Alþýðublaðið - 11.04.1973, Page 3
Vörusýningar - nýjung
í verzlunarvenjum fólks
HELZTU
ATRIÐI
Opnun sýningarinnar
•Sýningin verður opnuð fimmtu
daginn 17. mai að viðstöddum
forsetahjónum og um 600 boðs-
gestum.
Opnunartími
• Sýningin verður opin daglega
kl. 15-23 (aðgangi lokað kl. 22)
dagana 18. mai — 3. júni, opn-
unardaginn 17. mai kl. 18 fyrir
almenn.a gesti.
(Jtisvæði
• A útisvæðinu verða m.a. til
sýnis: Sumarhús, heilsárshús,
byggingareiningar, hjólhýsi,
leiktæki, gróðurreitir og
hugsanlega sportbátar, mótor-
hjól, bilar o.fl. frá innlendum og
erlendum framleiðendum.
Húsnæðismál
• Sérstök sýningardeild er á
áhorfendapöllum. í henni taka
þátt Húsnæðismálastofnun
rikisins, Iðnþróunarstofnun Is-
lands og Reykjavikurborg.
Tizkusýningar
• Tizkusýningar verða daglega.
i veitingasal (nema um helgar)
jafnvel tvisvar á dag suma
daga.
Kvöldvökur, skemmtiatriði
• Reynt verður að gera sýningu
þessa að nokkurs konar
heimilishátið, m.a. með þvi að
bjóða upp á stutt skemmtiatriði
þekktra og vinsælla listamanna.
Veitingar
• Veitingar verða á boðstólum
allan sýningartimann i veit-
ingasal. Veitingar annast fyrir-
tækið A. Hansen & Co.
Gestahappdrætti
• Með hverjum aðgöngumiða
að sýningunni fylgir happ-
drættismiði. Dregið verður um
einn eða fleiri vinninga daglega.
Stórar vörusýningar eru
að verða fastur liður í
verzlunarvenjum fólks,
og það er að verða sér-
grein hérá landi að halda
slíkar sýningar og und-
irbúa þátttöku fyrirtækja
í þeim.
Fyrirtækið Kaupstefnan
í Reykjavík opnar í
Laugardalshöll inni í
næsta mánuði þriðju af
þeim fjórum stórsýning-
um, sem fyrirtækið heldur
á árabilinu 1970-1975, og
ber þessi sýning nafnið
Heimilið 73.
Fyrst af þessum sýningum
var Heimilið — veröld innan
veggja, sem haldin var árið
1970, en ári siðar var svo haldin
stærsta og fjölsóttasta stór-
sýning sem hér hefur verið
haldin, Alþjóðlega vörusýning-
in. Sýning af þvi tagi en i stærra
mæli verður svo haldin 1975.
Gisli B. Björnsson, stjórnar-
maður Kaupstefnunnar i
Reykjavik og Bjarni Ólafsson,
framkvæmdastjóri sýningar-
innar Heimiliö 73 skýrðu frétta-
mönnum frá þvi i gær, að þátt-
taka fyrirtækja 1 þessum sýn-
ingum hefði vaxiö stöðugt, og
reyndin væri orðin sú, að fyrir-
tækin, sem éitt sinn sýna, taki
yfirleitt þátt i næstu sýningu, og
þá stækki þau sýning-
arsvæði sitt oftast verulega.
Þetta væru þvi orðnir einskonar
fastakúnnar, en ný fyrirtæki séu
nú um það bil 20% aöila.
Kaupstefna almennings
Heimilissýningin er ef til vill
fyrst og fremst kaupstefna,
sagði Gisli, og það hefur komið i
ljós, að mjög mikið af ungu
fólki, sem er að stofna heimili,
eða bæta við sig húsbúnaði, not-
ar mikið fyrri hluta dags, þegar
næði er meira i sýningarhöll-
inni, til að skoða hvað hin ýmsu
fyrirtæki hafa á boðstólum,
ræða við sölumenn fyrirtækj-
anna, þiggja bæklinga og kynna
sér verð og greiðsluskilmála.
Þetta fólk kemur gjarnan aftur
og aftur, og siðan hugsar það
málið, kemst að sinni niður-
stöðu og kaupir svo i verzlunun-
um þær vörur, sem það hefur
kynnt sér á sýningunni.
Með þessu móti hefur þróazt
nokkuð nýr verzlunarmáti, sem
ekki hefur veriö grundvöllur
fyrir án slikra sýninga.
