Alþýðublaðið - 03.05.1973, Blaðsíða 6
Umferðin 1972: 23 létust, 5 eru algerir öryrkjar og 70 — 80 búa við einhverja örorku
Erindi Hauks
Kristjánssonar,
yfirlæknis á
Slysadeild
Borgarsjúkra-
hússins, flutt
á ráðstefnu
klúbbanna
Öruggur akstur
Á síöasta ári komu
1123 í Slysadeild
Borgarspitalans vegna
umferöarslysa. Sem
betur fer var margt af
þessu fólki litið sem
ekkert slasað, en því
miöur voru alltof
margir ílla farnir.
Átta voru látnir,
nokkrir hlutu varanleg
örkuml og fjölda-
margir máttu þola
miklar þjáningar og
voru óvinnufærir í
langan tima. Fjárhags-
legt tjón þori ég ekki að
gizka á i þessu sam-
bandi.
Sé þess gætt, að á
sama tíma. komu í
Siysadeildina um 28
þúsund manns, þar af
um 20 þúsund vegna
slysa, kunna menn að
lita svo á að hlutur
umferðarslysanna sé
ekki ýkja stór, eða tæp-
lega 5%, — en þess ber
að gæta, að verulegur
hluti stærstu slysanna,
þar á meðal dauðaslys-
anna, er einmitt inni-
falinn í þessum 5%.
Samkvæmt skýrslum um
tölur þeirra er slasast i
umferð árlega, sést að þeim
fjölgar stöðugt. Auðvitað
verður þá að hafa i huga
bæði vaxandi bila- og ibúa-
fjölda og verður þá útkoman
kannski eitthvað skárri en
virðist við fyrstu sýn — og
þó — getum við á hinni miklu
öld þekkingar, visindaafreka
og tæknimenningar sætt
okkur við stöðnun i þessum
málum eða jafvel afturför?
Nei, þvi fer fjarri. Tekizt
hefur að vinna bug á ýmsum
hættulegustu sjúkdómum er
hrjáö hafa mannkynið frá
upphafi vega og margvis-
legir slysavaldar hafa verið
yfirunnir, þvi hlýtur það að
teljast með öllu óviðunandi,
að svo margt fólk missi
árlega lif og heilsu á
strætum og þjóðvegum hinna
svonefndu menningarrikja.
Einhver lausn hlýtur að vera
til að ná þó ekki sé nema
hálfum sigri og vonandi má
komast lengra.
Megin spurningin i þessu
sambandi er hver sé orsök
eða réttara sagt orsakir slys-
anna og vil ég fara nokkrum
orðum um það atriði.
Þegar ekiö er á gangandi
mann á Miklubraut þannig
að hann býður samstundis
bana, eða hlýtur varanleg
örkuml, getur verið um
mörg samvirk atriði að
ræða, sum jafnvel hreinar
tilviljanir. Hér eiga hlut að
máli skyni gæddar verur,
þ.e. menn annarsvegar en að
hinu leytinu dauðir hlutir svo
sem bill, gata og höfuð-
skepnur, en auðvitað eru
mennirnir hinir ábyrgu ger-
endur i harmleiknum.
Kannski hefur göngu-
maðurinn farið óvarlega,
gengið hugsunarlaust útá
götuna rétt framanvið bilinn,
ef til vill var skyggni slæmt,
rigning og myrkur. Gatan
var máske hál. Og hver var
svo hlutur bilstjórans? Hann
ók kannski of hratt miðað við
aðstæður. Hann beitti ekki
athygli sinni nógu vel að
akstrinum, var jafnvel að
skima i kringum sig eða var
annars hugar. Kannski var
hann slæmur ökumaður
almennt, viðbragðsseinn,
klaufskur, sljór — eða allt
þetta i senn — og svo gat
hann lika verið haldinn þeim
eiginleika sem verstur er
allra þ.e. kæruleysi gagnvart
umhverfinu. Ekki má heldur
gleyma ástandi bilsins, slæm
ljós, lélegar bremsur o.s.frv.
Hér hef ég nú dregið fram
nokkur atriði, sem hvert og
eitt eða fleiri i sameiningu
geta leitt til meiösla eða
bana, en séu málsatvik
athuguð nánar, hlýtur
athyglin fyrst og fremst að
beinast að einum og sama
punkti, þ.e. að manninum
þvi að það er hann einn og
enginn annar, sem hægt er
að kalla til ábyrgðar i
þessum efnum. Að sjálf-
sögðu getur hann haft margt
sér til málsbóta og svo óvin-
veitt geta hin dauðu náttúru-
öfl verið honum, að hann fái
alls ekki rönd við reist,
frekar en kempan Egill
Skallagrimsson er hann
skorti afl mót sonarbana
sinum, sjónum.
