Alþýðublaðið - 26.06.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálaritstjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ristjórnarfulltrúi Bjarni Sig-
tryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðset-
ur ritstjórnar Hverfisgötu 8—10. Sími 8666*. Blaðaprent hf.
WILLY BRANDT OG KANÚNUR BRETA
Fyrir nokkru var utan-
ríkisráðherra Breta, Sir
Alec Douglas-Home, í
opinberri heimsókn í
Bonn. Fór með afbrigðum
vel á með honum og ráða-
mönnum Vestur-Þýzka-
lands, og gátu þeir vart
fundið málefni, sem þá
greindi á um. Blaðið
„Frankfurter
Rundschau" sagði að
þessu tilefni:
„J A F N V E L I
ÞORSK/^STRIÐINU,
SEM NU GEYSAR ÚTI
FYRIR STRÖNDUM
ISLANDS, HEYJA
BREZKIR OG VESTUR-
ÞÝZKIR TOGARAR
SÖMU ORRUSTU, OG
LÖNDIN TVÖ STANDA
HLIÐ VIÐ HLIÐ I
FYRSTA SINN SIÐAN
VIÐ WATERLOO."
Enda þótt langt sé til
jafnaðaðbera Islendinga
saman við Napoleon sem
sameiginlegan fjand-
mann Breta og Þjóðverja,
þá er sannleikskorn í þess-
um orðum. Segja má, að
Willy Brandt kanzlari,
með friðarorðu Nobels á
brjóstinu, standi nú á bak
við kanónur brezka
flotans í baráttu hans við
að knésetja Islendinga.
Þetta fer hinum göfuga
kanzlara ekki vel, og er
varla hugsandi, að hann
geri sér grein fyrir þeirri
stöðu, sem „Frankfurter
Runcschau" lýsti á svo
dramatiskan hátt. Ráða-
menn í Bonn hafa til
þessa litið á landhelgis-
málið sem smámál og
fengið það í hendur smá-
kóngum í stjórnarbákn-
inu, en þeir aftur látið
þýzk-brezka togaraauð-
valdið og lagalegan
formalisma villa sér sýn.
Willy Brandt er dáður
og viðurkenndur um allan
heim fyrir það, að hann
þorði að knýja fram
grundvallarbreytingar á
málefnum Mið-Evrópu og
treysta þannig til muna
friðinn. Hann er
sósíaldemókrati, maður
breytinga en ekki kyrr-
stöðu. Ef hann hefði tíma
til að líta út á hafið,
mundi hann án efa sjá,
að þar ríkir enn hálfgerð
nýlenduöld, sem fjöl-
margar þjóðir eru að
breyta i nýja skipan
mála, er fullnægir kröfum
m iki Is meirih luta
mannkynsins í dag og
vonandi um nokkra fram-
tíð. Island er i hópi þess-
ara þjóða, en hefur skref
fyrir skref orðið að berjast
við brezku togaraauð-
hringana. Þorskastriðið
kann að vera eins konar
Waterloo orrusta, sem
a.m.k. Bretar munu nú
tapa. I stað Vínarfundar-
ins, sem færði Evrópu frið
í heiia öld, kemur nú
hafréttarráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna.
Willi Brandt hefur enn
tækifæri til að losa sig úr
þessum tengslum við
kanónupólitík Breta á
Islandsmiðum, og ef til
vill getur hann hjálpað
þeim út úr þeim
ógöngum, sem þeir eru
komnir i. Vegna þess að
fiskveiðar þýzkra togara
eru með allt öðrum hætti
og á allt öðrum svæðum
en veiðar Breta við Is-
land, hefur ríkisstjórnin
gert Vestur-Þ jóðverjum
samningaboð. Um það
verður fjallað i viðræðum
i Reykjavik innan
skamms.
Samsetning hinnar
þýzku sendinefndar gefur
vonir um, að ráðamenn i
Bonn taki þetta mál nú
alvarlegar en hingað til .
