Alþýðublaðið - 13.04.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 13.04.1973, Blaðsíða 11
KRÍLIÐ I William Terry &6NSKUR □ PfíRT /A'/V' sa-sr V£TtP ' ■ mjúkp GLuFfiN l/F/YRR B/ETiR VIÐ SORGI S/F£UT swnsr. f RtF R/LÞfí 'FHRt ÚK LRC,! _ SKfífi/Þ/ anv/ TÓNN Sfimnt VERU RHRR l&f /.ST TÓUA/ SfoKu/r\ FOL f VOKV /AW S'ftt- TtT/LL WM UPP H£FÐ r _ m Auglýsingasíminn okkar er 8-66-60 Hannie Caulder aftur á hlaupunum, festi aöra stigvélatána i efra þrepinu og datt endilangur niður á götuna, æpandi og óttasleginn. — Upp aftur1, fljótur! skipaði Emmett um leið og hann leysti sinn hest. Rafus brölti óstöðugur á fætur ringlaður af fallinu, stóð og litaðist um og reyndi að átta sig. — Komdu þér upp á hestinn, bölvaður aulinn þinn, grenjaði Emmett til bróður sins. — Ég finn hann ekki æpti Rufus á móti. — Finnur hann ekki! Hvernig i fjandanum er hægt að týna nokkru á stærð við hest, kálhaus- inn þinn! Rufus benti með fingri og var eldrauður i framan af bræði: — Það er af þvi að þú situr á honum, ræfillinn þinn! Emmett gaf frá sér griðarlegt andvarp og kinkaði kolli að dyr- um bankans. — Ég ætti að afhausa þig. Að fara að skjóta allt sundur þarna inni! — Farðu af hestinum minum áður en ég skýt af þér bölvaðan hausinn! æpti yngsti Clemensinn og veifaði haglabyssunni. Aðvörunarbjalla bankans tók nú að hringja hátt og snjallt svo undir tók i húsaröðunum sitt hvorum megin við götuna. — Þetta er minn hestur, fari i helv.. öskraði Emmett á móti af öllum kröftum þegar skothvellur kvað við inni i bankanum. Frank sneri hesti sinum burt frá tjóðurstaurnum. — Látið mig vita hvor ykkar hálfvitanna hefur betur, kallaði hann en rak svo upp öskur þegar annað skot kom frá bankanum og kúlan hæfði hann i aftanvert lærið. — Ég varð fyrir skoti! Fjandinn eg varð fyrir skoti, veinaði hann. Hann bölvaði eitthvað i viðbót, en blótsyrðin drukknuðu i skot- hrið sem hófst meðfram endi- langri götunni. Litlir reykjar- hnoðrar hófust upp frá gluggum og spýttu reiðilegum rykstrókum kringum sparkandi hófa hestanna þriggja. Bærinn hafði verið vak- inn harkalega af svefndrunga sin- um og það hafði tekið bæjarbúa stundarkorn að bregða við. Lögreglustjórinn, sem enn var hálfsofandi, skaut úr sundinu sem var á milli skrifstofu hans og hesthússins. Hesthúseigandinn stráði kúlnaregni yfir bankann frá hlöðulofti sinu. 1 glugga litils húss lyfti gömul kona fornfáleg- um hólki og hleypti af. Byssan sprakk og þeyttist úr höndum hennar útum gluggann og niður á götuna. Með annan fótinn i istaðinu á eirðarlausum hesti sinum, reyndi Rufus að hlaða aftur haglabyss- una og þurrkaði sér um leið i si- fellu um nefið á skitugri frakka- erminni. Bróðir hans Emmett skaut sem óður væri i allar áttir, á meðan hestur hans snerist um sjálfan sig. Hann hafði engan tima til að miða, skaut meir til að rugla en til að drepa og ein kúlna hans hæfði klukkuna i kirkjuturn- inum svo söng við yfir húsaþök- unum i Woodward. Séra Rogers hafði verið of niðursokkinn i samningu sunnudagsræðunnar til að heyra skothriðina öðruvisi en sem fjarlægt snark. En klukkna- hringingin var nær og hann leit upp skelkaður. Fyrir utan skaut Frank jafn óðslega og Emmett, skellti i sifellu á sundurskotið læri sitt afmyndaður i framan af sárs- auka. — Hættu að blæða bölvað svinið! æpti hann að staðnum sem kvaldi hann. Lögreglustjórinn hafði tæmt marghleypuna sina og hentist nú inn i skrifstofuna, þar sem hann leitaði bölvandi og ragnandi i skrifborðsskúffum eftir lykli að rifflagrindinni, sem fest var á einn vegginn. Hann fann lykilinn loksins og kjagaði þungstigur yfir skrifstofuna og hreytti úr sér nýrri formælingarunu þegar lykillinn vildi ekki snúast i afgömlum, litt notuðum hengi- lásnum. A götunni smellti Rufus hagla- byssunni aftur og hleypti af öðru hlaupinu i átt til kirkjunnar, þar sem séra Rogers hafði birzt i hvelfdum dyrunum. Rufus hæfði ekki skotmark sitt, veifaði byss- unni og tók i hinn gikkinn, en greip andann á lofti af skelfingu þegar hann sá árangurinn af þvi skoti. Emmett glápti illilega á yngsta bróöur sinn útundan barðinu á hálfónýtum kúluhattin- — Komum okkur úr þessum bæ! skipaði Emmett og stöðvaði hringferðirhestsins, rak hælana i siður hans svo dýrið fór á hraða- stökki niður götuna. — Biddu eftir mér, bölvaður drjólinn! kallaði Frank og þeysti á eftir Emmett, enn lemjandi sig á sært lærið. Rufus var nokkra stund að átta sig á að hann hefði verið skilinn eftireinn til að mæta reiði bæjar- búa. Byssan hans var tóm og nef- rennslið var verra en nokkru sinni. Hann dró ermina yfir votar nasirnar og keyrði hest sinn áfram. — Skiljið mig ekki eftir! öskraðihann. — Emmett! Frank! Kúlnaregn fylgdi honum eftir þegar hann reyndi að mjókka bilið milli sin og bræðra sinna og hann var að hverfa i rykskýiö er lögreglustjórinn með riffil í hendi kom hlaupandi út í dyrnar á skrif- stofu sinni. Allir reiðmennirnir voru komnir vel út úr bænum, löngu horfnir úr skotmáli. ■ ■■■■*■■■■*■■■■■■■■■■• ■ ■ ■ ■ : Áskriftarsíminn er : ■ ■ 86666 EINÁVAKT..? Ej til vill t’in fárrn úr hópi náinssyslra, sem nú shtndar hjúkrunarstörj. . Knýjaitdi pörf er fyrir hjúkrunarkonur uni fiessar ntiindir við Grensásdeild Borgarspitulaus og aðrar deildir haiis. Getið ÞÉR lagt málinu lið? Hálfs dags starf er einnig þegið rneð þökkinn. Vinsamlega gefið yður fratn við forstöðukonu Borgarspitalans í síma 81200. aðeins nokkra dropa og.... Föstudagur 13. april. 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.