Alþýðublaðið - 03.05.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.05.1973, Blaðsíða 1
•Börn brunnu Fimm smábörn fór- ust, þegar eldur brauzt út i leikskóla i Glasgow í gær. Þau sem fórust voru þrir bræbur og leiksyst- kini þeirra, drengur og stúlka. 011 voru börnin innan viö fimm ára ald- ur. Tveir fullorönir slösuöust litillega i brunánum, aö þvi er fréttastofan Reuter skýröi frá I gær. alþýöu 99. tbl 1973. 54. órg. mtud Sir Alec og Einar Agústsson hittast í Strasbourg Leysa Sir Alec Douglas- Home og Einar Ágústsson þaö sem óleyst kann aö vera úr samningaviöræö- unum þegar þeir hittast i Strasbourg i Frakklandi um miöjan mánuöinn? Þar mun Sir Alec vera I forsæti fyrir fundi utan- rikisráöherra Evrópu- ráösrikjanna, sem hefst hinn 14. mai en Einar Agústsson num hefja um- ræöur ráöhcrra um efna- hagsmál, dagana 16. og 17. Aö öllum likindum munu ráöherrarnir tveir ciga viöræöur i Stras- bourg, hvort sem þær veröa formlegar eöa ó- formlegar — og í gær-. kvöldi leiddi brezk sjón- varpsstöö getur aö þvi aö nú væri undirbúiö aö þeir hittust þá og ræddust viö. Viöræöurnar sjálfar hefjast hins vegar i Reykjavik i dag, og þaö er laföi Tweedsmuir, aö- stoöarutanrikisráöherra, sem er ifararbroddi fyrir brezku viöræöunefndinni. Hún kom hingaö til lands i gær. Laföi Tweedsmuir, aö- stoðarráöherra kom i gær til landsins, ásamt fjöl- mennu fylgdarliöi. Þaö vakti athygli, aö i aö- stoöarmannaliöi laföinn- ar var aö finna þá Charles Hudson, formann félags togaraeigenda, Timmy Nunn, forsvarsmann fé- lags skipstjóra og David Shenton, formann sam- taka fiskimanna i Bret- landi. Laföi Tweedsmuir sagöist aöspurö ekki geta um þaö sagt, hvort hún heföi meöferöis nýjar til- lögur i deilunni, þaö kæmi i Ijós. Hún kvaöst vongóö um aö samningar tækj- ust, og sagöist setjast aö samningaboröinu meö þvi hugarfari aö semja. Aöspurö um framkomu brezku togaranna á miö- unum aö undanförnu, sagöist hún vita til þess aö togaramenn og skips- menn varöbátanna væru orönir óþolinmóöir, og þvi geröu þeir kannski hluti sem þeir ættu ekki aö gera. Viðræöurnar hefjast i Reykjavik i dag, og verða ráðherrarnir Einar Agústsson, Lúövik iósepsson og Magnús Torfi Ólafsson i fyrirsvari íjá islenzku bráöabirgöa- ■amninga sem bildi fram íö Hafréttarráöstefnu iameinuöu þjóöanna, en iö þeir telji ekki koma til nála aö viöurkenna 50 nilna landhelgi vib ts- and. Ekkert daga- spursmál „Það er ekki um neitt dagaspursmál aö ræöa til vals á eftirmanni Hannibals i ráöherra- embætti og þvi munum við taka okkur allan þann tima, sem þarf til þess aö ganga frá málinu”, sagöi Björn Jónsson, aiþ.m., þegar Alþ.bl. ræddi viö hann i gærkvöldi. Þingflokkur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna hélt fund i gær til að ræða þá tilkynningu liannibals Valdimarsson- ar að hann vildi losna úr ráðherrastóli. Björn Jónsson sagði i viðtalinu við Alþ.bl. i gærkvöldi, að málið hefði verið rætt i þingflokkn- um, en ekkert var ákveð- ið. • Á rauðu Umferðaryfirvöld í Noregi hafa lagt fram tillögu til breytinga á umferðarlöggjöfinni, þar sem m.a. er lagt til, aö fólki veröi bannaö aö fara yfir götu á móti rauðu ljósi, aö viölögö- um sektum. Nú leyfa reglurnar fólki aö fara yfir á rauöu sé það ekki til trafala fyrir bíla I umferöinni. „15 ára starf okkar