Alþýðublaðið - 15.05.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.05.1973, Blaðsíða 3
 # & s IIU Y f*\ E *% y 'jfW' jf* /V n. 1 11 i '5 í?Ti a'i nw—iilli'iiiniiiiiniiHiwa—nea I ■' T' u J.I | ; fX S | 1 I * | I IV s um. að jarðskjálftahrinur seu miög jjéttar og snarpar á Kötlu- sv'æðinu. Kl. 1405: Tilk. frá Herjólfsstöðum um. að breyt ingar hafi orðið á Myrdalsjökli og mikinn brennisteinsfnyk leggi af Skálm. Almannavarna- nefnd Vikur ákveður að setja i gang fyrsta hiuta Vikurskipu- iagsins. Ki. 1415: Tiikynning til almannavarna rikisins um grun á Kötlugosi. Kl. 1420: Tilkynn- ing frá Loranstöðinni á Reynis- fjalli um, að gos sé hafið i Kötlu. Það óskar sjálfsagt enginn eftir þvi að heyra tilkynningar sem þessar, en eigi að siður munu þær þjóta fram og aftur um loftið og eftir simalinum yfir þveran Mýrdalssand og til Reykjavikur á laugardaginn kemur. Almannavarnir rikisins hafa útbúið sérstakt æfingaplan, sem verður farið eftir á laugar- daginn, þegar æfð verða við- brögð við Kötlugosi. Aætlað er, að vart verði við fyrstu merki gossins klukkan tvö, eins og sést hér að framan, og þegr réttum aðilum hefur verið tilkynnt um „eldsumbrotin” hefur Al- mannavarnanefnd Vikur að- gerðir og lætur framkvæma flesta þá þætti, sem fjallað er um i skipulagi um viðbúnað al- mannavarna gegn Kötlugosi, að svo miklu leyti, sem unnt er. Nánar verður sagt frá þessu skipulagi, „Neyðarstarfsskipu- lagi V.-Skaftafellssýslu og Vik- urumdæmis”, i Alþýðublaðinu á næstunni. Samkvæmt neyðaráætluninni er gert ráð fyrir, að fyrstu til- kynningar berist frá Loranstöð- inni á Reynisfjalli, ferðafólki á Mýrdalssandi eða þremur bæj- um þar sem komið hefur verið fyrir talstöðvum. Bæirnir eru Herjólfsstaðir, Hrifunes og Strönd. Á þessum bæjum hefur einnig verið komið fyrir bjöllukerfi á simanum, og fer það af stað, ef simasambandið rofnar. Einnig er hægt að setja það af stað frá Loranstöðinní. Eftir að tilkynning um, að Kötlugos sé hafið, hefur borizt frá Loranstöðinni á Reynisfjalli kl. 1420 er gert ráð fyrir, að til- kynning komi frá Herjólfsstöð- um um, aö þaðan sjáist til goss- ins i Mýrdalsjökli. Kl. 1423 segir Almannavarnanefnd Vikur aðil- um að hefja aðgerðir sam- kvæmt öðrum hluta neyðar- skipulagsins, sem nefnist „Kötlugos hafið”. Um kl. 1435 er áætlað, að Almannavarnir rikisins hafi samband við lög- regluna i Reykjavik og feli henni að senda lögreglumenn að flugskýli Landhelgisgæzlunnar, en þaðan verða þeir fluttir með þyrlu að Skógum og i Vik. Einn- ig sendir lögreglan lögreglubif- reið að Skógum og Vik. Lög- reglumennirnir eiga annars- Skoga og hinsvegar aö aösloöa við löggæziustörf i Vik. Um kl. 1437 er áællað að Al- mannavarnir rikisins hafi sam- band við lögregiuna á Selfossi og biðji hana að snúa við bif- reiðum, sem ætla til Vfkur (ekki. framkvæmt i æfingunni). Kl. 1439 er áætlað, að Almanna- varnir rikisins hafi sambana við flugdeiid Landhelgisgæzlunnar og feli henni að hafa flugvél tíl- búna til flugs með jarðfræðing i könnunarflug yfir svæðið. Einn- ig verður Landhelgisgæzlan beðin að senda þyrlu tii björg- unarstarfa á Mýrdalssandi og i Áiftaveri. Um kl. 1440er áætlað, að sam- band sé haft við jarðfræðing og hann beðinn að fara i könnunar- flug yfir Kötlusvæðið. Almannavarnir rikisins hafa samband við útvarp Reykjavik kl. 1441 og fela þvi að útvarpa tilkynningu um, að nú fari fram æfing á viöbrögðum gegn Kötlu- gosi. Þeirri tilkynningu verður útvarpað i stað