Smyslov, Boris
Spasski, Lenoid Stein og Mihkail
Tal.
B-liðið: David Bronstein, Ratmir
Cholmov, Semjon Furman,
Eduard Gufeld, Anatoli Lein,
Leonid Sjamkovits og Jevgeni
Vasiukov, sem eru allir stór-
meistarar, auk meistaranna
Vladimir Bagirov og Júri Razu-
vajev.
I unglingalandsliöinu er sjö
menn: Júri Balasjov, Antaolij
Karpov. Gennadi Kuzmin.
Mihkail Muchin, Mihkail
Podgajets, Valdimir Tukmakov
og Rafik Vaganjan.
Mótið er haldið til að komast að
hvaða skákmenn eiga rétt á að
komast i A-liðið og til þess að ung-
lingarnir geti sýnt leikstyrk sinn.
Sumir visindamenn telja, að
jurtir eigi sér mannlegar tilfinn-
ingar svo sem eins og hræðslu,
gleði og kvöl. Blað eitt i Moskvu
hefur greint frá niðurstöðu til-
raunarannsókna þar sem heila-
linuriti, eins og notaður er til þess
að taka heilalinurit af mönnum,
var tengdur blaði pottablóms,
sem sett var nálægt manneskju
undir dáleiðsluáhrifum.
Siðan var hinni dáleiddu —
stúlku, sem hét Tanya — sagt, að
hún væri fögur. Hún brosti af
ánægju og nálin á heilalinuritan-
um sveiflaðist uppávið. Þegar
Tanyu var sagt, að nú væri hún
kápulaus úti i snjónum, þá skalf
hún — og heilalinuritinn gjörðist
„kvefaður”.
Sálfræðingurinn, sem stjórnaði
tilraununum, sagði, að einungis
kenning væri enn til orðin, en
samt sem áður mætti virðast sem
„eitthvað sameiginlegt” væri
starfsemi jurtafruma og frum-
anna, sem mynda taugakerfi
mannfólks. „Við brögð jurta-
frumanna hjálpa okkur e.t.v. til
þess að skilja starfsemi heila-
fruma mannsins”, sagði hann.
Mengun sjávar er að
breyta heimshöfunum i
allsherjar ruslahaug. Thor
Heyerdahl varð svo miður
sin vegna úrgangsefn-
anna, sem hann rakst á úti
á miðju Atlantshafi á
siglingu sinni á Ra II, að
hann gerðist ákafur bar-
áttumaður fyrir um-
hverfisvernd. Þrjár
meginorsakir eru fyrir
sjávarmenguninni: úr-
gangsefni, sem veitt er i
hafið um ár og ræsi, losun
úrgangsefni á hafi úti og
dæling oliu og annarra
eiturefna i sjó frá skipum.
Mengun árvatna er
vandamál, sem aðeins er á
færi viðkomandi landa að
leysa. Mörg lönd hafa sett
lög um losun úrgangsefna
i vötn og ár, en i mörgum
tilvikum eru lögin ekki
nægilega ströng til þess að
hrindra umfangsmikla
vatnsmengun. 1 Bretlandi
t.d. eru i gildi mjög ströng
lagaákvæði varðandi
losun úrgangsefna i ár, en
mjög fá ákvæði um losun
slikra efna i ársósa og þar
sem sjávarfalla gætir.
Ýmis merki eru þess, að
brezka stjórnin hugsi sér
að bæta þar um betur.
Losun úrgangsefna i sjó
er alveg jafn alvarlegt
vandamál, en þar er um
að ræða eitt af þeim mál-
um, sem litið er um vitað,
— litlum upplýsingum
hefur verið safnað um og
enn minna birt. Það leikur
þó enginn vafi á þvi, að
magn kemiskra efna, úr-
gangs og sorps, sem losað
er i sjóinn á hverju ári, er
fjarska mikið.
Öflugra
Bretlan
kvæmir ai
með losun
sjóinn in
sinnar. 1
búnaðar- o
neytið, í
annast, i
einnig ums
boðareglui
gangsefna
skipum á
félög hafa
markanir
hvenær o|
megi Iosí
menn seg;
strangari
synlegar
Norður-Ar
landið, se
sett til r
reglur ur
mengun.
A sl. ár
komulag i
sem eiga
Norðurs,
málinn kv
lit með lo
frá skipur
sjálfan
Atlantsha
hafið til
hingað no
sáttmálar
tvö megir
1. „Sví
efni, sem
sjóinn fr;
neinum
Hér er ui
efni, þun
virkan ú
efni, sem
f ræðilei
sjávarins
2. „Grá
sem aðei
Eitt sinn fögnuðu banda-
riskir foreldrar Jesú-
hreyfingunni sem kær-
kominni hjálp til þess að
laða börnin frá eitur-
lyfjum og samlifi. En nú
eru þeir farnir að halda,
að „lækningin” kunni að
vera verri en „sjúk-
dómurinn”. Sumir
foreldrar hafa brugðið svo
hart við gegn hreyfing-
unni, að þeir hafa gripið til
„mannráns” og heila-
þvottar — sem þeir nefna
endurfyrirmælun”
(deprogramming) — til
þess að fá börn sin til að
HREYFING
snúa aftur heim.
Hinar upprunalegu
Jesú-hreyfingar spruttu
upp á rústum hippa-
kommúnanna i Bandarikj-
unum og margir foreldrar
litu á þær sem æskilegan
úthlaupsventil fyrir tóm-
leikakennd og ráðvillu
barna sinna. Þeir gleymdu
að taka tillit til þess, að
hreyfingarnar tóku
Biblíuna bókstaflega.
Kristur sagði sjálfur, að
hann myndi snúa syni
gegn föður og dóttur gegn
móður, og það var einmitt
það, sem gerðist.
Biblían numin á t
Eins og margir hipj
undan þeim geröu.
ráðast „Börn guðs” -
fjölmennasta J
hreyfingin — á vera
samfélög af réttlátri
lætingu, vitnandi i I
una baráttunni
stuðnings. Einnig he
þau algert kommú:
erni, en sú heimsep!
ekki beinlinis við
meginþorra Bandai
manna. Allt á þett
vera til þess —
„Börn guðs” — að ko
Þriðjudagur 10. april 1973.