Alþýðublaðið - 11.04.1973, Page 12
Auglýsingasími
Alþýðublaðsins
er 86660
KOPAVOGS APÚTEK
Opið öll kvöld til kl. 7,
nema laugardaga til
kl. 2, sunnudaga milli
kL ' °S 3 Simi 40102.
Áin sem dó
Þorðu varla
að láta nem-
endurna fá
sýnishornin
Mengun hefur nú drepift allt
lif f Varmá i Mosfellssveit. Ain
er orðin gruggug og lituð, og
mikill óþrifnaður er i henni, en
áður var þetta góð iaxveiðiá, og
reyndar þrifust þar fleiri fisk-
tegundir til skamms tima.
All, sem þolir slæmar aðstæð-
ur, lifði i ánni en maöur einn,
vel kunnur, telur að hann sé nú
einnig útdauður eða flúinn i
aðrar hreinni ár.
Aðal mcngunarvaldurinn
mun vera verksmiðjan aö Ala-
fossi; en daglega rennur tals-
vert magn af eiturefnum og
hverskyns úrgangi frá verk-
smiöjunni beint i ána. Talsverö
byggð er einnig i nálægð árinnar
og rennur skolp frá allflestum
húsum í ána.
Blaðið hafði i gær tal af Agústi
H. Bjarnasyni, menntaskóla-
kennara, en hann fór meö
nemendur sina upp aö Alafossi i
vetur til að sýna nemendum
mengunina. Sagði hann aö
ástandið væri ótrúlega slæmt og
það hafi verið samhljóma álit
nemenda, að þeir hefðu ekki
trúað, að annar eins sóðaskapur
viðgengist.
Nemendurnir tóku fjölda sýna
víðsvegar i ánni, en greinilegt
var að hún gjörspilltist við
skolpið, sem kom frá Aiafossi.
Sýnin eru enn i rannsókn. Auk
þess fengu nemcndur sýnishorn
af ýmsum þeim efnum, sem
notuð eru I verksmiðjunni og
rcnna siöan út i ána. Voru sum
þeirra það sterk og hættuleg, að
starfsmenn ætluðu vart að þora
að láta nemendurna fá þau.
Mcðal efna sem nemendur
fengu má nefna maurasýru,
kalium dikromat, karbónatsoda
o.fl. Flest eru efni þessi mjög
sterk, og flest þeirra eyðast
ekki, þegar þau koma út i
náttúruna.
Ain rennur þétt við tvær
hliðar verksmiðjuhússins, og
eru fjögur op á veggjunum, þar
sem úrgangurinn kemur beint
út i ána. Að sögn nemenda er
ástandið svo slæmt, þegar viss
ker I verksmiðjunni eru tæmd,
að áin litast, og ullarlagðar
setjast á steina og bkaka.
Tóku þeir sýni úr ánni viö eitt
slikt tækifæri, og lýsir það bezt
ástandinu, að vatnið var svo
gruggugt i litlu tilraunaglasi, aö
ekki sást i gegnum það.
Samkvæmt upplýsingum
Þorbjörns Friðrikssonar, efna-
færðikennara við M.T. er þarna
um að ræða mjög sterk hreinsi-
éfni, og brotna fæst þeirra
niður, þegar þau koma út i
náttúruna.
Sagði hann að sum sýnin
minntu miklu fremur á sápu-
vatn en bergvatn, og væri áin
neðan við verksmiðjuna nánast
sem opið klöak. —
ALLT SUDUR-
LANDSUNDIR-
LENDI Ein
DÆJARFELAG
í atvinnulegu tilliti — er
þróunin samkvæmt
Suðurlandsóætluninni
I Suöurlandsáætlun er gert ráð
fyrir, að i framtiðinni miðist
vinnumarkaðir á Suðurlands-
undirlendi við, að komizt verði á
klukkutfma eða styttri tima til til-
tekins staðar, og er þá miðað við,
að vegir verði lagðir varanlegu
slitlagi.
Sem dæmi er néfnt, að þegar
kominn verður vegur með varan-
legu slitlagi milli Selfoss, Hellu og
Hvolsvallar verði þessir staðir á
sama vinnumarkaðssvæði. Vega-
lengdin milli Selfoss og Hellu
verður þá 35 km og milli Selfoss
og Hvolsvallar 50 km. og ekkert
þvi til fyrirstöðu, að fólk geti búið
á einum þessara staða en sótt
vinnu á öðrum.
