Alþýðublaðið - 13.04.1973, Blaðsíða 3
Bréf sjómannanna til ríkisstjórnarinnar
18 SKIPSHAFNIR SEGJA
GÆZLUNNITIL SYNDANNA
„Til rikisstjórnar tslands.
Við undirritaðir togaraskip-
stjórar, staddir á miðUnum út af
Sv-landi, viljum lýsa yfir megn-
ustu óánægju okkar yfir þvi,
hvernig á málum er haldið, hvað
áhrærir vörzlu hinnar nýju fisk-
veiðilögsögu. Vildum við skora á
rikisstjórnina að hún hlutist til
um að landhelgin verði varin af
méiri hörku en gert hefur verið
hingað til. Það er kunnara en frá
þurfi að segja að brezkir og þýzk-
ir togarar hafa stundað veiðar
Loks.
loks.
• •
Oruggar
eldspýtur
Hættulausar eldspýtur eru nú
loksins komnar i verzlanir. Þær
eru sænskar, og kosta kr. 4.20 i
smásölu, litiíl stokkur. Um langt
árabil hafa aðeins fengizt pólskar
„Dreka”-eldspýtur og tékknesk-
ar „Grýtu”-eldspýtur, sem iðu-
lega valda mönnum gremju og
tjóni, þegar logandi neistar frá
þeim hrökkva i föt, eða önnur
verðmæti.
„Jarð-
skjálfta-
kippirnir”
eru
sprengi-
drunur
Undanfarið hefur borið á þvi að
fólk telur sig hafa fundið jarð-
skjálftakippi á Reykjavikur-
svæðinu. Að sögn Ragnars
Stefánssonar jarðskjálftafræð-
ings, hafa engar hræringar mælzt
hjá Veðurstofunni. Ragnar sagöi
að skýringin gæti hins vegar verið
sú, að hljóðbylgjur bærust hingað
frá sprengingum varnarliðs-
manna á gömlu sprengiefni, en
þær fara fram á Miðnesheiði. I
kyrru veðri eins og undanfarið,
gætu borizt hljóðbylgjur sem
væru ekki ósvipaðar jarðskjálfta,
en koma ekki fram á mælum.
Þá sagði Ragnar að fyrir
nokkrum dögum hefði mælzt
jarðskjálftahrina suðvestur af
Eldey. Stóð hún i 2-3 klukku-
stundir. Hörðustu kippirnir
mældust3,7 stig á Richterkvarða.
sinar innan hinnar nýju fiskveiði-
marka á hverjum tima, eins og
þeim hefur bezt þótt henta hverju
sinni og hagað veiðiskap sinum
eins og 50 milna útfærslan hafi
aldrei átt sér stað.
Þvi er ekki til að dreifa að
brezkir og þýzkir togarar hafi
haldiðsig eingöngu i hópum innan
hinnar nýju fiskveiðilögsögu.
Þeir hafa sézt til og frá, eitt og
eitt skip i leit að fiski og að veið-
um, eins og þeir geröu áður en
útfærslan átti sér stað. Brezk og
þýzk eftirlitsskip ásamt togurun-
um hafa þverbrotið alþjóða sigl-
ingareglur, gerðar hafa verið til-
raunir til ásiglinga og allskonar
dólgshætti haldið uppi af þeirra
hálfu, svo sem þegar dráttarbát-
urinn Statesman hélt uppi gróf-
legum tilburðum við b/v Þorkel
Mána á sunnudaginn var.
