Alþýðublaðið - 03.05.1973, Blaðsíða 9
IþrotTir 2
HARALDUR BAR AF
í BADMINTON...
Eins og viðsögöum stuttlcga frá í 1. mai-blaðinu, varð Haraldur
Korneliusson þrefaldur islandsmeistari i badminton i ár. Þessi ár-
angur llaraldar cr frábær, einkanlega þegar þess er gætt, að hann
iék sama leikinn i fyrra. Haraldur vann nú einliðaleiksbikarinn til
eignar, þvi hann hefur unnið hann þrjú siðustu árin, og er eini
handhafi þessa glæsta grips.
1 einliðaleik varð Haraldur
mjög öruggur sigurvegari.
Hann mætti Óskari Guðmunds-
syni KH i úrslitunum, þeirri
gömlu kempu sem þarna lék i
sinu 25. meistaramóti, en hann
hefur verið með frá upphafi.
Haraldur gerði út um leikinn
strax i fyrstu lotunni, er hann
vann 15:0, og seinni lotan varð
formsatriði, og hún endaði 15:4.
Það leiðindaatvik átti sér stað
fyrri dag keppninnar, að helzti
keppinautur Haraldar, Sigurður
Haraldsson TBR, hætti keppni
eftir að skorizt hafði i odda milli
hans og áhorfenda vegna vafa-
atriða.
t tviliðaleiknum var Sigurður
hins vegar mættur i fullu fjöri,
og litlu munaði að honum tækist
að sigra ásamt lærimeistara
sinum Garðari Alfonssyni. Þeir
Sigurður og Garðar unnu fyrri
lotuna gegn Haraldi og Steinari
Petersen 15:12, og voru mjög
nálægt sigri i siðari lotunni, en
þeir Haraldur og Steinar voru
sterkari i lokin og unnu 17:14.
Oddaleik þurfti til, og þar unnu
Haraldur og Steinar 15:11. Við-
ureign þessara kappa var sú
skemmtilegasta og æsilegasta i
þessu móti, og einhver allra
skemmtilegasta viðureign sem
sézt hefur milli islenzkra kepp-
enda fyrr og siðar. ^ ^
t tvenndarleiknum lék Har-
aldur ásamt Hönnu Láru
Pálsdóttur, gegn Steinari og
Lovisu Sigurðardóttur, en þau
eru öll úr TBK. Haraldur og
Hanna Lára unnu 17:14 og 15:9,
og fengu þau töluvert harða
keppni frá andstæðingum sin-
um, einkanlega i fyrri lotunni.
1 einliðaleik A-flokks karla
bar Agnar Ármannsson KK sig-
ur úr býtum, vann Ottó Guð-
jónsson TBK i úrslitum 15:7 og
15:6. Agnar flyzt væntanlega
upp i meistaraflokk. Agnar
sigraði einnig i tviliðaleik A-
flokksins ásamt Halldóri Frið-
rikssyni. 1 úrslitum unnu þeir
tvo Hafnfirðinga, þá Arna Sig-
valdason og Þórhall Jóhannes-
son. 1 tvenndarleik A-flokks
Framhald á bls. 4
► ► ► ► ►
Haraldur i sviðsljósinu. Efst er hann i tviliðaleiknum ásamt Stein-
ari, þá er hann með gripinn fagra sem hann vann til eignar, og
loks ásamt Hönnu Láru.
....og Hjálmar var beztur í borötennis
Hjálmar Aðalsteinsson KR
hefur sannaö það ótvirætt i vel-
ur, að hann er okkar bezti borð-
tennismaður. Þjálfun i Sviþjóö
hefur greinilega haft sitt að
segja. Hjálmar varð hinn öruggi
sigurvegari i cinliöaleik ís-
landsm cistara mótsins sem
fram fór á þriðjudaginn, og
hann sigraöi einnig i tvenndar-
leik. i tviliðaleik varð hann hins
vegar að láta i minni pokann.
Annars var það eftirtektar-
vert i sambandi við þetta fjöl-
menna meistaramót, að svo
viröist sem mörg félög hafi náð
að koma sér upp boðlegum
keppnisflokkum, en fram til
þessa hefur Orninn borið höfuð
og herðar yfir önnur félög
landsins.
Hér eru úrslit mótsins.
Einliðaleikur karla:
islandsmeistari varð Hjálmar
Aðalsteinss., KR. Nr. 2. Ragnar
4 4
Hjálmar að gefa kúluna, og hin-
ir biða tilbúnir. Myndin er frá
úrslitunum i tviliðaleik. Mynd-
ina tók Dóri.
Ragnarsson, örninn, og 3. Björn
Finnbjörnsson, örninn.
Tviliðaleikur karla:
lslandsmeistarar Björn Finn-
björnsson og Jón Kristinsson,
örninn. 2. Hjálmar Aðalsteins-
son og Finnur Snorrason, KR,
og 3. Birkir Gunnarsson og Ólaf-
ur Ólafsson, örninn.
Tvenndarleikur:
íslandsmeistarar Sigrún Pét-
ursdóttir og Hjálmar Aðal-
steinsson, KR, 2. Laufey Gunn-
arsdóttir og Ólafur Ólafsson,
örninn. 3. Sólveig Sveinbjörns-
dóttir og Bjarni Jóhannsson,
Gerplu.
Tviliðaleikur kvenna:
Islandsmeistarar Guðrún Ein-
arsdóttir og Sólveig Svein-
björnsdóttir, Gerplu. 2. Margrét
Rader og Sigrún Pétursdóttir,
KR. 3. Hulda Halldórsdóttir og
Munda Jóhannsdóttir, Gerplu.
Einliðaleikur kvenna:
Islandsmeistari Guðrún Einars-
dóttir, Gerplu, 2. Margrét Rad-
er, KR, 3. Sigrún Pétursdóttir.
1. fl. karla. Einl.leikur.
1. Magnús Jónsson, Armanni 2.
Framhald á bis. 4
Fimmtudagur 3. maí 1973
o