Miðað við þetta klukkutima
mark er' reiknað með, að sjö
þúsund af átta þúsund ibúum
Árnessýslu séu innan marka Sel-
foss og einnig 15-1800 af þrjú
þúsund ibúum Rangárvallasýslu
Islenzkur
ballett í
uppsiglingu
# Stofnun ballettflokks er nú i
undirbúningi og er kominn til
landsins ballettmeistari, Allan
Carter að nafni, sem ætlar að
hjálpa til við stofnuna. Ekki er
á hreinu, hvernig rekstrar-
form flokksins verður, en
Menntamálaráö Islands ætlar
að leggja fram 300 þús. kr. til
hans.
Heildarf jöldi þeirra, sem gætu þá
sóttvinnu á Selfossi yrði þá nærri
niu þúsund.
A svæði Hellu og Hvolsvallar er
sennilega nær öll Rangárvalla-
sýsla innan klukkutimamark-
anna eða þrú þúsund af 3200
ibúum. Auk þess eru 4200-4500 af
ibúum Arnessýslu á þessu svæði,
og eru þá um 7500 á svæði Hellu
og Hvolsvallar.
.VIDLAGASIODUR HNEPPIR VEST-
MANNAEVINGA I ÁTTHAGAFJOTRA’
,,Lögin um Viðlagasjóð gera
ráð fyrir, að Vestmannaeyingum
sé að mestu leyti bætt það tjón,
sem þeir hafa orðið fyrir, en
reglugerðin, sem Viölagasjóður
starfar eftir nú, dregur þetta i
land, og nú er svo komið, að Vest-
mannaeyingar geta sig hvergi
hrært, eru hnepptir i átthaga-
fjötra”, sagði Jón Hjaltason, for-
maður Húseigendafélags Vest-
mannaeyinga á mjög fjölmenn-
um fundi félagsins, þar sem ekki
voru færri- en þúsund fundar-
menn. Jón benti máli sinu til
stuðnings á grein i reglugerðinni
þar sem stendur: „Allar ráð-
stafanir skulu við það miðaðar,
að menn þessir snúi aftur til Vest-
mannaeyja”, og benti ennfremur
á, að orðalagið „menn þessir”
lýsi einstæðri mannfyrirlitn-
ingu.”
Miklar umræður spunnust um
húsnæðismálin, og það sérstak-
lega gagnrýnt, að Vsestmannaey-
ingar skuli ekki geta eignazt hús-
næði á meginlandinu. 1 þvi sam-
bandi var samþykkt tillaga þar
sem gert er ráð fyrir, að Húseig-
endafélagið eða byggingasam-
vinnufélög einstakra meölima
þess standi fyrir byggingu húsa á
Reykjavikursvæðinu. Lýstu
margir sig fúsa til þess að ganga i
slik byggingafélög.
Þá var rætt um kaup tilbúinna
húsa á Norðurlöndunum og m.a.
gagnrýnt, að kaupa eigi sænsk
hús, sem eru mun dýrari en þau
norsku. Upplýsti Jóhann Frið-
finnsson, bæjarfulltrúi i Vest-
mannaeyjum, sem nú á sæti i
húsanefnd Viðlagasjóðs, að ný-
lega hafi borizt frá Sviþjóð boð
um mun ódýrari hús en áður hafði
verið rætt um. Nú er verið að
athuga, hvort þau séu sambæri-
leg að gæðum og önnur hús, sem
Viðlagasjóði hafa boðizt.
Landhelgis-
málið á filmu
,240
fiskar
fyrir
kú”
„240 fiskar fyrir kú”, heitir
kvikmynd, sem Magnús Jóns-
son leikhússtjóri á Akureyri,
hefur gert um landhelgismál-
ið. Naut Magnús 500 þús. kr.
styrks frá Menntamálaráði til
kvikmyndagerðarinnar, og
250 þús. kr. lagði Fiskimála-
sjóður fram. Við frumsýningu
myndarinnar i gær gat
Magnús þess, að „beinn út-
lagður kostnaður við kvik-
myndagerðina” væri orðinn
rösklega ein millj. kr. Myndin
er 20 minútna litmynd og
annaðist Ernst Kettler kvik-
myndatöku og klippingu.
Ekki er ákveðiö hvernig
myndinni verður dreift, en
áætlað er að gera fimm eintök
til að byrja með: tvö með is-
lenzkum texta og þrjú með
enskum. Eftir frumsýningu
myndarinnar i gær lét Björn
Th. Björnsson, listfræðingur,
þau orð falla, að kvikmyndin
væri vel fræðandi og skemmti-
lega farið með liti i henni.
Menntamálaráð Islands
hefur ákveðið að hækka styrk
sinn til kvikmyndagerðar i ár
upp i 650 þús. krónur.