Alþýðublaðið - 10.04.1973, Page 7

Alþýðublaðið - 10.04.1973, Page 7
frá borgumá haf út og sökkva þar. STÆRSTI UGUR í HEIMI eftirlit. d t.d. fram- 5 lögum eftirlit úrgangsefna i nan landhelgi Það er land- ig fiskveiðiráðu- sem eftirlitið en það hefur sjón með „sjálf- m” um losun úr- frá brezkum úthafinu. Skipa- samþykkt tak- á þvi, hvar, l hversu mikið i. En eftirlits- ja þó, að miklu reglur séu nauð- Bandariki neriku eru eina m til þessa hafa nuna strangari n varnir gegn i var gert sam- Ösló milli rikja, landamæri að jó. ösló-sátt- eður á um eftir- sun úrgangsefna n i Norðursjóinn og i Norður- f hálfa leið yfir 1 Ameriku og rður að íslandi. 1 lum eru þessi í-ákvæði: irtur listi” yfir aldrei má losa i á skipum undir kringumstæöum. n að ræða sýkla- gmálma, geisla- rgang og eitur- gætu skaðað lif- gt jafnvægi r listi” yfir efni, ns má losa við ákveðnar aðstæður, á fyrirfram ákveðnum stöð- um og samkvæmt leyfi frá stjórnvöldum þess lands, þar sem heimahöfn skipsins er (sérfræðingar fullyrða, að slik losun úr- gangsefna undir eftirliti þurfi ekki að hafa minnstu áhrif á vistfræðilega aðbúð i sjónum). En þýðingarmestu áhrif óslóar-sáttmálans eru e.t.v. þau, sem fram komu i viðbrögðum þeirra landa, svo sem eins og Bandarikjanna, sem eru vel meðvitandi um mengunarhættuna. Hvött af öslóar-sáttmálanum undirbjuggu riki þessi uppkast að heimssáttmála um verndun hafins, sem kynnt var, og stutt af Stokkhólmsráðstefnunni um umhverfi mannsins. Næsti leikurinn i taflinu var fundur i London, boðaður af Bretum, en til hans var boðið fulltrúum frá öllum þjóðlöndum i Sameinuðu þjóðunum. Niutiu lönd sendu fulltrúa — undraverður fjöldi þegar á það er litið, að a.m.k. 15 riki eiga hvergi iand að sjó og mörg önnur eiga sáralitilla hagsmuna að gæta i siglingum á sjó. Ráðstefnan sammæltist um alþjóðasamkomulag um varnir gegn mengun sjávar og hefur samkomu- lagið verið opið til undir- skriftar frá þvi um s.l. áramót (það mun taka gildi, þegar a.m.k. 15 riki hafa opinberlega staðfest það.) Leyfisveitingar og vandkvæði Alþjóðasáttmálinn felur m.a. i sér itarleg fylgiskjöl með greinilegum upp- lýsingum um tæknileg atriði varðandi leyfis- veitingar einstakra stjórn- valda i sambandi við losun úrgangsefna i sjó. Þar eru leiðbeiningar um reglur um svæði, dýpt, fiskislóðir, uppeldis- stöðvar og straumasvæði. Sérhvert riki verður svo að tilnefna þá aðila, sem veita mega leyfi til heima- skipa til losunar, eða til erlendra skipa, sem æskja að fá að losa úrgangsefni nærri ströndum viðkom- andi rikis. Risi ágreiningur verður endan- legt ákvörðunarvald i höndum yfirvalda þess rikis, þar sem heimahöfn skipsins er. Eina alvarlega vanda- málið, sem skaut upp kollinum á ráðstefnunni, var hið ævagamla deilu- mál um, hver sé ábyrgur fyrir hinum ýmsu haf- svæðum. Mörg lönd krefjast yfirráða yfir sjávarsvæðum i innan við 5 km fjarlægð frá ströndum, en mörg krefjast meira: Island 80 km, Brazilia, Chile og Perú 320 km. Fulltrúarnir skutu öllum slikum vand- kvæðum til væntanlegrar Hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna sem saman á að koma við lok þess árs. FIAÐRAÐIFLUG- HERINN - SÁ HUG- RAKKASTI í HEIMI Þær gátu hvorki drepið né borið vopn. Þær gátu aðeins kurrað og borið skilaboð. En gramm fyrir gramm, þá voru þær nýtustu herþjónustumeðlim- irnir i báðum heimsstyrjöldunum. Og hverjar eru þessar þær? Nú — dúfurnar auð- vitað. Bréfdúfur áttu þýðingarmiklum hlutverkum að gegna í heimsstyrjöldunum báðum Ef þú heldur að þetta eigi að vera brandari, þá ættir þú ein- hvern tima að lita inn i Striðs- minjasafnið i Lundúnum (Imperial War Museum). Þar er heiðursskjal, sem ber nafn þeirra. Það var meira að segja til heiðursmerki fyrir dúfur i Eng- landi — einasta eina heiðurs- merkið i heiminum, sem fuglum hefur verið veitt fyrir hreysti. Heiðursmerki þetta heitir Dick- in-medalian. 