tilkynningar um hættuástand, sem gert er ráð fyrir i neyðarskipulagningu. Kl. 1443 hafa Almannavarnir rikis- ins samband við Veðurstofu Is- lands og biðja um öskufallsspá fyrir Kötlusvæðið fyrir næstu 24 tima, og er flugstjóra þyrlu m.a. tilkynnt sú spá. Kl. 1450 eiga Almannavarnir að tilkynna Almannavörnum Vikur ösku- fallsspána i gegnum Loranstöð- ina á Reynisfjalli, hún er alls- herjar fjarskiptastöð fyrir svæðið, ef siminn fer úr sam- bandi. Lóranstöðin verður notuð i æfingunni til að ganga úr skugga um, aðhún bregðist ekki, ef á reynir. Kl. 1500 er áætlað, að tilflutn- ingi verði lokið úr neðri hluta Vikurkauptúns upp á Bakka, en hann hefst þegar er hættuá- standið verður ljóst. Klukkan 1600er áætlað, að könnunarflugi yfir svæðið verði lokið. ■ . ■ • . . ■ ■ ■ ' .'tí‘y* ‘ I. . . —„iW*.1' ríí k " ' • 1r-sdtes. Saatefc* | - , v, ijí*.. . < W J* „ / ‘ , , 3«gí TVEIM BJARGAÐ I ÞYRLU AF HÚSÞAKI tilkynni, til Almannavarna Vik- ur og Almannavarna rikisins, að búið sé að loka veginum við Skóga. Kl. 1755 er áætlaö, að lögreglan úr Reykjavik komi til Vikurkauptúns til að annast lög- gæzlu. Klukkan 1800 er áætlaö að fara á útsýnisstað ferðafólks. Þyrlan, sem fór i björgunar- flug á Mýrdalssand er væntan- leg til Vikur kl. 1620, en kl. 1625 er áætlað, að hún fari til að bjarga fólki i Meðallandi og flytji i Kirkjubæjarklaustur. Kl. 1725 er áætlað, að lögreglan, sem staðsett verður aö Skógum, Klukkan 1900 er áætlað, að senda út tilkynningu um, að æf- ingunni sé lokið. Að lokinni þessari æfingu er fyrirhugað, að starfsfólk Al- mannavarna rikisins safni nið- urstöðum og timaskrám um einstaka þætti hennar og vinni lokaskýrslu um æfinguna. Eins og sést á framansögðu er mikil áherzla lögð á nákvæma timasetningu, og til þess að hún standist að sem mestu leyti leggja Almannavarnir mikla vinnu i undirbúning. Þar sem þetta er fyrsta æfing af þessu tagi, sem fram fer á vegum Al- mannavarna er mikið undir þvi komið, að allt gangi vel og snuðrulaust fyrir sig, svo á eftir megi draga sem sannasta mynd af starfsemi i neyðartilfellum. Að sjálfsögðu verða ibúar Vikur i Mýrdal og nágranna- sveitunum Álftaveri, Dyrhóla- hreppi, Hvammshreppi og Leiðavallahreppi mest varir við æfinguna, en þeir sem verða á ferð i nágrenninu koma lika ó- beint við sögu. Allir ibúar i neðri hluta Vikur verða fluttir i hús uppi á bökk- unum, og til að gera æfinguna sem eðlilegasta verður samið við fimm aðila, sem þar búa um að „leika” sjúklinga, sem þarfnast sérstakrar meðferöar. Áætlað er að senda þyrlu austuryfir Mýrdalssand, og er ætlunin að fela flugmanninum að bjarga fólki úr bil, sem stað- settur verður einhversstaðar á sandinum. Einnig. verða settir tveir menn á þak einhvers húss i Meðallandi, og á flugmaðurinn að finna þá og bjarga um borð i þyrluna. Flugmaðurinn fær enga vitneskju um hvar þetta fólk verður statt. Eins og kemur fram i tima- áætluninni er áætlað, að þjóð- veginum frá Reykjavik austur i Vik, verði lokað við Selfoss og Skóga. Lögreglunni á Selfossi er ætlað að stöðva alla umferð, sem fer i gegnum kauptúnið og spyrja um áætlaðan áfangastað en hleypa fólki siðan áfram. Lögreglan i Reykjavik sér um samskonar eftirlit við Skóga, en á æfingunni verður fólki leyft að hálda áfram. Að lokum má geta þess, að á- kvarðaðir hafa verið útsýnis- staðir fyrir almenning þar sem skoða má gosið. Þessi ákvörðun var tekin með hliðsjón af þvi, að fyrirsjáanlegt er, að mikill fjöldi fólks fer austur, ef elds- umbrot verða i Kötlu til að skoða það. og engin ástæða er til að amast við þvi, aðeins ef fólk tefur ekki björgunaraðgerðir eða stofnar sér i hættu. 