Vörukynning
Sýningaraðilar hafa einnig
lært að notfæra sér þetta, og
þeim fyrirtækjum hefur fjölgað
sem nýta sér til fullnustu mögu-
leikana á að stunda slika vöru-
kynningu, sem leiðir af sér sölu i
verzlunum viökomandi fyrir-
tækja. Hins vegar eru enn til
fyrirtæki, sem fjárfesta i dýrum
sýningadeildum, en spara svo
þann kostnað að hafa góða sölu-
menn allan sýningartimann og
upplýsingabæklinga.
í þeirri deild,. þar sem
heimilistæki og húsbúnaður er
til sýnis er hins vegar lögð mjög
mikil áherzla á það að sýningar-
aöilar spari ekki þennan kostn-
aö, enda er hann forsenda þess
að fyrirtækin geti hagnazt vel á
sýningunni með aukinni sölu.
Allar upplýsingar
Þar eiga sýningargestir ein-
mitt að geta fengið allar upplýs-
ingar um vöruna, verð hennar
og annað, sem máli skiptir.
Varðandi aðstöðu i Laugar-
dalshöll sagði Gisli að hún væri
orðin allt of slæm til að halda
þar stórar sýningar.
Ný íþróttahús
Brýna nauðsyn bæri til að
fyrir stóru vörusýninguna 1975
yröi búið að reisa nýja skála, og
tilvalið væri að sameina þá
skála iþróttahúsum, þannig til
dæmis að reist yrði skautahöll,
sem notuð yrði sem sýninga-
skáli þegar stórar sýningar eru.
Ráðgert er að nýta malbikuðu
flötina vestan megin við höllina
fyrir útisýningasvæði á
heimilissýningunni — en
islenzkt veðurfar setur útisýn-
ingum að sjálfsögðu veruleg
takmörk. Þess vegna álita for-
ráðamenn Kaupstefnunnar að
það þurfi að nýta hið fyrsta
möguleikana á að sameina frek-
ari iþróttabyggingar vörusýn-
ingum.
HEIMILIB73
Heimilissýning opnuð
í næsta mánuði
LODNUVEIDI OKKAR HREINT
smAræði miðad við an-
SlðSUVEIÐAR PERÚMANNA
Þótt okkar loðnumjölsverk-
smiðjur hafi brætt loðnu dag og
nótt frá áramótum, er afrakstur
þeirra lítill borinn saman við
Perú. Fyrstu vikuna sem verk-
smiðjurnar i Perú voru að störf-
um, framleiddu þær 90 þúsund
lestir af ansjósumjöli, en okkar
verksmiðjur hafa framleitt um 60
þúsund lestir frá áramótum. Sést
af þessu hversu Perúmenn eru
gifurlega stórtækir á mjöl-
markaðnum.
Sjóveiði Norðmanna, metveiði
okkar og ágæt veiði Perú, munu
örugglega leiða til lækkaðs mjöl-
verðs á næstu vikum. Þetta mun
ekki snerta framleiðslu okkar á
þessari vertiö, en gæti snert
framleiðslu næstu vertiðar haldi
AUGLÝSINGASÍMINN
OKKAR ER 8-66-60
Perúmenn áfram sinum miklu
veiðum.
Ansjósuveiðar Perúmanna eru
farnar að nálgast tvær milljónir
lesta. Verða þær stöðvaðar þegar
þvi marki er náö, en veiðarnar
verða væntanlega leyfðar að nýju
i haust og þá leyft að veiða tvær
milljónir lesta. Norðmenn höfðu
um siðustu helgi veitt rúmlega
milljón lestir af loðnu, en aflinn
hjá okkur er um 430 þúsund lestir.
Haffræðingar i Perú eru ekki
hlyntir eins miklum veiðum og
stundaðar hafa verið. Benda þeir
á að ansjósustofninn sé ekki
sterkur, til dæmis bendi litið fitu-
innihald ansjósunnar til þess. En
stjórnvöld i Perú hafa verið treg
til að takmarka veiðarnar, þvi
þær hafa mjög mikla efnahags-
lega þýðingu fyrir þjóðina. Má
nærri geta, þegar þess er gætt að
dagveiðin getur farið upp i 100
þúsund lestir.
