Alþýðublaðið - 26.06.1973, Side 4
■ <••'•>'C:'
.
;;
1 \\ "A
J ||
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
HJÚKRUNARKONUR
óskast til starfa nú þegar við KLEPPS-
SPÍTALANN, einkum i Viðihlið og á deild
IX.
Vinna hluta úr starfi kemur til greina.
Upplýsingar veitir forstöðukonan, sima
38160.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765
Sumarnámskeið
10—12 ára barna
Hið seinna sumarnámskeið fyrir 10—12
ára börn hefst mánudaginn 2. júli og lýkur
21. júli.
Námskeiðsefni: föndur, iþróttir, leikir,
kynnisferðir um borgina, heimsótt söfn,
fyrirtæki og stofnanir.
Daglegur námskeiðstimi er 3 klst. frá kl.
9—12 eða 13 16.
Væntanlegir kennslustaðir:
Austurbæjarskóli og Breiðagerðisskóli.
Námskeiðsgjald er kr. 700.-
Innritun fer fram i Fræðsluskrifstofu
Reykjavikur, Tjarnargötu 12 á morgun,
miðvikudaginn 27. júli, kl. 15—18.
Fræðsluskrifstofa Reykjavikur
AUGLÝSINGASÍMINN OKKAR ER 8-66-60
Tónskáldið ferðast um
í 150 millj. krónaþotu
„Mér finnst ég dekraður,’
sagöi Gilbert O’Sullivan, tón-
skáld og poppstjarna, þegar
hann teygði úr sér i hægindasæti
I 150 milljón króna einkaþotu
M.A.M. umboðsfyrirtækisins á
leið frá London til Irlands, þar
sem hann átti að koma fram á
nokkrum konsertum.
Gilbert hefur allur breytzt i
útliti frá þvi i fyrra, eða eins og
Islenzkir sjónvarpsáhorfendur
sáu hann nú i vor. Þá var hann
klæddur of stuttum buxum, með
skringilega húfu og i gamaldags
jakka og götóttri peysu. Nú er
þessi 27 ára gamla stjarna
poppheimsins, búin að láta sér
vaxa sitt hár — hann klæðist
tizkufatnaði — og eftir flugferð-
ina hefur hann viðurkennt að
hann ætti i rauninni að láta þann
munað eftir sér að ferðast um á
eilitið finni máta en áður.
Þotan er notuð af umboðs-
fyrirtækinu til að fljúga með
dýrustu poppstjörnurnar milli
konserta — og I henni hafa iðu-
lega flogið Tom Jones og Engel-
bert Humperdinck.
1 þessari fyrstu ferð sinni i
milljónaþotunni hafði Gilbert
O’Sullivan með sér mömmu
sina, stjúpa og tvituga systur.
Flugfreyjan var valin sérstak-
lega. Hún heitir Ann Hermsen,
29 ára gömul, og lagði áður
stund á mál i Sorbonne i Frakk-
landi og starfar nú yfirleitt sem
túlkur.
JOHN DEAN, fyrrum lögfræði-
legur ráðunautur Nixons fyllyrti
í gær við fyrstu opinberu yfir-
heyrslur yfir honum I Water-
gate málinu, að forsetinn væri
sjálfur viðriðinn hneykslis-
málið. Hann sagðist hafa skýrf
Nixon sjálfur frá tilraununum
til að þagga málið niður, og
sagöi einnig að forsetinn hefði
sagt við sig að það væri ekkert i ■
vegi fyrir þvi að borga allt að ■
milljón dollara fyrir það að láta ■
þá sem brutust inn i Watergate- ■
bygginguna, halda sér saman. ■
Hann sagði einnig að þegar J
hann hafi skýrt Nixon frá þeim J
tilraunum, sem gerðar hefðu S
verið til að þagga málið niður ■
hafi forsetinn ekki gert sér grein ■
fyrir þvi hversu alvarlegar af- ■
leiðingar það gæti haft fyrir ■
hann að blanda sér þannig inn I ■
málið.
\ i 150 síðna greinargerð nefnir ■
Dean fjölda manna sem við- ■
riðnir voru tilraunirnar til að ■
breiða yfir málið. Þar er hópur ■
manna úr starfsliöi Hvita ■
hússins og margir úr nefnd 5
þeirri, sem sett var á laggirnar J
til að vinna að endurkjöri S
Nixons, en eins og kunnugt er S
sigraði hann með meiri yfir- S
burðum en nokkur annar ■
Bandarikjaforseti hafði áður ■
unnið.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
TYRKIR 0G
HASSIÐ
FREISTUÐU
STÚLKUNNAR
Krafizt hefur verið
tveggja ára óskil-
orðsbundins fang-
elsisdóms yfir 19 ára
gamalli noskri
stúlku, sem ákærð
hefur verið fyrir að
smygla inn, reykja
og selja, tvö kiló af
hassi. Stúlkan hefur
játaö að hafa haft
inn i landið þessi tvö
kiló, og að hafa reykt
hass um nokkurtc
skeið.