Þeir ættu að setjast niður
með fulltrúum Islands og
standa ekki upp fyrr en
þeir hafa náð samkomu-
lagi. Þeir verða að búa til
dálitla „Nordpolitik" og
bjarga kanzlara sínum úr
félagsskap við brezka
flotann á Islandsmiðum.
Þeirverða umfram allt að
tryggja, að hið nýja,
lýðræðislega Þýzkaland,
verði ekki bendlað við
ófriðgegn smáþjóð, þegár
það loks tekur sæti í röð-
um Sameinuðu þjóðanna i
haust.
STRÍÐ AUÐHRINGANNA
GEGN ÍSLENDINGUM
Hinn 17. júni siðastliðinn flutti
Benedikt Gröndal, varaformaður
Alþýðuflokksins, ræðu á Norræna
alþýðuþinginu 1973 i Stokkhólmi,
svo sem blaðið hefur áður skýrt
frá. Slik þing eru haldin á 5-7 ára
frestiog sækja þau leiðtogar jafn-
aðarmannaflokka og verkalýðs-
hreyfinga frá öllum Norðurlönd-
unum.
Benedikt hóf ræðu sina á þvi að
óska öllum viðstöddum til ham-
ingju, þar eð dagurinn væri þjóð-
hátiðardagur tslendinga. Var þvi
tekið með miklu lófataki i saln-
um.
Fyrri hluta ræðunnar fjallaði
Benedikt um þau félagslegu verk-
efni, sem voru verkefni ráðstefn-
unnar. Minnti hann þar á, að vel-
ferðarríkin i dag væru ekki
endanlegt takmark, heldur ætti
að skoðun jafnaðarmanna að
vera stöðug þróun i mannlegu
samfélagi. Að þessum kafla lokn-
um sneri Benedikt sér að land-
helgismálinu, sem tók megin-
hluta ræðunnar. Fer hann hér á
eftir orðrétt.
Hvert skref sem stigið er fram
á við i átt til betra starfsumhverf-
is, hver einasta endurbót á sviði
félagsmála kostar eitthvert fé.
Þegar á heildina er litið, teljum
við jafnarðarmenn að slikur
kostnaður sé tilflutningur á verð-
mætum i samféiaginu — til
þeirra, sem verðmætin hafa
skapað, verkafólksins. Þegar nær
er litið, vitum við, að málin verð-
ur að leysa á þann hátt, að vinnu-
veitendur ráði við, án þess að
sjálf vinnan sé i hættu. Félagsleg-
ar framfarir krefjast þess, að
efnahagsástand sé traust og gott.
Meginerfiðleikar okkar tslend-
inga eru, að við höfum ekki náð
þvi efnahagsöryggi, sem við ósk-
um eftir og þurfum.. Allt timabil-
ið frá siðari heimsstyrjöld höfum
við barizt gegn verðbólgu án
varanlegs árangurs, og það ligg-
ur I eðli fiskveiða, að afli er aldrei
tryggður.
Er hægt að hugsa sér trjáiðnað
án skóga? Er hægt að hugsa sér
málmiðnað án málraa?
Það eru hugsanir af slikri
stærð, sem sækja að tslendingum.
Við komumst ekki hjá þvi, að þær
hafa áhrif á baráttu verkalýðs-
hreyfingarinnar fyrir betri og
öruggari lifskjörum og betra
starfsumhverfi. Verkalýðshreyf-
ingin á tslandi hefur þvi — eins og
þjóðin öll — látið baráttuna um
fiskimiðin umhverfis landið, sem
afkoma okkar byggist á, sitja i
fyrirrúmi.
