Alþýðublaðið - 03.05.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.05.1973, Blaðsíða 3
17 ÁREKSTRAR IGÆRDAG ÞRÁTT FVRIR BEZTU AKSTURSSKILVRDI "Það var vel að verki verið i dag”, sagði Arnþór Ingólfsson, lögregluvarðstjóri, þegar hann skýrði Alþýðublaðinu frá þvi um sjöleytið i gærkvöldi, að frá þvi klukkan sex i gærmorgun heföu orðið 17 árekstrar i borginni, þrátt fyrir beztu akstursskilyrði, sem hægt er að hugsa sér. I opnu blaðsins i dag er grein Hauks Kristjánssonar, yfirlæknis á slysadeild Borgarsjúkrahússins þar sem hann ræðir um um- ferðarslys og afleiðingar þeirra. Ekki uröu nema tvö slys i þess- um árekstrum i gær, en eignatjón varð talsvert i sumum þeirra. Drengur á reiðhjóli lenti fyrir bil, og um sjöleytið varð árekstur á I mótum Njálsgötu og Vitastigs, þar sem slys varð á fólki. Einnig urðu það miklar skemmdir á bil- | unum, að tveir dráttarbilar voru sendir á staðinn til aö draga þá i burtu. Umferðin i Kópavogi og Hafnarfirði gekk heldur betur fyrir sig, en blaöið hafði aðeins fregnir af einu slysi i Kópavogi, þar sem drengur varð fyrir bil. ráðstafanir til að um ofveiði á of smáum humri á sumarvertíðinni Sérstakar ekki verði Humarveiðarnar i ár hefjast 25. mai. Standa þær fram til 15. ágúst, nema hámarksafla verði náð fyrr, en hámarkið eru 3000 lestir. Umsóknir um humarveiði- leyfi þurfa að hafa borizt sjávar- útvegsráðuneytinu fyrir 15. mai. I fyrra var geysileg ásókn báta i humarveiðarnar við Suðurland- ið. Þessi mikla veiði varö til þess að margir óttuðust ofveiði, enda voru brögð á þv.i aö of smáum humri væri landað. Verða gerðar mjög strangar ráðstafanir svo clílrt onHiirtnlfi ciö pkki i Var kjör Jónasar Haralz ó Landsfundinn ólöglegt? Mikil og vaxandi óánægja rikir nú hjá Sjálfstæðismönnum i Kópavogi vegna þeirra atburða, þegar Jónas Haralz, bankastjóri, var kjörinn einn af þrem fulltrú- um Kópavogsfélagsins á Lands- fund Sjálfstæðiflokksins á sama fundi og Jónas hlaut inntöku i fé- lagið. Var hann sjálfur ekki mættur á þeim fundi og hefur þvi engan fund setið sem félagsmað- ur í þvi félagi, er kaus hann full- trúa sinn á Landsfundinn. Hafa sumir framámenn Sjálfstæðis- manna i Kópavogi jafnvel við orð, að kjör Jónasar hafi verið ólög- legt og beri þvi að kjósa fulltrúa félagsins á Landsfund aftur. Það voru ekki nema 10 menn mættir á fund þann i Sjálfstæðis- íélagi Kópavogs, þegar Jónas Haralz var tekinn i félagið og kjörinn á Landsfund. Ekki var hann sjálfur þar mættur, en i fundarbyrjun dró Axel Jónsson miða upp úr vasa sinum — um- sókn Jónasar um félagsaðild — og var hún samþykkt. Þá gerði Axel jafn óvænt tillögu um, aö Jónas yrði kjörinn fulltrúi félagsins á Landsfund og var hún einnig samþykkt. Vegna fámennisins á fundinum og vegna þess, hve snögglega og óvænt þetta bar að, var litlum mótmælum hreyft við þessari afgreiðslu. En nú skortir sem sé ekki á mótmælin. Margir forsvarsmenn Sjálfstæöismanna i Kópavogi eru vægast sagt mjög óhressir og m.a. tveir af þrem bæjarfulltrú- um flokksins. Ýmsar getur eru að þvi leiddar, hvað vakað hafi fyrir Axel Jónssyni og hugsanlegum samráðsmönnum hans með að- gerðum sinum og er heldur litil hrifning hjá sumum ihaldsmönn- im i Kópavogi yfir skjótum og ó- væntum frama Jónasar Haralz i flokknum. Kylfurnar úr Gúttó- slagnum á sýningu Félagsskirteini Ólafs frá Faxafeni (dulnefni ólafs Frið- rikssonar) i Alþýðuflokknum frá árunum 1934 til 1943, hand- ritið að fyrstu 1. mai-ræðunni, sem Hallgrimur Jónsson flutti 1923, kylfur „beggja aðila” frá Gúttóslagnum 9. nóvember 1932, — þetta eru meðal minja á Sögusýningu verkalýðsins, sem opnuð var 1. mai i MFA-salnum á Laugavegi 18, i tilefni af þvi, að 50 ár voru þá liðin frá þvi fyrsta 1. mai-kröfugangan var gengin á Islandi. 