Alþýðublaðið - 10.04.1973, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 10.04.1973, Qupperneq 12
alþýðu Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 86660 KÓPAVOGS APÓTEK Opiðöll kvöldtil kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli kL 1 og 3.sjmj40102 SEHDI8IL ASrOÐIN Hf HVERNIG VÆRI AÐ KONUR LEGGÐU NIÐUR VINNU í FRYSTIHÚSUNUM TIL AÐ KARLMENN FINNI HVERS VIRÐI ÞÆR ERU KONUR STUNDIN ER UPP Þær hækka sl- fellt í loftinu döm- urnar okkar bless- aöar og enn um sinn virðist tizkan ætla að leggja þeim til hækkandi hæia og þykkari sóla. Fótasérfræð- ingar vara kven- fólkið hver i kapp við annan viðnotk- un sliks skófatnað- ar, sem þeir segja að bjóði upp á brotna leggi og fótaskaða ýmiss konar. Hækkun sem kven- hm»jn Vj|| Dágóð tekjulind — en ólögleg — þegar símtalið kostar átta krónur „Ég hef heyrt, að siminn sé dágóð tekjulind þeim, sem selja afnot af honum, t.d. kvöld- sölum, enda selja þeir simtalið á allt að 8 krónur”, sagöi Þor- steinn Þorsteinsson, skrifstofu- stjóri hjá bæjarsimanum, i við- tali við Alþýðublaðið i gær. Ekki sagði Þorsteinn, aö ætlunin væri að taka fyrir þessa þjónustu, þótt hún brjóti I báta við regl- ur I.andsimans. ,,Við höfum litið framhjá þessu vegna hins mikla skorts, sem hefur verið á simatækjum”, sagði Þorsteinn. „En nú má reikna með, að sim- inn sé kominn i nær hverja Ibúð, og má reikna með, að þörfin fyrir að koma i sima annarra fari minnkandi". t áttundu grein almennra skil- mála, sem Landsiminn setur simnotendum, og er á bls. 595 i nýju simaskránni, segir: „Eng- inn talsimanotandi má Iána, leigja eða selja öðrum afnot tal- simans, nema með leyfi Pósts og síma. Sé þaö engu að siður gert hefur notandi fyrirgert rétti sinum til simans, og getur stofnunin siitið sambandinu og tekið tækið I burtu fyrirvara- laust, en notandi borgar samt afnotagjaldið til þess tíma, er hann hefði löglega getað sagt þvi upp”. RUNNIN „Húsmæður, krefjist réttar ykkar, og þið munuð fá hann”, segir i skorinyrtri ályktun hús- mæðra á Eskifirði, þar sem þær mótmæla óhóflegu verði á nauð- synjavörum. „Það gæti farið svo, að konur hér gripi til róttækra aðgerða, og þá helzt að leggja niður vinnu i hraðfrystihúsinu, til að menn finni hvers virði þær eru”, sagði einn af forvigis- mönnum húsmæðrahreyfingar- innar á Eskifirði, Herdis Hermóðsdóttir, i samtali við blaðið i gær. „Það er sjálfsparað, — við höfum hreinlega ekki efni á að kaupa þessar vörur”, sagði Herdis, þegar við spurðum, hvort ætlunin sé að efna til sparnaðar- viku likt og húsmæður geröu i Reykjavik fyrir skömmu. 1 samþykkt fundarins er m.a. harðlega átalið að á meðan barn- margar fjölskyldur geta ekki leyft sér að kaupa ýmsar nauð- synjar vegna okurverðs á þeim skuli þetta sama fólk vera skatt- lagt til að auðvelda erlendum neytendum vörukaup. t fram- haldi af þvi er þess krafizt, að þeir fjármunir, sem teknir eru af almannafé tii niöurgreiðslu á búvörum eða til útflutningsbóta, verði látnir ganga til þess að Inn á svæöi Antarktiku Á þessu ári munu sovézkir heimskautakönnuðir og visinda- menn ferðast langt inn á meginl. Antarktiku og vinna að ýmiss konar rannsóknum. Asamt frönskum starfsbræðrum sinum munu þeir senda upp veðureld- flaugar og ásamt aströlskum starfsbræðrum