Alþýðublaðið - 26.06.1973, Síða 6

Alþýðublaðið - 26.06.1973, Síða 6
o BæAi viAskiptahölda og stjórnmálamenn má finna i hópi þeirra, sem fara lil S/.ölIösi og fá lagt stjörnuspákort fyrir sér áftur en mikilvægar ákvarftanir eru teknar. llt frá þvi Ferenc Szöl lösi gekk i skóla hefur hann vitað nákvæmlega, hvenær hann muni deyja. Hann ræðir um það brosandi breiðu og drengjalegu brosi, svo það er áreiðanlega langt þangað til. Sem sakirstanda hefur þessi ungversk fæddi Kaupmannahafnarbúi lifað i 38 ár. Szöllösi getur einnig mjög snar- lega reiknað það út, hvenær þú og ég munum deyja. Raunar þarf hann bara vitneskju um tvennt. Hann þarf að vita hvar og hvenær maður fæddist. En hann segir aldrei frá hvorki sinum eignin dánardegi né annara hversu mikið, sem hann er beðinn. Það væri ósiðlegt og illt verk, segir hann. Ferenc Szöllössidregur fram lifið með þvi að segja öðru fólki fyrir um framtiðina. Að þessu með dauðann undanteknu, þá stað- hæfir hann, að hann — gegn greiðslu — muni segja þér allt um það, sem framtiðin ber i skauti sér og um hvernig þú getur e.t.v. haft áhrif á rás örlaganna. Ferenc Szöllösi er einn af mjög fáum stjörnuspádómafræð- ingum i Danmörku, sem hefur alla atvinnu sina af þekkingu sinni. Og að margra sögn er hann einn af þeim allra-hæfustu. 1 þrjá vetur hefur hann kennt stjörnuspádómafræði við kvöld- skóla i Kaupmannahöfn. Skólar þessir fá styrki bæði frá riki og bæ, svo vel er hægt að kalla Szöllösi bæjar- og rikisráðinn stjörnuspámann. En er þá hægt aö trúa spá- dómum stjarnanna? Fleiri og fleiri telja nú, að svo sé. Starfs- fólk Þjóðskrárinnar verður nú i siauknum mæli að sinna erindum fólks, sem vill vita nákvæmlega hvenær það fæddist, svo það geti fariö til stjörnuspámanns og fengið hann til þess að leggja stjörnukort fyrir sig. Margir þekktir viðskiptahöldar i Danmörku leggja t.d. ekki i neina umtalsverða fjárfestingu eða framkvæmd nema þeir leiti fyrst ráða hjá Szöllösi — og stjörnunum. Sumir stjórnmála- menn eru jafnvel á sama báti. Hverjir? Það er eitt af stóru leyndarmálunum hans Szöllösi. Hann segir ekkert um viðskipta- vini sina. En það hefur þó ekki enn gengið svo langt, að Dan- mörku sé stjórnað samkvæmt stööu sólar, tungls og stjarna á himninum. Stjórnmála- mennirnir, sem heimsækja Szöllösi, eru flestir i minniháttar stöðum i dönskum stjórnmálum. — Það er öruggt, að stjörnuspá- dómafræðin kemur til með að hafa sivaxandi áhrif á póljtikina, telur Szöllösi. — En perso'nulega er mér ekki meira en svo um að blanda þessu tvennu saman. Það er stórhættulegt, vegna þess, að sé það rangt notað, þá er hægt að misnota samband stjörnuspád- oma og stjórnmála með hryllileg- asta hætti. Hugleiðið hvað Hitler gerði á árum seinni heims- styrjaldarinnar. Hann átti sér sinn „hirðstjörnuspámann”, og meö hliðsjón af aðvörunum hans framkvæmdi Hitler svo hin hryllilegu verk sin. Það er jafnvel hægt að spyrja, hvort það hafi verið Hitler eða stjörnuspámaður hans, sem