Alþýðublaðið - 22.06.1973, Side 7
>
Það skiptir ekki máli, þótt höndin sé krók-
ur. Börnin hans finna eísku föður sins
engu að siður og þá verður hart stálið
mjúkt og hlýtt i barnslófanum.
honum sigi blundur á brá og án
matar — að undanteknum sex
tyggigúmmiplötum — sótti
Armes hinn 16 ára gamla dreng á
eyðiströnd nokkra og fór með
hann heim.
Nokkúr augnablik var lif
Armes i hættu þegar minnstu
munaði, að þyrlan rækist á klett
og hrapaði i sjóinn krökkan af há-
körlum. En Armes slapp. Hann
hefur ávallt búið yfir miklum
hæfileikum til að sleppa heil-
skinna út úr erfiðleikum.
En fyrir slika áhættu þarf að
borga góðum manni
vel.Reikningur hans fyrir þetta
þriggja sólarhringa starf nam 10
þúsund dollurum (röskum 920 þús
isl. kr.) auk kostnaðar.
‘Meðal sérgreina Armes i faginu
er að koma upp um iðnaðar-
njósnara og svindlara i starfsliði
stórfyrirtækja. Við þetta starf
notar hann alls konar rafeinda-
hlustunarbúnað gegn hinum ný-
tizku hlerunaraðferðum nútima-
njósna og tekurað sjálfsögðu ærið
fé fyrir.
Illa kynntur i undirheimunum
Talsverðum hluta teknanna ver
Armes svo i að vernda sjálfan sig.
Hann hefur aldrei látizt vera neitt
annað en hann er — handalaus
maður, sem sent hefur fjölda
fólks i fangelsi og er þvi ekkert
allt of vel kynntur meðal undir-
heimalýðsins.
Nafn hans hefur verið nefnt i
dráps-samningum glæpalýðsins
og á heimili hans i E1 Paso, við
landamæri Texas og Mexikó, má
sjá ummerki þess.
bar bendir hann á kúlnaför á
veggjum með ánægjusvip þess,
sem hafur sloppið.
Tvisvar sinnum hafa þó skotin
hitt. 1 eitt skipti var hann særður
á fæti og i annað sinn var hann
skotinn i upphandlegg.
Þess vegna er heimili hans um-
girt 10 feta hárri rafmagnsgirð-
ingu og á henni eru hlið, sem að-
eins er hægt að opna innan frá
eftir að hringt hefur verið i dyra-
sima og gesturinn hefur sagt á sér
deili.
Þá er komið fyrir sjónvarps-
tökuvélum i herbergjum og húsa-
garði og getur hann fylgst með
þvi, sem þar gerist á myndskermi
sjónvarpstækis i svefnher-
berginu.
„Það er ómögulegt að komast
óséöur inn i hús mitt”, segir hann.
Húsið, sem hefur 23 herbergi,
hefur 30 sima og margvislegt
þjófavarnarkerfi — sum þeirra
hefur Armes fundið upp sjálfur.
Ljón á reiki
Ekki hvað árangursminnsta
vörn fær hann frá ljónum þeim og
tigrisdýrum, sem ráfa um i dýra-
garði, er umlykur hús hans. Inn á
milli þeirra eru filar, apar og
strútar á ferð.
Övinur, sem kynni að komast
fram hjá öllu þessu, yrði þá að
fást við þjófavarnarkerfið og loks
við Armes sjálfan, sem er
snilldar skytta og æfir sig i skot-
fimi að jafnaði i 30 minútur á dag
i skotæfingaherbergi i húsi sinu.
Þvi til viðbótar er svo kona
hans, seiti einnig er góð skytta —
og börnin þrjú, sem lita á skot-
æfingaherbergið sem annan leik-
völl. Þar er allt i lagi og með öllu
hættulaust að æfa sig vegna þess,
að engin skot eru þar notuð,
heldur sérstakur rafeinda-
búnaður á byssum og skot-
mörkum.
1 eina skiptið, sem óvinum hans
hefur tekizt að gera honum lifið
leitt, þá kom i ljós veikur hlekkur
á öryggisgæzlukerfi hans. Það
var þegar hann varð að stöðva
bifreið sina framan við hliðið til
þess að hringja i dyrasimann og
láta opna fyrir sér.
Þetta var Akkillesarhæll
Armes — og tveir leigubófar
réðust þar að honum með slag-
boltakylfum og léku hann svo
grátt, að hann lá meðvitundar-
laus, blæðandi og hálf-lamaöur
eftir.
En hann náði sér af lömuninni
og hélt áfram með rannsókn
Ljósmyndun er hluti af starf-
inu og hún er lika eitt af
áhugamálum Armesutan þess
— en þá er það nú helzt fjöl-
skyldan, sem fest er á filmu.
málsins og tókst að skapa sér það
álit, sem hann nú nýtur. Var hann
aðeins 19 ára að aldri, þegar
hann stofnaöi spæjarafyrirtæki
sitt.
bá voru aðeins sjö ár liðin frá
þeim degi þegar hann reyndi að
staulast á fætur og komst að raun
Úr sinu volduga rúmi getur
Armes fylgzt með hverjum ó-
velkomnum gesti, en hús hans
er hið rammbyggilegasta og
ljónin i garðinum eru ekkert
árennileg.
um, að hann hafði ekkert til að
lyfta sér upp með. Allt frá þeirri
stundu hefur hann stöðugt verið
að lyfta sér hærra.
Postudagur 22. |uni iy73.
/