Alþýðublaðið - 13.04.1973, Blaðsíða 12
Auglýsingasími
Alþýðublaðsins
er 86660
KOPAYOGS APÖTEK
Opið öll kvöld tii kl. 7,
nema laugardaga til
kl. 2, sunnudaga milli
kl' 1 09 3'Simi40102.
ÚRGANGSEFNIN ATU
RÆSID í SUNDUR
Enn ein mengunarstían
við bæjardyrnar er Vífils-
staðalækurinn i Garða-
hreppi, en lækurinn og
umhverfi hans er eitt vin-
sælasta leiksvæði barna i
Garðahreppi.
Víöa rennur skolp og óþverri
út i lækinn, en þó keyrir um
þverbak þar sem skolplögn frá
Sápugerðinni Frigg kemur út i
hann. Sú skolplögn opnast
meira að segja langt frá lækn-
um og rennur skolpið góðan spöl
eftiropnum farvegi áður en það
blandast vatninu i læknum.
Er hinn mesti óþrifnaður af
MENGUN
VIÐ
BÆJAR-
DYRNAR
skolpi þessu og leggur megna
sápulykt upp úr þvi, enda freyð-
ir lækurinn þar sem skolpið
kemur út i hann. Umhverfi
verksmiðjunnar er hinsvegar
snyrtilegt og virðist ekkert að-
finnsluvert fyrr en kemur að
þessu atriði.
Er lækurinn orðinn svomeng-
aður að ekki þrifast þar einu-
sinni hornsili, en áður þreii'st
þar fiskalif langt uppeftir lækn-
um.
Að sögn náttúrufræðinga eru
þau efni sem renna frá verk-
smiðjunni mjög skaðleg náttúr-
unni, og brotna ekki niður i
frumefni er þau blandast vatn-
inu i læknum og sjónum.
Reyndar má sjá skaðsemina á
gróðri bakkanna og i botni.
Tekur lækurinn greinilega
breytingum til hins verra neðan
við ræsið frá Frigg, svo ekki er
um að villast aö það er aðal-
mengunarvaldurinn.
Einnig liggur járnarusl, ann-
að drasl og tægjur úr plastpok-
um úti i læknum og rotna þar, til
hinnar mestu óprýöi og meng-
unar.
Greinilega má sjá litaskil þar
sem lækurinn rennur út i sjóinn,
enda er hann þar likari sápu-
vatni en bergvatni.
Sem sæmi um hversu sterk
efni renna um ræsið frá Frigg út
I lækinn, má nefna að fyrir ári
varð að endurnýja ræsið þar
sem hin sterku efni höfðu étið
það i sundur.
BORGIN
BJARGAR
DYRUNUM
Nú er fengin lausn á þeim
vanda Sædýrasafnsins sem
Alþýðublaðið vakti athygli á fyrir
skömmu. Borgarráð hefur sam-
þykkt að leggja fram átta
milljónir til safnsins, svo ljóst er
að framtið þess er tryggð.
Framkvæmdastofnun rikisins
hafði gert tillögu um
uppbyggingu safnsins, sem gerði
ráð fyrir þvi að rikið legði fram
átta milljónir. Reykjavikurborg
átta milljónir og önnur sveitar-
félög á Reykjanesi fjórar
milljónir. Rikið og sveitarfélögin
að Njarðvikurhreppi undanskild-
um svöruðu strax játandi, en
borgin dró að svara. Eins og kom
fram i frétt blaðsins, stóð til að
loka safninu i haust, fengist ekki
jákvætt svar frá borginni.
Framlag borgarinnar er bundið
þvi skilyrði, að skólabörnum
verði veittur afsláttur þegar þau
skoða safnið á vegum skóla
borgarinnar i fylgd skólastjóra
eða kennara.
LISTAMENN í
SKATTFRJÁLSUM
VINNUSTOFUM?
,,Ég held, að engin borg i
heiminum hafi ennþá undanþegið
vinnustofur listamanna
BREIDHOLT II: EINBVLISHUSIIM
FÆKKAB EN BLOKKUM FJfiLGAB
1 sumar á loksins að hefjast
handa við byggingu Breiðholts II,
en þvi hverfi hefur verið valinn
staður fyrir suðvestan Breiðholt
III, og verður það nefnt Selja-
hverfi. I upphafi var gert ráð
fyrir, að þarna yrðu eingöngu ein-
býlishús, en fyrir skömmu fékk
stjórn verkamannabústaða út-
hlutað svæði fyrir blokkir uppi á
hæðinni, en nokkur einbýlishús
verða þar fyrir neðan.