stjórnaði. Ég tel, að stjörnuspámaðurinn hafi ekki skipt svo miklu máli. Hann sagði fram þær spár, sem foringinn helzt vildi heyra. Hefði hann ekki gert það, hefði hann sjálfsagt fljótt orðið mjög dauður stjörnu- spámaður! Ég vil aðeins nota stjörnuspá- dómskunnattu mina til þess að hjálpa einstökum manneskjum til hamingjusamara lifs! Szöllösi telur, að flest okkar sýnum stjörnuspásómafræðinni, sem er elsta visindagrein i heimi, megnasta órréttlæti. A sama hátt og læknar vilja engin afskipti hafa af náttúrulæknum jafnvel þótt margar aðferöir hinna siðar- nefndu hafi valdið byltingu i með- ferð sjúkra, snúa visindin i kaldri fyrirlitningu baki við stjörnuspádómafræðinni. Astæðan er sú sama i báðum til- vikum: Hvorki náttúrulæknar né stjörnuspámenn hafa háskóla- nám að baki. Sem sagt, þeir verða stimplaðir „gervivisinda- menn” hversu duglegir, sem þeir eru. — Til hvers gagns er þótt maður geti sannað hitt og þetta þegar enginn nennir einu sinni að gjóta hornauga til þeirrar reynslu, sem maður hefur orðið sér úti um?, spyr Szöllösi. — Ég hef oft og mörgum sinnum getað tilgreint fyrirfram nákvæma dagsetningu þess, þegar kona elur barn sitt, svo ekki hefur munað nema einum sólarhring, en þar sem læknarnir hafa reiknað vitlaust svo munað hefur heilum mánuði. t stuttu máli sagt, þá ætti rikið að kojna á fót stofnun i stjörnu- spádomafræði. Slik stofnun myndi geta hjálpað læknum á ýmsan átt og einnig geðlæknum og mörgum öðrum. 1 öðrum löndum svo sem eins og Banda- rikjunum, Frakklandi, Þýzka- landi og Englendi, eru starfandi stjörnuspádeildir við háskóla. Mikið vildi ég, að slikt hið sama ætti sér stað hér i Danmörku. Ég vildi mjög gjarna verða fyrsti danski prófessorinn i stjörnuspá- dómafræði og sú löngun á ekkert skylt við hinn „fina” prófessors- titil. Ferenc Szöllösi var 13 ára gamall, þegar hann i fyrsta sinn heyrði sagt frá stjörnuspám — en stjörnuspár voru næstum óþekktar i hinu kommúniska Ungverjalandi, þar sem Ferenc óx úr grasi. — Kennslukonan min i 6. bekk lánaði mér bók um efnið, segir hann. — Fyrst var ég mest hrifinn og spenntur yfir þvi, að sólin, jörðin og stjörnurnar skyldu geta svifið um án þess að detta niður og að þau héldu brautum sinum með svo fastmótuðum hætti, að hægt væri að segja fyrir um, hver afstaða þeirra yrði eftir þúsundir ára. Það yfirgekk skilning minn. Svo er raunar enn. Fyrst ári siðar fór ég að velta vöngum yfir, hvort þetta allt saman gæti ekki haft áhrif á manneskjurnar. Og ég komst að raun um, að svo var sannarlega! Það var ómögulegt að draga fram lifið á stjörnuspádómum i Ungverjalandi svo Szöllösi leitaði annara úrræða. Hann vann við blaöamennsku og sem aðstoðar- maður fyrirlesara en i fri- stundunum spáði hann i stjörnur fyrir sig og kunningjana. Arið 1956 kom uppreisnin og hinn 22ja ára gamli Szöllösi flýði til Dan- merkur. Hann fékk vinnu við að selja bækur hjá Gyldendal. Allar fristundir notaði hann til náms. Fyrst og fremst nam hann dönsku og einkum