Alþýðublaðið - 11.04.1973, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 11.04.1973, Qupperneq 4
Sígildar fermingargjafir Alfræöi Menningarsjóðs Þessi bindi safnsins eru komin út: Bókmenntir eftir Hannes Pétursson skáld Stjörnufræði — Rimfræöieftir dr. Þorstein Sæmundsson stjarn- fræðing. Verð til félagsmanna 400 kr. Bókhlöðuverð 520 kr. Alfræði Menningarsjóðs eru handhæg uppflettirit og brunnur fróðleiks, sameign allrar fjölskyldunnar. Orðabók Menningarsjóðs handa skólum og almenningi. Kitstjóri: Árni Böðvarsson. Verð til félagsmanna 1100 kr. Bókhlöðuverð 1469 kr. Nauðsynleg bók öllum heimilinu. Ennfremur mikið úrval nýrra og gamalla bóka á ýmsu verði. VÖNDUÐ BÓK FELLUR ALDREI 1 GILDI. Geriö svo vel aö ifta inn til okkar I Landshöföingja- húsið. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstlg 7. Slmi 13652. Pósthólf 1398. Háskólafyrirlestur um afbrotafræði Prófessor Nils Christie frá Háskólanum i Osló, flytur fyrirlestur i boði Háskóla ís- lands, miðvikudaginn 11. april n.k., kl. 17.00 i I. kennslustofu Háskólans. Fyrirlesturinn verður fluttur á norsku og fjallar um: „Samfpnnsstruktur og kriminalitets kontroll”. öllum er heimill aðgangur. hann fær í fangelsið um, að nú sé honum ekkert að vanbúnaði að fara og sækja sina Irinu. Myndi það ekki sóma sér vel á kvikmyndatjaldinu? Sjálfsagt betur, en i raunveruleikanum. Aumingja Ole Martin Höj- stad. Ný viðhorf 5 fer, er þó margt ágætra félags- hyggjumanna innan raða hans, og á árunum 1919-1923 báru menn eins og Jón Þorláksson, siðar for- maður Sjálfstæðisflokksins, Jakob Möller, Gisli Sveinsson og Einar Arnórsson vopnin hátt fyrir alþjóðareign á vatnsorkunni. Hvernig á nokkur að geta átt hið rennandi vatn, sem fellur úr skýj- um himinsins yfir landið, nema þjóðin sjálf? spurðu þeir i snjöll- um ræðum á Alþingi, þegar deilt var um setningu vatnalaga. Nú mættu gjarnan skörungar sama sinnis innan Sjálfstæðisflokksins taka upp merki þeirra i orkumál- um vatns og jarðvarma, svo að sérhyggjumenn haldi flokknum ekki á fornaldarstigi I eignar- réttarmálum gagnstætt hags- munum þéttbýlisþjóðfélags. Margir sérhyggjumenn fylkja og rööum innan Framsóknar- flokksins, þótt félagshyggjumenn séu og margir, einkum i verzl- unarmálum. Séreignarrétturinn virðist þessum flokki mjög hjart- fólginn, og likast þvi oft, að hann viti ekki af öðrum eignarrétti eða öðru eignarréttarformi i umræð- um, þótt samvinnumenn telji sig. Einnig hann ætti að forða sér af fornaldarstiginu, hvað þessi við- horf snertir. Það er vissulega kominn timi til að endurskoða gaumgæfilega eignarréttarkerfi okkar, skipa hlutunum á rétt þrep eftir nú- tiðarhætti i þéttbýlisþjóðfélagi: hvar séreignarrétturinn eigi að rikja, hvar félags- og sameignin að skipa sess, hvar eign sveitar- félags er heppilegast eignarform og hvar rikis. Handahófsþróun á þessum málum er háskaleg. Auglýsing um úthlutun verzlunarlóða: Á þessu ári er áætlað að úthluta lóðum undir margs konar verzlanir og þjónustu viðs vegar um borgina. Taka skal fram i umsókn, hversu stórt húsnæði sótt er um. Ennfremur fyrri verzlunarrekstur eða störf umsækjanda. Þá skal geta þess, hvernig byggingar- möguleikum umsækjanda er háttað. Umsóknarfrestur er til 20. april næstkom- andi, og eru umsóknir dags. fyrir 10. april 1973 ekki teknar til greina, nema þær séu endurnýjaðar. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarverkfræðings i Skúlatúni 2, þriðju hæð. Borgarstjórinn i Reykjavik. LAUS STAÐA Staða fulltrúa i heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. mai 1973. Umsækjendur skulu hafa lögfræði- eða viðskiptafræðimenntun. Umsóknir sendist ráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 10. april 1973. Njósnari 7 þær kaldhæðnislegu fréttir, að sovézk yfirvöld hefðu samþykkt siðari umsókn hans um vega- bréfsáritun til Sovétrikjanna til að sæja Irinu.... Mál þetta hefur vakiö mikla athygli i Evrópu. Enginn vafi er heldur á þvi, að þær upplýsing- ar, sem Sovétmenn fengu