] Við þetta verður ekki unaö og
l kallar þetta á öruggari gæzlu
varðskipa. Aö okkar dómi er það
ekki nóg að varðskipin renni yfir
fiskislóðina, þar sem brezkir og
þýzkir togarar eru að hrella is-
lenzk, veiöiskip, klippa aftan úr
einu eða fleiri skipum og stima
siðan i burtu. Þvi þegar varðskip-
in eru farin, þá hefst eftirleikur-
inn. Það er vitaö mál að gagns-
laust er að klippa á vira veiðiþjóf-
anna i eitt einasta skipti, þar sem
sá sem klipptur hefur verið þarf
aðeins að liggja nokkrar klukku-
stundir meðan verið er að slá
undir nýju veiðarfæri, og getur
svo hafið veiðarnar á ný óáreittur
á sömu slóðum svo sem dæmi eru
fyrir. Enskur togari sem klippt
var aftan úr i Grindavikurdýpi
s.l. sunnudag, lá aðeins i nokkrar
klukkustundir við aö slá undir
nýjum veiðarfærum, siöan hefur
hann stundaö veiöar óáreittur
með flotanum. Okkur hefur skilizt
á varðskipsmönnum að þeir hafi
takmarkað vald til aö beita sér
gagnvart veiðiþjófunum. Teljum
við að það vald þyrfti aö auka, þó
fyrr hefði verið, og hvetjum til
róttækari aögerða. Einnig vildum
við benda á að tiltækir væru menn
i landi til aö leysa varðskipsmenn
af hólmi i frium þeirra, svo skipin
þurfi ekki að tefjast i höfn af
þeim sökum, þar sem yfirdrifin
verkefni eru fyrir hendi á miðun-
um, ef vel á að vera aö staðið.
Nú i dag hafa brezkir og þýzkir
togarar streymt á veiöisvæðin við
Suðvesturland. óskum við ein-
dregið eftir þvi að þessum skipum
verði stuggað út fyrir fiskveiði-
lögsöguna og öllum tiltækum ráð-
um beitt i þeim efnum. Svo is-
lenzk skip geti stundaö veiðar sin-
ar óáreitt.
Okkur stendur ógn af þvi þegar
vorgangan kemur út af Vestfjörð-
um, þar hafa á annaö hundrað
brezkir og þýzkir togarar stundað
veiðar sinar undanfarin ár, svo og
við Norður- og Austurland, og
gera það aö sjálfsögðu á komandi
voru, ef sama linkind verður á
höfð og hingað til hefur verið sýnd
i vörzlu hinnar nýju fiskveiöilög-
sögu.
Það kom berlega i ljós á dögun-
um hversu gjörsamlega þeir
hunza viðleitni okkar til aö verja
landhelgina þegar floti þýzkra og
brezkra togara fóru inn i hólfið
á Selvogsbanka, þar sem öll veiði
er bönnuö og mokfiskuðu þar. Aö
okkar dómi er vart hægt að sýna
Islendingum meiri ruddaskap og
litilsvirðingu. Af marggefnu til-
efni viljum viö alvarlega itreka
það aö gæzlan láti meira að sér
kveða, en hingaö til hefur veriö og
öllum veiöiþjófum stuggað með
róttækum aðgerðum út úr hinni
nýju fiskveiðilögsögu tslendinga.
Skipstjóri á
Skipstjóri á
Skipstjóri á
Skipstjóri á
Skipstjóri á
Skipstjóri á
Skipstjóri á
Skipstjóri á
Skipstjóri á
Skipstjóri á
Skipstjóri á
Skipstjóri á
mundssyni.
Skipstjóri á
Skipstjóri á
Skipstjóri á
Skipstjóri á
Skipstjóri á
Skipstjóri á
b/v Hólmatindi.
b/v Mal.
b/v Vestmanney.
b/v Oranusi.
b/v Freyju.
b/v Haröbak.
b/v Vlking.
b/v Karlsefni.
b/v Ögra.
b/v Dagný.
b/v Þorkeli Mána.
b/v Júliusi Geir-
b/v Guðbjarti.
b/v Kofra.
b/v Svalbaki.
b/v Hjörleifi.
b/v Sólbaki.
b/v Narfa.
íi
ÞETTA
GERÐIST
LIKA ...
MENNTAMALA-
RÁÐSSKÍFA
Fyrsta hljómplatan, sem
Menntamálaráð íslands gefur
út, er væntanleg á markaðinn
bráðlega. A þeateari plötu leikur
Rögnvaldur ^igurjónsson
pianóverk eftir Pál Isólfsson,
Leif Þórarinsson og Atla Heimi
Sveinsson. Til hljómplötuútgáfu
á árinu ætlar ráðið að veita 300
þús. krónum.
MILLJÓN-
IRNAR FÓRU
EKKI LANGT
Milljónirnar fjórar, sem
dregnar voru út í 4. flokki Há-
skólahappdrættisins féllu ekki
langt frá eikinni að þessu sinni,
þvi þrjár þeirra komu á miða i
borginni, en sú fjórða fór ekki
lengra en i Hafnarfjörð. Lukku-
númerið var 19780.