Stúlkan kynntist i
Kaupmannahöfn
Tyrkja nokkrum
fyrir fáum árum sið-
an, og bauöst til að
selja fyrir hann hass
i Noregi. Þau fóru
saman til Porsgrunn
i Noregi, og hafði
stúlkan hassið falið á
sér, en Tyrkinn var
vopnaður skamm-
byssu. Stúlkan átti
að fá þriðjung
hagnaðarins, en
þegar hassið hafði
verið selt hvarf
Tyrkinn úr landi án
þess að láta stúlkuna
fá nokkuð. Er
stúlkan fór aftur til
Kaupmannahafnar
að reyna að hafa upp
á Tyrkjanum kynnt-
ist hún öðrum landa
hans, sem gaf henni
hass til eigin notk-
unar. Með þessum
Tyrkja varö hún svo
ólétt.
Frá mönnum
og málefnum
Deilan um
keisarans
skegg
Það leið auðvitað ekki á löngu
þangað til öll tiltæk pólitik var
dregin inn i landhelgismálið.
Aður hefur verið bent á það i
þessum pistlum, að viðhorfin til
Nato ættu eftir að reynast
þýðingarmikil, áður en
landhelgismálið yrði til lykta
leitt. Það er engin tilviljun, að
Þjóðviljinn hermir hvert eitt
orð, sem gengur út af munni
manna um afstööuna innan
Nato, og Kristján Albertsson
hefur á ný tekið upp gamla
tóntegund um rauðu hættuna.
Nú þreytast þessir tveir aðilar
um blindgötur fastmótaðrar
rökræðu, og hafa raunar harla
litið um landhelgismálið að
segja.
Sagt er að Alþýðubandalagið
sé reiðubúið i kosningar með
haustinu. Spjaldskrár séu I lagi
og kosningamaskínan öll i
viðbragðsstöðu. Ýms rök ligga
að þvi að heppilegt sé fyrir
Alþýðubandalagið að fá
kosningar alveg á næstunni.
Slikar kosningar, ef yrðu,
myndu bera meiri keim af
þjóðaratkvæðagreiðslu en
alþingiskosningar yfirleitt, og
veldur þvi stórmál einsog
landhelgismálið, varnarliðið
og Nato, ef svo tekst til að þátt-
taka i Nato verði brennandi
spursmál vegna afstöðuleysis
og gagnsleysis samtakanna i
landhelgismálinu. Þegar svo
kjósandinn gengur I kjörklefann
i svo einföldum kosningum,
lætur hann afstöðu til annarra
stefnumiða biða. Hann segir
annað hvort ja eða nei, og þeir
flokkar, sem þá geta gengið
heilir til leiksins með eða á móti
t.d. þátttöku i Nato, munu eiga
litlu fylgi að fagna. Það er þvi
von að einstakir stjórnmála-
menn séu farnir að halda aftur
af sér i sambandi við afskipta-
leysi Nato. Þeir eru ef til vill
ekki i aðstöðu til að standast
kosningar, sem snúast um já,
eða nei.
En það verður forvitnilegt að
fylgjast með þvi fram á haustið
hvernig bilið breikkar milli
helztu samstarfsflokka i
rikisstjórn út af afstöðunni til
Nato. Þeir sem hófu leikinn árið
1956 undir stjórn Hermanns
Jónssonar, fóru ekki langt út
fyrir aðalatriðin. Nato komst þá
ekki svo mjög á dagskrá. Eftir á
sáu menn betri leiki.
Þeir, sem vilja landhelgis-
málið i höfn, finnst kannski deilt
um keisarans skegg, þar sem
Nato er. Má vel vera að svo sé.
En samt er nú þetta keisarans
skegg i landhelgismálinu að
verða eitthvert alvarlegasta
kosningamál, sem hér hefur
risið upp i lengri tima, einkum
vegna þess að öfgarnar á báða
bóga eiga leikinn.
VITUS
ATHUGIÐ
—Vesturhæingar—
ATHUGIÐ
Munið skóvinnustofuna
að Vesturgötu 51.
Ef skórnir koma i dag,
tilbúnir á morgun.
Virðingarfyllst
Jón Sveinsson
Þriðjudagur 26. júní 1973