Alþýðublaðið - 13.04.1973, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 13.04.1973, Blaðsíða 9
Mörk Vals: Ólafur 5, Gisli 5 (lv), Agúst 4, Bergur 3, Gunn- steinn 2 og Stefán eitt mark. Mörk Armanns: Olfert 4 (2v), Vilberg 3 (2v), Ragnar, Þor- steinn og Hörður eitt mark hver. Þrátt fyrir þessa yfirburði, hefur Valsliðið oft leikið betur en nú. Greinilegt er á öllu að lið- ið hefur aldrei verið i betri æf- ingu, og samvinna liðsins er til fyrirmyndar. Enda eru þetta flest leikmenn sem hafa verið saman um árabil. Bezti maður- inn I annars jöfnu Valsliði er Ólafur H. Jónsson. Hann hefur aldrei verið betri en einmitt i vetur. A það jafnt við um varnar- og sóknarleik. Kraftur- inn sem býr i þeim pilti er slikur að halda mætti að hann heföi ekkert étið nema vitamin i all- an vetur. Varla er veikan hlekk að finna i uppistöðu Valsliösins, en hins vegar er varaliðið ekki ýkja sterkt. Sóknin hefur verið með Ólafur Jónsson og Hörður Kristinsson i kröppum dansi, og i þetta sinn virðist ólafur hafa betur. AB-mynd: Friðþjófur. BIKARINN Min Á MILLI NLfDARENDA OG SJÚHARHÓLS f HAFNARFIROI! Valmenn hafa oft staðið nálægt sigri i íslandsmótinu i handknattleik i gegnum árin, en aldrei sem nú. Eftir stórsigur þeirra yfir Ármanni, stendur nú aðeins ein hindrun á veginum, ÍR næsta sunnudagskvöld. Og eins og margsinnis hefur verið bent á, er það engin smáræðis hindrun sem þar bið- ur Valsmanna. Á þessari hindrun hefur þetta góða lið fallið alltof oft, en nú eru Valsmenn ákveðnir i að slikt skuli ekki koma fyrir, og þeir ætla sem einn maður að berjast fyrir þvi að Valsmenn hljóti íslandsbikarinn i fyrsta skipti í 18 ár. Fá mörk voru skoruð i byrjun leiks Vals og Armanns. Bæði liðin voru frekar taugaóstyrk, einkum Valsliðið, og markverö- ir liöanna vörðu mjög vel, þeir Ólafur Benediktsson og Ragnar Gunnarsson. Var staðan til dæmis ekki nema 3:3 um miðjan fyrri hálfleikinn. En upp úr þvi tóku Valsmenn nokkurn sprett, og staðan i hálfleik var 8:4 þeim i vil. Höfðu þeir ólafur H. Jóns- son og Agúst ögmundsson verið afgerandi menn i sókninni hjá Val. í byrjun siðari hálfleiks hélzt leikurinn i jafnvægi á ný, en um miðjan hálfleikinn tóku Vals- menn enn mikinn sprett, skor- uðu fimm mörk i röð og lögðu þar með grunninn að stórsigri slnum. Armenningar voru þá nánast búnir að gefast upp, enda hafði leikurinn enga þýð- ingu fyrir þá. Siðustu mlnúturn- ar tilheyrðu svo Ragnari Gunn- arssyni markverði Armanns. Undir lokin varði hann vitakast frá Bergi, en slikt hafði hann leikið fyrr i leiknum. Ekki liðu margar minútur unz Valsmenn fengu viti að nýju. Jón Karlsson tók vitið I það skiptið, en Ragnar varði. En dómararnir létu endurtaka vitið, og viti menn, Ragnar varði enn. Var honum klappað lof i lðfa og þaö verð- skuldað. Bergur Guðnason átti svo sið- asta orðið i leiknum, og lokatöl- urnar urðu 21:10, enn einn stór- sigur Valsmanna, sem gerir marktölu þeirra eina þá girni- legustu sem sézt hefur I íslands- móti til þessa. bezta móti i vetur, og hin marg- fræga vörn i sérflokki, svo og markvarzla Ólafs. Armenningar hafa lokið þátt- töku sinni i 1. deildarkeppninni i ár. Það hlýtur að vera gleöilegt fyrir liðið aö hafa náð þeim árangri I vetur sem raun ber vitni, á þessu fyrsta keppnis- timabili liðsins i mörg ár i 1. deild. Byrjunin var slök hjá Ar- menningum, en um miðbik mótsins náðu þeir sér á strik, og sigurinn yfir Islandsmeisturum Fram var hápunkturinn hjá lið- inu. Styrkur Armanns felst i þvi hve liðið er jafnt, engar stór- stjörnur til að skyggja á hina. Anægðastur allra má þó Gunnar Kjartansson vera. Hann tók við þjálfun liðsins eftir að hafa staðið sig vel með yngri flokka Armanns og kom félaginu upp i 1. deild. Siðan tók hann að sér þjálfunina i haust, einungis vegna þjálfaraskorts, og hefur náð þessum árangri — SS. