Alþýðublaðið - 26.06.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.06.1973, Blaðsíða 2
HANNA OG KNUD LUNDBERG SVARA: Er þaö í lagi, að konan mín skuli sífellt háma í sig „Librium"? Kæru Hanna og Knud Lundberg. Þakka ykkur fyrir bréfakassann, sem alltaf vekur athygli mina. Nú langar mig til aö notfæra mér hann, svo framarlega sem þiö á- litiö, að það sem ég spyr um sé þess viröi að þvi sé svaraö. Vandamáliö er i þvi fólgiö, aö konan min hámar i sig „Librium” stanzlaust. Hvaöa hlutverki gegna þessar töflur, og hvaöa áhrif hafa þær? Er einhver á- hætta þvi samfara að nota þær til langframa? Sjáifur er ég haldinn meðfæddum ótta gagnvart öllum töflum — og fyrir þaö hef ég nokkrar áhyggjur af þessu. Beztu kveðjur. t.s. Librium er gefiö sem lyf gegn eirðarleysi, ótta og sálrænni spennu. Þaö er harla óliklegt aö nokkur veröi likamlega háður þvi lyfi. En áreiöanlega andlega. Þaö er vist almennt álit að viö hámum i okkur of mikið magn af librium — og svipuðum lyfjum, i þessum velferöarrikjum. Jafnvel þótt þær töflur fáist einungis gegn lyfseðli. Þær eru sumsé harla virkar gegn spennu, og margir læknar hafa i svo mörgu að snú- ast að þeim verður þaö hendi næst að gefa sjúklingum, sem þjást af streitu, slikt lyf. Sem að visu ekki læknar, heldur dregur úr sér- kennunum. Það er hrein undantekning, ef nota þarf lyfið að staöaldri og viö álitum að þér gerðuð rétt að reyna að fá konu yðar til að hætta. Kannski gætuð þér i staðinn hjálpað henni i átökunum við streituna. En hvernig sem alit slikt er i pottinn búið, þá er það læknirinn, sem verður að ráða. Það virðist þvi ekki úr vegi að hún spyrji lækni sinn hvort ekki sé timi til kominn aö hún hætti að nota librium. Með beztu kveðjum. Hanna og Knud Lundberg. —NÝ VON FYRIR------- „VANGEFNA" BARNIÐ Ungabarnið, sem virðist skríða stefnulaust á fjórum fót- um eftir gólfteppinu, er i raun og veru i erfiðu námskeiði i samræmingu hreyfinga og þroskun þess hluta heilans, sem siðar meir mun stjórna hæfi- leikum barnsins til þess að læra aö lesa og skrifa ásamt mörgu öðru. Dr. Sidney Groffmann viö Endurhæfingarmiöstööina i Philadelphiu i Bandarikjunum komst fyrir nokkrum árum að raun um, að börn, sem vafra áð- ur en þau fara aö skriða geta siðar meir átt i erfiðleikum með lestur og stofun og jafnvel orðið rangeygð. Niðurstöður hafa hafa nú ver- ið staðfestar af dr. Melvin Schrier við Yale-háskóla. Kenning sú, að hjá þessum börnum þroskist hluti heilans ekki eöliliega, er nú notuð til þess að hjálpa börnum, sem einu sinni hefði verið sagt um, að væru ,,á eftir”. Vöðvar Læknar telja, að slæm sam- ræmun vöðvastarfs geti haft áhrif á sjónina alveg eins og á lestrar- og skriftarhæfni. En slikt ástand er ekki ólækn- anlegt. Hægt er að endurþjálfa hinn „óþroskaða” hluta heilans og sjónin styrkt hjá börnum allt að 10 ára að aldri. Lækningin er einfaldlega fólgin i þvi, að barn- ið er látið skriða eins og það myndi hafa gert litið. ef allt hefði verið með eðlilegum hætti. Niu ára drengur var haldinn slikri lesblindu, að hann gat ekki stautaö sig fram úr einu einasta orði. Honum var þá kennt að skriða og gera augnæf- ingar i 10 min. á dag. Eftir nokkra mánuði gat hann lesið næstum þvi jafnmikið og vel og jafnaldrarnir. Hinar