Alþýðublaðið - 22.06.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.06.1973, Blaðsíða 11
William Terry Hannie Caulder sem væri vopnaður tvihleypti haglabyssu, bvrfti ekki að vera góðskytta. Honum nægði að miða i rétta átt og hleypa af báðum hlaupum. Emmett fór þvi einn að æfa sig og taldi sjálfum sér trú um, að hann væri ekkert hræddur við Hannie Caulder. En gæfan hafði snúið baki við þeim bræðr- um upp á siðkastið, og þess vegna gat ekki sakað að gripa til varúðarráöstafana. Þannig frétti hann ekki lát Rufusar, fyrr en hann kom aftur til bæjarins glaðhlakkalegur á svip. Hann hafði skotið mikið og taldi sig góðan miðað við venjulega getu. Hann hafði æft sig i að skjóta með báðum höndum af margvislegu færi. Hann hafði ekki einu sinni losað hnifana úr sliðrum, þvi að hann þóttist bezti hnifakastari isuð- vesturrikjunum. Prédikarinn, sem sat beinn i baki i hnakk sinum, varð til þess að segja Emmett sorgartiðindin. Þeir komu úr gagnstæðri átt og mættust á miðri leið, og Emmett varðað lita undan augnaráði svartklædda mannsins. „Lögreglustjórinn er með peninga handa þér,” sagði Prédkarinn og stöðvaði^hest sinn. Emmett tók i tauma a hesti sin- um. „Ertu að tala við mig?” spurði hann frekjulega og reyndi aö horfast i augu við Prédikar- ann, en varð aftur að lita undan. „Hann mun skýra þér nánar frá þessu,” sagði Prédikarinn og ætlaði að knýja hest sinn úr sporunum, en Emmett teygði fram sítuga krumlu og greip i jakkaermi hans. „Þú skýrir mér frá þessu núna!” skipaði hann. „Ég er búinn að gera það,” svaraði svartklæddi maðurinn og lagði hanzkaklædda hondina yfir hönd Emmetts. Sársaukinn lýsti sér úr litlum augum Emmetts, er hnúar hans klemmdust saman,sem i skrúfu- stykki. „Hvað ertu að gera?” veinaði hann. „Ég var að fá fötin min úr hreinsun,” sagði Prédikarinn rólegri, en ógnandi rödd. „Þú óhreinkar jakkann minn. Ef þú sleppir mér ekki, skýt ég þig, áð- ur en Hannie Caulder gengur af þér dauðum.” Emmett sleppti takinu, og jafnskjótt lossnaði hönd hans úr klemmunni. Prédikarinn burstaði ermina og horfði reiðilega á hinn svipljóta andstæðing sinn. „Hannie Caulder! Er hún ennþá i bænum?” Enn sáust engin svipbrigði á friðu andliti svartklædda manns- ins. „Hún var inni á skrifstofu i lögregustöðinni áðan,” svaraði hann. „Mér skilst, að hún hafi beðið lögreglustjórann fyrir peninga til þin.” „Peninga?” Það var útilokað, að tregur heili Emmetts gæti numið þessa vitneskju. Reiði hans i garð Hannie var blönduð ótta við þennan ókunna mann, og varð það sizt til skilningsauka. „Það sama sagði ég lika” sagði Prédikarinn. „Ég held peningarnir séu fyrir útför Rúfusar.” Emmett varð svo undrandi, að hann féll næstum af hesti sinum. „Rufusar?” öskraði hann starandi augum og yggldi sig, svo að dökkar tennur hans komu i Ijós. „Drap hún Rufus? Eins og Frank?” Prédikárinn hristi höfuðið. „Frank lét lifið i hóruhúsi. Hún kálaði Rufusi inni i tizkuverzlun.” En svo kinkaði hann kolli. „En það má kannski segja, að þeir hafi báðir hafnað i göturæsinu.” Hávaxni, svartklæddi maður- inn bjargaði sennilega mannslifi i Arramas þennan dag. Ef einhver annar hefði fært Emett fréttirnar, hefði hann að öllum likindum skotið þann hinn sama til bana, þvi að hann réð sér ekki fyfir RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Aðstoðarlæknisstaða Staða aðstoðarlæknis við röntgendeild Landspitalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum Lækna- félags Reykjavikur og stjórnarnefndar rikisspitalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjórnar- nefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 22. júli n.k. Byggingartæknifræðingur. - Umsjónarmaður Staða umsjónarmanns við Vifilsstða- spitala er laus til umsóknar. Óskað er eftir að ráða byggingatæknifræðing i stöðuna. Starfið er einkum fólgið i eftirliti með framkvæmdum, áætlanagerð og annarri undirbúningsvinnu um framkvæmdir. Byrjunartimi gæti verið samkomulags- atriði. