Alþýðublaðið - 03.05.1973, Blaðsíða 12
alþýðu
\mm
Lögfræðiaðstoð
án endurgjalds
Oft er haft á orði að lögfræð-
ingastéttin selji þjónustu sina
ekki ódýrt — en hitt er líka til að
lögmenn veiti lögfræðilega aðstoð
án endurgjalds.
Gunnar Eydal, cand. jur. hefur
kynnt sér hiö siðarnefnda á Norð-
urlöndunum —-og á almennum fé-
lagsfundi Lögfræðingafélagsins,
sem haldinn verður i kvöld á
Hótel Holti, verður hann frum-
mælandi um þetta mál. Fundur-
inn hefst klukkan 20:30.
Gunnar mun gera grein fyrir
þörf almennings fyrir þessa
þjónustu, svo og reifa, hvernig
þessum málum er nú háttað hér
lendis. Þá mun hann skýra frá
starfsemi stofnana, sem sinna
þessu verkefni á Norðurlöndum.
Loks fjallar hann um hugmyndir
til úrbóta á þessu sviði hérlendis.
Síldin fær
liðsauka
Sildarrannsóknir i fyrra bentu
til þess, að árin 1973 og 1974 bætist
hinum marghrjáða islenzka
sumargotssildarstofni verulegur
liðsauki.ef ekki henda meiri hátt-
ar mistök á friðunaraðgerðum.
Frá þessu skýrir Jakob Jakobs-
son fiskifræöingur i grein i nýj-
asta heft Ægis. Rannsóknirnar
voru gerðar á sild sem hélt sig á
svæðinu frá Ingólfshöfða að
Hroilaugseyjum. Var um nokkuð
mikið magn ungsHdar að ræða, en
sú sild mun fyrst hrygna i ár og á
næsta ári.
Dunandi músík
fyrir kúnnann
Þeir sem eiga leið um Hafnar-
götuna i Keflavik þurfa ekki að
kvarta undan skorti á hljómlist.
Búið er að koma fyrir hátalara-
kerfum utan á tvær verzlanir, og
þruma þær poppi og annarri
dægurtónlist allan daginn.
Segja Suðurnesjatiðindi að
hljómíist þessari rigni jafh yfir
réttláta sem rangláta. Þetta mun
vera nýnæmi hérlendis, en hefur
tiðkast lengi erlendis.
Auglýsingasím
Alþýðublaðsin;
er 86660
KÓPAVOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7,
nema laugardaga til
kl. 2, sunnudaga milli
kl. 1 og 3's(mi4oio2.
SEND/BIL ASWÐIM HF
„VORUSKIPTAVERZLUN” A
BORGAR- OG SVEITABÖRNUM
Á kaffistofa arkitekta
eftir að biarga Torfunni?
Nú hefur Bernhöftstorfumálið
verið vakiö upp aftur, en I gær-
morgun gekk stjórn Torfusam-
takanna á fund Magnúsar Torfa
Olafssonar, menntamálaráð-
herra, og lofaði hann að ræða
við rikisstjórnina, en þó sér-
staklega fjármálaráöuneytið,
um að Torfunni verði gefið lif.
Guðrún Jónsdóttir arkitekt,
formaður Torfusamtakanna,
að rifa þau, snúist hugur, þegar
þeir sjá, hvað hægt er að gera
við þau,” sagði Guörún.
Ekki hefur verið ákveðið,
hvers konar starfsemi verður I
þessu húsi, fái Torfusamtökin
sitt fram, en rætt hefur veriö um
aö setja upp kaffihús. Til þess
hentar bezt húsið að Banka-
stræti 1, að sögn Guðrúnar.
Annars ræðst starfsemin af þvi,
sagði i viötali viö Alþýðublaðiö i
gær, að samtökin hefðu lýst sig
reiðubúin að taka að sér eitt
hús, fáist samþykktur fimm ára
leigusamningur, gegn þvi að
setja það i stand og koma þar
upp einhverri starfsemi. „Það
er engin von til þess, að fólki
geðjist að húsunum eins og þau
eru núna, en við erum bjartsýn
á, að þeim sem eru fylgjandi þvi
hvaða hús fæst, en það eina sem
er ákveðiö er að húsið verður
opnað almenningi, og þannig
hleypt lifi i það.
Nóg er af fúsum höndum i
Torfusamtökunum til aö endur-
reisa húsin. Auk arkitekta sagði
Guðrún, að allmargir iðnaðar-
menn séu þeim hliðhollir og
reiðubúnir til starfa.
Meðal nýmæla i sumarstarf-
semi Reykjavikurborgar fyrir
börn og unglinga verður nokkurs
konar „vöruskiptaverzlun” á
borgarbörnum og -sveitabörnum.
A vegum Æskulýösráðs Reykja-
vikur og Sambands sunnlenzkra
kvenna verður 40 borgarbörnum
gefinn kostur á að dveljast i þrjá
daga i júnimánuði á sveitaheimil-
um i Villingaholts- og Hraungerð-
ishreppum. Börnin eiga að vera á
aldrinum 10-12 ára, dvölin er
ókeypis, en ferðakostnaður er kr.
1 400,00. Þá skuldbinda þátttakend-
ur sig til þess að veita jafnöldrum
sinum úr sveitinni svipaða fyrir-
greiðslu i Reykjavik siðar — langi
þau til þess að skoða sig um i
borginni.
Annað nýmæli i sumarstarf-
seminni er starfræksla skólabáts
yfir sumarmánuðina. Er báturinn
fyrirhugaður til þjálfunarstarfa á
sjó og almennra veiði- og æfing-
arferða fyrir þátttakendur —
m.a. félaga Sigluness og stang-
veiðiklúbbs.
Þessar upplýsingar komu m.a.
fram i fréttamannafundi, sem
borgarstjóri, fræðslustjóri
Reykjavikurborgar og borgar-
verkfræðingur héldu i gær. Voru
þar fjögur mál á dagskrá: Sum-
arstarf barna og unglinga, upp-
bygging aðstöðu til útivistar á
Bláfjallasvæðinu, lifeyrissjóðs-
mál starfsmanna Reykjavikur-
borgar og ráðstefna höfuðborga
Norðurlanda, sem haldin verður i
Reykjavik á næstunni.
Söluturninn á Arnarhóli i Reykjavik hefur nú staðið ónotaður i
tæpt ár. Er hann aðeins farinn að láta á sjá, enda ekkert haldið
við. I sumar verður hann fluttur, en hvert?
„Það hafa komið fram margar hugmyndir um það hvað gera
eigi við turninn. Sú nýjasta er komin frá Ferðamálaráði, sem vill
setja hann upp á Lækjartorgi, og gera hann að upplýsingamiðstöð
fyrir ferðamenn. Þessi tillaga hefur fengið heldur dræmar undir-
tektir”, sagði Þórður Þorbjarnarson borgarverkfræðingur.
Þ.órður sagði, að i sumar yrði unnið að lagfæringum á Lækjar-
götunni, og þá yrði turninn fyrir. „Við flytjum hann i sumar, hvort
sem það verður á Lækjartorg, Bernhöftstorfuna, upp i Arbæ eða
einfaldlega i geymslu einhvers staðar.
Hann verður
fluttur -
en hvert?