Alþýðublaðið - 15.05.1973, Blaðsíða 4
Frá mönn um
og málef num
Indælt
fólk,
Eyjafólk
I gamni hefur þvi verið haldið
fram, að Vestmannaeyingar
væru sérstakur þjóðflokkur.
Þeir hafa sjálfir heldur ýtt undir
þessi gamanmál en hitt. Aftur á
móti er þvi ekki að neita að
Vestmannaeyjum hefur þróazt
samstæðara og félagslegra
mannlif en viða annars staðar,
þar sem rýmri mörk eru á
byggðinni. En mikið er Eyjafólk
indælt fólk, eins og bezt kom
fram i sjónvarpsþætti s.l.
sunnudagskvöld, þegar unga
fólkið i fjarvistum sinum og út-
legð lagði okkur hinum til
skemmtiiega kvöldstund, tók
upp gitarana sina og söng lögin
úr Herjólfsdal eins og ekkert
hefði i skorizt.
Kannski söngvaþátturinn hafi
verið forboði þess að nú sé
jarðeldinum að linna. Þá er gott
og vel. En það sér á að Vest-
m' laeyingar eru óbugaðir á
sálinni og er það mestum vert.
Allir þekkja staðfestu þeirra og
vilja til að hefja byggð aftur i
Eyjum strax og gosinu lýkur og
kyrrð kemst á aftur i heiina-
plássinu. En á meðan fjörga
þeir upp á mannlifið á fasta-
landinu.
Ekki er óliklegt að gistingin á
fastalandinu eigi einhver áhrif
eftir að hafa á Vestmannaey-
inga, þótt þeir tapi náttúrulega
aldrei sérkennum glaðværðar
og dugnaðar. Við getum til
dæmis hugsað okkur hver viö-
brigði það verða, að geta ekki
brugðið sér út i bilinn og keyrt
hvert á land sem er, þægindi,
sem eru mjög takmörkuð af
landfræðilegum ástæðum úti i
Eyjum. En við skulum gera
okkur grein fyrir þvi, að Vest-
mannaeyingar eiga eftir að
leysa úr þessum vanda. Þeir
eiga eftir að fá sér hraðskreiða
bilferju og flutnmgaskip, sem
gengur á milli Eyja og Þorláks-
hafnar. Með þvi móti geta þeir
eins og aðrir landsmenn fariö út
i bil sinn a föstudagskvöldum og
keyrt hvert á land sem er um
helgar.
Nú hefur hetjubarátta for-
ustumanna Vestmannaeyinga
staðið langa vetrardaga. Þeir
hafa með öllu neitað að gefast
upp, og oft gert góða leit að
björtum hliðum á þeim vand-
ræöum sem af jarðeldunum
stafa. Eg býst við þvi að ekki sé
á neinn hallað, þó þvi sé haldið
fram, að þar eigi Magnús
Magnússon, bæjarstjóri, mesta
sögu. Enginn hefur verið eins
ákveöinn og hann aö gefast ekki
upp, nema ef vera skyldi Þor-
leifur Einarsson, jarðfræðingur,
sem bókstaflega réðst gegn eld-
gosinu með öllum tiltækum ráð-
um, þvert ofan i skoðanir og við-
horf erlendra jarðeldafræðinga,1
og stöðvaöi með vatnskælingu
framrás hraunsins. Þessir tveir
menn hafa með hetjuverkum
sinum sett okkur fordæmi um
baráttuþrek, sem tslendingum
mun verða leiðarljós i framtið-
inni i baráttunni við óblið nátt-
úruöfl. Búseta á tslandi hefur
áöur verið háö þvi að kunna ekki
aö gefast upp. Söngvararnir og
gitarleikararnir sýndu okkur
eftirminnilega, að það er ekki
bugað fólk, sem biður þess að
hefja aftur búsetu og störf i Eyj-
um. Það hefur allt farið að dæmi
þeirra Magnúsar og Þorleifs og
ákveðið að hörfa hvergi, heldur
taka upp léttara hjal bjartsýni
og vonar um marga góða daga,
ár og aldir i Eyjum.
VITUS
KOMMAFORINGJARNIR GLEYMDU ALLTAF
AÐ LAíA SÍNA MENN VITA
Mikiö uppnám varð i liði
herstöðvaandstæðina vegna
forsiðufréttar Alþýðublaðkins
um eflingu flugvarnanna á
Keflavikurflugvelli. Meðal
annars var hið snarasta gerð
ályktun á vegum Vietnam
nefndarinnar (!), þar sem
þess var krafizt, að viöræð-
urnar um endurskoðun
varnarsamningsins hæfust
fyrir tiltekinn tima.
Slegnastir munu herstöðva-
andstæðingar þó hafa verið yf-
ir þvi, að enginn úr hópi Al-
þýðubandalagsins skuli hafa
gert þeim viðvart um siðustu
atburði herstöðvamálsins.
Hefur svo raunar verið um
ýmislegt annað, sem gerzt
hefur upp á siðkastið i varnar-
málunum og i tengslum við
þau. Það er eins og Alþýðu-
bandalagsforingjarnir af ein-
hverjum ástæðum hafi ávallt
„gleymt” að láta sitt fólk vita,
hvað til stæði. öðru visi þeim
áður brá.
Nú á dögunum efndu her-
stöðvæandstæðingar til funda
um hermálið á ýmsum stöðum
úti á landi. Þar héldu ræður
fulltrúar hreyfingarinnar i
höfuðborginni.
Kunnur hugsjónamaður og
hernámsandstæðingur af eldri
kynslóðinni sótti einn af þess-
um fundum. Tóku menn eftir
þvi, að hann var hljóður að
fundinum loknum.