200,000 krónur komu á númer
11997. Tveir miðar af þvi númeri
voru seldir i Aðalumboðinu i
Tjarnargötu 4, einn á Akureyri
og sá fjórði á Hvammstanga.
SVANUR MEÐ
BRASSBAND
Nýr stjórnandi hefur tekið við
Lúðrasveitinni Svani, Lárus
Sveinsson. A laugardaginn
klukkan 15 heldur Svanur sina
fyrstu tónleika undir hans stjórn
i Háskólabiói. A efnisskránni
eru 13 lög, og verða sum þeirra
einungis leikin á málmblásturs-
hljóðfæri og þar með myndað
„Brassband”. Koma þar 12 pilt-
ar úr Mosfellssveit Svansmönn-
um til aðstoðar.
TILBOÐ í
SIGÖLDU
I dag verða opnuð tilboð i
byggingahluta Sigölduvirkjun-
ar. Kostnaðurinn við þennan
hluta virkjunarinnar mun
skipta hundruðum milljóna. Bú-
izt er við þvi að einhver islenzk
fyrirtæki muni verða i hópi
þeirra sem bjóða i verkið.
I byggingahlutanum er inni-
falin gerð allra mannvirkja við
Sigöldu, svo og jarðvinna öll. Er
þetta geysimikið verk og áætl-
aður kostnaður nemur hundruð-
um milljóna. Aður hafa verið
opnuð tilboð i vélar og rafkerfi
virkjunarinnar.
KIRKJAN
HJÁLPAR
Aðalfundur Hjálparstofnunar
kirkjunnar var haldinn fyrir
stuttu. Þar kom fram, að út-
gjöld stofnunarinnar vegna
Vestmannaeyjagossins nema
nú 10 milljónum króna.
Formaður stjórnar Hjálpar-
stofnunarinnar er Jón Kjartans-
son forstjóri.
AA-DAGURINN
LANGI
A föstudaginn langa, 20. april,
1973 minnast A.A. samtökin á
Islandi 19 ára afmælis sins með
opnum fundi i Safnaðarheimili
Langholtssóknar, klukkan 9 e.h.
Stofnfundur þeirra var haldinn
þann dag, 16. april, 1954. Æ sið-
an hafa þau minnzt afmælis sins
á föstudaginn langa.
Heimakynn-
ing svarar
„Herra ritstjóri.
I blaði yðar i morgun er for-
siðufrétt með stórri fyrirsögn
„Varið ykkur á Oraflame” —
„Snyrtivörur sem valda út-
brotum”. Grein þessi, sem
augljóslega er rituð i þeim tll-
gangi einum að ófrægja ein-
staka vörutegund er vægast
sagt heldur furðuleg og full af
missögnum. Tilgangurinn
með þvi aö slá fram órök-
studdum fullyrðingum af
þessu tagi er vandséöur hjá
fjölmiðli, sem vill telja sig
sérlega bundinn neytenda-
vernd og neytendaupplýsing-
um. Fyrsta missögnin i
greininni er sú, að hér sé um
sérlega ódýrar vörur að ræða,
svo er þvi miður ekki, en við
dreifingu á vörunni er farin
önnur leiö en að eyða fé i aug-
lýsingar. Viðskiptavinirnir fá
sjálfir að reyna vöruna áður
en þeir kaupa hana og ganga
úr skugga um notagildi
hennar. Þessi dreifingarað-
ferð hefur leitt af sér lægri
dreifingarkostnað og þar meö
lægra vöruverð. Það er mis-
skilningur að vörur þessar séu
norskar. Þær eru framleiddar
i Bretlandi og Sviss. Og loks er
sú fullyröing að smásölu-
verzlanir vilja ekki vöruna
helber ósannindi — smásölu-
verzlanir fá ekki vöruna til
sölu.
