Alþýðublaðið - 15.05.1973, Blaðsíða 2
TYGGIGÚMMÍ
SKAÐLEGT?
Er tyggigúmmi skaðlegt?
Þannig er spurt i nýjasta
hefti timaritsins Heilsu-
vernd, og Björn L. Jónsson
ritstjóri timaritsins svarar
þeirri spurningu á eftirfar-
andi hátt:
011 tygging eykur munn-
vatnsrennsli úr munnvatns-
kirtlum. Jafnfram berast
boð til magakirtla um að
taka til starfa og veita
meltingarsafa út i magann.
Þessir safar koma að engum
notum, þegar verkefni er
ekki fyrir hendi, þvi að i
gúmminu eru engin fæðu-
efni. Þarna er verið að
blekkja kirtlana, þessi
þýðingarmiklu liffæri, valda
þeim óþarfa áreynslu, sem
getur ofreynt þá, þegar til
lengdar lætur. Afleiöingin
verður sú, að þeir verða ekki
færir um að framleiða
meltingarsafa, þegar þeirra
er þörf, þ.e.a.s. á matmáls-
timum. Svipað má lika segja
um neyzlu sælgætis yfirleitt
á milli máltiða. Það fram-
leiðir lika óþarft rennsli
meltingarsafa i munni og
maga, þvi að venjulegur
sykur þarfnast engra melt-
ingarsafa, fyrr en þá ef til
vill niðri i þörmum. Hér skal
ekkert um það fullyrt, hvort
einhver varhugaverð efni
kunna að vera i tyggigúmmi.
Fleiri og fleiri skera nú upp herör gegn gerviefnunum.
Sumar dagvistarstofnanir bannlýsa öll plastleikföng.
VID GETUM ORDIB
Við fáum höfuðverk af nælonbuxum og fötum úr
öðru gerviefni — og þau braka og bresta af raf-
magni/ þegar við förum úr þeim.
ÖNNUR
SÍÐAN
OG SNERTISKYN
Hinar finrákóttu LP-hljóm-
plötur, breiðskifur, eru senni-
lega bezta dæmið um hvernig
statiskt rafmagn getur dregið
að sér ryk og haldið þvi föstu til
skaða. Sama á sérstað varðandi
húsgögn, teppi, föt, gluggatjöld
o.s.frv.
Flestir kannast við statiskt
rafmagn, en áhrif þess koma
m.a. i ljós, þegar maður klæðir
sig úr peysu og þá fer að braka,
bresta og neista og likaminn
verður jafnvel fyrir óþægilegum
rafmagnshöggum. Nælon-
nærbuxur geta einnig orsakað
óþægileg rafmagnshögg.
En hvað eigum við þá til
bragðs að taka með þessi gerfi-
efni? Þau eiga sér þó marga
kosti — m.a. hversu sterk þau
eru og hve gott er að meðhöndla
þau.
Heilsufarslega
hættuleg
Anna Garde, húsmóðir,
hjúkrunarkona og sem stendur
nemandi i barnasálfræði, segir:
,,Það er óhollt að klæðast gervi-
efnum. Likaminn getur ekki
andað i gegnum efnin og það er
beinlinis hættulegt að hylja sig i
þeim. Ég veit vel, að þau eru
ágæt til þvotta i þvottavélum, en
það er bómullin lika. Þau ullar-
föt, sem við þrjú i minni fjöl-
skyldu klæðumst i stað fata úr
gerviefnum, þvæ ég viljug i
höndum. Og svo er einnig hægt
að setja ullartauið i hraðhreins-
un — það er bæði handhægt,
fljótlegt og ódýrt”.
En af hverju senda framleið-
endurnir þá frá sér svona mikið
af gerviefnum á markaðinn?
Arið 1970 námu gerviefnin 23%
af allri vefjaefnisnotkun heims-
ins. Er þetta neytandanum
sjálfum að kenna? Veitir hann
hverju sem er viðtöku án þess
að kynna sér þaö nánar eða
spyrja, hvort þetta sé nú ekta
vara eða eftirliking?
Lítur á verðið
t verzlun Steen Twen i Kaup-
mannahöfn segir afgreiðslu-
fólkið: ,,Það er ekki þægilegt að
vera i flikum úr hreinum gervi-
efnum og lögun þeirra aflagast
oft. Blanda af gerviefnum og ull
eða bómull, þar sem náttúrlegu
efnin eru i meirihluta, er ágæt,
vegna þess að gott er að fara
með slik efni og þau eru ekki
viðsjárverð heilsufarslega. En
viðskiptavinirnir hafa ekkert á
móti þvi að þvo i höndum og
strauja. Frekar það en hrein
gerviefni. Og svo er einnig hægt
að notfæra sér fatahreinsanirn-
ar”.