— Hvað er þetta, likaði þér
ekki fundurinn og frummæl-
endurnir?, var hann spurður.
— Það er leiðinlegt, að
svona góður málstaður skuli
eiga sér svona slæma tals-
menn, var svarið.
RANDAKURRIFLÆKTIST TIL
ÍSLANDS VEGNA SJAVARHITA
A siðasta ári var hitastig
sjávarins við landið nokkuð
hærra en i meðalári Þctta
varð til þess aö hingað bárust
ýmsar fisktegundir sem ann-
ars eiga heimkynni i hlýrri
sjó. Tókst að klófesta nokkrar
slikar. Þar á meðal var ein al-
veg ný tegund við landið,
randaknurri, en heimkynni
hans eru við Bretlandseyjar,
Biskayaflóa, við Portúgal og i
Miðjarðarhafi. Þykir stór-
merkilegt að randaknurri
skuli taka upp á þvi að flæki-
ast norður til lslands.
Meðal hlýsjávarfiskanna er
að finna mörg sjáldséð nöfn.
Verða talin upp nokkur.
Skjóttaskata, Mariu skata,
Marsnákur, Sars-álbromsa,
Pólskata, Bersnati, Ægis-
styrnir, Rauðháfur, Stóri föld-
ungur, Broddbakur, Geirnef-
ur, Lýr, Stóra bromsa, Rauð-
serkur, Blákarpi, Brynstirtla,
Stóri bramafiskur, Kamb-
hrislingur, Gráröndungur og
Kolbildur.
AKUREYRINGAR TAKA VIÐ
SPÁNARTOGURUNUM
ÞRÁTT FYRIR SEINKUNINA
LUKKUNÚMERIÐ: 59127
Að öllum likindum hefur
einhver orðið fjórum milljón-
um króna rikari, er númer i
siðasta drætti Happdrættis
Háskóla tslands, voru birt.
Fjórir milljón króna vinn-
ingar komu á númer 59127 og
voru þeir miðar allir seldir i
aðalumboðinu i Tjarnargötu.
Þá kom 200,000 kr. vinningur á
númer 4974, en þeir miðar
voru seldir á tveim stöðum. —
Spænska skipasmiðastöðin
Astilleros Luzuriaga hefur nú
lýst sig reiðubúna til að smiða
Akureyrartogarana tvo sam-
kvæmt upphaflegum samn-
ingi, með þeirri einu breytingu
þó, að afhendingartimi þeirra
færist aftur um 7 til 9 mánuði,
fram i júli og nóvember 1974.
Vegna þessa máls þinguðu
embættismenn rikisvaldsins
með stjórn Útberðarfélags
Akureyringa fyrir norðan á
föstudaginn, og féllst stjórnin
á þetta fyrir sitt leyti. Gisli
Konráðsson forstjóri Út-
gerðarfélagsins sagði i gær, að
það væri vissulega bagalegt
að togurunum seinkaði, en við
þvi yrði ekkert gert. Gisli
sagði að Útgerðarfélagið hefði
einnig hug á minni togurum,
en kaup á þeim myndu biða
enn um sinn.
NÝJAR FÉLAGSBÆKUR MÁLS OG MENNINGAR
ALBERT MATHIZ
FRANSKA
BYLTINGIN
Loftur Guttormsson þýddi
síðara bindi.
Þetta siöara bindi skiptist i
tvo hluta: RÍKISSTJÓRN
GÍRONDÍNA og ÓGNAR-
STJORNIN. Bókinni lýkur
á ósigri Jakobina 1794, þeg-
ar „veldi auðsins náði und-
irtökum á ný”. 359 bls. auk
14 hlaösiöna meö samtima-
teikningum af atburöum
byltingarinnar.
ERNST FISCHER*
UM
LISTÞÖRFINA
Þorgeir Þorgeirsson þýddi.
Bók þessi kom fyrst út árið
1959, en hefur siðan verið
gefin út inörgum sinnum,
breytt og endurbætt. og
verið þýdd á ýmis mál.
Ilöfundurinn, E r n s t
Fischer, var austurriskur,
— rithöfundur, skáld,
stjórnmálamaður. Hann
ritaði allmargar bækur um
iist og bókmenntir og er
vafalaust með fremstu list-
gagnrýnendum samtiðar-
innar.
Pappirskilja, 244 bls.
EINN AF
ÞEIM
GðMLU
LAGSTUR
FYRIR
Enn einn af göinlu siðutog-
urunum hefurhelztúr lestinni.
Er það Akureyrartogarinn
Sléttbakur. Hann hefur ekki
farið á veiðar eftir togara-
verkfall, og hefur honum verið
lagt. Slétt'bakur átti að fara i
mikla klössunarviðgerð.
Útgerðarfélag Akureyringa
gerir út fjóra togara, þrjá
gamia siðutogara og einn ný-
legan skuttogara.
FRÍMERKJA
SYNING OG
PENINGUR
Frimerkjasafnarar á Sel-
fossi bjóða upp á frimerkja-
sýningu 19. mai, en þá verður
haldið sjötta landsþing Lands-
sambands islenzkra fri-
merkjasafnara þar. Sérstök
umslög hafa verið gefin út i
tilefni þessa.
Þá hefur Landssan band is-
lenzkra frimerkjasafnara á-
kveðið að gefa út minnispen-
ing i tilefni 100 ára afmælis is-
lenzka frimerkisins. Pening-
urinn verður af sömu stærð og
10 króna peningurinn og verða
gefnir út 100 gullpeningar og
500 silfurpeningar.
o
Þriðjudagur T5. maí 1973