eyðilagðist á fáum mínútum 12—15 þúsund grenitré í skógræktargirðingu brunnu „Það er hryllilegt að sjá eyðileggjast 14 eða 15 ára starf okkar hjón- anna, mér liggur við að segja á nokkrum minút- um”, sagði Guðrún Jónsdóttir, eiginkona Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra, þeg- ar Alþýðublaðið hafði samband við hana vegna bruna skótæktar- girðingar þeirra hjóna suður við Hafnarfjörð. barna eyðilögðust 12—15 þúsund grenitré, sem sum hver voru orð- in tveggja til þriggja metra há. Hákon er erlendis og hefur þvi ekki frétt af atburðinum ennþá, en „hann er svo bjartsýnn, að ég veit að hann byrj- ar strax að byggja upp skógræktarreitinn okk- ar aftur, — það er ekki likt honum að leggja ár- ar i bát”, sagði Guðrún. Það var flugmaður, sem varð fyrst eldsins var, og lögreglan i Hafnarfirði fékk til- kynningu um brunann kl. 14.40 i gær. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang var skógarreitur- inn alelda, og tók um þrjár klukkustundir að ráða niðurlögum elds- ins. Taliö er sennilegast að kveikt hafi verið i sinu, sem mikið var af þarna. Svörðurinn er nú allur sviðinn, en-trén standa ennþá græn. Skóg- ræktarfræðingar telja hinsvegar, að trén hafi engan möguleika á að lifa, en muni deyja smátt og smátt. Skömmu eftir að skökkvistarfi lauk var tilkynnt um eld i sinu á tveimur stöðum við Vifilsstaðavatn, og varð talsverður skaði á gróðri. Þá hefur slökkviliðið i Reykjavik orðið að berjast við sinubruna bæði i gær og fyrradag. t fyrradag kom upp eld- ur á þremur stöðum, Vatnsmýrinni, Blesu- gróf og Fossvogi, og i gær kom upp eldur i Sel- ásnum og læsti sig i fisktrönur. Einnig varð að slökkva eld, sem hafði kviknað i ösku- haugunum á Gufunesi. Að sögn lögreglu- stjórans i Reykjavik er alltaf mikið um sinu- bruna um þetta leyti árs, og má segja, að þetta sé eitt af vor- merkjunum. I flestum tilfellum er um að ræða ikveikju. „Stríðshanzkanum var varpað að SUFf' „Striöshanzkanum var varpaö að SUF”, sagði for- maður Sambands ungra framsóknarmanna, Elias S. Jónsson, i viðtali við Al- þýðublaðið i gær vegna at- burðanna á miðstjórnar- fundi Framsóknarflokksins þar sem hægri menn i flokknum gengu milli bols og höfuðs á vinstri armin- um og stefnumálum hans. „Við höfum rætt málin á sérstökum stjórnarfundum hjá SUF og munum halda þvi áfram”. Elias S. Jónsson sagði i upphafi, að hann teldi ekki rétt að ræða mikið um at- burðina á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins opin- berlega að svo stöddu. „Ég get þó sagt, að ég lit það, sem þar gerðist, mjög alvarlegum augum”, sagði hann. „Það er rétt, sem fram hefur komið, að ungir framsóknarmenn lögðu fyrir þennan miðstjórnar- fund ýtarlegar og málefna- legar tillögur i byggðamál- um, varnarmálum, skipu- lagsmálum flokksins og fleiri málaflokkum. 1 öllum þessum þýöingarmiklu málum kom til mikilla átaka og þótt ýmis stefnu- mál ungu mannanna væru samþykkt i útþynntri mynd, þá voru kjarna- punktarnir i þeim felldir. A það jafnt við um byggða- málin, varnarmálin og þýðingarmikla þætti i skipulagsmálum Fram- sóknarflokksins, þar sem stefnt var að auknu og beinna lýðræði”. Við ræddum hin nýju viðhorf á sérstökum ,stjórnarfundi i SUF á sunnudaginn og munum halda þeim umræðum áfram”.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.