19 HEILDSALAR Á föstudaginn voru vigðar nýjar vöruskemmur sem Heild hf hefur reist i Kletta- görðum i Reykjavik. Það eru 19 heildsalar sem byggt hafa þessar skemmur. 1 vigsluræðu Björgvins Schram, stjórnarformanns Heildar hf,-kom fram að Lúð- vik Jósepsson viðskiptaráð- herra hefur oftar en einusinni verið heildsölunum vilhollur þegar peninga hefur vantað. — Það skal játað, að það kom okkur heildsölum skemmtilega á óvart aö við- skiptaráðherra skyldi taka málaleitan okkar svona vel. Ef hann skyldi verða atvinnu- laus á næstunni, án þess að við séum nokkuð sérstaklega að óska þess, er hann ætið vel- kominn i Klettagarða. Eitt- hvað á þessa leið mæltist Björgvin, er hann sló á léttari strengi i ræðu sinni. Hugmynd að slikum vöru- skemmum heildsala hefur lengi verið i bigerð, og hún varð að veruleika eftir Öslóar- för heildsala sumarið 1970. Byrjað var að byggingunni sumarið 1971. Hún er 42 þús- und rúmmetrar að stærð. Þessi fyrirtæki mynda heild hf. Agúst Armann hf„ Andrés Guðnason, Björgvin Schram, Edda h.f., E. Einarsson & Co h.f., G.S. Júliusson, Gevafoto h.f., Gisli Jónsson & Co h.f„ Jóhann Rönning h.f., K. Þorsteinsson & Co hf„ K. Þor- valdsson & Go, Kristinn Berg- þórsson, Jóhann ölafsson & Co h.f., Olafur Gislason & Co h.f., S. Óskarsson & Co, Sveinn Helgason h.f., Snyrtivörur h.f., Vogue h.f., V.H. Vilhjálmsson. IINDIR SAMA MKI Jón Ármann Héðinsson: Þessu fólki ber að þakka Alltaf eru að gerast meðal okkar atburöir er marka margvisleg spor, þó hver með sinum hætti. Mannleg örlög mótast i skyndi við slika atburði. Sumir valda sorg og trega. Aðrir veita birtu og yl. Að kveldi hins 11. mai s.l. var haldin skemmti- samkoma tilað vega á móti sorginni á áföllum lið- ins vetrar vegna sjóslysa. Þessi samkoma er með einstökum hætti og þeim er að henni stóðu til sér- staks sóma og lofs, Hér komu saman seint aö kveldi flestir beztu listamenn okkar og veittu rikulega i söng, tónlist og upplestri, ásamt gam- anmáli. 1 upphafi lék Lúðrasveit Kópavogs marsa undir snilldarstjórn Björns Guöjónssonar og kom þegar léttri stemningu yfir hópinn. Siðan rak hvert atriðiö annað og til þess að gera langt mál stutt, vil ég ekki gera upp á milli flytjend, en samt freistast maður til þess að þakka sérstaklega flutninginn hjá sinfóniuhljómsveitinni ásamt söng Ruthlittle Magnússon úr Carmen. Vel mætti segja mér, að margur sæbarinn áheyrandi, sem þarna var, mæti hér á eftir klassiska tónlist i öðru ljósi. Það er svo einstakt, að ekki má liggja kyrrt, að ungir sem aldnir listamenn, er spanna yfir flestar listgreinar okkar, komi saman til þess að SAFNA FÉ TIL HJÁLPAR ÞEIM ER MISST HAFA FYRIRVINNU 1 SJÓSLYSUM. Þessu fólki ber að þakka. Þaö eitt er þó ekki nóg. Til þess að það nái markmiði sinu. ÞARF fólk að flykkjast næst að þegar efnt verður til samskonar samkomu og styðja af rausn þetta fórnfúsa listafólk og veita með þvi hjálp, er um munar. 1 hléinu söng ungt fólk og á gólfinu hjá þvi var pottur stór. Mörgum er svo i sinni, að vilja ná frjálst meö ausunni ÚR pottinum, en HÉR er boðið upp á aö fylla pottinn og þá hver að vild sinni. „Loðnuhleðsla” á pottin- um á að vera markvert takmark. Tökum höndum saman við listafólkið i þessu skyni. Jón Arm. Héöinsson. Þriðjudagur 15. maí 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.