Ég þarf varalaust ekki að skýra
þýðingu fiskveiða i efnahagskerfi
tslendinga. Veiðiflotinn sjálfur
hefur mikla þýðingu, en frystihús
og annar fiskiðnaður veita mun
fleira fólki atvinnu. Við þetta bæt-
ist fjöldi þjónustuiðngreina fyrir
flotann og fiskiðnaðinn. 80-85% af
fjaldeyristekjum okkar eru fyrir
fisk, og rikið byggir mjög á tekj-
um af innflutningi. Það er ljóst,
að án fiskjar er nútima velferðar-
þjóðfélag óhugsandi á tslandi.
A siðari árum hafa orðið stökk-
breytingar á veiðitækni. Nú sigla
ekki einstakir bátar, heldur risa-
stór móðurskip i fylgd með heil-
um flotum af minni skipum, sem
geta tæmt heil mið. Nýjustu verk-
smiðjutogarar geta i sömu veiði-
ferð siglt til Grænlands, tslands
og Noregs og leitað uppi beztu
aflastaðina. Þessi þróun hefur
hrætt okkur Islendinga og þetta
er meginástæðan til þess, að við
sækjum svo fast i landhelgismál-
inu.
Þó þarf að skyggnast dýpra til
að skilja, hvað deilurnar milli Is-
lands og Bretlands og Vestur-
Þýzkalands fjalla um.
Fyrr á öldum hafði tsland mjög
viða landhelgi, sem á 16. og 17. öld
náði allt út i 16-32 sjómllur.
En á 19. öld varð heimsveldis-
stefnan rikjandi i alþjóðamálum.
Henni fylgdi ekki aðeins, að nokk-
ur auðug riki næðu yfirráðum yfir
löndum annarra þjóða um allan
hnöttinn. Heim sveldisstefnan
knúði landhelgi ríkja nær og nær
ströndum. Tilgangurinn var sá,
að nýienduveldin, sem réðu haf-
inu, hefðu sem mest hernaðarlegt
svigrúm, og að þessi sömu riki
gætu hagnýtt beztu fiskimið
heims, sérstaklcga eftir að togar-
ar komu til sögunnar.
MERKI NORRÆNA
ALÞÝÐUÞINGSINS
Þessi þróun heimsveldisstefn-
unnar varð örlagarik fyrir Island.
Árið 1901 — þegar brezka heims-
veldið stóð á hápunkti — gerði
gamla stjórnin i Danmörku
samning við Bretland um, að
landhelgi við tsland og Færeyjar
skyldi verða 3 milur.
Árangurinn varð sá, að i hálfa
öld veiddu brezkir og aðrir togar-
ar rétt fyrir utan gluggana hjá
okkur á ströndum tslands. Tvær
heimsstyrjaldir á þessu timabili
hafa án efa átt mestan þátt i þvi,
að fiskistofnar urðu ekki fyrir
mun meira tjóni en raun bar
vitni.
Það var ekki fyrr en eftir siðari
heimsstyrjöldina, að tslendingar
gátu sjálfir hafið baráttu til að ná
aftur fiskimiðunum á landgrunn-
inu, sem við teljum hluta af landi
okkar og auðlindum þess — þau
svæði þar sem einu teljandi auð-
lindir okkar er að finna. Þessi
barátta hefur nú staðið i 20 ár.
Við færðum út fiskveiðimörkin
úr 3 i 4 milur árið 1951 og lokuðum
flóum. Bretar snerust hart á móti
og útilokuðu tslendinga frá
brezka fiskmarkaðnum, sem
fram að þeim tima hafði verið
mikilvægasti markaður tslend-
inga. Þetta var ekki stjórnarað-
gerð. Togarafélögin voru þarna
að sýna mátt sinn. Þau áttu lönd
unartækin og dreifikerfið. Tog-
arafélögin gátu framjvæmt mjög
áhrifarikt efnahagsbann gegn ts-
landi. Nú á dögum reynist vera
erfitt að framkvæma neins konar
efnahagsbann gegn rikjum eins
og Suður-Afriku eða Ródesiu, en
það gekk prýðilega gegn tslandi
1951. Þó lifðum við það af.