og sér i lagi það flókna mál, sem notað er i stjörnufræð- inni. Fyrir 10 árum hóf hann svo að starfa að fullu og öllu sem stjörnuspámaður. — 1 byrjun var næstum ógerningur að draga fram lifið af þessu, en smátt og smátt fór það að ganga betur, segir hann. — Ahuginn á stjörnuspám verður stöðurgt meiri. Fyrir þorra æsku- fólks, sem að þvi er virðist dýrkar stjörnurnar svo ákaft, að þau bera stjörnumerki sin steypt i messing I keðju um hálsinn, er þetta sjálfsagt bara tizka. En ég held einnig, að áhuginn á stjörnu- spádómum eigi rætur sinar að rekja til samfélagsins, sem við lifum i. Það verður sifellt flóknara og fióknara. Mannfólkið finnur sig vera þvingað og það reynir að finna æðri tilgang með llfi sinu. Það leitar oft að ein- hverju, sem er óumbreytanlegt og skiljanlegt. Og ekkert er stöðugra, en stjörnurnar og brautir þeirra. Með alménnum orðum er hægt að segja, að þessi leit að skiljanlegum tilgangi lifs- ins merkir, að trú — þ.e.a.s. guðs- trúin og trúarbrögð yfirleitt — eru á leiðinni út, en stjörnu- spádómarinir á leiðinni inn. Það er að minu viti ómögulegt að vera i senn trúaður og stjarn- hyggjandi. 1 tvö skipti hef ég haft presta sem viðskiptavini. Ég held, að þeir hafi komið vegna þess, aft þá langaði til að geta stimplað stjörnuspádómafræðina sem hreina lygi, en þegar fortið þeirra og framtið hafði verið lesin heyrði ég ekki meira frá þeim. Ég veit TOPPURINN AF POPPINU Ýmislegt merkilegt er nú að gerast hjá ROLLING STONES þessar vikurnar. Þeir hafa nú ný- lega lokið við að taka upp nýja breiðskifu, og var það gert á Jamaica. Þessi plata ber jiafnið „GOATS HEAD SOUP”, sem út- leggst Geitarhöfuðssúpa. Hún á að visu ekki að koma út fyrr en i September, en þeir eru nú að leggja siðustu hönd á hana i London. I sumar hyggjast STONES fara i langa hljómleika- ferð um Evrópu. Skandinaviu og jafnvel allt til Rússlands. Auk STONES leika á GOAT’S HEAD SOUP þeir BILLY PRESTON og NICKY HOPKINS, en frá honum er kominn sá orðrómur, að KEITH RICHARD væri að hætta og við af honum ætti að taka RONNIE WOOD gitarleikari FACES. En KEITH hefur borið þennan orðróm sterklega til baka og kvað hann vara uppruna frá i rótum. KEITH býr nú á Jamaica og hyggst gefa út plötu með þar- lendri hljómsveit, sem heitir RASTAFARIAN. DAVID BOWIE nýtur stöðugt vaxandi vinsælda, og virðist enginn endi vera á sigurgöngu hans. Alls staðar þar sem hann heldur hljómleika er uppselt iöngu áður, og eru mörg dæmi þess, að aðdáendur hans hafi borgað fimmfalt miðaverö til að komast á þá. Nýjasta plata hans „ALADOIN SANE” er viðast hvar meðal söluhæstu platna. Tónlist hans er mjög sérstæð og fersk og er oftast mikil tilfinning i lögum hans, enda á hann auðvelt með að aðlaga sig mörgum til- finningasviðum. BOWIE virðist ekki hafa náð miklum vinsældum hér á Islandi og stafar það eflaust af þvi, að hann hefur ekki átt mörg lög á enska vinsældar- listanum og ekki gefið út margar litlar plötur heldur byggjast vin- sældir hans