Alþýðublaðið - 22.06.1973, Qupperneq 5
lalþýóu
MM
Alþýðubladsútgáfan hf. Stjórnmálarit-
|j st jóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn
Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis-
götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf.
VERÐBÓLGUBÁL ÐLAFÍU
— Við munum leitast við að tryggja, að verð-
bólga verði ekki meiri hér á landi en i helztu ná-
granna- og viðskiptalöndum Islendinga. Þannig
hljóðaði eitt af loforðum rikisstjórnar ólafs Jó-
hannessonar i loforðakveri þvi, sem hún setti
saman við upphaf valdaferils sins. Þá trúðu þvi
margir, að rikisstjórnin ætlaði sér að efna það,
sem hún lofaði. Og sjálf lét hún rækilega i það
skina, að það væri nú ekki neinum vandkvæðum
bundið.
En hvernig hefur rikisstjórnin efnt þessi lof-
orð sin? Hvernig hefur hún t.a.m. efnt loforð sin
i verðlagsmálum. Spyrjum húsmæðurnar — þær
vita hvernig heimilispeningarnir endast, eða
öllu heldur endast ekki. Spyrjum starfsfólkið á
skrifstofu verðlagsstjóra, sem næstum daglega
sendir frá sér tilkynningar um nýjar vöruverið-
hækkanir. Og spyrjum hverja þá tölfræðistofn-
un i landinu, sem gerir útreikninga á vexti dýr-
tiðarinnar — t.d. Hagstofu Islands, sem fyrir
nokkru sendi frá sér tilkynningu þar sem fram
kom, að frá 1. febrúar til 1. mai þessa árs hefði
verðbólgan aukizt um 11,1% miðað við visitölu
framfærslukostnaðar. Og gerum okkur grein
fyrir þvi, hvað þessi tala segir okkur. Hún segir
okkur að á þrem mánuðum ársins i ár — á ein-
um f jórða hluta ársins alls — hefur verðbólgan á
Islandi aukizt talsvert meira, en verðbólgan
hefur aukizt á heilu áriiöllum nágrannalöndum
okkar i Evrópu og Norður-Ameriku. Það kann
að vera til eitthvert riki i Suður-Ameriku eða
Afriku, sem getur mælt sig við þennan met-
verðbólguvöxt okkar Islendinga. Meðal van-
þróuðustu þjóða heims þar sem stærstur hluti
þegnanna kann hvorki að lesa né skrifa, kann
sem sé að fyrirfinnast jafn vond rikisstjórn og
nú stjórnar Islandi.
En það eru ekki aðeins innlendar tölfræði-
stofnanir, sem segja álit sitt á islenzkum verð-
lagsmálum og þeim, sem þar ráða ferðinni —
ráðaherrunum i rikisstjórn Ólafs Jóhannesson-
ar. Hin virta stofnun OECD — Efnahags- og
framfarastofnun Evrópu — hefur nýlega sent
frá sér skýrslu um þróun efnahagsmála i
aðildarrikjunum. Aðildarriki þessi eru, auk Is-
lands, þau helztu nágranna- og viðskiptalönd,
sem tilgreind voru i loforðakveri ólafiu að verð-
hækkanir á Islandi skyldu miðast við. Og hvað
segir þessi virta stofnun um islenzku verðbólg-
una og samanburðinn við önnur lönd? Hún seg-
ir, að ekkert riki i Vestur-Evrópu og Norður-
-Ameriku komist með tærnar þar sem Island
hefur hælana i verðbólgumálum. Á einu ári —
frá 1. mai 1972 til loka aprilmánaðar s.l. — segir
stofnunin, að verðbólguvöxtur á Islandi hafi
numið 16,6% og er það til muna meira en tvöföld
verðbólga á við þá, sem orðið hefur i flestum
öðrum aðildarrikjum OECD — þessum „helztu
nágranna- og viðskiptalöndum Islendinga”,
sem nefnd voru i loforðakveri rikisstjórnarinn-
ar.
Þannig efnir rikisstjórn ólafs Jóhannessonar
loforð sin i verðlagsmálum — þannig efnir hún
loforð sin i öllum málum. Almenningi og töl-
fræðistofnunum — bæði innlendum og erlendum
— ber hér alveg saman og það er gersamlega
tilgangslaust fyrir einhverjar samlagningar- og
frádráttarhetjur stjórnarblaðanna að ætla að
reikna sig frá þessari almennu vitneskju með
þvi að búa til einhverjar gestaþrautir. Rikis-
stjórnin lofaði. Hún sagði það ekki mikinn vanda
að efna loforðin. Hvers vegna hefur hún þá ekki
gert það?
NORRÆNA AL-
ÞÝÐUÞINGIÐ73
SÓSÍÖLSK NÝ-
SKQPUN AT-
VINNULÍFSINS
Norræna alþýöuþingið 1973 —
þing rösklega 200 forystu-
manna Alþýöuflokks og verka-
lýöshreyfinga á Noröurlöndunum
fimm — var haldiö I Stokkhólmi
dagana 15. - 17. júni s.l. eins og
áöur hefur veriö skýrt frá i
Alþýöublaöinu. Meginviöfangs-
efni þingsins var aö fjalla um
félagslega umsköpun atvinnulffs-
ins og geröi þingiö um þaö efni
merka ályktun, sem hér fer á
eftir, og ber aö skoöa hana sem
sameiginlegt gurndvallarstefnu-
plagg alþýðuhreyfinganna og
bróöurflokkanna I þessum fimm
löndum:
Þróun þjóðfélaganna á
Norðurlöndum hefur orðið
til betri afkomu, en á sér
stað víðast hvar í öðrum
löndum. Auðkenni þeirra er
öflug alþýðuhreyfing, sem
af ákveðni berst fyrir lýð-
ræði og hefur verið hið
hvetjandi afl í umsköpun
samfélagsins.