1 dag munu á Bretlandseyjum einum vera um 10 millj. dúfur, sem aldar eru til kappflugs eða sem gæludýr. Margar af þessum dúfum eiga ættir sinar að rekja til hernaðar-boðbera. 1 fyrri heims- styrjöldinni, þá kvöddu Banda- menn 320 þúsund dúfur til her- þjónustu, en hlutverk þeirra var að flytja mikilvæg skilaboð frá vigstöðvunum. Þúsundir i viðbót voru „boðaðar út” i siðari heims- styrjöldinni. ólympiuleikar Forn-Grikkir notuðu bréfdúfur til þess að skýra frá fyrstu fréttunum frá Ólympiuleikunum. Július Cesar tók upp þessa aðferð i hernaði og notaði hóp af heima- vöndum dúfum til þess að bera boð til Róm af framgangi Galliu- striðanna. Avallt siðan hafa her- foringjar metið það mikils að hafa herdeild af bréfdúfum i nánd. En það var fyrst i heims- styrjöldinni fyrri, sem hinn þrautskipulagði „Fiðraði flug- her” fyrst fékk að njóta sín — þrátt fyrir að upp höfðu verið fundnar flugvélar, útvarp og rit- simi. Þær gátu flogið i illum veðrum, oft gegnum skothrið óvinanna, og borið upplýsingar i hljóði og með tiltölulega mikilli leynd. Til eru margar sannar sögur um dúfur, sem neituðu að sýna „hvitu fjöörina” þótt þær lægju undir skothrið óvinanna. En af- rek dúfu, sem tilheyrði fjar- skiptadeild bandariska hersins I Frakklandi á fyrristriðsárunum er þess virði, að sérstaklega sé frá þvi skýrt. Alger undantekning Carroll V. Glines segir söguna I bók sinni „Saga flugpóstsins”: „Allt frá þvi fyrsta sýndi John Silver, eins og farið var að kaila dúfuna, einstaka hæfileika að sneiða hjá stórskotavörnum óvinarins. Aftur og aftur þegar stórskotahriðin var einstaklega þétt og senda varð skilaboð til baksveitanna, þá komst John i gegn þótt aðrar dúfur gæfust upp, eða féllu.” Bezta stund John Silver var kl. 2,35 e.m. 31. október 1918. Þá lagði John Silver af stað frá framlinuskotgröf, þar sem Bandarikjamennirnir voru i hættu um að vera sprengdir I tætluraf eigin stórskotaliði. John lagði upp með hjálparbeiðni her- deildarinnar ritaða á bréfsnifsi i litlu málmhylki, sem siðan var fest við fót dúfunnar. Hermennirnir horfðu i spenn- ingi á þar sem John flug yfir vig- linur óvinanna, og ráku upp sárs- aukavein þegar sprengikúla sprakk rétt hjá fulginum. Eftir guðs og manna lögum hefði þetta átt að vera siðasta stund John Sil- ver, en 25 minútum siðar flögraði hann til lendingar á ákvörðunar- stað með skilaboðin, sem björg- uöu lifi hermannanna. Vélbyssukúla hafði þá flogið i gegn um brjóst hans, sprengi- kúlubrot hafði rifið skurð á smá- an likamann og hægri fóturinn var af. En málmhylkiö með skila- boðunum hékk enn á sundurtætt- um stúfnum. Hermennirnir i herdeild Johns kröfðust þess að fá að hjúkra hon- um til heilsu. Það tókst og dúfan náði hinum háa dúfnaaldri — 18 árum. Einar látnar eftir A árum siðari heimsstyrjaldar- innar voru það sérstakir „dúfnar- ar”, sem þjálfuðu dúfurnar til þess að fljúga á næturþeli heim þúsunda milna vegalengd og að ná sambandi við einangraða hópa með „fallhlifarstökki”. Fyrst héldu menn, að höggið af þvi að vera kastað I vindsveipina aftan við