i Bretlandi á mjög sérstæðum hljómleikum og mörgum góðum breiðskifum. Þó er væntanleg frá honum 22. júni n.k. litil plata með laginu „LIFE ON MARZ,, og fer það eflaust við- stöðulitið upp i 1. sæti. LED ZEPPELIN þurfti nýlega að hætta við fyrirhugaða hljómleika vegna þess, að Jimmy Page gitaristi skar sig illa á fingri. Læknir hljómsveitarinnar bannaði honum stranglega að leika en þessir hljómleikar áttu að vera i FORUM-hljómleika- höllinni.og var þegar orðið uppselt. Ýmsar getgátur voru á lofti um það, hvernig PAGE hafi fengið skurðinn, en hið sanna kom fljótlega i ljós. Þeir höfðu sem sagt verið að skemmta sér, og fengið allt i einu þá hugmynd, að henda öllu lauslegu i hóltelher- berginu út um gluggann, en her- bergið var á niundu hæð. Þeir hentu borðum stólum og tómum bjórdósum, en Jimmy hafði ein- mitt skoriðsig á einni slikri. Tals- maður hljómsveitarinnar sagði að þetta hafi aðeins verið gert i gamni, og þeir hafi ekkert illt meint með þessu „you know”. ★ Stones til Rússlands ★ Ný plata með Bowie „Life on Marz” ★ Led Zeppelin í „hörkustuði” o ENGLAND 1 2 CAN THE CAN, Suzie Quatro RAK 2 5 RUBBER BULLETS, 10 C.C. UK 3 1 SEE MY BABY JIVE, Wizzard Harvest 4 3 ONE AND ONE IS ONE, Medicine Head Polydor 5 6 ALBATROSS, Fleetwood Mac CBS 6 — GROOVER, T. Rex EMI 7 4 AND 1 LOVE YOU SO, Perry Como RCA 8 1 1 STUCK IN THE MIDDLE WITH YOU, Stealers Wheel A&M 9 7 YOU ARE THE SUNSHINE OF MY LIFE, Stevie Wonder Tamla Motown 10 10 WALKING IN THE RAIN, Partridge Family Bell 11 17 GIVE ME LOVE (GIVE ME PEACE ON EARTH), George Harrison Apple 12 25 SNOOPY VERSUS THE RED BARON, Hot Shots Mooncrest 13 13 WALK ON THE WILD SIDE, Lou Reed RCA 14 9 TIE A YELLOW RIBBON, Dawn Bell 15 LIVE AND LET DIE, Paul McCartney & Wings Apple 16 18 ARMED & EXTREMELY DANGEROUS, First Choice Bell 17 12’ BROKENDOWN ANGEL, Nazareth Mooncrest 18 19 WELCOME HOME, Peters & Lee Philip 19 15 YOU WANT IT YOU GOT IT, Detroit Emeralds Westbound 20 21 SWEET ILLUSION, Junior Campbell Deram 21 8 HELL RAISER, Sweet RCA 22 16 COULD IT BE l'm FALLING IN LOVE, Detroit Spinners Atlantic 23 14 ALSO SPRACH 2ARATHUSTRA (2001), Deodato CTI 24 23 POLK SALAD ANNIE, Elvis Presley RCA 25 22 FRANKENSTEIN, Edgar Winter Group Epic 26 30 STANDING ON THE INSIDE, Neil Sedaka MGM 27 HALLELUJAH DAY, Jackson Five Tamla Motown 28 BORN TO BE WITH YOU, Dave Edmunds Rockfield 29 ROCK-A-DOODLE-DOO, Linda Lewis Raft 30 I M GONNA LOVE YOU JUST A LITTLE BIT MORE, Barry White _ Pye Supplied by: British Market Research Bureou/Music Week. / 1 1 MY L 2 5 PLAY 3 3 PILLC 4 6 l'M G BABY 5 4 DANI 6 2 FRAIV 7 14 WILL 8 13 GIVE ON E 9 17 KOD) 10 7 TIE fi OLD ( 11 11 RIGH 12 10 LON< 13 15 ONE 14 19 SHAI 15 12 DRIF 16 9 HOCI 17 8 YOU Stevie 18 20 l'M 1 19 16 WILC 20 26 BAD, 21 18 STUC Steale 22 28 LEAV 23 24 LITTI 24 30 NATl 25 22 REEL 26 23 THE IN Gi 27 31 NO l\ 28 21 STEA 29 — YOU' YOU 1 30 — BOOC Þriðjudagur 26. júni 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.