Ég nefndi áðan kæruleysi,
sem hugsanlegt atriði i sam-
bandi við umferðarslys og er
það sannfæring min að
einmitt það sé langmesti böl-
valdurinn i þessum málum.
Kæruleysi hefur ákaflega
viðtæka merkingu og að baki
þvi leynastflestir þeir lestir i
mannlegri skapgerð, sem
leiða til allskonar misferlis.
Frekja og dónaskapur eru
einskonar undirflokkar
kæruleysis og það eru að
minu áliti langalgengustu
orsakir umferðarslysa.
Afbrot og glæpir eru
óhugnanlega algeng fyrir-
bæri i islenzku mannlifi,
þjófar brjótast inni hús og
láta greipar sópa um eigur
manna, ræningjar ráðast á
fólk á götum úti, misþyrma
þvi og stela af þvi, ávisana-
falsarar og skattsvikarar
vaða uppi i þjóðfélaginu.
Hvað með ökuniðinginn, sem
ekur purkunarlaust inná
aðalbraut eða virðir ekki
gangbrautir, er hann ekki
skilgetinn tviburabróðir
hinna fyrrnefndu? Ég tel
engan vafa á þvi, þó undan-
tekning sé. 1 stuttu máli sagt,
ég held að umferðarslysin
séu.að verulegu leyti, hluti af
mjög útbreiddri þjóðfélags-
meinsemd, sem er almennt
virðingarleysi fyrir sam-
borgurunum.
Þá kemur sú spurning
hvað hægt sé að gera til bóta.
Eða eigum við kannski engra
úrkosta völ annarra en að
láta fljóta sofandi að
feigðarósi? Það finnst mér
sannarlega allt of mikil
svartsýni, en patentlausn er
engin. Upplýsingastarfsemi
ásamt hóflegum refsiað-
gerðum geta haft mikil áhrif
til hins betra. En þetta hvor-
tveggja tel ég að hafi farið
úrskeiðis hér á landi. Það
virðist t.d. alltof algengt, að
þeir sem lent hafa i átökum
við refsivöldin vegna mjög
alvarlegra afbrota, á sviði
umferðarmála, séu fljótlega
farnir að aka bil á ný eins og
ekkert hafi i skorizt. Þá
virðist manni stundum að
refsivöndurinn sé reiddur til
höggs, þar sem betur ættu
við vinsamlegar aðvaranir.
Þvi miður yarð hið bros-
milda umferðareftirlit fyrstu
daga hægri umferðar alltof
endasleppt. Það þyrfti að
taka upp að nýju hið bráð-
asta. Umferðaruppeldi i
barna og unglingaskólum er
góðra gjalda vert, en ekki
einhlitt. Umferðarkennsla
þarf að vera stöðugt i gangi,
og allsstaða'r þar sem
umferð fer fram, jafnt fyrir
gangandi sem akandi.
Refsingar eru auðvitað sjálf-
sagðar en þeim verður að
beita með mikilli varúð.
Annars geta |
konar bummf
En þessar
auðvitað sorgl
og áður en þæ
að skila árang
mannslif far
fjöldi fólks
legar þjáninj
fjármunir i
umferðarslys;
þótt árangur
vonum frama
koma til. Það
að bætt vega
varanlegt sl
dregur ekki i
vel siður en
heildina er lit
ýmislegt ann
bryggjur og t
Hinsvegar v
vona, að fa
tiðarinnar ve
en nú er. Mji
rætt um algj
gerð bila ekki
til mengunai
bætta akstur
þá minni hætl
Þetta er a
sem við fsle
litil áhrif á, þ;
ekkert met
slikra tækja
umferðarslys
lega ekki sér
bæri og erii
einmitt i þei
sem bilar et’
stærstum stil
Fyrirbyggj
eru auðvit
legasta laus
vanda en m
ekki borið m
nú er, og a
orðið alful
verðum við
andi áherzlu
afleiðingunu
slysanna eins
arra slysa.
