Alþýðublaðið - 13.04.1973, Blaðsíða 2
VERÐTRYGGT
HAPPDRÆTTISLÁN RlKISSJÓÐS
SKULDABRÉFB
SAMGÖNGUBÓT
Suðurland og Austurland eru aðskilin
af stórfljótum.
Flutnings- og ferðakostnaður stór-
lækkar við tilkomu Skeiðarársands-
vegar.
ÖRYGGI
Allt öryggi, bæði á sjó og landi, verð-
ur með veginum bætt til muna, t. d.
varðandi björgun úr sjávarháska og
sjúkraflutninga á landi.
FERÐALÖG/NÁTTÚRUFEGURÐ
Jafnt innlendum sem erlendum ferða-
löngum opnast nýr heimur til ánægju
og fróðleiks.
Landsvæði mikillar fegurðar og sögu
verður nú aðgengilegra.
METNAÐARMÁL
Árum saman hefur það verið metnað-
ur íslendinga, að vegakerfi landsins
sé samtengt þanriig að menn geti
ferðazt hringveg um landið.
DRAGIÐ EKKI
AÐ EIGNAST
MIÐA.
kh.1000 VERÐTRYGGT BBBBI
HAPPDRÆTTISIAN RtKISSJÓÐS 1973
SÖLUSTAÐIR:
BANKAR
BANKAÚTIBÚ OG
SPARISJÓÐIR
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Frá mönnum
og málefnum
Friðar-
fólkið
drepur
300
á dag
Eftir aö vopnahlé komst á i
Suður-Vietnam linnir ekki
manndrápum. Friðargæzlu-
sveitir eru drepnar og
Suður-Vietnamar eru drepnir og
enginn veit nú lengur hvort
þarna gildir vopnahlé eða ekki.
En allt i einu eru öll mótmæli
gegn manndrápum i Suð-
ur-Vietnam þögnuð. Fólk hér
úti á íslandi, sem fann til við
hvert einasta hryðjuverk, sem
framið var I Vietnam strið-
inu, sem eðlilegt var, hefur ekki
lengur neitt við það að athuga,
þótt drepin séu hundruð manna
daglega i landi, þar sem deilu-
aðilar hafa samið um vopnahlé
sin i milli. Virðist þvi ekki vera
lengur sama hver drepur hvern,
og það geti verið afsakanlegt i
einu tilfelli, sem er forkastan-
legt i öðru.
Skýringin kann að vera sú, að
nú er það friðarfólkið sjálft sem
stendur fyrir manndrápunum.
Bandarikjamenn eru farnir frá
Suður-Vietnam, og slátrunin i
landinu er þeim frjáls, sem
kröfðust friöar og öfluðu sér
samúðar stórra hluta heims-
byggðarinnar og jafnvel heilla
þjóða.
Skritin er sú siðferðisinnrétt-
ing, sem tekur góða og gilda þá
röksemd að nú megi drepa fólk i
S.-Vietnam að vild. Einhverjir
hefðu haldið að mótmælin
byggðust meðal annars á kröf-
unni um friö og mannhelgi. Þeir
sem mótmæla striði hljóta að
mótmæla þvi á þeirri forsendu
aö ekki eigi að drepa fóik. En
siðfræöi mótmæla er sérkenni-
leg. Heilög vandlæting er aldrei
meiri en i andmælum gegn
striöi. Slika vandlætingu skilja
allir, og ýmist gera hana að
sinni, eða virða hana heilshug-
ar. Þaö er þvi auðvelt að afla
mótmæla við striði og semja
ályktanir gegn þeim, sem
ástunda striðsrekstur. Alþekkt
er það fyrirbæri, þegar prelátar
eru látnir biðja fyrir manndráp-
urunum, af þvi málstaður
þeirra og guðsrikisins er einn og
sá sami.
Nú hafði friðarfólkið i Viet-
nam striðinu mikið til sins máls.