Arið 1958 stigum við i samband
við hafréttarráðstefnu Sþ annað
skrefið. Við færðum út fiskveiði-
landhelgina úr 4 milum i 12. 1 það
skiptið var brezki flotinn þegar
sendur gegn okkur. Þorskastriðið
stóð i þrjú ár, og enn sigruðum við
að lokum. Brátt var 12 milna fisk-
veiðilandhelgin talin sjálfsögð, og
jafnvel Bretar helguðu sér hana.
I dag stendur yfir þriðji þáttur-
inn eftir útfærsluna úr 12 i 50 mil-
ur. Að þessu sinni er baráttan
miklu alvarlegri og hættulegri en
áður, eins og allir þekkja úr frétt-
um.
Brezkir sjómenn eru ekki and-
stæðingar okkar i þessari
baráttu. Togaramenn eru okkur
að visu reiðir, en þeir hafa ávallt
verið vinir okkar og verða það
aftur. Brezkir strandfiskimenn
eru miklu fjölmennari, sérstak-
lega I Skotlandi, og þeir hafa
sömu hagsmuni og við.
Brezkir verkamenn eru ekki
andstæðingar okkar. Vörukaup
okkar tryggja mörgum þeirra at-
vinnu. Brezkir neytendur eru
heldur ekki andstæðingar okkar,
en þeir greiða herkostnaðinn i
hærra fiskverði.
Andstæðingar okkar i Bretlandi
eru fyrst og fremst hin voldugu
togarafélög, sem meðal annars
hafa greitt stórfé fyrir skipulegan
áróður gegn Islandi.
Fyrir nokkrum vikum var frá
þvi skýrt opinberlega, að
Associated Fisheries, sem á stór-
an hluta brezka togaraflotans við
Benedikl Gröndal.
tsland, hefði siðustu sex mánuði
haft 58% meiri ágóða en áður,
þrátt fyrir 7% minni afla.
Togarafélögin eru tengd nokkr-
um hinna voldugu heimshringa,
svo sem Unilever. t Vestur-
Þýzkalandi er einn stærsti tog-
araeigandinn einmitt hinn brezki
Unilever hringur.
tslendingar halda nú uppi eins
konar skæruiiðavörn gcgn brezka
flotanum úti fyrir ströndum
landsins, en brezkar eftirlitsflug-
vélar njósna úr lofti. En að baki
þessum harmleik standa auð-
valdshringar, sem enn lifa i anda
nýlendustefnunnar og halda fast i
sérréttindi hins gamla herra-
dóms. Áhrif þeirra á stjórnina i
London eru furðuleg.
islendingar standa ekki einir i
þessari baráttu. 32 önnur riki i
Mið-og Suður-Ameriku, Afriku og
Asíu hafa þegar helgað sér fisk-
veiðilandhelgi frá 12 til 200 milur,
en aðeins tsland hefur orðið fyrir
ógnunum af kanónum stórveldis.
Mörg fleiri riki hafa lýst yfir
stuðningi við fiskveiðimörk allt
að 200 milum, þar á meðal Kína,
Ástralia, Kanada og Nýja Sjá-
land.
Sameinuðu þjóðirnar fjalla nú
um framtið hafsins. Stór nefnd
undirbýr hafréttarráðstefnuna,
sem mun hefja störf i Santiago,
Chile, næsta ár.
Hugmyndin er sú, að allt hafið
utan við landhelgi, skuli verða
sameign mannkynsins, og auðævi
hafsbotnsins skuli renna til fá-
tæku þjóðanna. Þetta er ef til vill
stærsta hugsjón, sem fram hefur
komið, siðan Sameinuðu þjóðirn-
Framhald á bls. 10.
RÆÐA BENEDIKTS GRÖNDALSÁNORRÆNA”ALÞÝÐUÞINGINU 1973
Þriðjudagur 26. júní 1973.
O