siðu, hnepptu prjóna- peysur, sem urðu svo vinsælar á stúlkunum i haust er leiö, eru nú orðnar jafn vinsælar hjá karl- mönnunum. Þær eru hlýjar og gott að vera i þeim á þessum árstima og raunar langt fram á sumar þar sem þær eru eitt af þvi, sem er alveg ómissandi i sumarferðalaginu. Þessar peysur eru mjög skemmtilegar grófprjónaðar og með röndum úr öðru visi litu garni á boðungunum. Rangeygð stúlka sjö ára að aldri var haldin þeim kvilla. að vöðvarnir unnu ekki rétt saman, I svo miklum mæli, að hún gat ekki gengið almennilega. .1 næstum þvi tvö ár var hún reglulega látin skriða. Að þeim tima loknum gat hún gengið næstum þvi eðlilega og aðeins örsjaldan bar á misvisun augnanna. En skriðið er þó engin alls- . herjarmeinabót. I flestum tilfellum er það að- eins fyrsta skrefið til þess að lækna rangeygð börn. Oftast þurfti einnig að nota gleraugu — og jafnvel að gripa til skurðað- gerða. Hjá flestum er annað augað öflugra en hitt. Ef þú ert rétt- hendur, þá er hægra augað sennilega öflugra, en hið vinstra. En verið getur, að þú sért rétthendur, en að vinstra augað sé rikjandi. Þá getur þú lent i erfiðleikum. Vandamál Dr. Schrier komst að raun um, að augnvandamál af þess- ari tegund urðu iðulega hjá börnum, sem skriðu ekki nægi- lega mikið, þegar þau voru ung. Undirslikum kringumstæðum eru skriðæfingar oftast nauð- synlegar svo ráða megi bót á ó- samrýmun augnanna. Slíkar skriðæfingar eru nú einnig notaðar i Philadelphia Institute for the Development of Human Potential til þess að hjálpa börnum, sem orðið hafa fyrir heilaskemmdum. Drengur nokkur frá Hull i Bretlandi, sem sendur var stofnun þessari til meðhöndlun- ar árið 1971, gat þá ekki lesið þótt hann væri orðinn 15 ára gamall. Að 18mánuðum liðnum og eft- ir að hann hafði skriðið samtals 200 milur og gert aðrar þjálf- unaræfingar gat hann bæði lesið og skrifað. Þannig klæðast þær heimsfrægu í sumar: EKKERT FEGURRA EN GALLABUXUR! Heimsins fegurstu stúlkur klæðast þeim. Heimsins mest eftirspurðu karlmenn nota þær. Paris má laöa með hversu margar nýtizkuuppáfinningar, sem hún vill — gallabuxurnar verða eftir sem þaður það nýj- asta nýja hjá öllum fremstu fyrirmyndum okkar i klæða- burði. Og við hin fylgjum þakk- lát i fótsporin. Þeim mun slitn- ari og upplitaðri, sem vinnufötin eru, þeim mun betra. Með applikeruðum blómum og blöð- um þeim mun kvenlegra. Með stuttjakka eöa siðjakka — mesti tizkufatnaöur áratugsins um morgun, kvöld og miðjan dag. Mirja Sachs ann mittisjakkan- um úr gallabuxnaefninu. Hér er hún i gerð ársins með isaumi og loðkanti framan á ermunum. Gunther hefur hins vegar skipt á gallabuxunum og venjuiegum karlmannabuxum. Birgitte Bardot hefur aldrei sagt skilið við uppáhaldsklæön- aö sinn, heimsins þrengstu gallabuxum. Viö þær er hún i klæöskerasaumuöum siðjakka með ryja-ermaskjólum. T-skyrta og filabeinsmen i gullkeðju tilheyrir hinum rétta klæönaði. Claudia Cardinale, svar italíu við BB Frakklands, bar „tizkueinkennisfötin”. Ert þú i hópi þeirra, sem nú kaupa Alþýðublaðið i lausasölu? t» á hefur þú væntanlega komizt að raun um t að það er sparnaður af þvi að kaupa það i áskrift. Sim- inn er 8-66-66 Q Þriðjudagur 26. júní 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.