fyrir milligöngu hins ástfangna Ole Martin Höjstad voru hinar mikilvægustu. Ef til vill veröur hann frægasti njósnari vorra tima. A.m.k. er sagan öll nógu rómantisk til þess — og þá ekki siður endirinn: fregnirnar, sem Frá mönnum og málefnum Marxísk fræði á kajanum Jaröskjálftamælir vinstri stjórnarinnar kom I útvarpið á mánudagskvöldið og kallaöi sig Ragnar Stefánsson. Hann benti á, meö nokkrum velvöldum orð- um, aö vinstri stjórnin væri ekk- ert annað en auðvaldsstjórn, og þannig yrðu allar stjórnir á Is- landi þangað til verkalýös- hreyfingin væri ein setzt að völdum. Þessi kveðja til Magnúsar K. og Lúðvlks er þeim eflaust lítið gleði- efni, þvi varla verða þeir vændir um að reyna ekki hvað þeir geta gegn auðvaldinu. Hitt er svo annaö, að hvergi virðist stjórn- inni vera fritt meðal stuðnings- manna sinna. Hægri armur Framsóknarflokksins og jarð- skjálftadeild Alþýðubandalags- ins lýsa litilli hrifningu á stjórnarfarinu, en eru þó siður en svo sammála i gagnrýni sinni. Vinstri stjórn gengur þvi tii leiksins hölt á báðum. Þaö heyrðist á Ragnari, þess- um geðprýðispilti, aö hann bjóst við að mánudagsþanki hans yrði enn eitt harmsefni útvarpsráðs. En liklega verður honum ekki að ósk sinni I þvi efni. Útvarps- ráð hefur nú um skeið harmað svo margt og mikið, að varla verður á harma þess bætt, og auk þess var þanki Ragnars ekki annað en þörf upprifjun á nokkrum þeim kröftum, sem blunda með þjóðinni. Hann lof- aði að koma aftur, og er það vel, enda er það svo með lýðræðið eins og kristindóminn, að litið púður væri I þvl ef það ætti sér ekki sina andskota. Þegar talað er um verkalýðs- hreyfinguna i tóntegund eins og þarna á mánudagskvöldið, þá hvarflar sú spurning að manni hvort hún vilji láta frelsa sig á þann hátt sem Ragnar boðar. Hann heitir þvi að visu að þá muni hún sjálf ákvarða kaup sitt, þvi hennar sé rikið. En þótt tsland sé eyriki i hafinu og „langt frá öðrum þjóðum”, hef- ur enn ekki heyrzt úr svokölluð- um verkalýðsrikjum, að þar ráði verkalýðurinn kaupi og kjörum. Þvert á móti vegnar honum bezt i þvi blandaða hag- kerfi, sem einkum viðgengst á Norðurlöndum. Þá hefur aldrei verið vænlegt til árangurs að bera fyrir sig is- lenzkt auðvald. Efnahag Islend- inga er nú einu sinni svo háttað að handbókarvisindi kommún- ista um auðvald eiga ekki við hér á landi. Heldur ekki kenn- ingar um tengsl islenzkra rikis- manna við erlent auðvald. Við erum fiskimannaþjóð, eins og Lúðvik er alltaf að reyna aö sanna Ragnari Stefánssyni þessa mánuðina, og sé auðvald i Grindavik, þá er það lika i Nes- kaupstaö. Svo einfalt er þaö mál. Höfuðverkefni i litlu þjóðfé- lagi eins og hér, er að gæta jafnaðar. Hann fæst ekki með rikiskapitalisma einvörðungu. Kommúnistar, eins og Ragnar Stefánsson, halda auðvitað sliku fram. Verkalýöshreyfingin hef- ur hvað eftir annað sýnt að hún er ekki á sama máli. Hún býr nefnilega yfir gleggri vitund og þekkir til meiri samanburðar um örlög verkafólks annars staðar en Ragnar vill vera láta. Þar koma til m.a. upplýsingar sjómanna, sem sigla á austan- tjaldshafnir. Verkalýðurinn fær upplýsingar sinar viðar að en frá Ragnari Stefánssyni. Marxisk fræði sin ástunda þeir á kajanum i Reykjavik. Þar frétta þeir af hrikalegustu stéttaskiptingu sem upplýstur heimur þekkir. VITUS Reykingafólk — Reykingafólk 5 daga áætlunin til að hætta reykingum, hefst i Háskóla íslands Árnagarði sunnu- daginn 15. april kl. 18.00. Innritun i sima 13899 á venjulegum skrif- stofutima, 83738 kl. 14 til 20. íslenzka Bindindisfélagið. + Faðir minn, tengdafaðir og afi Kristmann Jóhannsson frá Stykkishólmi er lézt 8. aprll s.l. verður jarðsunginn frá Stykkishólms- kirkju laugardaginn 14. þ.m. kl. 14. Kveðjuathöfn fer fram I Fossvogskirkju föstudaginn 13. þ.m. kl. 10,30 f.h. Guðrún Kristmannsdóttir Asgeir Agústsson Marfa Asgeirsdóttir Agúst Breiöfjörö Guðbjörg Elin Asgeirsdóttir Asgeir Páll Agústsson Miðvikudagur 11. apríl 1973.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.