„Næsta Dvalarheimili fyrir
aldraða sjómenn ris i Hafnar-
firði”, sagði Baldvin Jónsson,
framkvæmdastjóri DAS-happ-
drættisins, er hann kynnti
stærsta vinning hins nýbyrjaða
happdrættisárs, einbýlishús i
Garpahreppnum. Kostnaður við
byggingu hússins nam nálægt 6
milljónúm króna.
Kjartan Sveinsson, bygg-
ingartæknifræðingur, teiknaði
húsið, sem er 195 fermertrar að
stærð. Lauk Kjartan miklu lofs-
orði á allan frágang og smiði, en
byggjendur hússins voru þeir
Arnar Sigurðsson og Konráð
Guðmundsson. Húsið er fullgert
til ibúðar, en efni og tæki eru frá
ýmsum fyrirtækjum. Sjón er
sögu rikari, og verður þetta nýj-
asta DAS-hús til sýnis með öll-
um húsbúnaði til 2. mai, virka
SERFRÆDINGUR
f AFBROTUM
HELDUR ERINDI
1 dag heldur prófessor Nils
Christie frá Osló tvo fyrirlestra
hér á landi. Fyrri fyrirlesturinn
verður fluttur i Háskólanum
klukkan 17 i dag, og fjallar hann
um afbrotafræði. Þá flytur hann
einnig fyrirlestur i Norræna
húsinu kl. 20.30 i kvöld, og fjallar
hann um æskulýðs- og skólamál.
A laugardaginn heldur
prófessor Christie annan fyrir-
lestur i Norræna húsinu og fjallar
sá um afbrot i nútima þjóðfélagi.
Sá fyrirlestur hefst klukkan 16.
ASHKENAZY
LEGGUR SITT
AF MÖRKUM
Vladimir Ashkenazy hyggst
halda tvenna tónleika til styrktar
Vestmannaeyingum. Sá fyrri
verður haldinn i Borgarbiói á
Akureyri laugardaginn 14. april
klukkan 17, og sá siðari mánu-
daginn 16. april i Háskólabiói.
Þetta verða einu tónleikar
Ashkenazy að þessu sinni, en
hann er hér staddur i frii.
Fljótlega eftir að eldsumbrotin
hófust i Vestmannaeyjum, setti
Ashkenazy sig i samband
við bæjarstjórn Vestmannaeyja
og bauðst til að leika endur-
gjaldslaust til styrktar Vest-
mannaeyingum. Hefur nú orðið
að ráði að hann haldi þessa
tvenna tónleika. A efnisskránni
verða verk eftir Mozart,
Beethoven og Chopin.
MÁL SEM
VARÐAR
ALLA
HUNDA
Hundamálið verður munnlega
flutt i borgardómi i dag. Mál
þetta höfðaði Asgeir Hannes
Eiriksson gegn borgarstjóranum
i Reykjavik, Heilbrigðisráðu-
neytinu og Dómsmálaráðuneyt-
inu vegna banns við hundahaldi.
Telur stefnandi, að ekki liggi rök
til þess, að honum sé meinað að
eiga hund, og að samþykkt þess
efnis, sem borgarstjórn Reykja-
vikur hefur gert, og reglugerð i
samræmi við hana, sé meðal ann-
ars skerðing á almennum mann-
réttindum. Úrslit þessa máls hafa
þvi almenna þýðingu, og er auk
þess svo sérstætt, að það verður
flutt sem prófraun a.m.k. tveggja
lögfræðinga til málflutningsrétt-
inda I héraðsdómi.
Auglýsingasíminn
okkar er 8-66-60
daga kl. 18-22, en frá kl. 14-22 á
laugardögum og helgum.
Auk hins glæsilega einbýlis-
húss verða á happdrættisárinu
dregnir út 100 bilar, þeirra á
meðal Mercedes Benz 280 S,
sem kostar um 1.750 þúsund
krónur. Er hann meðal vinninga
i 1. flokki. 1 hverjum mánuði
verður kr. 750 þúsund ibúðar-
vinningur og á happdrættisár-
inu verða einnig 24 utanlands-
ferðir meðal vinninga, og 4664
húsbúnaðarvinningar.
1 nýja DAS-húsinu er mikil
húsprýði að sýningu á mályerk-
um eftir Atla Má, sem flest eru
til sölu.
Verð happdrættismiða er
óbreytt og gengur allur ágóði af
happdrættinu til byggingar
dvalarheimila aldraðra sjó-
manna.
o
Miövikudagur 11. apríl 1973.