’A vorum dögum eigum
við því að mæta, að vel-
ferðarsamfélagið, sem
orðið hef ur til undir forystu
alþýðu- og verkalýðs-
hreyfingarinnar, verður
fyrir árásum bæði frá
vinstri og hægri. Þessum
árásum verður að hnekkja.
Við verðum að halda áfram
tilraunum okkar til þess að
skapa örugg og góð sam-
félög fyrir manneskjurnar.
Framþróun tækninnar
hefur verið þýðingarmikið
grundvallaratriði fyrir
aukinni almennri velsæld.
En jafnframt felur hún í
sér hættur á nýju, félags-
legu óréttlæti, atvinnuleysi
og óöryggi. Hún getur leitt
til stóralvarlegar eyði-
leggingar á umhverfi
mannfólksins. Vitundin um
þetta verður að setja svip á
stjórnmálabaráttu fram-
tíðarinnar.
Með í senn faglegu og
stjórnmálalegu starfi og
samstarfi hefur verkalýðs-
hreyfingin haft afgerandi
áhrif á leik markaðsafl-
anna. Aðeins ef sam-
ábyrgðin fær einnig í fram-
tíðinni að vera leiðarljós
samfélagsþróunarinnar
geta ávextir efnahags-
framþróunarinnar fallið
hinni vinnandi alþýðu í
skaut.
Því hin „frjálsu"
markaðsöf I hafa ekki getað
skapað manneskjunum
varanlegt öryggi. Þau gátu
ekki tryggt fulla atvinnu
heldur orsökuðu eyði-
leggjandi efnahags-
kreppur. Markaðsöf I in
skapa skil í efnalegum og
menningarlegum að-
stæðum fólks i stað þess að
auka þar jafnrétti.
Markaðsöflin hlífa ekki
umhverfi mannsins.
Við vísum þeim öflum á
bug, sem krefjast rýmra
athafnasvæðis fyrir einka-
gróðahyggjuna og aukinna
valda fyrir fjármagnseig-
endurna. Borgaralegu
flokkarnir eru gjörklofnir.
Frammi fyrir hinum miklu
samfélagsvandarhálum
samtímans standa þeir
ráðalausir. Verkalýðs-
hreyfingin vísar á bug
hinni borgaralegu pólitík,
sem hyggst svipta
manneskjurnar tækifærinu
til þess að ráðast gegn
hinum miklu samfélags-
vandamálum í samvinnu
og félagi.
Það hefur ávallt verið
h I u t s k i p t i a I þý ð u -
hreyfingar á tímum óvissu
og óróleika að færa mann-
fólkinu á ný trúna á fram-
tíðina. Með því að vera sí-
fellt að taka þá stefnu, sem
rekin er, til endur-
athugunar og með þvi að
vera sífellt reiðubúnir til
þess að ráðast gegn nýjum
vandamálum, sem upp
koma, er brautin rudd fyrir
framtíðarstjórnmálin.
Aðgát á umhverfi
mannsins er meðal
þýðingarmestu verkefna
stjórnmálanna.
Umhverf iseyðingin hefst
oft á vinnustöðunum og
bitnar því fyrst og f remst á
fólkinu, sem með vinnu
sinni er meginaflvaki
þróunarinnar til bættraraf-
komu. I atvinnulífinu eru
einnig hin djúpu skil í
launamálum, öryggi og
vinnulund. Á vinnu-
stöðunum verða til alvar-
legar ógnanir við heilsufar.
Norræna alþýðuþingið
1973 slær föstu:
að félagsleg nýsköpun
aðstæðna i atvinnulífi sé
meg inréttlætiskra fa:
að þessi nýsköpun sé af-
gerandi fyrir samfélags-
þróunina i heild,
að hún verði að byggjast
á áhrifum og ábyrgð laun-
þega og verkalýðssamtaka.
Það er nauðsynlegt að
koma á efnahagsíýðræði og
atvinnulýðræði til þess að
gera að raunveruleika rétt
allra til atvinnu og til þess
að skapa byggðajafnvægi,
meðeignarrétt og
meðákvörðunarrétt handa
launþegum, réttláta
skiptingu arðs, betra
vinnuumhverfi og öryggi í
starf i.
Afgerandi forsenda fyrir
áframhaldandi umbóta-
stefnu er fagleg og pólitísk
samvinna. Með róttækum
lagasetningum getur þjóðf-
élagið skapað umgjörð til
þess að starfa innan og með
því gefið faglegu hreyfing-
unni fótfestu í hinu upp-
byggjandi starfi sínu á
vinnustöðunum, í fyrir-
tækjum og stofnunum og í
efnahagslífinu.
Á þinginu hefur komið
fram, að umfangsmikið
nýsköpunarstarf á öllu
þessu sviði er nú þegar
hafið á Norðurlöndum að
frumkvæði jafnaðarmanna
og verkalýðshreyfinganna.
Sérstakur styrkur er, að
hinir ýmsu flokkar og
verkalýðshreyf ingar í
hverju landinu um sig
prófa sig áfram með að
sumu leyti ólikar aðferðir.
Takmarkið — félagsleg
umsköpun atvinnulifsins —
Framhald á bls. 10
SUJ-HAPPDRÆTTI
Þeir, sem fengið hafa heimsenda miða frá
happdrætti SUJ eru minntir á að gera skil hið
allra fyrsta. Drætti hefur verið frestað til 15.
júli. Frekari frestur verður ekki gefinn, svo
fólk er vinsamlega beðið um að gera skil fyrir
þann tima — helzt sem allra fyrst.
Samband ungra jafnaðarmanna
Föstudagur 22. júní 1973.
0