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, ásamt meðmælum, ef fyrir hendi eru, sendist stjórnarnefnd rikis- spitalanna fyrir 6. júli n.k. Reykjavík, 21. júni 1973 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765 bræði. Er Prédikarinn hélt af stað niður götuna, varð skynsemin reiðinni yfirsterkari. Maðurinn sneri baki að Emmett, en hann sá, að hinn hélt laust um taumana með annarri hendi, en hin hvildi á byssuskeftinu. Maðurinn bar greinilega með sér, að hann var vígamaður, og hann var ekki mjög ungur að árum. Það gat ekki táknað annað en hann væri góður. Emmett urraði reiðilega, knúði hest sinn grimmdarlega úr sporum og tók stefnuna á lög- reglustöðina. Hann stökk af baki og tafði sig ekki á þvi að binda hest sinn, heldur sparkaði upp hurðinni. Hann staðnæmdist i gættinni og horfði illilega á lög- reglustjórann, sem sat við skrif- borð sitt, en á þvi lágu tveir fimm dala seðlar. „Bölvuð tikin!” öskraði Emmett. „Hver heldur hún, aö hún sé, að borga svona útför bræðra minna? Ég ætla mer að búa til axlabönd úr görnunum hennar. „Hann gekk að borðinu, sópaði peningunum af þvi, teygöi sig fram og greip um kverkar Lees. „Hvar er hún? Hvar i hel- vitinu er hún?” Lee var rámur. „Við ár- kvislina.” „Hvar er það? Þar sem áin kvislast?” „Skarplega ályktað!” Þrátt fyrir hálstakið gat Lee ekki annað en hæðzt að honum, „Hún sagðist ætla að biða.” Emmett herti takið og lét þannig bitna á lögreglustjóran- um, hve Predikaranum hafði tekizt að egna hann til reiöi. „Jæja, ætwr hún að biöa?” Rödd hans fylltist heift, og hann sleppi takinu af lögreglustjóranum. „Biddu bara, Hannie Caulder.” Er hann hélt af stað i átt til dyr- anna, sá hann seðlana tvo á gólfinu. Hann beygði sig eftir þeim og leit um öxl á Lee, glettnislegur á svip. „Ég hélt, að jarðarförin kostaði fimm dali.” Lee neri auman hálsinn og varð að kingja ákaft, áður en hann gat svarað. „Hún sagði, að þetta væri fyrir tveimur jarðarförum,” svaraði hann. „Rufusar og þinni.” „Ég skal sýna henni i tvo heimana,” öskraði Emmett, hljóp út og stakk peningunum i vasann. Lee dró upp óhreinan vasaklút og þerraði svitann af andliti sinu. 18.KAFLI Ain var ekki vatnsmikil og hún rann I hringlaga stöðuvatn, en þaðan runnu tvær kvislar, sem Áskriftarsíminn er B6666 SKEMMTANIR SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR - VÍKINGASALURINN er opinn fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur með sjálfsafgreiðslu, opin alla daga."' HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL BORG við Austurvöll. Resturation, bar og dans I Gyllta saln- um. Sími 11440 HÓTEL SAGA Grillið opið alla daga. MÍmisbar og Astrabar, opið alla daga nema miðvikudaga. Slmi 20890. INGÓLFS CAFÉ viö Hverfisgötu. — Gömiu og nýju dansarnir. Simi 12826 Í>ÓRSCAFÉ Opið á hverju kvöldi. Sfmi 23333. HABÆR Klnversk resturation. Skólavörðustlg 45. Leifsbar. Opiö frá kl. II. I.h. tilkl. 2.30 og 6e.h. Sfmi 21360. Opið aila daga. SKEMMTANIR — SKEMJVITANIR Engólfs-Café Gömlu dansarnir í kvöld kl. ! Hljómsveit Garöars Jóhannessonar Söngvari Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, Pick-up bifreið og ennfremur nokkrar ógangfærar fólks- bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 26. júni kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25. Simar 19099 og 20988. Andersen & Lauth hf. Júní — Júlí — Ágúst veröa verzlanir okkar opnar sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga ki. 9-6. Föstudaga kl. 9 - 7, í Glæsibæ ki. 9-8. Lokað laugardaga. ANDERSEN & LAUTH HF.r Vesturgötu 17, Laugavegi 39, Glæsibæ. Föstudagur 22. júni 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.