1. mai-nefnd Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna i Reykjavik efndi til sýn- ingar þessarar i samvinnu við Menningar-og fræðslusamband alþýðu og verður sýningin opin frá kl. 14 til 22 hvern dag, en henni lýkur n.k. sunnudags- kvöld. Þetta er i fyrsta sinn, sem reynt er að efna til slikrar sýn- ingar á munum og minjum úr sögu verkalýðsins — faglegri og pólitiskri. Kennir þar ýmsra grasa. Auk framanritaðs eru þarna myndir frá gamalli tið — m.a. frá fyrstu 1. mai-göngunni og frá 1. mai-göngum á kreppu- árunum. Stofnfundargerðar- bækur verkalýðsfélaga liggja frammi og ljósmyndir af ýms- um frumkvöðlum hennar hanga á veggjum. Flugblöð og fregn- miðar eru sýndir svo og gamlir áróðursbæklingarog gömul blöð og málgögn verkalýðshreyfing- arinnar. Eins og forráðamenn sýning- arinnar hafa tekið fram er þarna aðeins sýnt brot af þeim sögulegu minjum, sem til eru um baráttu og störf verkalýðs- hreyfingarinnar og vegna litils fyrirvara er margt, sem skortir á sýninguna. Henni var þó aldrei ætlað að veita neitt tæm- andi yfirlit, heldur fyrst og fremst að virka sem hvatning til fólks um að varðveita gamla muni úr sögu . verkalýðsstétt- anna og koma þeim á safn. Er það eitt af hlutverkum Menn- ingar- og fræðslusambands al- þýðu að koma upp sögu- og minjasafni alþýðustéttanna og er undirbúningur að þvi þegar hafinn. Hefur MFA sent bréf til allra verkalýðsfélaga, þar sem þau eru beðin m.a. að halda til haga öllum gömlum munum og minjum úr starfi sinu og láta MFA i té upplýsingar um það. Vona sýningaraðilar, að Sögu- sýningin i MFA-salnum verði einstaklingunum lika hvatning til þess að varðveita og gefa til safns sögulegra muna verka- lýðssins þær minjar úr verka- lýðsbaráttunni, sem i ein- staklingseign eru — en töluvert mun enn til af slikum munum. Munir þeir, sem sýndir eru á Sögusýningunni i MFA-salnum eru viða að komnir. Sumir eru úr eigu einstaklinga — og þá einkum og sér I lagi úr eigu Stefáns ögmundssonar. Aðrir eru frá verkalýðsfélögunum — einkum Dagsbrún —og enn aðr- ir úr safni verkalýðsflokkanna, Alþýðuflokksins og Alþýðusam- bandsins. ISLAND FRÍMEHKIÐ KX> ÁRA 1873-»973 ÍSLAND FR(ME«K1£> 100 ÁRA 1873-1973 FRÍM6RK10 »00 4RA 1873 »973 Haldið upp á 100 ára afmæli skildinga- frímerkjanna Fimm ný frimerki verða gefin út þann 23. mai næstk. i tilefni þess, að á þessu ári eru liðin 100 ár frá útgáfu fyrstu islenzku fri- merkjanna, sem nú eru gjarnan nefnd skildingamerki. Þau voru einnig 5 að tölu, og verðgildi þeirra voru 2, 3, 4,8 og 16 skilding- ar. Þar til hafði burðargjald bréfa verið borgað i reiðufé, allt frá þvi er skipulagðar póstferðir hófust á tslandi 1782, sainkvæmt konung- legri tilskipun, að undanskildu timabilinu frá 1870, er dönsk lri- merki voru notuð. A nýju merkj- unum verða myndir af fyrstu fri- merkjunum og einnig myndir, sem sýna þróunarsögu islenzkra póstflutninga, en verðgildi þeirra eru 10, 15, 20, 40 og 80 krónur. Teiknari nýju merkjanna er Haukur Halldórsson, en þau eru prentuð i Bretlandi hjá Thomas de la Rue. „Ólsarar" kjósa prest A sunnudaginn fer fram prests- kosning i ólafsvikur prestakalli. Einn umsækjandi er um brauðið, Arni Bergur Sigurbjörnsson, settur sóknarprestur i ólafsvik. Vikulegar tízku- sýningar Hótel Loftleiðir ætlar í sumar að vera með tízku- sýningu í viku hverri á föstudögum, í samvinnu við Rammagerðina og (s- lenzkan heimilisiðnað. Fimmtudagur 3. mai 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.