Alþýðublaðið - 15.05.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.05.1973, Blaðsíða 5
Alþýöublaösútgáfan hf. Stjórnmálarit- stjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur Freysteinn Jóhannsson. Aösetur ritstjórnar Hverfis- götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf. MEIRIHLUTINN BROSTINN Rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar er fallin. Samkvæmt yfirlýsingu Bjarna Guðnasonar, fyrrum stjórnarþingmanns, njóta siðustu ráð- stafanir rikisstjórnarinnar — fyrirskipuð skerð- ing kaupgreiðsluvisitölunnar til jafns við 2% al- hliða verðlækkun, sem enn hefur ekki komið fyllilega til framkvæmda — ekki stuðnings hans. „Hún verður sjálf að bera ábyrgð á þessum ráð- stöfunum”, segir Bjarni Guðnason. ,,Ég geri það ekki”. Og fyrst Bjarni Guðnason vill ekki bera ábyrgð á aðgerðunum, þá er ekki þingmeirihluti fyrir þeim. Þá myndu þær falla i neðri deild Al- þingis ef stjórnarandstaðan tæki sömu afstöðu og Bjarni Guðnason. Um hug stjórnarandstöð- unnar til mála veit rikisstjórnin ekki, þvi hún hafði ekki fyrir þvi að spyrja. En fyrirsjáanlega hefur rikisstjórnin ekki þingstuðning fyrir þvi, sem hún er nú að gera. Ráðstafanirnar eru þvi ómark. Þær eru nánast lögleysa. Rikisstjórnin hefur ekki þingmeirihluta fyrir aðgerðum sin- um lengur. Þvi er hún i raun réttri fallin. Eftir yfirlýsingu eins og þá, sem stjórnarþingmaður- inn Bjarni Guðnason hefur gefið, ætti Ólafur Jóhannesson að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt ef réttum leikreglum væri fylgt. En hvenær hefur þessi rikisstjórn fylgt réttum leikreglum? Hún kann þær ekki einu sinni. Og svo eru ráðherrarnir svo hræddir við almenning að þeir þora ekki að hætta. Þeir þora ekki að leggja verk sin undir dóm þjóðarinnar i kosningum þeim, sem liklega myndu fylgja á eftir falli rikisstjórnarinnar. Þess vegna þráast þeir við að sitja, sitja og sitja sjálfum sér til svi- virðingar og landinu til tjóns. NEYTANDINN ER VARNARLAUS Nú hefur verið fyrirskipuð 2% almenn lækkun á vöruverði og þjónustu i landinu svo lækka megi uppbætur þær, sem launþegar eiga að fá 1. júni n.k. vegna óðaverðhækkananna undan- farna þrjá mánuði. Strax fyrstu dagana var ákveðnum aðilum veitt undanþága frá verð- lækkunarfyrirmælunum og húsmæður veita þvi sjáifsagt athygli, að margar vörur hafa ekki lækkað eins og þó var fyrir mælt. Þegar betur er að gáð er raunar ekkert undarlegt, að svo skuli vera, þvi „,verðlækkun” þessi átti fyrst og fremst að vera „pappirsverðlækkun” — i bráða- birgðalögunum var ekki stafur um, hvernig hana ætti að framkvæma og ekki var unnt að viðhafa neinn sérstakan viðbúnað af hálfu verð- lagseftirlitsins eins og komið hefur fram i blöð- um. Þetta vekur enn á ný athygli á, hve gersam- lega neytandinn er settur hjá i islenzku sam- félagi. Það er hægt að bjóða honum allt. Hann nýtur engrar verndar þvert á móti er hann hafð- ur að háði og spotti ef hann leyfir sér að láta á sér kræla, eins og sannaðist af þeim viðtökum, sem reykviskar húsmæður fengu nýlega er þær leyfðu sér að mótmæla örum verðhækkunum á mestu nauðsynjavörum heimilanna. Þegar Gylfi Þ. Gislason lét af embætti við- skiptaráðherra hafði hann látið gera uppkast að neytendalöggjöf, sem ætlun hans var að lagt yrði fyrir Alþingi til samþykktar. Svo tók nýr maður við — Lúðvik Jósefsson. Þá var neyt- endalöggjöfin lögð niður i skúffur hans og hefur ekki sézt siðan. Þannig eru aðferðir rikisstjórn- ar, sem kenndi sig einu sinni við vinnandi stétt- ir. Frá Kiev höfuðborg sovét- lýðveldisins Ukraniu kom frétt: Þar gerðu visindamenn nýtt frumlegt tæki, sem vinnur úr sjó bór, margan og önnur svokölluð mikró efni nauðsynleg fyrir vöxt og þroska plantna. Með þvi að nota þessi efni tiláburðar má auka verulega uppskeru. Aburðurinn úr sjónum, sem fenginn er með nýja tækinu er miklu ódýrari en áburður, sem er framleiddur með gömlu að- ferðinni, það er með vinnslu úr jörð. Reiknað hefur verið út að i hverri fermilu hafsins (en allt hafið er um -350 milljón fermilur) séu uppleyst 165 milljón tonn af föstu efni og eru i þvi næstum öll frumefnin. Samt sem áður hefur fram að þessu verið erfitt að vinna þessi efni. Og aðeins nú er komið hafa fram ný tæki og nýir framleiðsluhættir, eflist efna- fræði sjávar hröðum skrefum i öllum efnahagslega þróuðum löndum heimsins. 