Þar kom
stöðugar fra
FYLUBYTTUR IFORSTJORASTÚ
Klukkan er sex að morgni i
verzlunar- og skrifstofuhverfum
San Francisco. Barirnir hafa ný-
lega opnað dyr sinar fyrir fyrstu
hópunum af deildar-og skrifstofu-
stjórum stórfyrirtækjanna, sem
eru að undirbúa sig fyrir störf
dagsins. Upp fara olnbogarnir og
niöur fara vinblöndurnar og
„irska kaffið”, sem er litið annað
en hreint whisky.
Skrifstofur margra stórfyrir-
tækja á vesturströnd Banda-
rikjanna opna þrem klukkustund-
um á undan skrifstofunum i New
York til þess að vinna upp tima-
muninn og það, sem er sterkara
en te, hjálpar starfsliðinu til þess
að hljóma álika hressilega i sima
og hinir glaðvöknuðu austur-
strandarbúar. Um klukkan 10 f.h.
— um það leyti þegar New York-
búinn heldur til hádegisverðar —
þá siappar kollegi hans á vestur-
ströndinni af viö barinn i skrif-
stofunni sinni. Siðan er haldið af
stað til móts viö margra-
kokkteila-hádegisverö, þar sem
samningar eru undirritaðir, eða
haft er ofan af fyrir utanbæjar-
gestum.
A heimleiðinni ekki löngu siðar,
þá hefur þú viðdvöl á kránni með
glitrandi ,,Hamingjustund”-ar
ljósaskiltinu eða skreppur út á
lifið ásamt félögunum af ráð-
stefnunni.
Allt er þetta hluti af W.C.
Fields-tálsýninni, þar sem vin-
maðurinn er traustur og elsku-
verður einstaklingur i ameriskri
þjóðsögu — en mesti glansinn er
nú að fara af vinmanninum i aug-
um forráðamanna og eigenda
fyrirtækjanna. Að þvi er banda-
riska áfengisvarnarráðið segir,
þá kosta áfengisneytendurnir
bandarisk fyrirtæki 3000 millj.
dollara á ári fyrir slæmar
mætingar, mistök og tapaðan
tima.
En hvernig komast menn upp
með þetta? Þeir gera það ekki,
segir mr. William Livingstone
34ra ára gamall ráðunautur um
stjórnunarmál, sem starfar fyrir
áfengisvarnarráðið. Þessir kallar
halda, að einn eða tveir snafsar
hjálpi þeim til þess að gera
hlutina betur — en i raun og veru
hjálpa snafsarnir þeim aðeins til
þess að skammast sin minna yfir
illa gerðum hlutum og illa unnum
verkum. Þeim er hlift af yfir-
mönnum, sem segja „Jói gamli
þolir sitt brennivin, látið hann i
friði”. Vinir hjálpa honum til þess
að fela mistökin, sem hann gerir
þegar hann er timbraður. Svo
gerir Jói einu axarskaftinu of
margt — og þá er þaö lika búið.
Þar til áfalliö dynur yfir, þá
hefur honum sennilega tekizt aö
leyna vandamálinu fyrir sjálfum
sér, segir Livingston sem telur,
að fjöldi þeirra, sem haldnir eru
drykkjusýki, sé á að gizka 6. hluti
borgarbúa San Francisco. Borgin
er þó langt frá þvi að vera eins-
dæmi i þessum efnum aö hans
sögn. Söm er myndin, sem við
blasir i svo til öllum stórborgum
Bandarikjanna. Fjöldi drykkju-
sjúkra i Bandarikjunum öllum er
talinn vera 6,5 til 9 milljónir.
Afengið er mest misnotaða eitur-
lyfið i Bandarikjunum.
Þar til nýlega var litið sem
ekkert rætt um áfengisvanda- ui
málin i bandariskum fyrirtækjum sí
— bannhelgi hvildi yfir vanda- sl
málinu. Dæmigerð svör, sem di
Afengisvarnarráðið fékk við ui
spurningum til fyrirtækja um j,,
áfengisvandamál hjá starfsliði ai
þeirra, eru: — þ
— Til allrar hamingju höfum
við engin slik vandamál. þ,
— Eruð þið að gefa i skyn, að b
fyrirtæki okkar sé stjórnað af R
fyllibyttum? á
— Við skiptum okkur aldrei af B
einkalifi starfsfólksins. t;
Þessi samtök þagnarinnar hafa y
nú verið rofin af ýmsum stór- þ
fyrirtækjum Bandarikjanna: fj
Eastman Kodak, Bell Telephone, b
Consolidated Edison, Hughes u
Aircraft, McDonnel Douglas, h
Boeing, Betlehem Steel og mörg- e
0
Fimmtudagur 3. maí 1973