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ FYRSTA EINTAKIÐ EFTIR BREYTINGU Eins og Alþýðublaðið hefur þegar skýrt frá, hefur tS afhent Frjáslu framtaki hf íþróttablaðiö til útgáfu. Er fyrsta heftiö komið út, en það' mun kom út annan hvern mánuö. Siguröur Magnús- son veröur áfram ritstjóri, en hans hægri hönd verður Jón Birg- ir Pétursson. Björn Finnbjörns- son verður augiýsinga- og út- breiðslustjóri, en Jóhann Briem er framkvæmdastjóri. A biaða- mannafundi hjá ISl á miöviku- daginn var lögð fram eftirfarandi greinargerð vegna þessa máls: Hinn 2. febrúar s.l. var undir- ritaður samstarfssamningur milli l.S.l. og fyrirtækisins Frjálst Framtak h.f., varðandi útgáfu íþróttablaðsins. Sam- kvæmt samningum verður full- trúi Í.S.I. áfram ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins, en Frjálst Framtak hf., tekur að sér að annast um útgáfu blaðsins á sinn kostnað, svo sem prentun, umbrot, prófarkalestur, mynda- mótagerð, bókband, dreifingu og innheimtu blaðsins, svo og sölu og innheimtu auglýsinga. A sama hátt renna tekjur vegna áskrifta- gjalda og seldra auglýsinga til Frjáls Framtaks hf. Allt frá þvi að tþróttablaðið hóf göngu sina hefur fjárhagslega hlið útgáfunnar verið vandamál og stundum hefur útkoma blaðs- ins legið niðri um lengri eða skemmri tima af þeim sökum. Með þessa staöreynd i huga tekur I.S.t. upp samstarf við Frjálst Framtak hf. Fyrirtækið hefur einkum lagt fyrir sig að annast um útgáfustarfsemi og starfsfólk þess tileinkað sér ýmsa þekkingu og reynslu, sem er þýð- ingarmikið atriði. Allt sem lýtur að dreifingu og sölu, auglýsinga- söfnun og áskriftasöfnun þarf aö vinnast af æfðu starfsfólki og með skipulögöum hætti ef vel á að vera. Við þessar breytingar mun tþróttablaðið stækka um allt að helming og áformað er að fjór- falda áskrifendafjöldann. Slik stækkun blaðsins og útbreiðslu- aukning gefur vissulega aukinn möguleika i efnisvali, sem iþróttahreyfingin i landinu þarf að nýta sem bezt, enda mun lögð á það áherzla að hafa efni þess sem fjölbreyttast og við flestra hæfi. Blaðið mun koma út eigi sjaldnar en 6 sinnum á ári. Þessi samstarfssamningur gildir frá 1. -febrúar 1973 til 31. desember 1977. FELLUR ÞOR NIÐUR I 2. DEILD EÐA EKKI? í kvöld fæst úr þvi skorið hvaða lið verði liklegust til að falla niöur I 2. deild I körf uknattleiknum. Þá fara fram tveir þýðingarmiklir leikir einkum þó mun seinni leikurinn i kvöld hafa mikla þýðingu. Það er i Iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi sem þessir tveir leikir fara fram I kvöld. Fyrri leikurinn er milli Vals og Stúdenta, oghefst hann klukkan 19.30,en seinni leikurinn er milli HSK og Þórs, og hefst sá leikur klukkan 20,30. Fyrri leikurinn var á sinum tlma flautaður af og dæmdur Val tap- aður, þar eð meirihluti liðsmanna var veðurtepptur norður á Akur- eyri. Stúdentar hafa hinsvgar fallizt á að leika. Seinni leikurinn er algjör fallleikur. Tapi Þór, erliðið fallið, en vinni Þór á liöið möguleika á þvi að bjarga sér frá falli og jafnvel kemur til greina aukaleikur milli Þórs og HSK um fallið. Föstudagur 13. apríl. 1973,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.