En þaö eru margar andstæður
i þessu máli. Framleiðandi
nokkur, sem allt sitt lif hefur
framleitt vörur úr náttúrlegum
efnum, sagði, að samkeppnin
við gerviefnin væri oft mjög
erfið þar sem viðskiptavinurinn
liti oft fyrst og fremst á verðið.
En hvað þá um blöndur af
gerviefnum og náttúrlegum efn-
um?
Einn af verzlunareigendunum
við hina kunnu verzlunargötu
„Ströget” i Kaupmannahöfn
segir: „Efnablöndur geta alls
ekki haft sömu áhrif og hrein
gerviefni. Við höfum á boöstól-
um fatnaðarvörur, sem eru
gerðar úr 10% akrylblöndu, og
einnig er gott að styrkja sokka
með gerviefnum á stöðum, sem
mikið mæðir á. En yfirleitt þá
kjósum við að verzla með
náttúrleg efni og ef við réðum
alveg einir, þá myndum viö
ekkert annað hafa á boðstólum.
En ég hef það á tilfinningunni,
að eftirspurnin eftir náttúrlegu
efnunum sé óðum að færast i
vöxt. Hækkandi verð á ullar- og
bómullarefnum ætti að bera
þess vott. Og skynsamlegri við-
horf eru einnig farin að rikja hjá
fólki, sem kýs vörugæði. Margir
eru heldur ekkert andvigir þvi
að þvo i höndum. Ef fólk hins
vegar vill það ekki, þá er hægt
að setja flikina i hreinsun eða
þvo hana mjög varlega i þvotta-
vélum.
En hvað um börnin? Ætti fólk
að hliðra með öllu hjá gervi-
efnunum i fatnaði á börn? Og
hvað þegar þau svo vaxa upp og
fara að horfast i augu við veru-
leikann?
Inger Brochman Lausen, for-
stöðukona Rudolf Steiner
barnaheimilisins i Gentofte,
segir: „A fyrstu sjö árum
barnsins er snertikenndin ein af
þeim kenndum, sem mestum
þroska tekur. Tökum til dæmis
ungabarnið, sem reynir að færa
allt i munn sér. Það er
þýöingarmikið að barnið fái að
upplifa mismunandi eiginleika,
hluta — ekki endilega góða
eiginleika og slæma, heldur
náttúrlega hluti. Með þvi móti
læra börnin að þekkja hina
sönnu og réttu hluti og geta þvi
siðar á ævinni greint á milli
þess, sem er ekta og óekta. Tök-
um til dæmis plastið. Það
fullnægir ekki þreifingarkennd
barnsins. Það er kalt og skreipt
viðkomu og litir þess eru allt
annað en náttúrulegir eða eðli-
legir. Með þvi að veita barninu
náttúruleg uppvaxtarskilyrði,
styrkir maður barnið til þess að
mæta siðarmeir heiminum með
öllum sinum hlutum og fyrir-
bærum. Það er eins og með jurt.
Ef vel er að henni hlynnt i
uppvextinum verður hún heil-
brigð og hraust og stenzt vel
utanaðkomandi áhrif. Og við
manneskjurnar erum einnig
gjörðar af náttúrunnar höndum
og þess vegna er okkur eiginlegt
að umgangast náttúrulega hluti.
Aöeins leikföng
úr tré
Út frá þessari forsendu höfum
við hér á barnaheimiliinu aðeins
leikföng gerð úr náttúrulegum
hlutum (bein, kastaniur, skelj-
ar, steina og trjábúta i ýmsum
myndum) og klæðin eru úr ull,
bómull, silki og flauelisefnum.
Það er auðséð á börnunum, að
þau njóta þess að umgangast
hina náttúrulegu hluti. Oft
ganga þau að flauelskápunum
aðeins til þess að snerta við efn-
inu. öll leikföng fyrir utan þau,
sem þegar eru upp talin, eru
annað hvort úr tré eða dúkkur
úr bómullarefnum úttroðnar
með ekta ull.
Aftur á móti fyrirfinnst ekki
hjá okkur eitt einasta leikfang
úr plasti. Og fólk undrast oft, að
það skuli vera hægt að snið-
ganga plastið við leikfangaval.
En það er sem sagt mætavel
unnt!
VEIK AF FÖTUM
l)R GERVIEFNUM
BARNA OKKAR
GETUR SKADAZT
Þaö er læknisfræöilega sannaö, aö spenna, höfuökvalir og þreyta
orsakast af því að líkaminn hleðst statfsku rafmagni. Statískt raf-
magn hefur einnig áhrif á ýmislegt í umhverfi okkar — til dæmis
hefur það þann eiginleika, aö það dregur að sér ryk, óhreinindi og
önnur smákorn úr loftinu og heldur föstum.
0
Þriðjudagur 15. maí 1973