Þá er eftir það sem alvar-
legast er við þessa grein þ.e.
fullyrðing blaðsins um að
vörur þessar valdi viötækum
húðskemmdum og óeðlilegu
ofnæmi. Blaðamanninum
hefði veriö i lófa lagið að leita
sér upplýsinga hjá húðiæknum
um áhrif snyrtivara almennt á
húð þeirra sem þær nota og
jafnframt fá upplýsingar um
hvort húðskemmdir hefðu
vaxið óöfluga i samræmi við
notkun ORIFLAME vara.
Vörur þessar eru framleiddar
undir ströngu eftirliti, sem
hinar Norðurlandaþjóðirnar
hafa látið sér nægja og i Svi-
þjóö er svo komið að þessar
vörur seljast mest allra
snyrtivara. Og þar liggur
sjálfsagt hundurinn grafinn,
að vörurnar, sem eru bæði
góðar, kannske nokkuð
ódýrari i aurum og kynna sig
sjálfar við prófun viðskipta-
vinanna eru að sanna „nota-
gildi sitt” með vinsældum sin-
um.
Það sem að baki liggur er
auðvitað sú staðreynd, að
dreifingaraðferðin hefur
reynzt svo vinsæl, að kaup-
menn eru uggandi um sinn
hag. Þetta hafa þeir sýnt með
beiðnum um rannsókn á bók-
haldi og verzlunarleyfum
okkar og útbreiddum áróðri
um vörur okkar. En viö erum
þess fullviss, að gæði varanna
munu reka allan óhróður heim
til föðurhúsanna og munum
þessvegna ekki á þessu stigi
gera reka að málsókn á
hendur blaðinu eða öðrum,
sem reynt hafa að ófrægja
okkur. En hversu lengi þolin-
mæði okkar endist er óvist.
Með fyrirfram þökk fyrir
birtingu i blaði ykkar.
Heimakynning
Inga Holdö”
STOFNUNIN SVARAR FYRIR SIG
„Að gefnu tilefni i frétt er birt
hefur verið i útvarpi og dag-
blöðum að tilhlutan hr. Sigfinns
Sigurðssonar, framkvæmda-
stjóra Samtaka sveitarfélaga i
Suðurlandskjördæmi, vill fram-
kvæmdaráð Framkvæmdastofn-
unar rikisins taka fram eftir-
farandi:
1. Það er með öllu rangt að
Framkvæmdastofnun rikisins
hafi neitað að taka þátt i kostnaði
við gerð svonefndarar „Suður-
landsáætlunar.”
Sambandi sveitarfélaga i
Suöurlandskjördæmum voru á
s.l. ári greiddar úr Byggðasjóði
500 þús. kr. til þessarar áætlunar-
vinnu samkvæmt ákvörðun
stjórnar stofnunarinnar og i sam-
ræmi við itrustu heimildir i lögum
um slikar greiðslur til landshluta-
samtaka.
A yfirstandandi ári mun Sam-
band sveitarfélaga i Suðurlands-
kjördæmi fá greiddar frá
Byggðasjóði i sama skyni 640 þús.
kr. og er sú greiðsla einnig i sam-
ræmi við itrustu heimildir i lögum
til slikra greiðslna.
2. 31. gr. laga um Fram-
kvæmdastofnun rikisins, er um-
ræddar heimildir byggjast á er
svohljóðandi:
„Stjórn Byggðasjóðs er heimilt
að greiða landshlutasamtökum
sveitarfélaga af fé sjóðsins sem
svarar 3/4 — þrem fjórðu hlutum
— af árslaunum starfsmanns, að
þvi tilskildu, að hann vinni aö
undirbúningi og gerð áætlana
fyrir viðkomandi iandshluta I
samvinnu við áætlanadeild.”
3. Fjárkröfur á Framkvæmda-
stofnun rikisins, fram yfir það er
að framan greinir, eru ekki á
rökum reistar og styðjast ekki
veið neinar heimildir i lögum.
Þetta hefur framkvæmdaráð tjáð
framkvæmdastjóranum.
Engum forráðamanna annarra
landshlutasamtaka hefur heldur
komið til hugar að bera fram
slikar kröfur eða málaleitanir,
enda þótt þau vinni að sjálfsögðu
að hliöstæðum verkefnum i sam-
vinnu við áætlanaframkvæmd
Framkvæmdastofnunarinnar.”
o
Föstudagur 13. apríl. 1973.