Það átti sameiginlegan málstað
með öllum þorra heimsbyggð-
arinnar, sem telur friðinn vera
æðstu skyldu mannskepnunnar.
Fæsta mun hafa grunað.að frið-
urinn átti aðeins að rækja til að
fá frið til að drepa. Nú vill ein-
lægur friðarsinni, sem fyrirlitur
öll strið, lita svo á, að hann hafi
veriö gabbaður. Hér á Islandi
stigu skipulagðir hópar fram á
völlinn og kröfðust þess að bar-
dögum yrði hætt i Suður-Viet-
nam. Allir friðarsinnar áttu þar
sameiginlegt mál. En hvar eru
nú mótmælin og kröfurnar, þeg-
ar friðarsinnar drepa þrjú
hundruð manns á dag i
Suður-Vietnam. Einlægur
friðarsinni spyr að þessu, vegna
þess að honum er illa við að láta
hafa sig að fifli.
Að visu sé ég það á Þjóðvilj-
anum að margræmdur Thieu er
enn einn þessara óþokka, sem
fólk vinnur sig knúið til að mót-
mæla, nú siðast i Bonn. Þar
voru viðhöfð „mikil mótmæli
þúsunda manna”. Það er
náttúrlega mikilsvert að geta
mótmælt slikum mönnum.
Thieu er að visu staddur viðs-
fjarri þeim manndrápum, sem
friðarfólkið ástundar nú i
Suður-Vietnam, einfaldlega
vegna þess að hann er á ferða-
lagi. Og manni finnst hann ein-
hvernveginn skipta minna máli
en þeir þrjú hundruð sem falla
daglega i vopnahléinu. Maður
getur svo skilið það, að þýð-
ingarmikið er að skipuleggja
mótmæli gegn Thieu. Það
hvarflar ekki að okkur sakleys-
ingjunum að mótmæla mann-
drápum friðarfólksins á meðan.
VITUS
VIPPU - BllSKÚRSHURÐIN
Lagerstærðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd; 240 sm
210 - x - 270 sm
Aðrar stærðir. smíÖaðar eftir beiðni.
GLUGGAS MIÐJAN
Síðumúla 12 - Sími 38220
MINNINGAR-
SPJÖLD
HALLGRÍMS-
KIRKJU
fást í
Hallgrímskirkju (Guðbrandsstofu),
opið virka daga nema laugardaga kl.
2-4 e.h.,sími 17805, Blómaverzluninni
Domus Medica, Egilsg. 3, Verzl. Hall-
dóru Ólafsdóttur, Grettisg. 26, Verzl.
Björns Jónssonar, Vesturgötu 28, og
Biskupsstofu, Klapparstíg 27.
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiSsla.
Sendum gegn póstkröfu
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiður, Bankastr. 12
S. Helgason hf. STEINIÐJA
Einholti 4 Sfmar 26677 og 142S4
VERÐ-
MÆT
STYTTA
Bronsstytta þessi, sem liklega
á að sýna Jóhannes skirara, var
á dögunum seld hjá uppboðs-
fyrirtækinu Christies i London
fyrir 36.500 pund. Styttuna fann
Arthur nokkur Davey, írá
Suffolk, við vinnu sina á akri. 1
fyrstunni fleygði hann myndinni
upp i bil sinn, en nágranni hans
gat fengið hann til að fara með
hana til forngripasala.
Talið er, að styttan sé hluti af
hóplistaverki og henni til hægri
handar hafi verið mynd af
Mariu guðsmóður.
En Davey fór ekki strax til
forngripasalans. Um hrið notaði
sonur hans styttuna sem leik-
fang, og stráksi hafði eiginlega
ætlað sér að skipta á henni og
leikfangabíl við einn nágranna
sinn. En sá átti bara dráttarvél
og sonur Daveys hafði ekki
áhuga á henni. Þess vegna lét
hann styttuna ekki, og að lokum
fór faðir hans með hana til forn-
gripasalans.
o
Föstudagur 13. apríl. 1973.