1 Seljahverfi er gert ráð fyrir
308 ibúðum i fyrsta áfanga, og
verður byrjað að grafa fyrir hús-
unum i sumar og ljúka þeim i árs-
byrjun 1975 Það er stjórn verka-
mannabústaða, sem sér um
Otlit er fyrir mikla loðnu-
gengd á næstu vertið, en þó ekki
eins mikilli og nú i ár. Þá er
fiskifræðingar bjartsýnir á
mikla loðnugengd I það minnsta
næstu 2-3 árin.
Hjálmar Vilhjálmsson fiski-
fræðingur hefur nú lokið at-
hugunum sinum á ókynþroska
loðnu fyrir norðan og austan, en
af magni hennar má nokkuð
ráða loðnugengd næstu
vertiðar.
Athuganir Hjálmars gáfu til
kynna mikið magn ókynþroska
loðnu við landgrunnsbrún
norður af Langanesi og
suðureftir brúnni. Þó fannst
ekki eins mikið magn og þegar
athuganir voru gerðar um
svipað leyti i fyrra.
Hjálmar hefur undanfarna
daga athugað magn kolmunna
austur af landinu en litils orðið
var. Aftur á móti hefur verið
ágæt kolmunnaveiði undan
Irlandsströndum, og verið
getur, að islenzkir bátar haldi
þangað til veiða.
NOG
LOÐNA
NÆSTU
ÁRIN?
byggingu þessara húsa, en sam-
kvæmt lögum frá 1970 tekur hún
við af Framkvæmdanefndinni, en
hún lýkur störfum, þegar sjötti
áfangi bygginga þeirra i Breið-
holti er búinn.
Söluskilmálar stjórnar verka-
mannabústaða verða svipaðir og
Framkvæmdanefndarinnar, og
skilar hún byggingunum fullfrá-
gegnum til kaupenda. Skilmálar
til að fá keyptar ibúðir eru einnig
þeir sömu þ.e. að viðkomandi séu
i verkalýðsfélagi innan ASI.
Samkvæmt lögunum, sem sam-
þykkt voru 1970 hóf borgin þegar
að leggja til hliðar fé til fram-
kvæmdanna, og nú er til það
mikið fé, að frarnkvæmdirnar
eiga að geta gengið mjög fljótt
fyrir sig. Heimilt er, að sveitar-
félögin leggi til hliðar allt að 1200
krónum á ibúa á ári, og leggur
rikið þá jafn mikið á móti.
fasteignaskatti, og mér fyndist
vel til fundið, að við riðum þar á
vaðið i tilefni af 1100 ára afmæli
Islands byggðar”, sagði dr.
Gunnlaugur Þóröarson í viðtali
við Alþýðublaðið i gær, en hann
hefur lagt fyrir Borgarráð bréf
þar, sem hann fer þess a Ieit, að
fasteignaskattar á vinnustofum
listamanna verði afnumdir.
Gunnlaugur fékk þvi fram-
gengt, að fasteignaskattar voru
lækkaðir á vinnustofu Asmundar
Sveinssonar myndhöggvara úr
196 þúsund krónum i tæplega 70
þúsund krónur. ,,En mér fyndist,
að Asmundur ætti ekki að borga
meira, en sem nemur fasteigna-
sköttum fyrir þiggja herbergja
ibúðinni, sem er i húsinu hans,”
sagði Gunnlaugur.
Og nú vill Gunnlaugur stiga
skrefið til fulls og gera vinnu-
stofur allra listamanna skatt-
frjálsar. Hann nefndi ýmsa lista-
menn sem nú eru að berjast við
aðkoma sér upp vinnustofum, og
ennfremur benti hann á þá mögu-
leika, að erlendir listamenn fáist
til að setjast hér að. Þar nefndi
hann hljómleikasal Askhenazys,
en listamaðurinn verður vafa-
laust að greiða m jög mikla skatta
af honum að óbreyttu ástandi.
FYRIRHEIT
Borgarráð hefur samþykkt að
gefa Sjálfstæðisflokknum fyrir-
heit um lóð á horni Skipholts og
Bolholts.