flugvélarnar myndi drepa fugl, sem ekki var þyngri en svo sem eins og hálft kiló. En dúfurnar þoldu höggið. Venjulega voru dúfurnar settar i uppfklippt- an pappirspoka. Þrýstingur loft- streymisins aftan við flugvélarn- ar sá fyrir þvi að halda vængjum fuglanna þétt upp að skrokkum þeirra, unz þeir höfðu fallið tals- verða vegalengd. Þá minnkaði þrýstingurinn, dúfurnar bröltu út úr pokum sinum, breiddu út vængina og svifu á ákvörðunar- stað eins og þrautþjálfaðir fall- hlifarhermenn. Varnirnar Óvinirnir gerðu tilraunir til þess að koma sér upp dúfnavörn- um með þvi að þjálfa fálka til dúfna veiða. En and-fálkavarnir voru þá fundnar upp. Þær voru þannig, að flautu var fest i stél dúfnanna og flautaði hún vegna loftstraumsins er dúfurnar flugu. Varð fálkinn þá hræddur við hljóðið og flýði á braut. Fjaðraði flugherinn komst ávallt alla leið — eða lét lifið við að reyna. >rott Dar á i þá - ein esú- ldleg van- Bibli- til dmta nulif- ki er hæfi 'ikia- a að segja ima i UNDIR SKOTHRHI veg fyrir að félagar þurfi að velja á milli guðs og mammons. En fyrir marga foreldra hefur þetta verið of mikið af þvi góða. Þeir eru nú staðráðnir i að ná börnun- um aftur heim með hvaða ráðum, sem tiltæk kunna að vera. Fyrsta útspil foreldranna var að stofna „g a g n b y 11 i n g a r - hreyfingu”, sem hlotið hefur nafnið: „Samtök foreldra til að frelsa syni og dætur frá „Börnum guðs.” Siðan skópu foreldrarnir nákvæmt kerfi „endurfyrirmælun- ar”, en meginatriði þess er að fjarlægja Bibliuna frá augliti hinna umsnúnu kommúnuguðsbarna. Foreldrarnir hafa gert sér ljóst, að Biblian er tákn, sem knýtir unglingana saman um kommúnulifs- hættina. En áöur en hægt er að svipta dreng eða stúlku Bibliunni sinni þá verður fyrst að hafa upp á og ná viðkomandi. Og það er þarna, sem mannránin koma til sögunnar. Áköf andmæli Til þess að ná börnunum til „endurfyrirmælunar- innar” —sem framkvæmd er á hótelherbergjum i San Diego — bjóða foreldrarnir börnunum oft út að borða. Þar láta þeir ræna börnunum og flytja þau á brott með valdi. „Endurfyrirmælunin” stendur svo i eina viku og á þeim tima hafa margir foreldranna sofið um nætur við þröskulda svefn- herbergja barna sinna til þess að hindra þau i að Foreldrar láta ræna börnum sínum og heilaþvo þau til að frelsa þau frá „Börnum guðs’’ flýja til kommúnanna. Aðrar fjölskyldur hafa jafnvel gengið enn lengra. Tveir bræður gerðu innrás i eina kommúnuna og þvinguðu 20 ára gamlan bróður sinn til að halda á braut með sér með skammbyssuhlaup við bakið. Viðbrögð unglinganna þegar þeir komast að þvi, að þeir eru komnir á hótel til „endurfyirmælunar” eru oft ofsafull. Tuttugu og þriggja ára gömul kona læsti sig inni á salerni i fleiri klukkutima og öskraði á „endurfyrir- mælendurna”. I hvert skipti, sem þeir reyndu að tala við hana kvað hún Bibliutilvitnanir. Að lokum tókst henni að telja foreldrum sinum trú um, að „endurfyrir- mælendurnir” hefðu unnið hana á sitt band, en við fyrsta tækifæri, strauk húnafturtil kommúnunnar. Onnur ungmenni hafa stokkið út um húsaglugga á efri hæð- um, til að sleppa. Engu að siður fullyrða foreldrarnir, að „endur- fyrirmælun” þeirra — stöðugar jákvæðar túlkanir á texta Bibliunnar og siðan tima- bil ákafra spurninga og svara — gefi næstum þvi 100% árangur að þvi til- skyldu að unnt sé að neyða unglinganna til þess að sæta meðferðinni i heila viku. Þriðjudagur 10. april 1973. *

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.