1 Sovétrikjunum er á tima- bilinu til 1975 fyrst og fremst fyrirhugað áframhaldandi notkun auðæfa Kara Bogaz-Gola flóa i suð-austur hluta Kaspiahaf. Kara-Bogaz-gola er skilinn frá sjálfu hafinu með mjóu rifi og það er eini staöurinn i heiminum þar sem fram fer kristiöllum málm- salta. t botni flóans liggja um 50 milljón tonn salta, natri, margan, bróms, joðs og kali. Framleiðslu- geta verksmiðja við flóann vex stöðugt. Fyrirhugað er að vinna úr sjónum ekki aðeins natrisúlfat heldur einnig magni, bróm, bor, kisil og önnur efni. Annar miðpunktur efnavinnslu úr sjó i Sovétrikjunum er á Krim- skaga við Svartahaf i Sivatsk flóa. Þar eru nokkur vötn, sem innihalda mjög mikið af brómi og joði. Aðalviðfangsefnið i dag er að finna aðferð til að þjappa bróminu saman, en það mun auka framleiðslu bróms i brómverk- smiðjum Krimskaga. Auk þess verður hafinn framleiðsla á áburði úr mikroefnum, en til þess var tækið, sem getið var hér um aö ofan, framleitt. Vinnsla úr hafsbotninum hefur og aukist svo og vinnsla oliu og neðansjávarnámugröftur. A siðustu árum hefur fundist mikið magn af oliu og gasi á land- grunnssvæðum viða um heim. Þegar árið 1970 var fimmta hvert tonn af oliu og gasi, sem notað er i heiminum unnið af hafsbotni innan tvöhundruð metra dýptar- markanna. Azerbadjan var fyrst i heiminum til að hefja vinnslu oliu og gass af hafsbotni, i Kaspiahafi. Þar er nú risavaxið oliusvæði. Ekki fyrir alls löngu var farið að nýta nýtt risavaxið oliusvæði i Sovétrikjunum, þar sem olian er á hafsbotni, en það er á Kamtjat- skaga. Borholurnar eru þar i sjálfu flæðarmálinu. 1 dag er hafin i Öllum iðn- þróuðum rikjum þar á meðal i Sovétrikjunum námugröftur i hafdjúpunum. 1 Eystrasalti hefur fundist á litlu dýpi sandur, sem inniheldur málma. Tilrauna- vinnsla þessa hráefnis hefur leitt i ljós, að vinnsla þess er ódýrari, en efnis úr na'mum á landi. Mikil lög af tingrýti hafa fundist á botni Norður Ishafsins. 1 Jakútier til dæmis er tingrýtinu dælt upp af hafsbotninum með dæluskipi. Hafin hefur verið vinnsla gulls, tins og fósfórefna við hafsbotnininum við Kyrra- hafsströnd Siberiu. FLOKKSSTARFID Hafnfirzkar konur: FÉLAGSFUNDUR Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði boðar til fundar miðvikudaginn 16. maí n.k. kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu i Hafnarfirði. Fundarefni: Félagsstarfið, kvikmyndasýning og bingó. Kaffi verður veitt. Félagskonur fjölmennið! Stjórnin. ALÞVBUFLOKKSFELAG REYKIAVIKUR AUGLYSIR: VIKUFERD FJOLSKYLDUNNAR TIL KAUPMANNAHAFNAR Alþýöuflokksfélag Rcykjavlkur auglýsir vikuferð til Kaupmanna- hafnar I sumar fyrir flokksbundna Alþýðuflokksmenn, maka þeirra og börn. Verður ferð þessi farin á vegum Ferðaskrifstofunnar SuniuijOg er brottfarardagur hinn 8. ágúst en komudagur heim 15. ágúst. Fargjald er sérstaklega hagstætt. Unnt er að útvega ódýrt gistihúsnæði i Höfn. Farnar verða skemmtifcrðir um borgina svo og til Sviþjóöar, meðan á dvölinni stendur. — Allar nánari upplýsingar um þessa glæsilegu sumarleyfisfcrð allrar fjölskyldunnar veröa gefnar I Skrifstofum Alþýðuflokksins, Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu, simar 15020,16724 sem og hjá Ferðaskrifstofunni Sunnu, simar 16400, 12070. Mikil og góð reynsla er löngu fengin af hinum árlegu og glæsilegu sumarlcyfisferðum Alþýðunokksfólks til Kaupmannahafnar. Eru menn þvf hvattir til aðláta skrá sigsem fyrsttil fararinnar. Reiknað er mcð, að efnt verði til annarrar feröar til Kaupmanna- hafnar um eða eftir iniðjan ágúst,og mun hún standa tvær vikur. A allt flokksbundið Alþýöuflokksfólk, makar þeirra og börn einnig kostá að taka þátt i hcnni. Fargjaldið vcrður einnig mjög hagstætt. Ferð þessi verður nánar tilkynnt siðar. Stjórn og ferðanefnd Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Þriöjudagur 15. mai 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.