munu þeir vinna að rannsóknum á vatni, sem er 27 gráður á C niður á botni. Nú eru sex sovézkar rann- sóknarstöðvar i Antarktika, og bráðlega verður ein enn tekin i notkun. Stöðvarnar skiptast á upplýsingum við rannsóknar- stöðvar, sem settar eru upp af Bandarikjunum, Bretlandi, Frakklandi, Noregi, Japan og Nýja-Sjálandi. greiða niður þessar vörur til landsmanna sjálfra, en ekki erlendra neytenda. Þá er á það bent, að fari óhæfi- lega mikilll hluti búvöruverðsins i hina svonefndu milliliði hljóti það að vera verkefni Stéttarsam- bands bænda eða annarra for- ráðamanna að lagfæra það hið bráðasta. Og fundurinn gerir það að tillögu sinni að framvegis fái sæti i verðlagsnefnd fjórar hús- mæður, gjarnan ein úr hverjum landsfjórðungi. Fundurinn beinir ennfremur þeirri áskorun til rikisstjórnar- innar að láta fara fram endur- skoðun á tollalögunum, sem nú taka lúxustoll af öllum vélum og áhöldum til heimilisstarfa, eins og um óþarfa hluti væri að ræða. Bendir hann á, að hreinlætistæki séu i 80% tolli, og sömuleiðis heimilisvélar. Þá hafa um- ferðarsérfræðing- ar einnig bent kvenfólkinu á það, að skór sem þessir séu hættulegir um- feröinni, þar sem þeir slævi alla til- f in ningu fy rir bensingjöfinni og þvi sé hentugra að hafa inniskó fyrir bilinn. ef ekki á illa að fara. Eina huggunin i þessu öllu saman er sú, að væntan- lega þurfa döm- urnar á styrkum karlmannsörmum að lialda meðan fyrstu sporin eru stigin og þá er bara að nola þann tíma til að ná kvenfólk- inu niður á jörðina aftur. ★ ★ Stærsta smyglmál til þessa — 2000 flöskur VINKASSARNID VORU FAIDIR I VORUSENDINGU TIL FYRIRTÆKIS Tollverðir i Reykjavík fundu á laugardaginn eitthvert mesta smyglmagn sem fundizt hefur hingað til, eða 173 kassa fulla af sterkum vinum, en það eru á þriðja þúsund þriggjapela flöskur. Magn þetta fannst er verið var að afferma M/S Lagarfoss, og hafa nú stýrimennirnir þrir, og bátsmaðurinn játað að hafa átt þetta vin, og ætlað að smygla þvi i land. Þeir hafa nú allir verið reknir frá störfum. Það sem fannst voru 1560 flöskur af 45% Vodka, 132 flöskur af 75% Vodka og 384 flöskur af 96% spiritus. Samkvæmt upplýsingum toll- gæslustjóra virðist smygl þetta hafa verið vel undirbúið. Kass- arnir voru faldir i vörusendingu til eins fyrirtækis hér i borg, og við fyrstu sýn virtist ekkert vera athugavert við vörusendinguna. Við athugun fór þó að finnast kassi og kassi, og hefur verið leitað vandlega i farmi skipsins og verður nákvæmri leit haldið áfram unz skipið hefur verið tæmt hér i Reykjavik. Tollgæzustjóri vildi ekki stað- festa að grunur væri um meira Skuttogarinn gerir það gott Hinn nýi skuttogari tsfirö- inga, Július Geirmundsson tS, hefur aflað mjög vel siðan hann kom til landsins fyrir siðustu mánaðamót. Fékk hann tæplega 800 lestir i 11 veiðiferðum þrjá fyrstu mánuði ársins, og hefur skipið reynzt vel i alla staði. Tiðarfar var hagstætt til sjó- sóknar á Vestfjörðum i marz og aflabrögð góö. Heildaraflinn i mánuðinum var 6,427 lestir, og er þá heildaraflinn frá áramót- um orðinn 14,310 lestir, sein er svipað aflamagn og i fyrra. Linuveiðar gengu vel i byrjun marzmánaðar, en dofnuðu sið- an, og fóru þá margir linubátar á net.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.